Ísafold - 04.04.1900, Side 2

Ísafold - 04.04.1900, Side 2
70 f>að er einmitt fyrir þann frjálslega mentunaranda, sem í blaðinu ríkir, að það sætir hörðum ummælum úr ann- ari átt. Hér er sem sé farið að bóla á krist- indómshreyfing, sem er »innri missí- óninni« allskyld. Ósagt skal látið, hvort veruleg brögð eru að henni enn; hitt leynir sér ekki, að hún er farin að gera vart við sig. Málgagn hennar er »Fríkirkjan«, og »Frækorn« taka, af vanefnum miklum, í sama strenginn. Hún er andstæð skemtunum, sem annars verður ekki annað um sagt en að sóu siðsamlegar og virðulegar, svo sem sjónleikum og samsöngvum. Hún er andstæð þeirri grein bókment- anna, sem langmest áhrif hefir haft á alþýðu manna á síðari hluta þessarar aldar, skáldsögunum. Hún er afdrátt- arlaust fjandsamleg vísindalegri rann- sókn ritningarinnar, svo að úr þeirri átt hafa menn jafnvel ekki skirst við að bera útgef. »V. L.« »vantrú« á brýn fyrir það eitt, að hann hefir í blaði sínu frætt íslendinga um þær skoðanir, sem ríkja nú meðal krist- mna vísindamanna við flesta eða alla háskóla mótmælenda í menningarlönd- um veraldarinnar. Ekki kemur oss til hugar að draga í efa kristilega einlægni og alvöru þessara manna. Vitaskuld hafa sést eftir þá ummæli, sem oss, sannast að segja, furðar á að þeir skuli hafa samvizku til að halda að mönnum, eins og þar sem þeir hafa gefið í skyn, að prestar hór á landi ættu við óhæfi- leg sældarkjör að búa, þar sem þó sannleikurinn því miður er sá, að margir þeirra verða að sæta þeim ve- sældarkjörum, að engin von er til þess að embættisstarf þeirra sé öflug- lega rekið. En slík ummæli teljum vér eingöngu sprottin af hugsunarleysi og ógætni. £n þó að þeim gangi ekki nema gott tii, þessum mönnum, er sníða vilja kristindómi Islendinga svona þröngan Stakk, þá getum vér ekki bundist þess að láta í ljósi þá ætlun vora, að það væri illa farið, ef mikil brögð yrðu að skoðunum þeirra hér á landi. f>jóð vor má sannarlega ekki við því að fá óbeit á mentuninni, né held- ur á því, er aukið geti gleði hennar og ánægju á saklausan hátt. þ>ví að af hvorugu hefir hún of mikið. Og kristindómur hennar má ekki heldur við því. Hann er ekki of öfl- ugur samt, þó að hann sé ekki ein- angraður frá menta- og ánægjulöngun- um þjóðarinnar. Hann á ekki of marga vini fyrir því, þó að hann geri ekki þau öfl að fjöndum sínum! Vestinannaeyum 15. marz. I janúar var mestur lfiti 11. 8,5°, minstur aðfaranótt 9. -j- 7,3°; úrkoma 189 millí- metrar. I febrúar var mestur hiti 23. 5,3°, minstur aðfaranótt 6. — 9,8°, úrkoma 29,5 millimetrar. Allan febrúar var mesta veð- urbliða, oftast norðanátt með hreinviðri og hægu frosti, brimlausum eða brimlitlum sjó, yfir höfuð ómunatið um þann tima árs. Um 270 manns hefir nú sótt hingað til sjóróðra af meginlandi, og er það i lang- flesta lagi um langan tima. 27 skip stærri og smærri ganga hér nú á vertíðinni; þar af eru 11 landskip. — Afli er rýr enn sem komið er. Hæstur hlutur liðugt hundrað, þar af 2/s þorskur. I gær sáust fyrstu síldartorfur undir Sandi, og vonast menn því fastlega eftir, að fiskurinn komi bráð- lega á eftir. Kranksamt hefir hér verið i meira lagi, síðan landmenn komu út; bálsbólga og lungnabólga hefir stungið sér niður, en mest hefir kveðið að fremur illkynjaðri nið- urgangsveiki, sem þjáð hefir margan mann. Smáþættir um kaupmenn I 41. tölublaði FjallkonunDar þ. á. má í grein með fyrirsögninni: »smáþa.ttir um kaupmenn, eftir Jón Jónsson«, lesa þessa ósmekklegu klausu, ásamt ýmsu öðru af líku tægi: »Einn kapítuh í hinni blóðrituðu •sögu selstöðuverzlunarinnar bér á •landi hljóðar um sífeldan skort á •nauðsynjavörum. f>að hefir verið •venja þeasara alútlendu kaupmanna »frá elztu tímum og fram á þenna »dag, að hafa jafnan til birgðir af skað- •semdarvörum, sem peir haýa álitið að ogœtu orðið pjóðinni til tjóns og bölv- mnar (auðkent af mér: Ó. F. D.), en »varast að flytja til landsins nema sem »minst af nauðsynjavörum. f>essar »Dauðsynjavörur, sem tíðum bafa verið »af lökustu tegund eða skemdar, hafa »þeir svo fært upp í geypiverð að haust- »inu, en þrátt fyrir það hafa þær venju- »lega verið á þrotum fynr miðjan vet- »ur, og ekki fáanlegar þriðjung ársins, »þó nógar birgðir hafi verið af brenni- »víni og tóbaki alt árið«. Svo mörg og fögur(!) eru þessi orð og mörg fleiri, er eg hirði ekki um að taka upp. Eg veit eigi, hver þessi Jón Jónsson er, sem treystir sér til að kveða upp opinberlega þvílíkan dóm yfir heilli stétt manna, semallsog alls eigi mun hafa verið né vera óheiðar- legri en aðrar stéttir. En eg veit það með vissu, að góðum og sanngjörnum mönnum á landinu mun ekki virðast svo, sem hann hafi með því unnið sér til sóma, né heldur blað það, er dóm- inn flytur. f>ví skal eigi Deitað, að til hafi verið og til séu enn þeir kaupmenn, er svipað verzlunarlag hafi og það, er höfundurinn lýsir; en eg vil fullyrða, að þeir finnist þá engu síður á meðal hinna alinnlendu kaupmanna en á meðal hinna alútlendu. f>að hefði ver- ið þarft verk og heiðarlegt af höfund- inum, að benda með rökum á þessa kaupmenn; en það er ósæmilegt, að ausa þvílíkum hrakyrðum yfir heila stétt og láta alla eiga óskilið mál, jafnvel þótt í henni kunDÍ að finnast einstaklingar, sem verðskuldi þau að meiru eða minnu leyti. f>annig væri eflaust hægt að taka fyrir sérhverja stétt í landinu og svívír^a hana með því, að kveða upp yfir henni sem stétt þann dóm, sem nokkrir einstaklingar ef til vill hefðu verðakuldað. En slíka aðferð við hafa eigi aðrir en þeir, sem virða sóma sinn vettugi, og er sama hvort þeir fara með satt mál eða ó- satt, og allir heiðvirðir menn fordæma hana að maklegleikum. Eg ætla t. d. eigi, að nokkurum heiðvirðum manni mundi þykja það sómasamlegt, ef kom- ist væri svo að orði um bændastétt vora: »f>að hefir frá elztu tímum og fram á þennan dag verið venjabænda hér á landi, að taka til láns hjá kaup- mönnum nauðsynjar sínar mót fögrum loforðum um borgun á réttum tíma, en færa þeim svo á gjalddaga illa verk- aðar vörur upp í part af skuld sinni, eða svíkja þá alveg um borgun«. Og þó ætla eg, að þessum orðum mætti finna jafngóðan stað, eins og höfund- urinn getur fundið dómi sínum um hina útlendu kaupmenn, ef jafnlítið væri hirt um að segja sannleika, eins og hann gerir. Eg ætla mér eigi að eiga meiri orða- stað við þenDan Jón Jónsson. f>að er hvorki nýstárlegt né undarlegt, þótt einhver uppskafningur, hvort sem hann heitir Jón eða öðru nafni, verði til þess að kasta saur á hina útlendu kaupmenn; slíkt lætur ætíð vel í eyr- um margra manna. Og vér eigum nú orðið nóg af mönnum, sem ekkert ær- legt verk nenna að vinna, eða eru al- ófærir til þess, en reyna í þess stað að koma sér inn undir hjá lakara hlutanum af þjóðinni með því að níða í ræðum og ritum embættismenn, kaup- menn og aðra þá menn, sem þessi hluli