Ísafold - 02.12.1899, Qupperneq 2
298
skamm8 70—80,000; og er þá sýnilegt,
að þeir mega ekki við margnum, —
15,000 til 20,000 manna í mesta lagi.
Bretar láta sjálfir mikið af hreysti
Búa og herkænsku. Sömuleiðis bera
þeir þeim þann vítnisburð, að þeim
farist mætavel við sára menn og
hertekna af liði Breta, eins vel og
það væru þeirra landar og samliðar.
Tíu daga sátu Bretar á þingi, 17.—
27. október, og veittu 10 milj. pd.
sterl. eða 180 milj. kr. til herkostnað-
ar gegn Búum. Hörðum dóraum sætti
Chambeilain þar úr flokki friðarvina;
en mikill meiri hluti á þingi þó á
hans rnáli.
Daginn sama sem póstskip fór frá
Khöfn gaus upp sú frétt, að Bússar
hefðu sent her manns suður í Afghan-
istan, í því skyni að leggja það land
undir sig. |>að er ailmikið ríki og
liggur milli Persalands Dg Indlands.
Er það Bretum meira en meðalgrikk-
ur nú, er þeir eiga nóg að vinna
lengst suður í Afríku, og hafa kvatt
landvarnarlið sitt frá Indlaudi suður
þangað. |>að hagnýía Bússar sér óð-
ara.
|>eir hófðu fundist nokkuru áður,
keisararnir, Nikulás og Vilhjálmur, á
ferð Bússakeisara á |>ýzkalandi, og
talast rækilega við, i viðurvist utan-
ríkisráðherra sinna, og grunar suma,
að þar hafi einhver stórræði ráðin ver-
ið. f>að kemur síðar fram, hvort svo
hefir verið eða eigi.
Vilhjálmur kvað ætla bráðum að
heirasækja ömmu sína, Viktoríu drotn-
ingu.
Mannskaðar urðu miklir í Noregi
rétt fyrir veturnæturnar, 1 fiskiróðrum,
nær 2J hundrað manna, er þar týnd-
ust. Ennfremur fórst opið skip með
30 manna á heimleið frá jarðarför,
nærri Haugasundi. Samskota leitað
bæði utan lands og innan handa eft-
irlátnum munaðarleysingjum.
Nú hefir Oscar konungur loks ráð-
ið það af, að fyrirskipa framkvæmd á
nýmæli Norðmanna um fánann hreina
— þar sem sambandsmerkinu við
Svía er út bygt. Norðmenn samþyktu
það nýmæli á þingi í fyrra í þriðja
sinn, og var það þar með að lögum
orðið án konungs samþykkis, sam-
kvæmt stjórnarskrá þeirra. En stað-
ið þó síðan í miklu stímabraki út af
þeim; fjandmenn Norðmanna í Sví-
þjóð leituðust við á allar lundir að fá
konung til að virða það að vettugi.
En þeim mishepnaðist það að lokum,
sem betur fór. En við þau úrslit
sagði hann af sér, helzti forkólfur
þeirra, Douglas utanríkisráðherra, og
þótti hann mega vél missa sig.
Esterhazy, bófinn alræmdi, er við-
riðinn er Dreyfus-málið og sannur tal-
inn þar að sök um skjalafölsun, hefir
dæmdur verið í 3 ára facgelsi fyrir
annan glæp, fjársvik við írænda sinn,
Christian Esterhazy. En hann er ut-
anlands, í Lundúnum, svo að réttvís-
in fær eigi hendur haft í hári hans
að svo stöddu.
Látinn er í Danmörku Nutzhorn
amtmaður, er dómsmálaráðherra var
fyrir meira en 30 árum tvívegis og
hafði þá jafnfrarat Islandsmál með
höndum.
Póstskipaferðaáætlunin
næsta ár, 1900, er út komin, óbreytt
að kalla frá því sem verið hefir þetta
ár. Ferðirnar 18 alls. |>ar af fer
Laura 8, sem sé millilandaferðirnar
beinu; Vesta 5, Ceres 4 og Botnía 1
(beina, júní—júlí).
Manndrápamálið frá Dýrafirði
Verður dæmt í Danmörku.
