Ísafold - 31.01.1900, Síða 2

Ísafold - 31.01.1900, Síða 2
2d bera vitni utn sem mesta stefnufestu. Að líkindum verður aðalorrustan háð um fjárlögin, nú eins og venju- lega endranær í þingsögu Dana á síð ari áratugum. Búist er við, að vinstri- menn í fólksþinginu mvni beita því ráði, að strika út öll aukaútgjöld til landvarna. Vitanlega getur stjórnin ekki látið sér slíkt lynda. Hitt er aftur á móti vafamál, bvað til bragðs verður tekið. Ein úrræðin eru þau,— sem stjórn- málamenn Dana eru nafnkendastir fyrir á síðari árum — að gefa út bráða- birgðafjárlög. Enginn virðist við því búast, að Hörrings-ráðaneytið muni beita því bragði. Til slíkra örþrifs- ráða þarf stjórnin að vera afarföst í sessinum og hafa algerlega emdregið traust sinna flokksmanna, eins og Bstrup hafði og hans félagar. Annar vegurinn er sá, að reyna að koma á svo nefndri samsteypustjórn, taka nokkura ráðgjafana úr flokki hægri manna, aðra úr flokki vinstri- manna. Að sögn hefir stjórnin í hyggju að reyna þetta. og nokkurar umræður hafa orðið um þá væntanlegu tilraun. Bn litlar líkur þykja til þess að hún muni takast. Að minsta kosti vara sum vinstriblöðin flokksmenn sína fastlega við allri slíkri lagsmensku við hægrimenn, telja langtum réttara að bíða með stillingu, þangað til sigurinn berist þeim upp í hendurnar heill og óskertur; euda geti þess ekki verið langt að bíða. þriðju úrræðin eru, að hægrimenn sleppi nú loks stjórntaumunum við flokk vinstrimanna. Sannast að segja virðist nú tími til þess kominn frá sjónarmiði hægrimanna sjálfra. Flokk- ur þeirra hefir um nokkurn tíma sýni- lega veikst ár frá ári, einmitt fyrír það, að þeir sitja við völdin, þangað til nú er svo komið, að þeir geta ekki einu sinni lagt til menn í öll ráðgjafaem- bættin. Margir hægri manna sjá þetta líka og halda því fast að flokki sín- um Bæði í ræðum og ritum. Bnjafn- framt er og í flokkinum megn mót- spyrna gegn þessari nýbreytni. Og gvo virðist sem það séu einmitt hinir helztu menn flokksms, sem eru henni öndverðir. Á fulltrúaflokksfundi, sem hægri- menn héldu í síðastl. desembermán- uði, mælti prófessor Matzen mjög af- dráttarlaust móti henni, kvaðst ekki skilja þessi óp og köll um að vinstri- mannastjórn ætti nú að taka við. Hægrimenn á þingi mundu forðast á- greiningsefnin af fremsta megni. Bn yrðu andstæðingarnir svo áleitnir, að ekki yrði unt aó forðast árekstur, »þá flýjum vér ekki frá því, sem vér höf- um áður varið af öllum mætti*. — þessum ummælum prófessorsins tók fundurinn með hinum mestu fagnað- arlátum. Um sömu mundir átti sá hluti hægrmannaflokksins, sem hefir fyrv. kirkju- og kenslumálaráðherra Scaven- ius að leiðtoga, fund með sér í Kaup- mannahöfn. Á þeim fundi tók Sea- venius í sama strenginn eins og pró- fessor Matzen, að því er vinstrimanna- stjórn snerti. Hana vildi hann með engu móti þýðast; hún kynni að geta orðið svo voldug, að landsþingið hefði ekki bolmagn til þess að veita henni viðnám, og haldið völdunum um margra ára skeið. — þessi ummæli eru mjög einkennileg og eftirtektarverð, þegar þau eru borin saman við röksemda- færslu hægrimanna meðan á deilunni miklu stóó á stjórnarárum Bstrups. þá töldu þeir vinstrimenn ekkert er- indi eiga í