Ísafold - 09.12.1899, Síða 1
Ketnur ut ýruist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
ininnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l*/s doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa b'laðsins er
Austurstrœti 8.
XXVI. árg.
Reykjavík, laugarda^inn 9. (lesbr. 1899.
76. blað.
Tvisvar í viku
I
keinur Isafold út ti! jóla,
miðvikudaara o£r lausrar-
daga.
Landsbankinn opinn bvern virkan dag
kl ll —2. Bankastjórn við kl. 12 — 1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11—1.
Ókeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti 16
1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1:
X+X. xtx. xfx. xfx, .xfx. xfx, xfx ,xtx.. Afx..xtx..xfx..xtx. xtx.
Áhrif manndrapanna dýrfirzku
»Berlingske Tidende«, blaði dönsku
stjórnarinnar, farast þannig orð út af
manndrápamálinu frá Dýrafirði:
»Jafn-sorglegt og það er, að enskir
botnvörpuskipstjórar skúli geta farið
svo freklega og þrælmenskulega að rúði
sínu, sem nú hefir raun á orðið, er
sú góð hlið á málinu, að hér er að
ræða um óvenjulega svaðafenginn yfir-
gang, sem öllum verður ljós og hver-
vetna mun vekja hina mestu athygli,
einkum þar sem dæmin eru svo mörg
um óbilgirni botnverpinganna ensku,
og þau einmitt spánný. Hver maður
á Englandi, sem kynni að vilja and-
æfa atferli danskra yfirvalda gegn
botnverpingum og verja þá, hlýtur
nú að hafa hljótt um sig um stund.
Enn kann að vera örðugt að gera
sér fulla grein fyrir, hve víðtækur
glæpur sá er, sem drýgður hefir verið
á »Royalist«. Fréttirnar eru enn ekki
nógu nákvæmar til þess. En að
minsta kosti er það auðsætt, að auk
þess, sem skipverjar hafa brotið
gegn landhelgislögunum, hafa þeir
gert sig seka í ofbeldi og mótþróa
gegn yfirvaldi, og o ðið með því þrern
mönnum að bana. Sá eða þeir, sem
hafa ábyrgð á þessu, verða að sæta
þyngstu refsingu, sem lög leyfa.
Botnvörpuveiðamálið verður ár eftir
ár að tilefni til ummæla í enskum
blöðum, sem oft eru alt annað en
vingjarnleg í garð Dana. þó verðum
vér við það að kannast, að helztu
ensku blöðin, með stórblaðinu »Times«
í broddi fylkingar, hafa litið á málið
skynsamlega og stillilega og talið oss
hafa á réttu að standa í aðalatriðun-
um; en engu að síður hefir útgerðar-
mönnum tekist að koma æsingum
miklum á stað. Stórfé hefir verið lagt
í þau 1400 botnvörpuskip, sem Eng-
lendingar eiga, og hagur margra manna
er við þau bundinn. Enska stjórnin
hefir hingað til tekið í ágreiningsatrið-
in með mestu sanngirni, svo að danska
stjórnin og hin enska eru sammála í
öllum verulegum efnum. Fylsta á-
stæða er til að vænta þess, að það
góða traust, sem fulltrúar stjórnanna
hafa hvorir á öðrum, haggist ek<i, og
eins hins, að þessi síðasti raunavið-
burður við ísland muni stuðla að því,
að þúsundum manna á Englandi verði
það ljóst, hvorir málsaðila standi á
grundvelli laganna og þjóðaréttarins í
öllum þessum mikla atvinnuágrein-
ingi og hvorir ekki.
I þessu sambandi er oss vlst óhætt
að hrósa happi yfir því, að Salisbury
lávarður sjálfur, Mr. Brodrick og,
maðurinn sem ekki er minst um vert,
enski flotadeildarforiúginn Atkinson,
hafa óbeiulínis fallist á kærur
vorar ogkvartanir og látið sér skiljast
það, að það hefir ekki verið ófyrir-
synju, er á botnvörpulögunum hefir
verið hert svo mjög sem unt var á
íslandi og í Færeyjum*.
Landshöf ðingj atúnið
°g
liafnargerð.
Eftir tilmælum bæjarstjórnarinnar
hefir herra Sjgurður Pétursson mann-
virkjafræðingur samið ítarlegt álits-
skjal um það, hve landshöfðingjatúnið
só mikilsvert’fyrir Reykjavíkurbæ, eink-
um norðurhluti þess, næst sjónum,
þar sem sé hið líklegasta hafnarstæði
hér, og var sú umsögn hans látin
fylgja áskorun bæjarstjórnarinnar til
stjórnarinnar út af sölu Batteríis-lóð-
arinnar.
