Ísafold - 27.01.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.01.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/2 doll.; borgist fyrir miðjan júli (eriendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík, laugardaginn 27. jan. 1900. 5. blað. I. O. O. F. 81228V2. Landsbankinn opinn bvern virkan dag II—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Okeypis augnlækning á spitalanum tyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. ()keypis tannlækning í Hafnarstræti 16 I' °£i 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Póstar fara norður og vestur þriðjudag ^O. .þ. rn., en austur laugard. 3. febr. Póstskipið (Laura) væntanlegt á morgun. xÝx. xýx. .xýx. ,xýx , ,xÝdí. ,xÝ>. ,xÝa„xÝ> . xÝ>, 'xix'' 5\Jx x|x' 'xix' '<ix 'xix' xix'' í?i>'' 7ix' '7;x Kristindómurinn °g tímanleg velgengni. Eftir Leikmann. II. (Siðari kafli). Aður en eg fer lengra, akal eg, til frekari akýringar, gera grein fyrir því, hvað eg skil við tímanlega vel- gengni. Eg á þar. alls ekki við efnahaginn eingöngu, heldur við það, ®*ð þau öfl þjóðarinnar, sem styðja hana í lífsbaráttunni fái að njóta sín sem bezt. Og þó að þess gerist að líkindum engm þörf, skal eg, til þess að girða með öllu fyrir misskilning í þvf efni láta þess getið, að eg á hér við tíman’ lega velgengni þjóðarinnar í heild sinni, en ekki hvers einstaklings því að eg veit vel, að engin tegund kristindóms getur verið full trygging fyrir tímanlegri velgengni hvers ein- staklings. Knstindómurinn getur meira að segja venð henni þrándur í götu En hinu held eg fram, að kristindóm- inum geti venð svo háttað, að með honum sé fengin trygging fyrir tfman_ legri velgengm þjóðarinnar yfirleitt. því að hver skynsamur maður, sem hugsar sig um drykklanga stund, hlýt- ur að sjá, að þetta tvent þarf alls ekki að vera samfara: velgengni hvers einstaklings og velgengni þjóðarinnar Margir me'stu velgerðamenn þjóðanna hafa ekkert annað en ilt r\r býtum borið. Og svo sný eg aftur að aðnlefninu. Hvað er það, sem íslenzkir kenni- menn hafa stöðugt verið að kenna — Hallgrímur Pétursson, Jón Vídalín, Pétur Pécursson og þeir, sem flokkast hafa utan um þessa menn? þeir hafa verið að kenna mönnum a ð d e y j a. |>eir hafa alt af verið að kenna mönnum að búa sig undir dauðann. Menn munu nu svara mér því, að þetta sé aðalatriðið. »Svo lifa sér- hver á, sem sálast eigi«, segir sálma- skáldið. Eg skal ekki bera á raóti því. En hinu held eg fram, að svo framarlega sem öll áherzlan sé á þetta lögð, svo framarlega sem því sé að mönnum haldið, að þetta líf hafi ekkert gildi nema í sambandi við annað líf, þá er mjög lítil von um, að trúarbrögðin hafi áhrif á tímanlega velgengni manna. Annaðhvort er að sleppa allri von um það, eða þá að gera sér fyllilega ljóst, að þetta líf út af fyrir sig hafi verulegt gildi í skaparans augum, að honum sé það þóknanlegt, að þjóð- inni þoki áfram til meiri mennmgar í öllum efnum — að það sé með öðrum orðum kristindómsins verk, að kenna mönnum að lifa. |>að er þetta, sem hefir gleymst, að svo miklu leyti — nærri því ótrúlega miklu leyti, þegar þess er gætt, hve langtum auðveldara það er, að ná tangarhaldi á miklum hluta mannanna með því að tala um lífið heldur en með því að tala um dauðann. því að sannleikurinn er sá, þó að sjaldan sé við það kannast, að á tnjög miklum hluta æfinnar gerir mjög mik- ill hluti mannanna sér enga grein fyr- ir því, að þeir eigi að deyja. þetta er ekki léttúð, eins og sumir halda. þetta er einn af leyndardómum lífs- ins, að meðan það er í fullum krafti, er það svo afarríkt, að það rýmir burt meðvitundinni um dauðann, jafnvel þótt mennirnir v i t i það eins vel að þeir eiga að deyja eins og þeir vita, að 2 og 2 eru 4. Eða réttara sagt, meðvitundin um dauðann liggur mjög lengi sofandi í