stjórnarsessinn, með því að landsþingið yrði þeim ekki síðurfjand- samlegt en fólksþingið hægrimönnuui, svo þeir mundu ekki fá við neitt ráð- ið. Nú er afsökunin orðm sú, að vinstrimenn muni ná of ríku tangar- haldi á þjóðinni, og þar á meðal á landsþinginu, ef þeir komist til valda. þ>að leynir sér þvíekki, í hverra hend- ur stjórnartaumarnir eru að færast. En hvort þeir færast þangað nú í vetur, eða ekki fyr en eftir nokkura liríð enn, veit að líkindum enginn mað- ur að svo stöddu. Hugsanlegt, að tek- in verði fjórðu úrræðin — ef úrræði skal kalla —- þau að tildra upp einu ráðaneytinu enn úr flokki hægrimanna, ráðaneyti, sem hægrimenn sjálfir virða lítils og vinstrimenn einskis, ráðaneyti, sem því gæti ekki orðið tjaldað með nema til einnar nætur. í Danmorku er þessi stjórnarbreyting vitanlega áhuga- og áhyggjuefni margra manna, sem láta sér ant um stjórnmál þjóðarinnar. Einkennilegt er aftur á móti, hve hún liggur oss íslendingum í litlu rúmi — hve undurlítils oss jafn- an hefir þótt um það vert, hverjir stjórnarsætin skipa í Danmörku, jafn- vel þótt einum þeirra sé gefið feikna- vald yfir oss sjálfum. En svo einkennilegt sem það tómlæti er, er það ofur- eðlilegt. l’ví að lítil lík- indi eru til annars en að oss megi á sama standa, svona hér um bil að minsta kosti, að því er vor mál snertir. Auðvitað er hneykslið ekki ávalt jafn- frámunalegt. Það er virðulegra, að tví- menna en að fjórmenna. En að því, er kemur til gagnsins, sem vér höfum af íslandsráðgjafanum, verður munurinn ekki ýkja-mikill, hvernig sem með hann er farið, — þangað til vór fáum hann út af fyrir oss. Hægrimenn höfum vér nú reynt til þrautar í ráðgjafasessinum. Þeir vilja oss vel — mikil ósköp! En kunnug- leikanum, áhuganum, framkvæmdarsem- inni þarf ekki að lýsa. Og engin á- stæða er til þess að búast við því, að vinstrimenn mundu reynast oss betur með sama stjórnarfyrirkomulagi. Ráð- gjafar þeirra mundu li'ta á mál vor al- veg eins og þeir, sem vér höfum hing- að til feógið, með augum ábyrgðarlausra embættismanna, að svo miklu leyti sem þeir líta ekki á þá aldönskum augum. Það er stjórnarfyrirkomulagið íslenzka, sem þarf að breytast. Allar aðrar stjórn- arbreytingar eru oss vitanlega einskis- verðar. Jarðræktarféln g Reykjavíkur hélt ársfund sinn í fyrra kveld, 29. þ. m. Unnar jarða- bætur félagsmanna síðastliðið ár námu um 3000 dagsverkum. Sléctað var 22£ dagsl. Félagið átti í sjóði í árslokin 825 kr., auk geymsluskúrs og áhalda. Félagsmenn 82 að tölu. Úr félagssjóði hafði verið varið fullum 500 kr. til að styrkja menn til jarðabóta, auk þess sem áhöld félagsins voru lánuð ókeyp- is. Flest dagsver’k höfðu unnið á liðnu ári: W. O. Breiðfjörð kaupmaður 472, jpórh. lektor Bjarnarson 201, Vilhjálm- ur Bjarnarson á Rauðará 191, jporleifur J. Jónsson í Mjóstræti 113, landlækn- ir dr. J. Jónassen 109, bókhaldari H. Zoéga 98, Kr. Ó þorgrímsson kaup- maður 91, hótelhaldari E. Zoega 77, Bjarni Björnsson á Bergi 72, Jón Tó- masson á Grímstaðaholti 71, Guðmund- ur Guðmundsson á Vegamótum 70, H. Andersen skraddari 66, Sturla Jónsson kaupmaður 61, barón Boilleau 57, Jóhann prófastur þorkelsson 57, Bojesen dróttstjórí 56, bankastjóri Tr. Gunnarsson 55, þórður