Ísafold - 21.03.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.03.1900, Blaðsíða 3
55 og endinguna, og það er því fremur Varhugavert, að slíkt skuli sjást á þeSsUm brúm, sem liggja í þjóðbraut, sem þær eru hafðar til fyrirmyndar við þess konar mannvirki á sýslu- og sveitavegum, og getur það orðið því skaðlegra í höndum þeirra manna, er ekki þekkja neinar brúarsmíðareglur, sem buast má við, að efni í þær fáist oft ekki eins vandað og í landssjóðs- býrnar. Eg ætla að eins að minnast á þær brýr, sem hér eru næstar, og það sem sagt verður um þær á auðvitað við um allar brýr með sömu gerð. A Haukadalsárbrúnni hér í Dölum eru neðri endar á uppihaldssperrunum að norðanverðu að eins látnir ganga að sléttum stöplinum og ekkert sæti gjört fyrir þá í stöpuliun, en festirvið brúarmeiðana með járngaddi spotta- korn frá brún stöpulsins. Af þessu leiðir, að mikið af þunga brúarinnar liggur á þessum stað á brúarmeiðun- um sjálfum, í stað þess að þunginn af tuiðkafia brúarinnar á með sperrunum allur að flytjast á stöpulinn. þessu hefði verið hægt að koma við með því að láta vera stall á framhlið brú- arstöpulsins fyrir neðri enda sperru- kjálkanna. Eg j)bri að fullyrða, að það er regla bæði'við húsasmíði og brúa, þegar hafðar eru sperrur til að halda uppi bita eða brúartré, að láta neðri enda sperrukjálkanna liggja á sjálfri hliðarundirstöðunni, eða sem næst henni að hægt er, hvort sem sú undirst&ða er veggur á húsi, brúar- stöpull eða eitthvað annað, en láta hann ekki liggja einhverstaðar á eða binda hann einhversstaðar við bitann eða brúarmeiðinn, sem sperran á að halda uppi, langt frá hliðarundirstöð- unni. A Hvítárbrúnni eru neðri endar uppihaldssperranna látnir ganga inn í brúarstöplana, og hlaðið utan um þá. í>etta er óþarft, því nægilegt hefði verið að láta þá liggja á þar til gerð- um stalli á brúarstöplunum. Eg þori líka að fullyrða, að það er rétt regla, að hlaða aldrei utan um tré í grjót- vegg, nema brýna nauðsyn beri til, og þegar eski verður hjá því komist, þá að búa til vatnsþétt og rakaþétt l&g utan um tréð, til þess að verja það fyrir raka þeim, sem ávalt kemur ^ steininn, þegar hitabreyting verður. Mér hefir venð sagt, að »asphalt«-pappi hafi verið hatður utan um sperrutrés- endana á Hvítárbrúnni; en þótt svo hafi verið, get eg ekki séð, að með því séu endarnir nægilega trygðir fyr- ir vætu> því trén ganga skáhalt ofan í steinvegginn, svo vatn getur ávalt runnið ofan með trjánum, og sjá þá allir, að það hlýtur að feyja þau með tímanum. Mér er það alveg óskiljanlegt, að aðrir eins smíðagallar 0g þessir skuli sjást eftir mann, sem er vanur og reyndur húsasmiður, og annars yfir höfuð að ttala einhver fjölhæfasti og atkvæðamesti smiður á landinu, Til þess að baíta úr þessum smíða- göllum á brúnum virðist mér bezta eða jafnvel eína ráðið við Hvítárbrúna, að höggva hleðsluna utan af sperru- kjalkaendunum, og ganga svo frá þeim, að loft, geti leikið um þá tálmunar- aust og vatn ekki staðnæmst við þá. En Haukadalsárbrúna og þær brýr, sem eru með sama *„,< • sama frágangi og er á norðurenda hennar , . , , , , , er auðvflað bezt að bæta á þann hátt, ef hægt væri að festa emhverri