Ísafold - 03.01.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.01.1900, Blaðsíða 3
3 an Elliðavatn, um hraun og illgrýti, alt hálfþakið snjó. Svo réð hann af að setjast að, þótt svalt væri í meira tagi, til þess að of- þreyta sig ekki, áður en birti og hann gæti áttaðsig. Hrnunketil hitti hann, þar sem skýli var fyrir norðanstorm- inum, og í þann ketil settist hann. Svo sem að líkindutn ræður, sótti svefn mjög á hann eftir vökunæturnar. Hann þorði því ekki fyrir nokkurn mun að halla sér upp að veggjunum í hraungjótunni, bjóst við, að ef hann sofnaði þar í makindum, mundi hann ekki vakna framar íil þessa lífs. Hann sat því uppréttur, á tösku, sem hann hafði haft á hlið sér, krepti hnésbæt- urnar og barði höudunum á hnén til þess að halda hita í fótunum. Stund- um dottaði hann fram á hendur sín- ar. Og þarna sat hann, fremur létt klæddur, til miðs morguns og þótti honum vistin daufleg og hver klukku- stundin lengi að líða. Kl. 6 lagði hann svo á stað aftur, hélt um stund sömu leiðina, sem hann hafði komið. En þegar lýsa tók af degi, sá hann til fjalla, þekti sig og hélt svo niður á bóginn. það hefir verið einhversstaðar ekki all-laugt upp af Hafnarfirði, sem hann hafðist við um nóttina, einhversstaðar nálægt Helgafelli. Og til Hafnarfjarðar komst hann kl. 9J á sunnudagsmorguninn, (gamlársdag). par borðaði hann morgunverð hjá Ogmundi kennara Sigurðssyni og fór ór sokkunum. Hann var þá dálítið kalinn á tánum á öðrum fætinum, þíddi þær í klaka og sofnaði ofurlitla stund. Kalið stafaði af því, að hann hafði vöknað á öðrum factinum í Hafn- arfjarðarlæknum, nokkuð fyrir ofan Hafnarfjörð. Mundi meira hafa að orðið, ef hann hefði vöknað fyr. Eftir þessa stuttu hvíld fór hann svo í sokka og skó og fór fótgangandi til Reykjavíkur — og mundu fáir menn, óvanir stritvinnu, hafa Ieikið eft- ir honum. Hann er óvenju-mikill göngugarpur og fimleiksmaður. Hann kom heim ókvefaður og heill heilsu, nema hvað bólga var í tánum eftir kalið. Sjálfsagt hefir það með- fram bjargað honum, að hann hafði með sér ofurlítinn matarbita. Lausn frá embætti veitt af konungi 1. f. mán. adjunkt við Reykjavíkur lærða skóla dr. phil. porvaldi Thoroddsen og síra Matthíasi Jochumssyni presti á Akureyri, báðum frá áramótum. Hoiður.unerki. Sama dag hafa þeir síra Matthías Jochumsson og yfirkeunari Steingr. Thorsteinsson verið sæmdir af kon- ungi riddarakrossi dannebrogsorðunnar. Vikið frá embætti Landshöfðingi hefir 28. f. mán. vik- ið síra Bjarna þórarinssyni Útskála- presti frá embætti til fullnustu. Hann er löngu kominn til Ameríku. Sjónieika héldu skólapiltar hór í jólaleyfinu að vanda, 4 kveld ókeypis, en hið 5. selt, til ágóða fyrir Bræðrasjóðinn, varð hreinn ágóði rúmar 100 kr. Skorti þar eigi aðsókn frernur en vant er. Gott alt gefins af því tægi, segja menn, og það þótt minni hafi skemtunar- fýsn en íbúar höfuðstaðarins. |>eir höfðu og, piltar, valið leik, er jafnan 1 þykir mikið í varið og góð skemtun á að horfa, jafnvel hvernig sem með er farið. það eru Andbýlingarnir, eftir Hostrup. En ofurefli er slíkur leikur fyrir