Ísafold - 03.01.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.01.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu siuni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram) ÍSAFOLD. IJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík, niiðvikudaginn 3. jan. 1900. 1. blað. I, O. O F. 81158y2. O.______ Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud, og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum tyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. xfx, xfx, x+x. x+x. xfx. .xix, xfx.xV.xtx..xtx..xtx.,xt>.xfA. *j?|X"XÍX‘*XÁX'’xjx' 'xix''xix' ^ix Vi>"xix'*JPix' Nýir kaupendur að þessum árgangi „lsafoldar“, 1900, fá, auk annara hlunninda, ókeypis síðasta ársfjórðung f. á. október—desember, ef þeir borga fyrirfram. Nýir kaupendur skil- vísir fá ókeypis skáldsöguna Ven detta þegar hún verður fullprentuð. Vendetta verSur 30—40 arkir að stœrð. Hún er ein af þeim nútíðarsög- um, sem alþyða nianna hefir mest sózt eftir, hvervetna þar sem hún hefir ver- ið gefin út. í Vesturheimi t. d. seld- ust af henni 200,000 eintök á örstuttum tíma. Fróðleiks-hraflið. Binkennilega íslenzk tillaga kom fram á aðalfundi Bókmentafélagsins í sumar. Hún var í þá átt, að félagið reyndi að fá styrk úr lanassjóði til þess að stækka tímarit sitt að stórum mun. Svo átti að fá einhvern ritstjóra handa því og auðvitað launa honum, því að hér var sýnilega um mikið starf að ræða. f>að var félagsstjórnin sjálf, sem kom með þessa hugmynd, sjálfsagt eftir rækilega umhugsun. Hún hafði gert sér ljóst, að í þessu nýja tíma- riti ætti að vera ágrip af ýmis konar ritgerðum úr útlendum tímaritum, og vitnaði í því efni til norska ritsins •Kringsjaa*. Aðrar bendingar kom hún ekki með viðvíkjandi því, hvernig ritið ætti að vera. Hún var spurð um ritstjóraefni. En ekki virtist svo, sem henni hefði hugkvæmst neinn maður, sem vel væri til þess fallinn að vera ritstjóri þessa tímarits. þar af leiðandi gat þún ekki heldur neina grein fyrir því gert, hver andi ætti að ríkja í þessu riti, sem hún vildi fara að gefa út. Engin merki sáust þess, a8 henni hefði bogkvæmst, að nokkur sjálfstæð..r vilji ætti að koma fram í þessr. riti og verka á þjóðina, eða nokkur hug- sjón önnur en sú, að Jrœða íslendinga um, hvað einhverjir menn í öðrum löndum væru að segja um einhver efni. f>ó að þessi hugmynd sé gersamlega fráleit í vorum augum, er ekki á hana minst hér í því skyni að gera lítið úr þeim mentamönnum, sem skipa stjórn Bókmentafélagsins. Síður en svo. Hún er gerð að umtalsefni fyrir þá sök, að vér erum sannfærðir um, að hér sé að ræða um aðalmeinið í mest- allri viðleitninni við að menta þessa þjóð. Alþýðufyrirlestrar Stúdentafélagsins eru lítið, en gott sýnishorn. Vel má vera, að þeir séu allir fróðlegir, hver á sinn hátt. En ekki er þar að ræða um nokkura samstæða fyrirætlan eða stefnu. Engin tilraun til að hafa nokkur ábrif á viljann. Ekkert ann- að en sundurlaust fróðleiks-hrafl. Með sama markinu eru tímaritin brend, eins og áður hefir verið minst á hér í blaðinu. Sumum þeirra er jafnvel fenginn heill hópur ritnefndar- manna, sem að sjálfsögðu geta naum- aet komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut, sem nokkurs er um vert. 011 stefna er því fyrirfram dauðadæmd. þá eru skólarnir. Sjálfsagt er þar