Hann minnist fyrst á áætlun þá,
er Paulli ingeniör gerði um áríð um
skipakví, lokaða fyrir aðfalli og út-
falli, og garða fyrir utan kvína, til
varnar gegn öldugangi. Kostnaður-
inn við þau mannvirki öll taldi Paulli að
mundu nema 4,600,000 kr.
Sem stendur getum vér ekki hugs-
að til að leggja út í slíkan kostnað.
En þrátt fyrir það telur mannvirkja-
fræðingurinn oss ekki ofvaxið að gera
ýmislegt til að greiða fyrir vöruflutn-
ingum milli skipa hér á höfninni og
lands.
Fyrir þeim mannvirkjum, er verk-
fræðingurinn hugsar sér að unt muni
að gera, áður en langt líður, gerir
hann svo grein, sem hér segir:
Á korti því, er hér fylgir með, sést
að allar línurnar, sem sýna dýpið á
höfninni næst landi, draga sig saman
rétt við Batteríishornið og fylgjast að
nálægt hver annari austur með land-
inu nokkuð inn fyrir Klöpp. Strax
hér fyrir utan byrjar 7—8 faðma
dýpi. Frá Batteríishorninu og austur
með landi iiggur klettabelti, sem eftir
sjókortinu að dæma hefir faðmsdýpi
rétt við snasirnar. þetta klettabelti
virðist ekki raska sér neitt, þótt brim
og stórsjór gangi; eftir því sem kunn-
ugir menn segja mér, mun vera óhætt
að telja 8 feta dýpi við klettasnasirn-
ar um stærstu stórstraumsfjöru.
Nú hygg eg, að það gæti komið
oss, til þess að byrja með, að stóru
liði, að byggja á þessum klettasnösum
garð, er skip geti legið við. Garður-
inn ætti að ná frá Batteríishorninu
austur eftir svo langt sem þörf gerð
ist. Efnið í þennan garð lægi beint
við að taka úr Landshöfðingjatúninu,
sérstaklega Arnarhólnum. Allur flutn-
ingur á efni er hér niður á við, og
því mjög auðsóttur. Hærri hlutar
túnsins g^ngju þá tilþessað fylla upp
lægðirnar við sjóinn. Vér gætum þá
auðveldlega svo um búið, að alt Lands-
höfðingjatúnið breyttist í slétta, nær
því eða alveg lárétta flöt, er næði alla
leið fram á brún á garði þeim, er
byggður væri á klettasnösunum. það
væri varla unt að hugsa sór heppi-
legra verzlunarsvæði fyrir Reykjavík-
urbæ; það lægi svo ofur-vel við allri
fráræslu og enn fremur mjög nærri
aðaldýpi hafnarinnar.
það er auðvitað, að áður en meira
er gert en þetta, sem hér er um get-
ið, mundu þeir dagar koma fyrir, að
skip gætu ekki legið við þennan garð
vegna öldugangs; en til þess að byrja
með mætti hafa úti í dýpinu fyrir
utan röð af vel botnföstum baujum,
er skipin gætu dregið sig út að, þegar
ilt kæmi í sjó. Flest fiskiskip vor
rista ekki dýpra en það, að þau gætu
legið við garð þennan allmarga daga
af árinu, sórstaklega um sumartím-
ann, hvort sem heldur væri hásjávað
eðu lágsjávað.
Svo ætti við að gjöra sem fyrst
annan garð frá Batteríishorninn með
lítilli bugðu frá norðri til austurs, og
gengi svo jafnhliða hinum garðinum
í nokkur hundruð feta fjarlægð frá
landgarðinum, eins og sýnt er með
rauðu á uppdrættinum. þriðji garð-
urinn kæmi svo út frá landgarðinum
litlu austar og hefði stefnu frá suðri
til norðurs. Tnnsiglingin á þessa höfn
kæmi frá austri, máske austri-land-
norðri, ef það lægi betur við dýpinu.
þegar svo kröfur vorar vaxa í fram-
tíðinni, mætti framlengja báða aðal-
garðana austur eftir og byggja nýjan
garð með stefnu frá suðri til norðurs,
lengra austur með landi. þetta er
sýnt með rauðum deplum á uppdrætt-
inum. þannig mætti halda áfram,
eftir því sem oss yxi fiskur um hrygg,
án þess þó í byrjun að leggja í nokk-
urn óþarfa-kostnað, þó byrjað sé á
litlu. Hér myndast þá smákvíar, hver
við hliðina á annari, með einni aðal-
innsiglingu í þá kví, sem austast
liggur. Enn fremur er mjög líklegt,
að með tímanum mundi verða bygður
brimgarður (Bölgebryder) á svæðinu
frá Engeyjarrifi til rifsins undan
Laugarnesi, til þess að verja Rauðar-
árvíkina fyrir öldugangi frá landnorðri
og austri (úr sundunum).