nægilega tryggr; undirstöðu úú járni eða 8teini undir sperrukjálkaendana innan f brúar stöpulinn sjálfan. En með því að þess- ir brúarstöplar munu flestir hlaðnirúr djög hörðu gjóti, og því örðugt að ^öggva í þá holur, yrði að líkindum hægra að festa sperruendana upp i í brúarmeiðana rétt við stöpulinn með hæfilega gildum járnspöngUm. Að þe8su gæti að sjálfsögðu orðið mikill styrkur. f>egar eg hefi farið yfir Haukadals- árbrúna, hefir mér dottið í hug, hvað skarpi hryggurinn, sem er á miðri brúnni, líkt og mænir á húsþaki, á að þýða. jpetta húsþakslag mun vera á flestum brúnum á þessari leið, og eftir því, sem mig minnir, er hann mismunandi hár. Mér datt fyrst í hug, að hryggurinn væri til þess hafð- ur, að vatn gæti ekki staðnæmst á brúargólfinu; en þegar eg athugaði þetta nákvæmar, sá eg, að það gat ekki verið, því að beggja vegna við hrygginn eru lægðir i bruna, og þær svo miklar, að lítill halli mun vera á brúargólfinu, þegar komið er miðja vega frá hryggnum. Eg get því ekki betur séð en að þessi hryggur sé ó- þarfur, og hljóti að vera óþægilegur, ef um brýrnar ætti að aka þungum vagni. Eg lýk svo þessum línum með þeirri ósk og von, að eftirleiðis verði haft í huga við allar brúarsmíðar á landinu, að þegar fram líða stundir, verða þær hafðar til að aka eftir þeim vögnum. Hjarðarholti, í febrúar 1900. Guttormur Jónsson. Veðurathuganir í Reykjavik eftir landlækni Dr J.Jónas- sen. 21 Hiti g ; (á Celsius) Loftvog (millimet.) 1 Veðurátt. 1 nóttu |umhd árd. t siód. i átd. síód. 10 + 1 + 751.8 7518 sv hv d sv b d 11. - 1 - 2 746.8 759.5 sv hvd sv hvd 12 - 3 -r- 2 762.0 777.2 sv h d sv h d 13. - 3 + 4 777.2 777.2 v h d v h d 14. - 4 + 4 767.1 759.5 s h b v hv d 15. - 8 -+ 8 777.2 777.2 n hv b n hv d 16. -10 - 9 774.7 772.2 n hb n h b Útsynningur alla undanfarna daga, hvass oftast með hafróti, þar til hann gekk til norðurs að kvöldi hins 14. bálhvass með miklum kulda og blindhrið, en loftvog mjög bá. I dag hægur á norðan, mjög kaldur. Um skipstrandið í Hraununum, seni minst var á um daginn, höfum vér nú greinilegri sögur og áreiðanlegri en skotspónafréttina þá. Skipið hét Gauntlet, lítil fiskiskúta, um 40 ^smáb, og var eign danska verzlunar- og fiskifélagsins á Vestfjörðum, keypt frá Færeyjum fyrir 2 —3 missirum. Ferðinni var heitið fyrst til Ólafsvíkur, frá Patreksfirði, með salt o. fl. vörur, og skyldi síðan halda út á fiskiveiðar, enda var 'skipshöfnin 15 manna. Þeir lögðu á stað fyrra miðvikudag, er norð- angarðurinn var nýbyrjaður; höfðu því bezta leiði, en þá biluðu seglin — rifn- uðu hvert á fætur öðru; hafa sýnilega verið fúin. Varð því að láta reka á reiðanum einum að kalla og engin leið að komast inn á Breiðafjörð einu sinni, heldur stefndu djúpt fyrir Jökul. Þá breyttist vindstaða svo, að skipstjóri hélt sig geta haft sig inn Faxaflóa og hingað til Keykjavíkur. En er inn á flóann kom, reyndist það ókleift, og bar skipið þetta af leið, að landtakan varð í Hraununum, aðfaranóttina föstu- dags 16. þ. m. Varpaði þar akkerum nærri landi um fjöru, en höggvinn aklc- erisstrengurinn, er að fóll og birti af degi, til þess að láta skipið reka alveg á land, með því að það var