töluverður fróðleikur numinn. En sá fróðleikur er nær með öllu hugsjónalaua, virðist ekki hjálpa mönnum minstu vitund til að fá samstæða skoðun á mannlífinu, er geti eflt viljann og beint honum að einhverju takmarki— öðru en því aðkomast á einhvernem- bættisbásinn, þegar bezt gengur. Fyr- ir bragðið verður þessi fróðleikur ein- bert hrafl — ekkert annað en molar, sem aldrei til eilífðar verða að. lífsins brauði. Með öllum þeim ráðstöfunum, sem verið er að gera til að kenna íslend- ingum ýmis konar fróðleik, eru þeir að verða andlaus og hugsjónasnauð þjóð. Nú kemur naumast út nokkur ný ís- lenzk bók, sem nokkurt viðlit er að lesa. Hörmulegast er að sjá, hvernig vér förum með þau andans auðæfí, sem vér höfum tekið í arf frá forfeðr- um vorum. Gáfumeun annara þjóða hafa notað þessa sérstöku eign vora til þess að lyfta æðstu hugsjónum mannkynsins upp fyrir augu alþýð- unnar og festa þær í hug hennar. Vorir fræðimenn vekja þjóð vora til hugsjónalífs og viljaþróttar með því að gizka á í afarstórum bindum, hverj- ir kunni að hafa ritað hina og aðra kafla í Sturlungu og með því að tína saman og gefa út aragrúa af þulum, sem lítið eru annað en ein botnlaus, sjóðandi vitleysa frá upphafi til enda! En fróðleikur er þetta sjálfsagt. Ög fróðleikinn eiga íslendiugar að trúa.. Og það gerum vér líka ósvikið. Vér höngum sem sé enn f skynsemistrúnni, lifum á »u,jplýsingar«-öldinni, sem hjá öðrum þjóðum er um garð gengÍD fyrir svona hér um bil hundrað ár- um. Allar aðrar þjóðir vita það nú, að fróðleikurinn bjargar engri þjóð, gerir engan mann að dugandi dreng, nema hann komist í náið samband við til- finningalíf og viljalíf mannsins. Oss er kent margt í skólum og tímaritum. En 08S er sjaldan kent þar að elska neitt eða hata neitt. Allur þessi fróðleikur megnar ekki að sýna oss nokkura hug- sjóna-perlu, sem vér viljum kaupa ne nu verði, hvað þá aleigu vorri! Með slikutn fróðleik hugsa menn sér að reisa við þjóð vora. Ef nógu er troð- ið af búfræði 1 bændurna, þá á ekki að vera nein hætta á öðru en að þeim búnist farsællega. Hitt dettur engum í hug að athuga, hvort sálarlíf þeirra hafi fengið nokk- ura verulega styrking, hvort nokkur von er til að þeir séu svo miklir menn sem þeir þurfa að vera til þess þeir geti búið vel. Og stöðugt er þess krafist, að fleiri og fleiri skólar séu stofnaðir. Geti þeir skólar sýnt í töflum og skýrslum, að svona margar blaðsíður hafi verið lesnar í dönsku, svona langt komist í reikningi o. s. frv., þá er ekkert að óttast. Hitt tekur enginn maður til greina, hvort þe8sir skólar eru hjúpaðir þoku andleysisins eða ekki, hvort nemendur læra þar að vilja það sem gott er, eða þeir læra að vilja það sem ilt er, eða þeir læra að vilja ekkert — sem er langlíklegast. En sú fásinna! Frá útlöndum. Sama að frétta og áður af viður- eign Búa og Breta. Hið voldugaog stórauðuga Bretaveldi, heimsins bol- magnsmesta stórveldi, ber enn halt höfuð fyrir búra-þjóðinni smáu og hálf- mentuðu suður í hrjóstugum Afríku- hálöndum. f>eim hefir ekkert orðið ágengt enn við Búa; en biðu í þess stað enn um miðjan f. m. hvern meiri háttar ósigurinn á fætur öðrum í mannskæðum orustum, t. d. einni 9. f. m. skamt suður frá Kimberley, de- mantsnámaborginni í norðurskotti Kap- nýlendu, vestur af Oraníuríki, þar sem heitir Modderelfa; þar