Ísafold


Ísafold - 18.04.1900, Qupperneq 4

Ísafold - 18.04.1900, Qupperneq 4
82 um að því skapi höfðu naumast und- an að moka snjó þar af götunum og koma honum burtu þann eina dag. |>á voru farnar 120,000 kr. í snjó- moksturskostnað þar í borginni frá því á nýári; áætlaðar höfðu að eins verið til þess 45,000 kr. til sumars. Hætt sér á hálan ís hefir veslings- »ÞjófSólfur« í gær. Hann hefir enn, þrátt fyrir varnaðardæmin í siPasta blaði Isa- foldar, brugðið hoilri venju sinni og oss meinfangalausri (sbr. síðasta bl.): að pára upp eftir Isafold uiegnið af þvi, sem við her fréttnæmt utan lands og innan; biða með það þangað til hún er búin að segja frá því rétt og skilmerkilega. En i gær ætlaði hann að vera mikill maður og gæða almenningi aukreitis (í »fregnmiða«) bæði ú skarlatssóttinni og Búa-sigrinum siðasta. En hvorttveggja hefir orðið alt skakt og hjagað hjá honum, svo sem sjá má að miklu leyti hæði á grein héraðilæknisins hér í blaðinu og á greininni um Búasigur- inn Sérstaklega skal þess getið þar nm fram, að í frásögunni um Búasigurinn eru svo skoplega höfð hausavixl á hlutunum, að Gataere hershöfðingi er látinn hafa sent sveit þá, er Búar sigruðust á og handsöm- uðu (591 var talan, i stað 450 hjá »Þjóð.«) »til njósnaN, i stað þess að hún var frá meg- inliðinu þeirra Roberts i Bloemfontein, og í stað þess að Gatacie komþað eitt nærri þess- um atburði, að hann sendi sveit af sínu liði i því fulltingis skyni við landa sina, er hann vissi þá inni krepta af Búum, en sú hjálp kom um seinan, ekki fyr en V stundum eft- ir að hinir hófðu gefist upp fyrir Búum og þeir allir á burt horfnir með herfang sitt; sneri þá sveit Gataere aftnr við svo búið, alveg orustulaust; treystist ekki að veita Búum eftirför, með því liðsmunur var mikill. — Eyr má nú skakka en að svona ramvitlaust sé frá skýrt viðburði, sem jafngreinilegar frásagnir eru um og itarlegar i enskum blöðum, sem komu með »Hólum«. TJt af »fregnmiða«-frásögu »Þjóðólfs« um skarlatssóttina hefir héraðslæknirinn beðið ísafold fyrir eftirfarandi athugasemd: Herra ritstjóri! Rétt í þe^su hefir mér borist »Fregnmiði frá Þjóðólfi« um skarlatssóttina. Munuð þér sjá, að þar er öðru vísi sagt frá en i grein þeirri, er eg sendi blaði yðar i morgun. Finst mér rétt að geta þess, að frásaga Þjóðólfs er röng að því leyti sem hún ekki kemur heim við skýrslu mína, enda hefir ritstjóri blaðsins ekki látið svo litið, að leita sér frétta hjá mér. ”/« 1900. Virðingarfylst G. Björnsson. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter, XXXV. Stundarkorni síðar kemur Tómassó gamli upp með símrit og fær henni. |>ar stendur: »Eg er búinn að finna manninn. Hann er hér í grendinni. Við getum náð í hann. Danella«. Húnrekur upp hljóð í örvæntingsinni. Hefndin svona nærri, og nú getur hún ekki sætt færínu, án þess að gera þann raann að ólánsmanni, sem hún ann hugástum. f>ví að eiginkona Gerards getur ekki með nokkuru móti borið vendettu í hug sér. Svo geDgur hún fram fyrir myndina af bróðursín- 'um og segir 1 bænarróm: »Lofaðu mér að verða að lánsmanneskju! f>ví að þú óskaðir þess sjálfur, elsku-bróð- ir, að eg gleymdi þessu«. Alt í einu segir hún: »Fyrirgefðu mér, Antóníó! Eg hefi brugðist þér«. Hún snýr myndinni við, að veggnum, fellur á kné og biður guð að taka Korsíku- huginn úr hjarta sínu og gefa henni það hugarfar, er samboðið sé konu Gerards. Seytjándi kapítuli. Er Marina ekki Korsikustúlka? |>e88a nótt hverfur Marína frá eiði þeim, er hún hafði