þjóðarinnar hefir ímugust á. Slíkir menn eru varla svara verðir, og rita og tala oft eins mikið af van- þekkingu, eins og af Hlgirni, en oftast af hvorutveggja. Hitt furðar mig, að nokkurt blað skuli taka annau eins óhroða og þetta athugasemdalaust og þar með sama sem undirskrifa það. f>að er þó kunn- ugra en frá þurfi að segja, að allur þorri hinna útlendu kaupmanna hefir aldrei gert sig sekan í því athæfi, sem grein þessi ber þeim á brýn, eða að minsta kosti eigi nú um mjög lang- an tíma. f>eir hafa flestir birgt verzl- anir sínar vel að nauðsynjavörum og þeim óskemdum, en tíðast flutt minna af tóbaki og brennivíni en viðskifta- menn þeirra hefðu óskað eftir. Sömu- leiðis er það kunnugra en frá þurfi að segja, að það eru einmitt hinir út- lendu kaupmenn, sem hvað eftir ann- að hafa bjargað fénaði landsmanna með kornbirgðum sínum, þá er hann hefir komist í voða, oft sökum óskyn- samlegs ásetnings. Eg skal til nefna það, sem mér er sérstaklega kunnugt, nokkurar verzlanir á Norður- og Aust- urlandi, t. d. Gudmanns og Hoépfners verzlanir á Akureyri, Orum & Wulffs verzlanir á Húsavík, Vopnafirði og Berufirði, og Tbostrups og Johansens verzlanir á Seyðisfirði. Eigendur þess- ara verzlana eru alútlendir menn; en þó mun engum góðum dreng, er til þekkir, detta í hug að segja annað en að ummæli greinarinnar séu bein ósannindi, er til þeirra kem- ur. Eg efast og eigi um, að eins sé annarsstaðar á landinu, þar sem eg þekki til. Vopnafirði 17. desbr. 1899. Ó. F. DavIðsson. Skagafirði 6. marz. Tíðin góð frá byrjun þessa árs. Nú háa tið einlægar stillur; snjólítið hér i bygð- arlagi, snjóineira til dala og i útkjálkura sýslunnar. — 'Enginn nafnkendnr dáið. — Bráðapestin á sauðfé befur litið drepið í vetur. Útlit fyrir nægar heybirgðir; skepnu- höld yfirleitt góð. N Þingeyjars- (Núpasv.) 10. marz. Tiðin hefir verið mjög góð hér í sveit- um fram að þessum tima og nú meira en hálfan mánuð hefir verið bjartviðri bæði nótt og dag; aldrei komið föl á jörð. Heilsufar einnig gott. f>að kemur sér vel, því ekki er læknir nær en á Húsavík eða Vopnafirði. f>að er ilt, þegar bráða sjúkdóma ber að höndum. En við erum vanir við að vera olnbogabörn með svo margt hérna norðurskautsbúarnir. Litið hugsað um landsins gagn og nauð- synjar norður hér. f>ó hefir nú hingað borist þingmálafundarboð frá sýslumanni okkar og tveim mönnum öðjium á Húsavík — þar á fundurinn að standa á morgun — Bjarna nokkrum Bjarnasyni kaupfélags- assistent og Benedikt Sveinssyni veitinga- húsþjÓDÍ þar. Ekki munu margir lireyfa sig á fund þennan hér úr norðursýslunni. Þeir gera það sjálfsagt í suðursýslunni. Isafold hefir flutt réttast allra blaða frá- sagnir um viðureign manna i Presthólasökn við »málaferlaprófastinn«. Vera hans hér þau 14—15 ár, sem liðin eru síðan hann kom hingað, hefir haft líkar afleiðingar og koma Hallgerðar i Fljótshlíð. Munurinn er sá, að nú er hætt að vegast með vopn- um; höfð í þess stað svipusköft og hundar skotnir með hyssum á skömmu færi. Yarla mundi Skarphéðni hafa fundist mikið til um það. Nú rignir óðum yfir oss hér meiðyrða- dómunum úr landsyfirrétti Þar mun pró- fastur þykjast eiga fögrum sigri að hrósa. Birni á Arnarstöðum, bláfátækum manni, lét hann hirta þegar dóm hans. Sýslumaður hafði sagt áður hæði honum og öðrum, að greiða mætti sektir og málskostnað til sín. Það gerir B. og fekk kvittun fyrir. En er dómsfresturinn var liðinn, sendir