Ísafold - 18.04.1900, Side 2
þyngsli, sárindi innau í hálsinum og
oft þe8su samfara Uppköst. Áður
dagur er liðinn, eða á næsta degi, fer
að bera á rauðurn smádílum á hálsin-
um, andlitinu og bringunni, og óðar
en líður færist skarlatsroði yfir alt
hörundið, fyrst á þeim stöðum, er
nefndir voru, og síðan hvað af hverju
um allan líkamacn. Oftast nær roðna
þó ekki varirnar eða hakan, þó að
kinnarnar séu eldrauðar. þetta rauða
útþot stendur í fullum blóma 3 eða
4 daga; úr því fer það að blikna og
sjúklingnum að létta. Nú hreistrar
alt hörucdið líkt og eftir mislinga, en
sá er þó munur, að skarlatssóttar-
hreistrið er miklu stórgerðara en misl-
ingahreistrið; af höndum og fótum
losnar yfirhúðin oft í stórum flygsum.
Hér er sjúkdómnum lýst í því líki,
sem tíðast er, til þess að menn geti
nú fremur áttað sig á honum og
vitjað læknis tafarlaust, ef
nokkur minsti grunur er á
því, að um skarlatssótt sé
a ð r æ ð a.
Alt er undir því komið, að kæfa
sóttina í fæðingunni, og sá vinnur
þjóðinni afarþarft verk, sem að því
styður. Sjúkdómurinn getur verið á
ýmsan hátt frábrugðinn því, sem fyrr
segir, en hér á ekki við að fara frek-
ar út í það mál. Meðan hættanvofir
yfir er réttast og nauðsynlegt, að
hver maður vitji læknis
tafarlaust, ef hann fær ilt
í h á 18 i n n (»kverkaskít«, »hálsbólgu«).
Skarlatssóttin getur haft ýms eftir-
köst, ígerð í eyrum og þar með heyrn-
arleysi, nýrnabólgu o. fl.
Skarlatssóttin er ajar-nœm. Menn
geta tekið sóttina af því einu, að
koma nærri sjúklingunum, þó að þeir
komi ekki við neitt, sem inni er.
Heilbrigðir menn geta borið sóttkveikj-
una af einu heimili á annað, án þess
að fá sjálfir sóttina. Hún getur bor-
ist í fatnaði, búsgögnum, bréfum og
hverjum þeim hlut að heita má, er
komið hefir nærri sjúklingunum. Menn
þekkja að vísu ekki þessa sóttkveikju;
en víst er um það, að hún er mjög
lífseig. það vita menn, að hún felst
í hreistrinu á hörundinu og getur verið
í hrákum sjúklingsins og jafnvel í
hægðunum.
Sá fær mjög sjaldan skarlatssótt,
sem einu sinni hefir haft hana. Yfir-
leitt er hún ekki eins margtæk eins
og mislingar. Mönnum er fullkunn-
Ugt hér á landi, að örfáir komast
undan mislingunum, þeir sem ekki
hafa fengið þá áður. Svo slæm er
ekki skarlatssóttin. Hún legst eink-
um á börn, sem eru 2—10 vetra;
með aldrinum þverrar sóttarhættan
smátt og smátt, en þó ber það oft
við, að fullorðið fólk tekur sóttina.
Allir geta fengið hana. Ungbörn á 1.
ári fá hana ekki að jafnaði. þá er
sóttin gengur yfir, þar sem hún hefir
ekki komið áður, má gera ráð fyrir,
að hún sýki svo marga af hundraði
(Í°), sem hér segir:
yngri en 5 ára um 60°/°
5_15 __ _ 30/,
15—25 — — 3°/°
25—35 — — 1°/°
og þaðan af minna, eftir því sem árin
færast yfir. þessar tölur eru engan-
vegin algildar, því að mikil tímaskifti
eru að því, hversu margtæk sóttin
gerist.
Að jafnaði líða 4—7 nætur frá því
er menn fá í sig sóttkveikjuna og
þar til er sóttin hefst. þessi undir-
búningstími sóttarinnar getur þó ver-
ið enn styttri (1 eða 2 nætur, sbr.
Lónakotsbörnin); siundum aftur lengri
en hér var greint (alt að 14 nóttum).