Ingeniör Paulli hefir gengið út frá
því sem vísu, að hafnarkvíin yrði að
liggja rótt fyrir framan hið núverandi
verzlunarsvæði, eða í sjálfri Grófinni,
en það er álit mitt, að þetta þurfi alls
ekki að vera gjört að aðalatriði; kostn-
aðurinn við hafnarvirkin á hinum nýja
stað yrði þá að eins að innifela líka
í sér útgjöld við að leggja braut frá
batteríissvæðinu til sambands við
Hafnarstræti og Aðalstræti, með greypt-
um vagnsporum. þessi braut mundi *
þá koma yfir kálgarðinn hjá Zimsen
kaupmanni.
Við að byggja höfnina á þessu nýa
svæði, mundi ýmisl. stórkostnaður trá
áætlun Paullis hverfa, t. d. krafan
um lokaða skipakví (Dok) og gröftur
á sjávarbotni. Allur flutningur á efni
yrði hér niður á við.
Alt þetta þarf frekari íhugunar og
áætlunar; eg ætla að eins aðbenda á,
að þennan veg mundi mega fara til
þess að komast hjá hinum ógurlega
byrjunarkostnaði, sem ingeniör Paulli
gerir ráð fyrir. Hafnarnefnd vor ætti
að láta athuga þetta frekar.
Af hinu framansagða geta menn nú
séð, hverja þýðingu eg álít að Lands-
höfðingjatúnið geti haft fyrir bæinn.
það er tillaga mín, að bærinn reyni
að ná sem fyrst kaupum á öllu tún-
inu, sérstaklega norðurhliðinni með-
fram sjónum. Svo væri áríðandi, að
þetta svæði væri ekki bygt út, nema
eftir sérstaklega íhugaðri ákvörðun,
til þess að skapa bænum ekki óþarfa-
óþægindi í framtíðinni; sérstaklega
væri heppilegt að halda svæðinu næst
klöppunum óbygðu fyrst um sinn,
þatigað til búið er að skera fullkom-
lega úr því, hvort höfn vor eigi ekki
einmitt að myndast á þessu svæði.
Sigurður Pétursson,
Cand. polyt. Ingeniör.
Stjórnarskrá heimskunnar.
Einhver snjallasta bindindishug-
vekja, er birst hefir hér á landi, er
nýprentaður fyrirlestur eftir hinn þjóð-
kunna mælskumann, síra Ólaf Ólafs-
son í Arnarbæli. Hann heitir Meira
Ijós! og var fluttur á Eyrarbakka og
Stokkseyri í vetur sem leið. Hann
er örk í stóru 8 bl. broti með
smáu letri, og er þar mörg smellin
klausa og áhrifamikil.
þetta er einn kaflinn:
»Samkvæmt þessari stjórnarskrá
höfum við Islendingar þingbnndna
konungsstjórn. Sýnist ykkur það ekki
nógu mannalegt? Er stjórnarfarið
máske ekki eftir »kúnstarinnar regl-
um»?
Eins og Bretar höfum við drotn-
ingu í konungs stað; það er óneitan-
lega til manna að jafna.
En drotningin okkar heitir Eeimska.
þessi íslenzka drotning hefir ráða-
neyti sér við hönd. Hinir helztu úr
flokki ráðgjafanna eru þessir:
Forsætisráðherrann heitir Vondur
vani.
Fjármálaráðherrann Ráðleysa.
Kirkju- og kenslumálaráðherrann
Andlegur svefn.
Atvinnuvegaráðherrann Alt á tré-
fótum.
Dómsmálaráðherrann Hleypidómari.
Samgöngumálaráðherrann Sundrung
eða Sitt lízt hverjum.
Ráðherrar heiœskunnar eru náttúr-
lega miklu fleiri en þetta; en eg verð
að láta þessa upptalning nægja í
þetta skifti.
Stjórnarskrá heimskunnar er í
mörgum bálkum, köflum og kapítulum.
Hún er endurskoðuð árlega og nýjum
köflum bætt inn í eftir þörfum og
kröfum tímans; því heimskan er
kona, sem fylgist með tímanum. þessi
stjórnarskrá er ekki prentuð í heild
út af fyrir sig, og má merkilegt heita,
að enginn af »forleggjurum« landsins
skuli hafa ráðist í það. En — samt
ern bálkar og kaflar úr henni til á
hverju heimili á landinu.
Eg ætla ekki stundina þá arna að
taka til umræðu alla stjórnarskrá
heimskunnar, því það væri óvinnandi
verk á eiuu kveldi. Eg ætla einung-
is að lesa upp einn kafla úr henni,
kafla, sem sérstaklega við kemur efni
því, sem eg geri að umræðuefni