Markússon í Hólabrekku 53, Jón Guðmundsson póstur 50. Uppörvun til plægingar og herfingar hafði enn borið fremur lítinn ávöxt; stendur mest á hestum. Nýi plógur- inn sænski frá Storebro Aktiebolag í Svíþjóð gafst einkar-vel; þó má eigi beita honum í grýtta jörð; kostaði hingað kominn 22 kr. Heitið var sama styrk og áður til plægingar og herfingar þ. á. Samþykt var að verja 600 kr. á þessu ári úr félagssjóði til vinnustyrks með sömu skilyrðum og áður, nema hvað félagsmenn sjálfir réðu verkamenn, og skyldi það á á- byrgð stjórnarinnar, ef hún borgaði út vinnustyrkinn áður en komið væri vottorð frá skoðunarmanni. Bf félags- maður þarfnast aðstoðar búfræðings til hallamælinga eða áætlana, sem eigi eru annara færi, má greiða hálfan kostnað úr félagssjóði. Rætt var um útsæðiskaup handa félagsmönnum, og 8tjórninni falið að gangast fyrir þeim kaupum, og heimilað að leggja út fé í bili til þess. Starfsraenn félagsins voru allir end- urkosnir, í stjórnina lektor þórhallur Bjarnarson (formaður), docent Biríkur Briem (skrifari), bánkagjaldkeri Hall- dór Jónsson (gjaldkeri), og endurskoð- unarmenn ritstjóri Björn Jónsson og yfirdómari Jón Jensson. Ráðgjört var að hafa innan skamms umræðufund í félaginu um meðferð og ræktun á útjörð Reykjavíkurbæjar. Vöruverð var þetta í Khöfn um miðjan þ. mán.: Norðlenzk vorull hvít bezta 65—66 a. ----— — lakari 55 — Sunnl. vorull hvít og vestfirzk 50—53 — Mislit vorull og svört . . 43— 45 —■- Hvít hauetull óþvegin . . 40—42 — Mislit haustull .... 30—32 — Stór saltfiskur óhnakkakýldur, skpd. .... . 65—68 kr. MiSlungs saltfiskur óhn. o o 1 Ýsa . . . 45 - Langa . . 60 - Hnakkakýldur saltfiskur vand- aður . . . . o ! Oi ! Heilsokkar ísl . 50—55 a. Hálfsokkar ísl. . . . ... 45 - Vetlingar ísl ... 30 - Æðardúnn . llj—12 kr. Bankabygg, 100 pd. . . . . 775 a. Bygg, 100 pd. . . . Rúgur — — . . . . . . 550 - Kaffi Melis, höggv . . . 14 - Púðursykur (farin) . . . . . 10 - Hrísgrjón . . . 8f — Vestmannaeyum á Pálsmessu. í nóvemberm. var mestur hiti 25. ö,7° minstur aðfaranótt 5. +• 8°. I desbr. var mestur hiti 9. 7,8°, minstur aðfaranótt 25. -+ 9,5°. Urkoman var i nóv. 184, í desbr. 146 millim. Skruggnr hafa verið þrisvar í vetur, 22. og 23. deshr. og 20. þ. m. í þessum mánuði hafa verið nær sifeldir storm- ar á ýmsum áttum, umhleypingar, stórrign- ingar, hagl og snjókoma, en eigi hefir snjór lengi legið. .Sjógœftir hafa verið fágætar, enda lít- ill fi8kur fyrir, þá sjaldan gefið hefir; sjáv arafli því eigi teljandi. Skepnuhöld góð hingað að; en margnr kvartar yfir, að kýr hepnist og mjólki illa. Af verzlun er það að segja, að vínföng öll vorn hækknð talsvert í verði um nýár- ið sakir 500 kr. skattsins; kom það eigi á óvart; en fremur hitt, að járn og öll járn- vara var hækkuð í verði að miklum mnn; hnn mun vera stigin erlendis, og kaupmenn gleyma eigi að setja upp, ef varningur hækkar ytra, þótt þeir hafi keypt hann við hinu lægra verði, en eru eigi á stund- um eins hráðlátir að lækka vörur, þótt þær falli í verði. — Heilhrigði er góð. Mannalát. Dáinn er 18. þ. m. hér í bænum Guðmundur Ogmundsson fyrrum verzl- unarmaður, 41 árs að aldri (fæddur að Stóra-Núpi í Eystrahrepp 21. marzl858). Foreldrar