sálunni — að öllum jafnaði þangað til lífið er búið að missa eitthvað til muna af þrótt sínum. þó er þessi gleymska nærri því enn ótiúlegri, þegar þess er gætt, hve beint liggur við að boða krÍBtindóm- inn einmitt á þann hátt, sem eg er að tala um. Bg hefi áður vakið athygli á því, að mér kemur ekki til hugar, að rita um efnið til hlítar. þessi grein er líklega nú þegar orðin of löug fyrir ísafold — þar sem efnið er þetta. Hér koma því að eins örfáar bendingar til skýringar því, er fyrir mér vakir. f>ví er nú haldið fast að mönnum, að minsta kosti af síra Jóni Helga- syni í »Verði ljós!« og síra Jónasi Jónassyni í Ársriti norðlenzku prest- anna, og eins af vestur-íslenzku prest- unum, að K r i s t u r eigi að vera að- alefni prédikunarinnar. Mér dettur ekki heldur í hug, að lengra þurfi að leita en til hans, til þess að koma kristindómsboðuninni í það horf, að hún hafi áhrif á tím:nlega velgengni þjóðarinnar. Gerum ráð fyrir, að kennimenn vorir legðu verulega stund á, að gera mönnum fyllilega Ijóst, að í Kristibjó hinn öflugasti vilji, sem nokk- uru sinni hefir birzt meðal mannanna. Gerum ráð fyrir, að öll alúð væn við það lögð, að koma mönnum til fulls í skilning um, hvernig Kristur, umbomu- laus iðnaðarmaðurínn, stendur einn uppi með sitt málefni gegn öllu því sýnilega valdi, sem til var meðal þjóð- ar hans — hvernig hann, sem flytur það mál, er furðulegast hefir flutt verið á jarðríki, það mál, er mestu hneyksli hefir valdið og mest heimska hefir verið talin, vinnur mesta sigur- inn, sem unninn hefir verið hér á jörðu, vegna þess, að honum var það nógu mikið alvörumál, sem hann var að boða og gera. Og gerum ráð fyrir, að ekki tækist að eins, að koma mönnum í skilning um þetta, heldur og fá menn til að elska þessa fyrirmynd, elska hana á þann hátt, að metnaðargirnin sner- ist framar öllu öðru 1 þá átt að líkja eftir henni í daglegu lífi. Ekki nær nokkurri átt að segja, að þetta sé ókleift. Af öllum fögrum hug- sjónum liggur þessi hugsjón næst karlmenskutignuninni og afreksverka- þránni, sem er svo ötiugur þáttur í sálarlífi æskulýðsins. Já, gerum ráð fyrir, að töluverðu af þeim tíma, þeim gáfum og þeirri fyrirhöfn, sem varið hefir verið til að koma mönnum í skilning um eilífðina, hefði verið varið til þess að vekja hjá mönnum veigamikla, ávaxtarfka elsku á viljaþrótti Krists hér á jörðu. Mundi það ekki hafa haft áhrif á tíman- lega velgengni þessarar þjóðar? Eg vil taka annað dæmi: Gerum ráð fyrir, að þjóðinni væri til fulls komið í skilning um, að Kristur var miskunnsamásti maðurinn, sem nokkuru sinni hefir uppi verið — var ekki að eins stöðugt að líkna öðrum, heldur gerði og, með hinum ótvíræðustu orðum, miskunnsemina að skýlausu sbilyrði fyrir náð föðursins. Mér mun nú verða svarað því, að þetta hafi fslenzkir prestar alt af prédikað. Getur verið. En sú pré- dikun hefir verið nauða-veigalítil; þetta kristindómsatriði hefir alveg kafnað í öðrum kristindómsatriðum, sem svo miklu meiri áherzla hefir verið lögð á. Sjón er sögu ríkari, þegar að árangr- inum er gætt. Gætum að einu helzta líknaratrið- inu, hjálp við snauða menn. Lang- mest er snauðum mönnum hjálpað hér á landi af hinu veraldlega valdi, án þess kristindómurinn eigi þar nokkurn þátt í. Og allir vita, hvílíkt harmabrauð sá hjálp er oft og eiuatt eða jafnvel alment. Kirkjan, sem einu sinni hafði einmitt það skyldu- hlutverk sérstaklega með höndum, að líkna snauðum mönnum, og hafði þar með stöðugt fyrir augum sér hina á- takanlegustu og áhrifamestu áminn- ingu um, að feta í fótspor meistara síns, hefir látið draga þetta hlutverk úr höndum sér. Hún horfir á ári hverju, með hór um bil jafnköldu blóði og aðrir, á aðra eins hörmung og þá, að konan og börnin fari á sveitina, ef þau missa manninn og föðurinn í sjóinn, þegar hann