prófastur þegar til hreppstjóra og heimtar að hann taki málskostnaðinn lögtaki hjá B., án þess að hafa leyfi sýslumanns fyrir þvi. Hrepp- stjóri neitar, nema sýslumannsleyfi komi til og sendir prófasti um leið eftirrit af kvittun sýslumanns. Ekki lét prófastur sér það lynda, heldur sendij enn til hreppstjóra í sömu erindum sem fyr, en fær enn sama svar. — Lengra er ekki sögunni komið. Haltærið á Indlandi. |>aðan eru voðasögur, sem af því fara um þessar mundir. Enda Bret- um óhægt um vik að reisa þar rönd við; eiga nóg að vinna annarsstaðar. Uppskera hefir brugðist á Indlandi á landflæmi, sem er 12 sinnum á við alt Island, en fólkstalan 75 milj. Af þeim 75 milj. hafa 4 milj. fengið vinnu við ýms mannvirki, sem gerð eru á ríkissjóðs kostnað til þess að líkna hinum allra-bágstöddustu. J>etta er í Bombay og miðfylkjum landsins. Er mælt að aldrei hafi orð- ið slík brögð að uppskerubresti þar sem í þetta sinn, og er þá langt til jafnað. |>ví stórhallæri eru alltíð á Indlandi. Segja svo landshagsskýrsl- ur þaðan, enskar, að veturinn 1865— 66 oafi hallæri gengið þar yfir 47 milj. manna, 1868—69 yfir 44 milj., og 58 milj. árin 1876—78, en 65 milj. 1896 —97. þ>að eru megn þurrviðri, sem hallær- um þessum valda; af þeim stafarupp- skerubresturinn. Sáðlandið er 225 milj. ekrur, en ekki nema örlítið af því, eða 30 milj. ekrur alls, sem við verður bjargað í þurkum m9ð áveitu úr skurðum, brunnum, tjórnum og ám. Hitt skrælnar alt, þegar rigning- ar bregðast. Aðalrigningatíminn er að sumrinu, frá því í júnímánuði fram í október; þá er hafátt, staðvindur, sem kallaður er uppskeru-monsún. Hann brást þar gersamlega í miklum landsálfum bæði 1896 og 1897. Ann- ar rigningatími styttri miklu er nokkr- ar vikur á tímabilinu frá því í nóvem- ber og fram í janúar. En það er ekki nema sumstaðar, helzt á suðurströnd landsins og norðan til. Aðra tíma árs kemur þar enginn dropi úr lofti. Fyrir 20 árum, 1880, skipaði stjórn- in hallærisnefnd. Hún kom sér sam- an um ýmsar ráðstafanir, er gera skyldi, hvenær sem hallæri væri í að- sigi. það er þá helzt, að útvega þeim vinnu, er til þess eru færir, en miðla .hinum fjárstyrk, einkum börn- um og gamalmennum. En slíkur styrkur getur aldrei orðið nema eins og dropi í hafið, og sízt er jafnmikil brögð eru að hallærinu sem nú. Uppskerutjónið var 1896 — 97 metið fullar 2000 milj. kr. f>að er viðlíka mikið og allar ríkistekjur Breta eitt ár. |>á var varið 350 milj. í hallæris- styrk. Frjálsum samskotum er og safnað, þegar við verður komið. f>au urðu 30 milj. kr. í næsta hallærinu á undan. Nú eiga Bretar í annað horn að líta, þar sem er hernaðurinn á hendum Búum; enda hefir nú ekki hafst saman nema hálf milj. kr. á jafnlöngum tíma sem 2 miljónir söfn- uðust veturinn 1866—97. f>að þykir gott í hallærissveitunum á Indlandi, ef hægt er að veita hinum bjargþrota lýð ofurlitla næring einu sinni á dag. f>að er að eina til þess að þeir hjara. Jpeir geta ekkert hand- arverk gert; hafa engan þrótt til þess, með svo naumu manneldi. Komi svo drepsótt, svarti dauði eða því um líkt, þá hrynur þetta fólk óðara niður sem hráviði. f>að stenst ekki slíkri sótt hálfan snúníng, fremur en barn efld- um jötni. — f>etta er haft eftir blöðum og tímaritum á Indlandi. Annars ganga voðalegar sögur af hag þarlendrar alþýðu á Indlandi, jafnvel þótt ekki gangi þar hallæri,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.