hafa Bretar lengi verið að berjast við að veita lið löndum sínum, sem þar eru ínni krept- ir af Búum, og er Cecil Bhodes einn í þeirri úlfakreppu. Mistu Bretar í þeirri orustu nær 800 manna, er ó- vígir urðu af sárum eða féllu, en jafn- margir eða fleiri handteknir, að sumra sögn. Um sömu mundir var barist á öðr- um stað, í Kapnýlendu suður af Ó- raníuríki, við bæ, sem heitir Storm- berg. f>ar mistu Bretar 500 særða og fallna og 700 hertekna. Loks hefir Buller hershöfðingi, yfir- liðinn Breta austur í Natal, beðið mikinn ósigur 15. f. m. þar við ána Tugela. Segir hann sjálfur svo frá þeim viðskiftum, að fallið hafi af sfnu liði 82, óvígir orðið af sárum 667 og 349 viti hann ekki, hvað um hafi orð- ið. f>etta eru samtals nær 1100 manna. Af fyrirliðum féllu 6 í þess- ari orustu, 42 urðu sárir, 15 hertekn- ir og 3 vantaði. Bretar hafa mist í öllum orustunum miklu fleiri fyrirliða að tiltölu en ó- breytta liðsmenn. f>að er af því, að Búar eru skotmenn ágætir og miða helzt á fyrirliðana, sem auðþektir eru vegna einkenmsbúnings þeirra. Hafa því Bretar tekið það ráð, að láta þá hætta að ganga f einkennisbúningi. Bretar heima fyrir leitast við eftir mætti að bera harm sinn í hljóði, þótt misjafnt takist og oft megi lesa hálf- gildings-harmatölur í blöðum þeirraog þyngstu ámælum rigni niður yfir frum- kvöðla ófriðarins. Um Viktoríu drotningu er svo sagt, að húu sitji tímum saman grátandi yfir dáuarskrám þeim úr orustunum, er blöðin flytja. Hún er komin á ní- ræðisaldur og beygð orðin, eDda hafði hún Verið ófriðinum mótfalliu frá upp- hafi. Hún er mesta góðkvendi og hefir verið alla tfð. Bretar höfðu búist við í upphafi að þurfa ekki nema svo sem 20,000 manna til þess að hlaða Búum í Transv. og bandamönnum þeirra, Óraníumönn- um. Síðan urðu það 40,000, og nú eru þeir farnir að tala um 90,000. Sumir spá jafnvel meiru, áður en lýk- ur. Einn meðal afreksmeiri hershöfð- ingja sinna sendu þeir suður í miðjum október, Redver Buller. Hann lenti í Natal SDemma í nóvembermán. og sótti þaðan vestur á leið til Lady- smith, til liðs við umsetna landa sína þar, en var ókominn þangað skömmu fyrir jól. Nú ráðgera þeir, Bretar, að senda enn tvo hinna frægustu her- stjórnargarpa sína, Roberts og Kit- chener lávarð, suður með ærinn íið's- afla nýan. Svo mikils þykir þeim við þurfa. Flestar þjóðir sem allar eru Búum sinnandi í huga í ójöfnum leik við fjandmenn þeirra, þar á meðal Danir. Tóku þeir til í vetur snemma að safna gjöfum handa særðum mönnum af Búaliði og munaðarleysingjum þeirra. En þá mintust danskir stórkaup- menn þess, að Bretar eru miklir og góðir viðskiftamenn þeirra, kaupa af þeim ógrynni af smjöri meðal annars og gefa vel fyrir. óttuðust þeir, að Bretar mundu reiðast því tiltæki og fella niður viðskiftin. |>eir tóku því það fangaráð til að mýkja þá, að senda enskum liðsmönnum suður þar á vígstöðvunum nokkur þúsund smjör- öskjur til að gæða þeim. Urðu ensk blöð all-fegin þeim eina vott góðvild- arþels Bretum til handa meðal út- lendra þjóða í hernaði þessum og létu mikið yfir. Eu öðrum þóttu tiltekjur þessar all-broslegar. Borið er það aftur, að borginLady- smith hafi gefist upp fyrir Búum. Annars gengur nú orðið illa að fá saunar fréttir þar sunnau að, meðþví

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.