óþroskaða óvaninga og það til- sagnarlaust. |>eir ráða auðvitað helzt ; við vandaminstu persónurnar í leikn- um, og léku þær sumar dável, tilþess ! að gera; en hinum reyndust þeir alls óvaxnir, sem von er til. Síðasta kveldið, sölukveldið, fengu áhorfendur í ábæti dálítinn leik ann- an, einnig þýddan úr dönsku; heitir Meinlolcan, eftir X.; miklu vandaminni, og tókst því töluvert betur að tiltölu. Gott er það auðvitað fyrir Bræðra- sjóð, að fá þannig dálítinn tekjuauka; en heldur mikið virðist að öðru leyti gert að þessari skólapiltaleikmensku, meðal annars meira en nóg, að bjóða til kennurum og vandamönnum pilta, eitt kveld að eins, auk sölukveldsins, en vera ekki að þessu nær heila viku í striklotu og streitast við að tína upp nær allan bæinn. B. J. Póstgufuskipiö Vesta, kapt. Jacobsen, kom loks í gær- morgun snemma. Hafði lagt á stað frá Khöfn 17. f. mán. Eekk bærilegt veður til Skotlands og hreppandi þaðan til Færeyja. Hafði 3 daga við- dvöl í Leith, mest til að bíða eftir kolum. Komst á stað frá Færeyum fimtudag 28. f. mán. Fekk þegar norðanveðrið mikla, er komið var norður fyrir eyarnar, og var að skaka í því fram á nýársdagmorgun, að létti til; var þá komið í landsýn, austur af Ingólfshöfða. Hálf-fylti káetu einu sinni eða tvisvar, braut káetuhurðir, stýriskumbaldann og fleira. Valið fólk á skipinu; skipstjóri hinn alkunni vaskleikamaður Jaeobsen, er verið hefir verið fyrir Hólum tvö sumur undanfarin, og stýrimaður sá sem var Ceres í haust. Farþegar hingað með skipinu banka- stjóri Tr. Gunnarsson og fröken Schultz frá Khöfn, nú gift (1 gær) læknaskóla- stúdent hér Chr. Schierbeck Oræfa- jökulsfara. Búist við að skipið komist á stað aftur eftir viku. Liátin ©r hér í bænum annan í jólum ekkju- frú puríöur Kuld, ekkja síra Eiríks sál. Kuld prófasts í Stykkishólmí, en dóttir rektors Sveinbj. sál. Egilssonar (f 1854), gáfukona mikil og valinkunn, komin á áttræðisaldur, mædd ogþrot- in að heilsu. Norðanveður mikið var hér jólavikuna alla og rúmlega það, frá því á þorláksmessu og fram á nýársdag, bálviðri dag eftir dag, en frost lítið að jafnaði og snjókomaeng- in. Samskotin iianda Norðmönnum Bágt er að vera fátækur. Annars mundi mega fá hér sóma- samlega hlutdeild í samskotum þeim handa bágstöddum ekkjum og mun- aðarleysingjum eftir hinn mikla hóp druknaðra manna í Noregi í haust, samkvæmt áskorun hins norska kon- súls hér í blaðinu (Guðm. Ólsen), eft- ir hinn voðalega, ódæma-mikla mann- skaða nóttína milli 13. og 14. októ- ber. Engu landi öðru en fósturjörð vorri unnum vér jafn-mikið sem hinni frægu, oss liggur við að segja fornhelgú storð áa vorra, landinu sem ól Ingólf Arn- arson og aðra iandnámsmenn hér flesta, landi Ólafs Tryggvasonar og Magnúsar góða, landi Sverdrups, Björnsons, Hinriks Ibsens og Jónas- ar Lie, landinu sem tekur hverjum manni, sem þar ber að héðan af slóð- um, eins og ástkærum vin og bróður, án manngreinarálits — eða jafnvel með of litlu manngreinaráliti, sem ekki er trútt um að misindispiltar noti sér stundum, — landinu sem sem jafnan er í fremstu röð, — næst bræðraþjóð vorri