Sóttvörn og sótthreinsun gegn
skarlatssótt er svo vandasöm, að ekki
er unt í stuttu máli að gera grein
fyrir öllu því, sem athuga þarf. Lækn-
ar verða að hafa gætur á slíku. Að
öllum jafnaði verður að einangra
sjúklingana 4—6 vikur, frá því er
þeir taka sóttina, og aldrei getur
komið til mála að sleppa þeim, fyr
en hreistrið er fullfarið af þeim. Auð-
vitað verður að taka af allar sam-
göngur við sóttarheimilin, enginn þar
inn að koma annar en læknirinn,
færa þeim vistir og önnur föng án
þess að eiga nokkur mök við heima-
menn, og sótthreinsa sem vandlegast,
þá er sjúkdómnum er lokið, eftir því
sem læknir segir fyrir.
Til eru »Lög um varnir gegn
því, að bólusótt og hin austurlenzka
kólerUsótt og aðrar næmar sóttir (þar
á meðal skarlatssótt, sbr. 1. gr.) flytj-
ist til íslands (17. desbr. 1875)«.
En til er naumast svo blindur
maður, að hann sjái ekki, að þessi
lög eru allseiidi8 einkis-nýt, að land-
ið er opið og varnarlaust gegn alls
konar útlendum drepsóttum alla þá
stund, er alþýðumanna líðst að hafa
dagleg mök við útlend botnvörpu-
skip, sem aldrei hafa leitað hafna og
fært sönnur á gott heilsufar.
f>að er því engin furða, þó að sú
skoðun yrði ríkjandi á síðasta þingi,
að leggja með lögum bann fyrir mök
hérlendra manna við útlenda botn-
verpinga utan löggiltra hafna. þeir
munu varla hafa hátt um sig í
sumar, sem á móti þessu mæltu, ef
skarlatssóttin úr botnvörpuskipunum
berst út um alt land. því miður eru
þessi lög enn óstaðfest. þingið hefir
gert sitt til, en stjórnin — hefir ekk-
ert gert.
»Um vegi og brýr« o. s. frv.
Hinn heiðraði »kollega« minn, Sig-
urður Pétursson, hefir fundið köllun
hjá sér til þess að fara að segja álit
sitt »um vegi og brýr á aðalleiðinni
frá Reykjavík austur í Holt«. — Hann
birtir þetta álit sitt í þrem dálkum
af 18. tölubl. ísafoldar þ. á. Hann
segist hafa þá ástæðu til að birta
þessar athuganir, að »vér erum of fá-
tækir til þess að láta nokkurt tæki-
færi ónotað til fræðslu um það, er
reynslan sýnir að betur má fara«; og
þessa reynslu þykist hann svo hafa
höndum tekið nieð því að fara eftir
veginum ríðandi snöggva ferð austur í
Holt um hávetur. þar sem aðrir
menskir menn þurfa, jafnvel á sumr-
um, langan tíma til þess að mæla upp
vegi og sjá iit, hvar þá eigi að leggja,
sér hann með einu augnabragði af
hestbaki, hvernig þeir eiga að vera,
þarna sé óþarfur krókur, þarna sé ó-
þarflega mikill halli á veginum og þar
fram eftir götunum. þegar svo tekið
er tillit til þess, að þessi maður er
nýskroppinn frá examensborðinu, hefir
ekki fengist neitt við vegagerðir verk-
lega, og að eins — það eg frekast
veit — séð vegi á sléttlendí, svo sem
í Danmörku, en ekki í fjallalöndum,
og hefir svo höfuðið fult af lærdómi
þeim, sem hann nýlega hefir Iesið f
danskri vegagerða-kenslubók, og sem
að mörgu leyti alls ekki á við hór á
íslandi, þá er það hálfbroslegt, að
hann skuli koma hingað og fara að
fræða mann um vegamál, sem hann
hefir ekki kynt sér betur en með
þessu ferðalagi sínu um vetrartíma.