Svo sem getið var um í næstsíðustu
Isafold, var Nilsson sá, er ódáðaverk-
ið framdi á Dýrafirði 10. okt. síðast-
liðinn, tekinn fyrir landhelgisbrot við
Jótlandsskaga 8. f. m. af strandgæzlu-
skipinu »Absalon«. f>á var póst-
skipið »Laura« einmitt að fara þar
fram hjá ogskipverjar á henni horfðu
á, þegar botnverpingarnir voru teknir.
þeir voru fluttir til Eriðrikshafnar.
Við handtökuna fekk Nilsson stýri-
mann sinn, Holmgreen, til þess að
ljúga því fyrir réttinum, að hann væri
skipstjórinn, hefir auðvitað haft beyg
af, að einhver frétt kynni að berast
frá Islandi.
Enda fór og svo, eins og áður hefir
verið frá skýrt. Tryggvi Gunnarsson
bankastjóri gerði viðvart og pósturinn
í »Lauru« flutti söguna samdægurs.
Svo var símskeyti sent til Friðriks-
hafnar um að sleppa mönnunum ekki.
Beyndar var manndrápa-sagan frá
íslandi komin þaugað áður, hafði kom-
ið út í Kaupmannahafnarblöðum, að
minsta kosti »Politiken«. Og lögreglu-
stjórinn,: hr. Bamsing, hafði fengið
grun um að sökudólgarnir mundu
einmitt gengnir í greipar sér, og var
svo hugsunarsamur að draga mál
þeirra út af landhelgisbrotinu ofurlítið
lengur en hann annars mundi hafa
gert, bjóst við, að einhver skeyti
kynnu að koma frá stjórninni. Og
því er það meðfram að þakka, að ó-
bótamennirnir sluppu ekki aftur.
f>egar farið var að spyrja Holm-
green, sem þá var einn á landi, um
veiðar skipsins við Island, kvaðst
hann vera nýorðinn skipstjóri, þóttist
ekki hafa verið á skipinu, þegar það
fór til íslands og sagði fyrverandi
skipstjóra farinn af skipinu.
En svo varð hann tvísaga fyrir
réttinum og varð að játa, að hann
væri alls ekki skipstjóri, heldur stýri-
maður, og að hann hefði verið á, skip-
inu í íslandsferð þeirri, sem hér var
um að ræða.
Nil8Son var sóttur út á skip, þegar
er Holmgreen hafði gengist við sann-
leikanum, og farið með hann fyrir
réttinn. I fyrstu neitaði hann að tala
annað en ensku, jafnvel þótt hann sé
Svíi og tali og skilji dönsku.
Hann var þá tekinn fastur, og
stýrimaður sömuleiðis fyrir ósannan
framburð.
f>ví næst var öll skipshöfnin sótt út
á skip og sett í varðhald. Alt var lið
þetta mjög ölvað, að skipstjóra með-
töldum.
Skipið hefir verið laust Iátið gegn
6000 kr. veði.
En skipshöfnm sat í gæzluvarð-
haldi í Friðríkshöfn, þegar síðast
fréttist. Nilsson þrætti fyrír að hafa
orðið viljandi valdur að því að bátn-
um hvolfdi. En nægar sakir þykja
samt til þess að hann verði fyrir
þungri refsingu.
Nokkrar ráðagerðir voru um að
senda mennina hingað til lands og
láta málsrekstur og dóm fara hér
fram. En skrifað er nú með póst-
skipinu af nákunnugum manni, að
ráðið hafi verið af að heyja málið í
Danmörk, lagaráð fundist til þess að
losna við þann kostnað og þá örðug-
leika, sem eru því samfara að senda
þá hingað.
Sagt er að Islendingur sá, er á
skipinu var á Dýrafirði, Valdemar
Bögnvaldsson, hafi verið farinn af
skipinu, þegar það var tekið í Dan-
mörku.
Amtmaðurinn og Kiwa.
Oss og öðrum til stórmikillar
furðu birti amtmaðurinn snemma í
október grein um botnvörpumálsúr-
skurðinn nafntogaða í danska olaðinu
•Nationaltidende* — svaraði þar því,
er Kiwa hafði um þann úrskurð sagt,
og gaf jaframt Isafold olnbogaskot út
af afskiftum hennar af máliuu.