er að leitast við að hafa ofan af fyrir sér og sínum. Hún veit af konum hér og þar, sem liggja sjúkar, óhreinar, hjúkrunar- .lausar, og hún huggar sig við það, að sveitin láti þær hafa eitthvað að borða. Slík upptalning gæti orðið mikil runa — sívaxandi skriða af sönnunum fyrir því, hve litla rækt kristindómsboðunin íslenzka hefir lagt við miskunnsemina, jafn-frjósaman akur og þar er alveg áreiðanlega um að ræða. |>ví að Islendingar eru að eðlisfari hjálpsamir og brjóstgóðir menn. f>að leynir sér aldrei, þegar einhver gangskör er að því gerð, að vekja líknarhug þeirra. Já, gerum ráð fyrir, að kristnum mönnum hér á landi skildist til fulls líknarskyldan, og að þeir gerðu gang- skör að því að lifa samkvæmt þeim skilningi. Og ekki að eins s k y I d a n, heldur og sá siðferðisþrosbi og öll önnur blessun, sem miskunnseminni er alveg áreiðanlega samfara, þegar veru- leg rægt er við hana lögð. Mundi það ekki hafa stórvægileg áhrif á tímanlega velgengni þjóðarinnar? Eg á hér auðvitað við sanna, rét'tskilda líknsemi, þá líknsemi, sem eigi dreg- ur minstu vitund úr sbyldunni að hjálpa sér sjálfir, þeirra sem því eru vaxnir. Nú hugsa eg mér, að einhver muni segja sem svo: þetta kemur ekkert við því skilyrði, sem nefnt er hér að traman fyrir því, að kristindómurinn hafi þau áhrif, sem hér er um að ræða — skoðuninni á gildi þessa lífs út af fyrir sig; því að hér komi það eitt til greina, að breyta samkvæmt hinu skýlausa miskunnsemdarboði KrÍ8ts. En eg held ekki, að það svar sé á réttum rökum bygt. Hvernig stendur á því, að kirkju vorri hefir svo hrapallega gleymst að halda líknarskyldunni á lofti? f>að stendur alveg áreiðanlega í nánasta sambandi við þá tilhneiging, sem hún hefir jafnan haft til þess, að líta smáum augum á þetta líf. Hún hefir lagt s v o mikla áherzlu á það, sem guð hefir fyrir mennina gert, að hún hefir gleymt því, sem v é r eigum fyrir þá að gera. Hún hefir lagt svo mikla áherzlu á himnaríki á himnum, að hún hefir gleymt himnaríki á jörðu. Hún hefir gleymt því, að þótt þetta beri að gera, þá á ekki hitt ógert að láta. — Veit eg að vísu, að til g e t u r verið »himnaríki á jörðu« innanum mikla örbirgð og bágindi. En það er ekki hér fremur en ella til neins að miða við fágætar undantekningar. Gerum loks ráð íyrir, að íslenzkur kristindómur legði afdráttarlausa á- herzlu á það, að Kristur var hinn mesti vitsmunamaður, hinn mesti djúphyggjumaður, hinn mesti spekingur, sem nokkuru sinni hefir talað til mannkynsins. Eg tala hér um hann sem mann, um mannseðli hans, að guðdómseðlinu alveg sleptu í þessu sambandi. Mundi það ekki hafa innrætt íslenzkri kristni meiri lotningu fyrir vitsmununum, sem mönnunum eru af guði gefnir, meiri áhuga á viturlegustu hugsunum mann- anna, meiri löngun til að s k i 1 j a þann tíma, sem vér lifum á? Mundi það ekki hafa knúð þjóð vora út úr mókinu og mollunni, eytt hleypidóm- unum, “vakið vit og líf, þar sem nú er heimska og dauði? Og er ekki einmitt þetta eitt aðalskilyrðið fyrir tíraanlegri velgengni þjóðarinnar. Allir vita, hve fjarri því fer, að ís- lenzkrikristni hafi verið þetta atriði ljóst og hún hafi eftir því lifað. |>egar gætt er að þeim afarvíðtæku mentunaráhrif- um, sem kirkjan hefir einmitt á þess- um tímum í ýmsum löndum, þá sést bezt, hve veigalítill kristindómurinn hér á landi hefir verið og er í þessu efni. Enda hefir mikið vantað á, að íslenzkir prestar, eins og þeir alment gerast, hafi verið færir um að hafa með höndum það hlutverk, sem hér er um að ræða. |>að er ekki sagt því skyni að álasa þeirn. Vel má vera, að fremur sé ástæða til að vera þakklátur fyrir, hvað þeir hafa þó getað komist og af hendi int, önnur eins smælingjakjör og þeir hafa flestir átt við að búa. En sannleikur er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.