eina lífs- bjargarvonin fyrir skipverja, þótt óárenni- legt væri — urð og klettar fyrir. Sést hafði ofan á siglur skipsins af næstabæ í Hraununum, og komu menn þaðan niður að sjónum, en treystu sér ekki að koma við bát að bjarga. Þá hleypti skipstjóri skútunni upp, svo langt, að kaðli var varpáð á land, og svamlaði skipshöfnin upp á þeim og bátnum frá skipinu. En það fór síðan í spón. Mátti með sanni kalla hana úr helju heimta. Hið mikla frost hafði og bagað stjórn og vald á skipinu; alt var klökugt. FóstskipiO Laura ókomið enn. Fréttist í gær með salt- skipi frá Noregi, gufuskipi, að það hefði orðið 5 dögum lengur á leiðinni héðan út en til stóð; kom ekki til Khafnar fyr en 3. þ. m. Hefði þó verið vor- kunnarlaust að komast á stað aftur 8. eða 9. þ. mán. og þá að koma hingað í gær eða í dag að forfallalausu. Um Saurbæ á Hvalfjarðarströnd sækja ennfremur þeir síra Þorst. Benediktsson í Bjarna- nesi og síra Pótur Jónsson á Kálfafells- stað, auk þeirra 4, sem áður eru nefnd- ir. Bráðkvaddur varð maður hér í bænum fyrir nokk- uru, 5. þ. m., Sveinn Dahlhoff að nafni, ungur maður og efnilegur; háttaði heil- brigður, en fanst örendur í rúmi sínu morguninn eftir; löngu kalt orðið líkið. Gufuskip Stabil 325 smál. að stærð, kapt. Lindtner, kom í gær eftir 13 daga ferð alls frá Noregi (Stafangri) — kom við í Fær- eyum — með saltfarm til 3—4 kaup- manna hér: Th. Thorsteins., G. Zoega, W. Fischer, J. P. T. Bryde. Engin blöð og engar fréttir. Föstuprédikun. Magnús Þorsteinsson prestaskólakand. stígur í stólinn í kveld. Dáinn er merkisbændaöldungurinn Finnur Magnús Einarsson á Meðalfelli í Kjós. Drengskaparbragð rektors. Dr. Björn M. Ólsen hélt Bókmenta- félagsfund í gær, lét þess ekki getið á fundarboðinu, að neitt væri í vændum annað en vanalegir reikningar og skýrslur, vitandi af márgra áratuga félagsreynslu, að þegar svo er ástatt, koma ekki nema örfáir menn á fund, svo margir að eins, að fundarfært má heita. Og þennan fund reyuir hann svo fyrirvaralaust að nota til þess að fá Einar Hjörleifsson rekinn úr tímarits- nefndinni Bókmentafólagsins, jafnvel þótt eingöngu megi, eftir lögum félags- ins, fjalla um kosningu þeirrar nefnd- ar á aðalfundi, sem haldinn er að sumrinu. Allsendis ófáanlegan tjáði rektor sig til að halda áfram forseta- störfunum, svo framarlega sem hann fengi ekki samþykki fundarins til þessarar gífurlegu lögleysu. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Jafnvel þótt þessi krafa rektors kæmi svona óvörum, varð enginn ýundar- maður til þess að taka í strenginn með honum í þessu efni. f>ar á móti var hann látinn heyra það skýrt og skorinort, að það væri miður drengi- legt, að hafa ekki einu sinni gert E. H. (sem ekki sótt fundinn, fremur en allur þorri félagsmanna hér) viðvart, svo hann ætti kost á að verja sig, hvað þá fólagsmönnum, svo þeir gætu hugsað málið, auk þess sem þetta væri blátt áfram yfirgangur og lög- leysa. þegar rektor sá, hvernig í fundar- mönnum lá, þótti honum ráðlegast að eta alt ofan í sig, sem hann var bú- inn að segja um brottrekstur E. H. úr nefndinni og forsetaafsögn sína að öðrum kosti. En til þess að strá of- urlitum sykurslæðingi