Kiwa svarar amtmanninum skorin-
ort í »Nat«. 19. f. m.
Vörn amtmanns í því blaði var að-
allega í þvífólgin, að halda því fram,
að til þess að fá lögmæta vitnasönnun
fyrir því, að botnvörpuskip sé í land-
helgi, verði tveir menn að mæla fjar-
lægð skipsins frá landi samtímis —
alveg sama, sem hann hélt fram í
bréfi sínu til ísafoldár, sem prentað
var 30. ágúst síðastl.
»Eg get alls ekki fallist á þennan
skilnÍDg#, segir Kiwa. #Yrði slík regla
viðurkend, mundi afleiðingin auðsjáan-
lega verða sú, að aldrei yrði unt að
sanna, að botnvörpuskip hefði verið i
landhelgi við Island, nema þegar varð-
skipið danska væri viðstatt. Þá mætti
ekki nota það sem sönnun gegn botn-
vörpuskipi, að nokkur hundruð manna
hefðu séð það fáa faðma frá landi, ef
enginn af þessum mönnum hefði get-
að mælt fullkomlega. Og þó að ein-
hver einn hefði gert það, þá ætti það
ekki að vera nóg. f>eir yrðu að minsta
kosti að vera tveir og þeir yrðu báð-
ir að mæla samtímís; annars væri
vitnisburður þessara hundraða með
öllu ónýtur. þ>að er mjög skiljanlegt,
að yfirforingjanum á enska varðskip-
inu, sem á að gæta hagsmuna Eng-
lendinga, hafi verið Ijúft að fá íslenzk
yfirvöld til að setja þessa reglu; —
hitt virðist alt að því óskiljanlegt, að
honum skuli hafa tekist annað eins,
þar sem hann átti við yfirvöld, sem
eingöngu eiga að gæta hagsmuna Is-
lendmgan.
Höf. gerir því næst í stuttu máli
grein fyrir því, er ísafold hefir frá
skýrt, að íarþegar á »Beykjavík« hafi
frá Gerðahólma horft berum augum á
duflin, sem botnverpingar fóru langt
inn fyrir, að Markús F. Bjarnason
skólastjóri hafi mælt fjarlægðina í við-
urvist Waardahls skipstjóra, að þeir
hafi báðir unnið eið að því að botn-
vörpuskipin hafi verið í landhelgi, og
að fjölda vitna hafi mátt fá í viðbót,
ef menn hefðu viljað fyrir því hafa.
»J>ar sem nú þessu var þann veg
farið — og amtmaður hefir ekki dirfst
að neita því — þá er ekki auðvelt
að sjá, hvað það er, sem vantað hef-
ir á, til þess að sönnunin væri fylli-
lega lögmæt. f>ví að fráleitt felst
nokkur maður annar en hr. amtmað-
urinn á það, að tveir menn þurfi að
mæla samtímis. Gerum t. d. ráð fyr-
ir því, að botnvörpuskip væri að veið-
um hér við »Tre Kroner« og nokkur
hundruð mauna væru á »Löngulínu«
og horfðu á það. Ætli menn þættust
þá ekki hafa fengið sönnun fyrir, að
skipið hefði verið í landhelgi, jafnvel
þótt tveir menn hefðu ekki mælt sam-
tímÍ8? Og þann veg stóð nú einmitt
á með þessa botnverpínga við strend-
ur íslands«.
f>á reynir og amtmaður í »Nat.«
að vekja tortrygni viðvíkjandi frásögn
Isafoldar með því, að ritstj. blaðsins
hafi ekki séð prófsútskriftirnar í mál-
inu, án þess þó að geta nokkurs at-
riðis, sem sé ranghermt -— alveg eíns
og hann gerði í »f>jóðólfi«. Kiwa kall-
ar það »ofurlitla miður lipurlega brellu,
sem sé til þess gerð, að villa ókunn-
ugum mönrium sjónir«, beudir á, að
Isafold hafi farið þess á leit, að fá að
sjá þessar útskriftir, til þess að geta
lagað það, er ranghermt kynni að vera,
en amtmaður hafi synjað. »f>etta
gerðist áður en grein amtmanns í
»Nat.« er dagsett. Oss er ókunnugt
um, hvort amtmaður hefir synjað af
þeirri ástæðu, að hann þyrfti að nota
þessa brellu aftur í dönsku blaði, eða
af því að hann hafi verið hræddur
um að sönnun fengist fyrir því, að
frásögn ísafoldar væri með öllu sam-
hljóða prófgerðabókinni. En mjög er
eðlilegt, að svo hafi verið, með því að
blaðið fekk sína sögusögn einmitt frá
þeim mönnum, er borið höfðu vitni
í málinu fyrir réttinum«.