hans voru Ógmundur Brands- son og Halldóra Guðmundsdóttir, ættuð úr Rangárvallasy'slu. Guðmundur sál. ólst upp hjá frú Sesselju Lassen, fyrst á H.amarsheiði og síðan í Steinsholti, þangað til hann fór á Möðruvallaskól- ann 1881 og útskrifaðist hann þaðan 1883; síðan var hann tvo vetur barna- kennari í Njarðvíkum hér syðra og eftir það 13 ár við verzlun á Eyrarbakka. Hingað til Reykjavíkur flutti hann vor- ið 1898 og fór þá að kenna veikinda þeirra, lungnatæringar, er leiddu hann til bana. Haustið 1897 kvæntist hann Ragtihildi Magnúsdóttur frá Miðhúsum í Biskupstungum. »Guðmundur sál. var vinfastur og tryggur, gáfaður vel, skemt- inn í viðræðum, fjörmaður mikill og glaðlyndur, og munu margir þeir, er þektu hann, dást að þeirri stillingu og þolinmæði, er hann sýndi í hinum lang- vinna sjúkdómi sínum«. Albróðir Guðmundar sál. var Brandur heitinn Ögmundssott, orðlagður gáftt- maður og skáld, er andaðist að Kóps- vatni ungur að aldri fyrir nær 30 árum. Frá Vestmanneyum er ísafold skrif- að: »Hinn 17. desbr. f. á. andaðist hér elzta ?kona eyanna, Ratrín pórðar- dóttir, f. 8. nóvbr. 1806. Foreldrar hennar voru þórður óðalsbóndi í Ey- vindarmúla -Jónsson falkafangara ís- leikssonar klausturhaldara, Olafsson- ar, Hannessonar, er var írskur að ætt; og Ólöf Beinteinsdóttir, systir Magn- úsar óðalsbónda í þorlákshöfn. Móð- ir Ólafar var Vilborg HalldórBdóttir Hólabiskups Brynjólfssonar; var Kat- rín sál. þannig þremenningur við Pét- ur biskup og systkini hans. Af syst- kinum hennar eru enu á lífi í hárri elli Jón fyrv. óðalsbóndi í Eyvindar- múla og þuríður ekkja Páls alþingis- manns í Árkvörn. Hin látna var á ungum aldri um tíma til veru hjá Magnúsi konferenzráði í Viðey, og mintist hans og frúar hans ávalt með mikilli virðingu og þakklátsemi. Hún átti eina dóttur, húsfrú Ragnhildi, konu fyrv. verzlunarstjóra Gísla Engilberts- sonar, og dvaldi hjá þeim hjónum til dánardægurs. Katrín sáluga var að mörgu leyti merk kona, svo sem hún átti kyn til; hún var greind og margfróð, sér í lagi ættfróð, unni mentun og framförum, hún var sparsemdarkona, reglusöm og ráðdeildarsöm, hreinlynd og hollráð, trygg og vinföst; dótturbörnum sínum var hún hin umhyggjusamasta og bezta amma; munu þau ávalt minnast henn- ar með ást og virðingu. það voru sannmæli, sem tengdasonar hennar setti í minningarljóð, er hann orti eftir hana: »Vildi lýðum leggja ráð, lífs er bættu stöðu; unni mentun, dug og dáð, dygð og sinni glöðu«. Vestmanneyum á Pálsmessu 1900. Þ- Veöurathuganir i Reykjavik eftir landlækni Dr. J.Jónas- sen. oB & Ö Hiti (á Celaius) Loftvog (millimet.) Veðuráít. nótt|um hd Ard. siM. árd. síM. 20. - 4 0 736.6 729.0 a h b a h d 21 - 2 — 2 726.4 726 4 Sv h d Sv hv d 22. - 3 — 1 721.4 734.1 a h d Sv hv d 23 - 3 — 1 736.6 729 0 o b a hv d 24. - 1 + 2 716.3 731.5 S h b Sv hv d 25. - 1 + 1 736 6 721 4 a li b a hv d 26. - 1 -+ 1 721.4 723 9 Svhvh Sv hv d M,'sti nmhleypingur alla viknna; snúist úr austri í útsuönr og úr útsuðri aftur í austur, ýmist rigning eða él. 1 yfirliti yfir veðuráttufar 1899 í siðasta töluhlaði á að standa: vþrumur heyrðust hér eitt skifti, 1. jan. 1899, um liádegið.«■

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.