það er því heldur ekki að búast við,
að það sé neitt verulegt að græða á
þessum 3 dálkum; það er að eins
ferðapistill, sem hver greindur og eft-
irtektarsamur maður hefði getað skrif-
að eins vel; þessi pistill er fullur af
sleggjudómum og órökstuddura stað-
hæfingum; til dæmis má taka: »á þess-
um kafla (frá Helliaheiðinni að Gljúf-
urá) er brúm miður hyggilega fyrir
komið og óþarfir krókar á stefnum*,
— búið — engin rök; það er enginn
meiri vandi að slá þessu fram heldur
en að segja: »á þessum kafla er brúm
mjög hyggilega fyrir komið og engir
óþarfa-krókar á stefnunni*. Hvort-
tveggja eru staðhæfingar, sem geta
eins vel staðið, á meðan rök vantar.
Flest annað í greinni er þessu líkt.
Og þegar maður svo les einn af hin-
um síðustu sleggjudómunum: »Um
Holtaveginn er það að segja, að veg-
arstefnan er vel valin, liggur beinustu
leið milli þjórsárbrúar og Rauðalækj-
arbrúar* o. s. frv. — svo kemur löng
lofrolla um Holtaveginn — þá dett
ur manni ósjálfrátt í hug: nú það er
mágur hans, sem hann er að reyna
að hjálpa; eitthvað er það að minsta
kosti undarlegt, að hann skuli ekkert
hafa nema aðfinningar að veginum
austur að þjórsá, en þegar kemur
austur á Holtaveginn, sem mágur
hans hefir lagt, þá er þar alt með
himnalagi; en verði ekki hjá því kom-
ist að geta1 einhvers, sem miður hefir
farið, þá eru afsakauir strax við hend-
ina (snr. »á eystri kaflanum varð ein-
göngu að nota sand til ofaníburðar
og hann hefir fokið burt á Iöngum
köflum«); og þetta er því undarlegra,
sem mörgum öðrum sýnist sá vegur
ekki hafa haldið sér vel þennan ör-
stutta tíma, sem hann hefir staðið, og
virðist það fremur verið hafa hefndar
gjöf fyrir Holtamenn, að láta þá hafa
svo illa gerðan veg.
það er auðvitað alt af fallegt að
vilja hjálpa bágstöddum mági sínum,
en þó því að eins, að maður halli
ekki réttu máli og geri ekki öðrum
rangt til. Yfir höfuð virðist þessi alda
vera runnin meir frá máginum —
sem var fylgðarmaður S. P. austur
og sem líklega þykist eiga mér grátt
að gjalda — heldur en frá greinar-
höfundinum sjálfum, því að annars
hefði legið nær fyrir S. P. — fyrst
hann endilega vildi fræðaoss um eitt-
hvað — að segja oss dálítið um á-
sigkomulag húsabygginganna þar aust-
ur frá — til þess var ferðin farin —
eða var ef til vill ekkert þar að að
finna, eða var það ef til vill ekki eins
bráðnauðsynlegt og þetta um vegina?
Eg skal svo ekki lengja þetta mál
— eg skal svara honum seinna, ef
hann kemur með einhverjar rökstudd-
ar aðfinningar — en bæði af því að
þetta snerti mig að nokkru leyti, þar
sem eg hefi mælt upp nokkuð af
þessari leið, og svo af því að það var
einhverskonar »autoritets«-stimpill eða
»myndugleika«-bragð að þessari grein,
og eg gat ímyndað mér, að margir
menn kynnu að halda, að það væri
sérlega mikið að marka, hvað þessi
maður segði, þá vildi eg sýna mönn-
um fram á, hvað mikið er varið í
þessa »autoritet«, þegar hún kemur
svona fram eins og hér í þessu máli.
Yfirleitt held eg, að landið myndi ekki
stórtapa við það, þó að hinn heiðraði
greinarhöfundur sýndi af sér þá þolin-
mæði og þá sjálfsafneitun, að láta ekki
sitt ljós skína í vegamálum fyr en
hann hefir fengið einhverja verklega
æfingu og reynslu í þeim efnum. —
því að af sleggjudómum höfum við
íslendingar meira en nóg, svo mikið,
að varla er á það bætandi.
Reykjavík 9. apr. 1900.
Sig. Thoroddsen ingeniör.
Aflabrögð
hafa verið og munu vera enn mik-
ið góð í Höfnum, af þorski að mikl-
um mun. Sömuleiðis í Grind^vfk góð-
ur afli. Ennfremur vel vart í Garð-
sjó og jafnvel inn í Leiru.
