Ísafold


Ísafold - 17.02.1900, Qupperneq 1

Ísafold - 17.02.1900, Qupperneq 1
Kemiir út ýmist einu sinni afta tvis\ . i viku. Yerit árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 l/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema bomin sé til útgefauda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Aus'turstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík, laugardaífinn 17. febr. 1900. 9. blað. I O. O. P. 813281 II Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12-2 og einni stnndn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og fiistud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þríðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Póstar fara: vestur 23 þ. m., norður og austur 24. X+Xt x+x. ,xf x, ,xtx. .xfx xf x, xfx.. xf x. ,xf X, xfx.xfx. xf >, xtx *x|x',xíx"xix"xíx 'xix"xix"x;x"xix"xix',x|^"7i,x "x|x‘ Saiuifærinirarleysið. »Um pólitík talar engitm maður hér og hugsar víst ekki heldur«. Sjálfsagt hafa greindir menn og at- hugulir tekið eftir því, hve oft þessi ummæli standa í fréttapistlum í blöð- nnum, eða þá önnur alveg sama efnis. f>ó vita flestir minst um það, hve oft þau koma fyrir í bréfum, sem rit- stjórunum eru skrifuð, án þess að þau komi á prent. Óneitanlega er það kynlegt, hve al gjörlega skiftir í tvö horn með frá- sagnirnar um stjórnmála áhugann í sveitunum. Stundum eru fréttirnar á þá leið, sem allur þorri manna standi á öndinni af umhyggju fyrir þvi, er sé blýföst og rótgróin sannfæring þeirra. Og svo rétt á eftir er botn- inn dottinn úr öllu saman. f>á ber öllum sögnum saman um, að enginn minnist einu orði á þessi blýföstu sannfæringar-atriði. Og vitanlega á þögnin og hugsun- arleysið sér stað að öllum jafnaði. Ahugastundirnar eru eins og graseyj- ar í eyðimörk. Mundi ekki mega af þessu ráða, að það se einmitt sannfceringuna, sem vantar? Sá, sem þetta ritar, átti tal við all- marga bændur um stjórnarskrármálið á síðastliðnu sumri. Og sízt ber því að neita, að nokkurir þeirra töluðu um málið af verulegri þekkingu og um- hugsun, eins og greindum og góðum íslendingum sómdi — höfðu gert sér verulega grein fyrir þeirri röksemda viðleitni, Bem komið hafði fram í mál- inu, og gert sér far um að meta af- leiðinguna af hverju því spori, sem stigið væri. En hjá öðrum — 0g það alt of mörgum — bar næstum þvf ótrúlega mikið á ákefð, sem við alls ekkert vit eða þekkingu hafði að styðjast. Eitt dæmi er dágott sýnishorn. Hreppstjóri nokkur, valinkunnur myndarmaður, af merkum ættum, var spurður, hvort hann liti ekki svo á, sem hentugast væri, að öllu íhug- uðu, að taka nú tilboði stjórnarinnar í 8tjórnarskrármálinu. »Eg veit ekki», sagði hreppstjórinn einstaklega sakleysislega. »Eg hefi ekki kynt mér neitt stjórnmál; eg hefi ekkert vit á þeim. En eg er á móti Valtý«! Hann hafði enga hugmynd um, að nokkurt stjórnartilboð hefði komið; því síður, í hverju það væri fólgið. Eli hann var »á móti Valtý«! Vitanlega gat hann enga grein fyrir því gert, hvað Yaltýr hefði þá fyrir sér gert, né í hverjum efnum hann væri bonum andstæður, né hvort hann væri það í öllum efnum eða sumum. Hann var bara »á móti Valtý«! Og hreppstjórinn gekk ötullega fram í því, að fá sveitunga sína til að styðja þessa »sannfæringu« hans á þingmálafundinum. Hvxn getur verið fullhörð á skorp- unni, »sannfæringin« sú. En