við Eyrarsund — til að -rétta oss hjálparhönd, er oss ber óhöpp að höndum, t. d. nú síðast á að minnast eftir landskjálftana 1896. Já, bágt er að vera fátækur. En getum vér ekki sýnt einbvern lit á að verða við áskorun konsúlsinsl Margt smátt gerir eitt stórt, — stórt eftir vorum högum og mætti. Vér þurfurn eigi að óttast, að bræður vor- ir og vinir austan hafs muni vera stór- látir, þar sem vér eigum í hlut, eða að þeir muni eigi kunna að virða vilj- ann fynr verkið. Yendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter, XXXI. »Auðvitað?« segir Enid alveg ráða- laus. »|>á skal eg útvega þér þá!« segir Maud fjörlega og stekkur á fætur — ofan í rúmið hafði hún farið í öllum fötunum. »Útvega mér þá? En sá þvætting- ur, barn! Hvernig ættir þú að út- vega mér þá?« »Eg ætla að lána þá hjá BarnesU segir Maud hárri röddu og stekkur út úr herberginu. f>að er líkast því sem rafurmagns- straumur fari um líkama ungfrúarinn- ar, þegar hún heyrir þessi voðalegu orð. Hún getur ekki hugsað sér aðra meiri skömm og niðurlæging. Hún þýtur á eftir stelpunni og hrópar til hennar eins og æðisgengin, að hún verði að snúa aftur. Klukkan er ekki nema 10, forsalurinn er enn fullur af fólki, og fröken Anstruther kemur ekki auga á krakkann, hvað mikið sem hún flýtir sér á eftir henni. Hver taug í henni titrar af angist og blygð við þá voðahugsun, að Maud kunni að láta verða úr því, sem hún hafði látið sér um munn fara. »Lána hjá Barnes! Lána hjá Barnes!« Orðin hljóma enn í eyrum hennar. Enid reikar :stundarkorn fram og aftur fyrir utan hótellið og ætlar svo inn aftur. |>á sér hún Maud, þegar minst vonum varir; hún heldur í hönd- ina á hr. Barnes og er að tjá honum eitthvað með mestu ákefð. Fröken Anstruther fer beint til þeirra; hún er blóðrauð í framan og það er eins og eldur brenni úr augum henn- ar; hún segir við Maud reiðulega: »Dirfstu ekki að segja eittorðfram- ar! Farðuinn! Farðuírúmið! Ann- ars skal eg gleyma því, sem eg lofaði þér!« Maud lítur á hana, hnikkir að sér hendinni og þýtur inn í húsið. Frök- en Anstruther snýr sér í sama bili að Barnes. |>að er tins og andinn komi yfir hann um leið og hann lítur á hana. A næstu mínútunum eiga forlög hans að verða fullráðin. Hann veit það vel, að gangi hann nú að minsta leyti of nærri metnaðartilfinning hennar, þá muni hún aldrei framar tala við hann nokkurt orð. Hann bíður því eftir því að hún taki til máls og fer að hugsa um, hvort. þetta muni verða í síðasta sinn, sem hann heyrir rödd hennar. »Hvað hefir bárnið sagt yður um mig?« Spurningin kemur umsvifalaust og Barnes veit, að affarasælast muni vera að svara hreinskilnislega. Hann gerir í stuttu máli grein fyrir því, er Maud hafði sagt honum, og hún hafði tjáð honum það, er gerst hafði í her- bergi Enidar. »Eg skildi hana á þá leið«, bætir hann við, »sem hún hefði, án yðar vitundar, tekið eitthvað af peningum, sem þér þurfið á að halda í fyrra málið, og svo er hún hrædd um, að ef þér orðuðuð það við lafði Ohartris að borga þetta, þá mundi hún fá vitneskju um glæp hennar. Jafnframt gat hún þess, að yður lang- aði til að forða henni frá þessari refs- ingu, og hefðuð þér lofað að láta einskis getið við móður hennar. þess vegna kom hún hingað til mín«. »J>ér skiljið það auðvitað, að eg hefi ekki sent hana í öðru eins erindi?