Hrognkelsaveiði byrjuð hér á inn-
nesjum allgóð og lítur vel út með hana..
Kolaforðabúr.
Sendimaður frá stóreignafélagi ensku,
•Elder, Dempster & Co.«, O. E. Birch-
man kapteinn, er hér í bænum um
þessar mundir, kom með »Skálholti«
um daginn frá Kaupmannahöfn.
Félag þetta á í förum mjög mikinn
fjölda af gufuskipum, framundir 100,.
er ganga milli hafna í Norðurálfu,
Suðurálfu og Vesturheimi, er sam-
steypa af einum fimm gufuskipafélög-
um, og er »Beaverlínan«, sem kunner
hér á landi, eitt af þeim félögum, er
þar hafa runnið saman. Auk þess á
félagið kolanámur miklar í ýmsum
löndum.
Meðfram er erindi kapt. Birchmans
hingað að reyna að tryggja félagi þessu
flutning á íslenzkum vesturförum í
sutnar. En aðalerindið mun þó hitt
vera, að forvitnast um, hvort ekki sé
tiltækilegt fyrir félagið að hafa hér
stöðugan kolaforða fyrir bæinn og
gufuskip, sem hingað koma. Er í
ráði, svo framarlega sem nokkuð verð-
ur úr fyrirtækinu, að ná tangarhaldi,
annaðhvort til eignar eða leigu, á
landspildu nokkurri fram með sjónurn,.
hér við bæinn, til allmikillar húsagerð-
ar til vöru-geymslu, skrifstofu o. s. frv.
Erindreki félagsins, kapt. Birchman,
er fæddur í Svíþjóð, en fluttist þaðan
til Euglands barn að aldri og á heima
í Liverpool. Hans er að góðu getið f
nýkomnum Liverpool-blöðum. Eftir
að hann var lagður á stað í ferð þessa
hingað, hafði borgarstjórinn í Liver-
pool fengið umboð frá stjórn Banda-
ríkjanna til þess að afhenda honum
gullúr með gullfesti í viðurkenningar-
og þakklætisskyni fyrir björgun á am-
erísku skipi úr háska miklum í febrú-
armán. i vetur. í tilefni af fessari
virðing, er kapt. Birehman hlotnaðist,
getur Liverpool-blað eitt um mörg
sams konar afreksverk, er sami maður
hafi áður unnið, og talar um hann
sem einn af þeim mönnum, er brezka
sjómannastéttin hafi mestan sóma af.
Nýr Búa-signr.
þið er síðast að segja af viðureign
Búa og Breta, að liðssveit ein
brezk, í bænum Reddersburg í Óran-
íu, skamt suður frá Bloemfontein, varð
að gefast upp fyrir Búum 4. þ. m.,
eftir nær sólahrings vörn. það voru
framt að 600 manna og nokkrar fall-
byssur. Fallið höfðu áður 8 af Bret-
um, en 33 óvígir af sárum.
þetta óhapp sveið Bretum því sár-
ara, sem þeir höfðu þá fyrir fám dög-
um orðiðfyrir viðlíka áfalli, ergetiðvar
f síðasta blaði, launsátinni fyrir Broad-
vood ofursta. f>að hefir vitnast síðan,
að Bretar mistu þar meira en fyrst
var uppi látið, sem sé 450 manna.
Bretar sitja með óvígan her á næstru
grösum, í Bloemfontein, og þvkir þetta
hvorttveggja meira en meðalsneypa
fyrir þá. Búar eru eins og þeytispjald
fram og aftur um landið alt umhverf-
is þá, og ráða þar að, er sízt varir.
það bætti Bretum ofurlítið í munni,
að í sama mund handsömuðu þeir of-
urlitla Búasveit á leiðinni norður að
Mafeking, sem Búar halda enn í her-
kví. |>að voru 55 Búar og fyrir þeim
franskur hershöfðingi, sem féll á þeim
fundi.
Að Búar hafi náð aftur eða unnið
Bloemfontein er tóm vitleysa.
Sigling.
Tvö kaupför komu hér á páskadag-
inn, þrísilgd skonnorta »Merida« (295
smál., skipsbj. H. S. Pedersen) með
saltfarm frá Englandi (Liverpool) til