ekki er að kynja, þótt yfir henni dofni, þegar frá líður, fram á haustið kemur og hitinn er rokinn burt. Ekki voru allir þeir bændur, er voru »á móti Valtý«, og áttu tal við þann, er þetta ritar, jafn-sakleysis- legir eins og þessi hreppstjóri. En það er eiður sær, að nokkur þeirra gæti svarað þeirri spurningu, hvert gagn þeir ætluðu þjóðinni að hafa af nokkurri stjórnarbót, hvernig sem hún væri og hvað vel og afdráttar- laust sem hún væri úti látin. Né heldur gátu þeir neina grein fyrir því gert, hvernig stjórnarbótinni ætti að vera háttað, til þess að þeir gætu á hana fallist. Og ekki vildu þeir heldur við það kannast, að það stjórn- arfar, sem vér eigum við að búa, væri happasælt eða jafnvel viðunandi fyrir land og lýð. Alt var ein auðn, að því er til- stjórnmála-sannfæringarinnar kom hjá þessurn mönnum. Hægðarleikur er að rekja sögu þeirrar auðna-. Mennirnir hafa áður, flestir, haft blinda,- með öllu órökstudda trú á stjórnarbót þeirri, sem fólgin hefði verið í hinni «endurskoðuðu stjórnar- skrá« alþingis, sem stjórnin hefir synjað staðfestingar. |>essi trú hefir staðið óhögguð, meðan engin veruleg mótspyrna var gegn þeirri stefnu í stjórnarmálinu. En þegar farið var að láta í ljósi efa og jafnvel afdráttar- lau3ar mótbárur gegn því, að sú stefna yrði affarasæl, þá fór sú trú þeirra að veikjast, unz hún var með öllu dauð. Og svo hefir ekkert komið í staðinn. Mennirnir hafa ekki haft til að bera þann myndarskap, það andlega þrek, sem til þess þarf, að kynna sér mál- ið samvizkusamlega, komast að ákveð- inni niðurstöðu, mynda sér rökstudda sannfæring. Og þar sem blinda trú- in, sem þeir áður höfðu, hefir reynst ónýt, þá geta þeir ekki lagt út í að trúa neinu öðru. Auðvitað er.aðsumpartfinna þeir það, sumpart trúa þeir því, að stjórnar- farið, sem vér eigum við að búa, sé öfugt og illa sé við það unandi. En þeir hafa aldrei kynt sér að neinurn muu, í hverju gallarnir séu fólgnir. f>ess vegna ei? svo auðvelt að vekja hjá þeim tortrygni gegn sérhverjum breytingum, sem fram á er farið, fyr- ir þá, sem einhverra hluta vegna er um það ant, að halda öllu í sama horfinu. Og svo kemst allur þeirra stjórnmálahugur í auðn, verður að flagi. Og því er ver og miður — þetta á ekki við stjórnarskrármálið eitt. Hart kann það að þykja, en satt er það samt, að með raunalega mik- inn hluta af þjóð vorri er nákvæm- lega eins ástatt í flestum eða öllum efnum eins og í stjórnarskrármálinu. Trúin á svo margt og svo margt í andlegum og veraldlegum efnum hefir veikst eða lognast út af með öllu. Og þjóðina brestur táp til þess að taka fyrir hugsanir sínar af nýju, og afla sér nýrrar sannfæringar og nýrr- ar trúar. Hana brestur með öðrum orðum tápið, sem til þess þarf, að læra að elska þær hugsjónir, er geti hrundið henni áfram svo um muni, og haldið henni til fulls upp- réttri og ókúgaðri í andstreyminu. því að þe8S verða menn vel að gæta — sem að óllura jafnaði virðist dyljast 088 Islendingum — að hver maður þarf á tápi að halda, siðferðis- legu þreki, til þess að afla sér nokk- urrar sannfæringar, nokkurrar trxiar, og læra að unna nokkurri hugsjón. Ekkert þrek þarf til þess, að láta blása sig út með vonzku allra snöggv- ast, né heldur til þess að láta telja sér trú um, að gott sé að fylgja ein- hverju máli fram svona dag og dag. En hitt er