Að lokum minnist Kiwa á fyrirlitn-
ingardóm, er amtmaður kveður upp í
»Nat.« yfir því viti, er millibilsritstjóri
ísafoldar (E. H.) og Kiwa sjálfur hafi
á málinu — dóm, sem, að því er Kiwa
snertir, er bygður á sýnilegri prent-
villu — og lítur svo á, sem hann hafi
frernur átt að láta það ógert. »j?ví
að hvenær sem nokkur maður neyðist
til að taka til slíkra ráða til þess að
verja sig, þá er ofur- hætt við, að svo
virðist, sem hann hafi ekki haft öðru
betra til að dreifa, og að hann hafi
verið i verulegum vandræðum með að
láta sér detta nokkuð það í hug, er
honum gæti v? rið hin minsta vörn í«.
Amtmaður hefði vafalaust átt að
láta þessa vörn í »Nat.« undir höfuð
leggjast.
Mótmæli
gegn Þjóðólfs-ósannindum.
»|>jóðólfur« hefir upp á síðkastið
gert sér einkarmikið far um að telja
Islendingum trú um, að eg leggi kapp
á að koma mönnum héðan af landi
burt vestur um haf. Og hann áréttir
þá langvarandi viðleitni sína með bréf-
kafla frá Winnipeg, sem revndar er
nafnlaus, en sýnilega saman aettur af
uppgjafaprestinum Hafsteini Péturs-
syni, sæmdarmanni þeim, er einkenni-
legastan orðstír hefir getið sór meðal
Vestur-íslendinga fyrir sannsögli.
Eg hefi ekki lagt í vana minn að
troða íllsakar við »|>jóðólf« út af
þessum né öðrum tilraunum hans til
þess að vekja óvild gegn mér hér á
landi og ætla ekái að gera það.
En eitt skifti fyrir öll lýsi eg hór
með dylgjur hans í þá átt, sem hér er
sérstaklega um að ræða, tilhœfulaus ó-
sanníndi.
Ug jafnframt skal eg trúa ritstjóra
»j?jóðólfs« fyrir því, að með atferli
sínu fær hann mig ekki til að taka
upp þann sið, er hann fylgir andspæn-
is Vestur-lslendingum. Eg mun eftir
sem áður verða jafn-saunfærður um,
að affarasælla sé að öllu leyti að tala
af beztu samvizku og sannfæring um
menn þeirra og málefni, heldur en að
taka upp háttsemi »f>jóðólfs«-ritstjór-
ans og Hafsteins Péturssonar, og, til
dæmis að taka, hafa einurð á að telja
mönnum trú um að síra Jón Bjarna-
son só vesturferða-agent Canadastjórn-
ar og að »aðalmál kirkjufólagsins
(vestur-íslenzka) sé í raun og veru
orðið fyrir löngu innflutningur frá
íslandi«. E. H.
Vostmannaeyjum 23. nóvember.
í ágústmán. var mestur hiti 4. 15,3°,
minstur aðfaranótt 4. 6,1; í september var
mestur hiti 11. 12,1°, minstur aðfaranótt
28. -r 1, 7°; í október mestur hiti 9. 12, 1°,
minstur aðfaranótt 31. ~ 4, 8°. Úrkom-
an var í ágúst 134,5, í septbr. 95, i okt-
111 millímetrar.
Fýlaferðir gengu vel, fuglinn í betra
lagi bæði að töln og gæðum; súlnatekja var
með langbezta móti.
Jarðeplauppskera var allgóð i sendnum