« »Auðvitað!« »Nei — eins og þér hafið farið að ráði yðar við mig !« Nú hefir hún sjálf vakið máls á sundurþykkjunui. Barnes sér að hún er hikandi — að unt er að komast að henni og hann slær vopnin úr hönd- unum á henni með þessutn orðum : »f>ér hafið rétt að mæla. Eg bið yður fyrirgefningar á því ranglæti, sem eg sýndi yður um kveldið. Eg fann að því, að þér töluðuð við kvenn- macn, sem ekki átti þá virðingu skil- ið, að þér lituð við henni. |>ér gátuð ekki þekt hana; en eg þekti hana. Eins og flestir veraldarmenn hefi eg verið nokkuð léttúðugur — því get eg ekki neitað; eg hefi ekkert atkeri haft, er geti jhaldið mér föstum við það, sem gott er«. Kænlegt var það af Barnes, að hann mintist ekki á það með einu orði, að hann hefði varað hana við spilaástríð- unni — því að í því efni hafði hann haft á réttu að standa; og að hann lætur þess eins getið, er hann hafði rangt gert. Atferli hans verður honum líka taf- arlaust að gagni, því að hún segir: »Nei — og það verða líka svo marg- ar freistingar á vegi karlmanna«. »Satt er það«, segir Barnes. »Ef eg hefði verið fátækur, getur vel verið, að eg befði verið betri maður«. »Ekki finst mér nú auðæfin vera ó- gæfa«, segir hún. Barnes samsinnir það. »Ekki eins og nú stendur á«, segir hann; »því að þeim er það að þakka, að nú stendur í mínu valdi að gera viðvik, sem verður mér til gleði og hamingju, ef þér bannið mór það ekki. En viljið þér nú ekki segja mér, á hvern hátt eg get liðsint yður í þessu máli? Gangið þór nú spölkorn með mér; þá veitir okkur léttar að tala saman blátt áfram«. »f>ér lofuðuð mér að gera yður greiða í Lyon«, segir hann enn fremur; »þá þektuð þér mig ekki jafnvel og nú; ætlið þér þá að vera ófús á að sýna mér sama sómann í kvöld?« f>etta minnir hana á ástúð hans við hana á járnbrautarferðinni; henni verð- ur hlýtt um hjaitaræturnar, og hÚD tjáir honum allar sorgirnar og áhyggj- urnar, sem hana hafa hent tvo síðustu dagana. Og hann greiðir fram úr fjárhagsörðugleikum hennar svo létti- lega, að hún verður þeirra ekki fram- ar vör. Hún ætlar að skrifa bróður sínurn og þegar hann sendír henni peninga, sem hún veit að hann muni gera, ætlar hún að borga Barnes skuld- ina. Og nú er eins og öll óþægindabönd séu af henni sprungin, þegar hún er orðin laus viö þessar áhyggjur, og hún er ástúðlegri við hann en nokkuru sinni áður. Á heimleiðinni til hótellsins segir Barnes: »Fröken Anstruther — þér viljið þá heldur skulda mér en fröken Paoli? »Já«, svarar hún og verður niðurlút. »Og þór kunnið ofurlítið bétur við mig nú en hérua um kvöldið?« »Miklu betur!« •Hvers vegna?« »f>ér hafið ekki sneypt mig. neitt i kvöld, þó að eg hafi til þess unnið; því að eg hefi spilað eins og eg væri ekki með öllum mjalla, og væri í ó- þolandi vandræðum, ef þér hefðuð ekki hjálpað mér. En hvernig stend-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.