framar öllu öðru vilja-at- riði, að afla sér rökstuddrar, endingar- góðrar sannfæringar, vekja og efla í brjósti sínu kærleikann til hugsjón- anna — hverjar sem þær eru. Og þetta þrek, þennan vilja má glæða og styðja hjá þjóðunum. En það má líka níða hann úr þeim. Einmitt þetta er verið að gera hér á Islandi. |>að er verið að níða tápið, viljaun, úr þjóðinni, með því að láta fróðleikshraflið skipa öndvegissætið í öllum vorum kenslumálum, allri ment- un þjóðarinnar, en ganga að mestu leyti með fyrirlitningu fram hjá hin- um siðferðislegu öflum, sem eru ó- hjákvæmileg skilyrði fyrir verulegum þjóðarþroska. Sannarlega á hún betri meðferð skilið, þessi litla þjóð, sem staðið hefir af sór svo miklar hörmungar og sýn: hefir frá upphafi vega Binna og fram á þennan dag, að hún hefir miklar gáfur til að bera. Sannarlega á hún það skílið, að framfaraþrá hennar sé, á þessari framfaraöld, svalað með straumum lifandi vatns, en ekki með þeirri óhreinu veitu, sem nú er svo raunalega mikið að henni haldið. Holdsveikraspítalinn i Laugarnesi Árskýrsla 1899 eftir héraðslækni Guðm. Björnsson, er hann, sem er fulltrúi Oddfelloiv-reglunnar í stjórn spítalans, hefir sent 10. þ. m. yfirmanni reglunnar í Danmörku, dr. Petrus Beyer. Svo sem þegar hefir verið frá skýrt, var spítalinn tekinn til notkunar 1. október 1898. Fyrstu 2 sjúklingarn- ir komu 10. s. mán. í lok mánað- arins var spítalinn alskipaður — 58 sjúklingum. Síðar á árinu kom 1 sjúklingur. Árið 1899 komu 22 sjúklingar. Til síðustu ársloka hefir þá spítalinn veitt 81 8júkling viðtöku. Að meðal- talihafa verið 59.6 sjúklingar íspftalan- um dag hvern árið 1899. Hinn 31. desbr. 1899 voru þeir 62. Eftirfarandi skrá sýnir aðsóknina frá hverri sýslu fyrir sig. Sýsla. Tala Sjúkl. liolisv. komu A Ar. samt. vi<i Skaftafells .... 1898-99 1 Arsl. 1896. 5 Vestmannaeyja . . í 2 Bangárvalla.... 7 20 Arnes 11 22 Kjósar- og Gullbringu 15 16 Eeykjavfk . . . . 7 7 Borgarfjarðar . . . 5 14 Mýra 0 3 Snæf.n og Hnappad. 9 17 Dala 1 4 Barðastrandar . . 7 10 ísafjarðar . . . . 3 6 Stranda 1 0 Húnavatns . . . . 1 6 Skagafjarðar . . . 1 6 Eyafjarðar . . . . 7 28 þingeyjar . . . . 3 12 Norðurmúla . . . 0 1 Suðurmúla . . . . 1 2 Samt. 81 181 f>að má furðu gegna, að einmitt úr þeim sýslum, þar sem mest kveður að holdsveikinni, skuli tiltölulega fáir sjúklingar hafa komið. Úr Eyjafjarð- arsýslu hafa þannig ekki komið nema 7 sjúklingar af 28 — fleiri umsóknir bafa ekki komið úr þeirri sýslu. Ó- kunuugt er, hvernig á þessu stendur. Með öllu er áreiðanlegt, að engri sýslu hefir verið ívilnað öðrum fremur. Sjúklinga, sem langt eiga að, er ekki unt að flytja hingað nema sjó- veg að sumarlagi. Sérstakt farrými, miðþilja, hefir verið búið út handa þeirn á strandbátunum. |>að er vand- lega sótthreinsað að ferðinni lokinni. Sjúklingar úr Eeykjavík og nærsveit- unum eru látnir bíða þess, að rýmist til að vetrinum. Naumast er þess til getandi, að holdsveikum mönnum hafi fækkað hér á landi sfðan 1896. Samkvæmt holdsveikislögunum frá 4. febr. 1898 eiga héraðslæknarnir að senda skýrsl- ur um tölu holdsveikra á ári hverju, í fyrsta sinn við ársbyrjun 1900. f>ess- ar skýrslur eru enn ókomnar. í Eeykjavík voru 7 holdsveikir menn árið 1896. Sjö fóru á spítal- ann 1898—99. Nú eru hér sjö sjúk-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.