út á þennan miður ljúffenga bita, sem rektor varð að gleypa, var samþykt áskorun til ' hans um að halda forsetastörfunum til næsta aðalfundar og jafnframt óá- nægju-yfirlýsing út af einhverjum árás- um, er forsetinn hefði orðið fyrir. Um þá óánægju-yfirlýsing voru atkvæði greidd sérstaklega, og var hún sam- þykt með — 8 atkv. gegn 4, af 23, sem fundinn sóttu. Svo virðist, sem rektor hafi fundist hann eiga einhverra ófara að hefna, þar sem hann grípur til þessara ör- þrifaráða, sem eru með öllu dæma- laus í félaginu. Um það er ekkert að segja. En meinið er hitt, að hann skyldi þá ekki reyna að hefna sín sem dugandi drengur og koma beint framan að þeim, sem hann telur sig eiga í höggi við. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. XXXVII. »Hann ? Hann Burton ? Eg held síður ! Hann hefir ekkert sagt; hann er of göfuglyndur til þess að segja frá nokkuru, sem konu getur verið van- virða að. Eg veit það samt«. »þei, þei—segðu ekki meira !« En Enid Anstruther heldur áfram: »Hvernig getið þér staðið hérna og haft þrek til að horfa í augun á mér, þegar þér hafið dregið mig á tálar? Og mér,’ sem þótti svo vænt um yður, af því að þór hafið bjargað lífi bróður míns. þér ættuð að skammast yðar og biðja mig fyrirgefningar — því að auðvitað mundi eg fyrirgefa yður. Ó — nú er farið að draga niður í yður, nú eruð þér farin að iðrastU þegar Enid minnist á bróður sinn, fer Mar- fna að titra og henni vöknar um augu. »Earið þér hægt!« segir Korsíkustúlk- an. »Verið þér réttlátar við mig! |>ið norðurlandabúarnir, með kuldann og deyfðina, gortið stöðugt af réttlæti ykk- ar. Hlustið þér á mig og dæmið mig svo. Eg elska-------« »Hvað sagði eg!« segir Enid fok- vond. *Eg elska, en ekki þann mann, sem þú átt við, Enid. Eg elska annan mann, eins heitt og þú, ef til vill heitar. En eg elska vonarlaust«. •Vonarlaust? Getur þetta verið satt? Er það hugsanlegt, að honum þyki ekki líka vænt um þig ? »Eg veit það ekki, en eg dirfist ekki að ímynda mér það. A einu fagnaðaraugnabliki hélt eg, að það gæti verið, og þá flúði eg frá honum. því að eg er bundin af heiti, sem svo er vaxið, að það væri skammarlegt af mér, ef eg þægi ást nokkurs karl- manns. • Heiti! Já það er satt, þú ætlar að verða nunna«. Marina rak upp óviðfeldinn hlátur. »Nei, nei, heitið mitt á víst meira skylt við rfki myrkranna heldur en himnaríki. Um þetta vorum við hr. Barnes að tala í gærkveldi. Hann sagðist vera ófús á, að láta konuefni sitt vera í kunningsskap við konu, sem hefði morðhugsanir í hjarta sér og morðingjaeið á vörum sér«. »Marfna! |>ú veizt ekki sjálf, hvað þú segir! Hættu við þetta, Marína, hættu við þetta mín vegna!« »Nei, eg er engin hræriþvara!« svar- ar Korsíkustúlkan fyrirlitlega; því að henni finst heiti sitt alveg eins og það á að vera — svo öflugt er vald venj- unnar og erfikenninganna. »En þú kannast við það sjálf, að eiður þinn er syndsamlegur. Hættu við þetta og njóttu hamingjunnar, elsku Marína mín!« Og tveir mjúkir handleggir vefjast utan um háls Kor- síkustúlkunnar. En hún slítur sig af Enid og hrópar hástöfum; »Nei, nei, þú mátt ekki freista mín.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.