unnið yfir líki bróð- ur síns. Og hún gerir það vegna manns þess, er hún ann hugástum. |>að er sjálfsafneitun, sem kostar mörg tár og mikla baráttu; því að nú á hún að hverfa frá því, er trú for- feðra hennar og erfikenningar ættar hennar hafa gert henni að heilagri skyldu. En nú verður hún annaðhvort að hrökkva eða stökkva. f>að veit hún. Og um leið og hún tekur myndina af bróður sínum og vefur hana vandlega inn í dúk, eins og helgan dóm, svo hún skuli ekki miuna hana á liðna tíma, kyssir hún hana og grætur yfir henni og segir: »f>ó að banamaður þinn stæði nú frammi fyrir mér. ráð- þrota og að öllu á mínu valdi, þá skyldi hann vera óhultur og friðbelgur! f>ví að eiginkoDa Gerards getur ekki verið glæpakvendi, og það ekki þó að hún 80 Korsíkukona og nágrannar hennar hrópi til henuar : Skammastu þín ! bróðir þinn fær ekki frið í gröf sinni! I stað þess að hefna sín, gift- ist systir hans manni frá því landi, sem ól morðingja hans!« Svona líður nóttin. Og þegar hún er loks á enda liðin, hefir Marínu tekist, grátandi og biðjandi, að losa sig við það, er áður hafði verið eins og eiturkýli á sálarlífi hennar, og hún segir við sjálfa sig: »Nú á Gerard mig og hans vegna má mér ekkert ó- hreint í hug koma«. Snemma næsta morgun vaknar An- struther við það að barið er fast og rösklega að dyrum hjá honum. Hann stekkur upp og kallar: »Hvað geng- ur á?« Enid svarar fyrir utan dyrnar, móð og áköf: »Ertu ekki enn kominn á fætur, góði? f>að eru ekki nema 20 mínútur þangað til lestin fer. Bless- aður, flýttu þér, Edvin!« Edvin blístrar, seinle^a og eins og hann sé að hugsa sig um. »Hver þremillinn, því hafði eg alveg gleymt!« tautar hann fyrir munni sér. »Eg kem á augabragði, Enid«, kallar hann til hennar og fer að hugsa um, hvað systir hans inuni segja, þegar hún heyri, að hann ætli alls ekki til Eng- lands fyrst um sinn. Hann flýtir sér að klæða sig og lýk- ur upp fyrir systur sinni. »Kondu, kondu«, segir hún — »við megum ekki vera að því að kveðja lafði Chartris«. »En þá morgunmaturinn minn?« seg- ir Edvin stamandi. »Morgunmaturinn! Morgunmatinn færðu í Nizza. Kondu nú!« Og hún snýr sér að þjónunum. »Farið þið of- an með dótið! Nei, hvað er þerta! — þú ert ekki einu sinni búinn að koma dótinu þínu fyrir !« »Ne—i. Gerði eg þér ekki orð um> að eg fari ekki í dag?« »Að þú farir ekki í dag! Og eg, sem er búin að senda símskeyti! og Burton hittir okkur í Dover! f>ú skil- ur auðvitað farangurinn þinn eftir. Hvað ætli það geri til sjómanni, eins og þér?« »En Enid — eg — — eg er ekki vel frískur. Eg vildi ekki vera að segja þér neitt frá því áður. —Lækn- irinn vill ekki að eg reyni mikið á mig — þetta sár — þú manst — sem eg fekk á Egiptalandi-------« »Sár? En bvað þú gerir mig hrædda«. »Já — eg ætti víst ekkert að fara núna«. Hann dregur andann þungt og lætur svo fallast niður á stól. »En Edvin — þú ert veikur, þú verður að fara í rúmið; eg ætla að ná í lækni tafarlaust. Eg sé það svo sem, að þú getur ekki lagt upp í ferð, elsku-bróðir mínn!« Og hún lítur á hann ástúðlega og með óttasvip, avo að hann skammast sín innilega. H.St ee ! ' . W Vandað MARGARINE ! eraltíd den uauoni amjumiM) ^ i stað smjörs Merkt ,Bedste‘ í smáum öskjum, sem ekkert kosta, með 10 og* 20 pundum í hverri, hæfi- leg*um fyrir heimili. Betra og* ódýrra en annað smjörlíki. Pæst innan skamms alstaðar. i. Hér með er skorað á alla þá sem til skulda telja í dánarbúi föður míns Jóhanus sál. Runólfssonar í Arabæ hér í bænum, sem andaðist 15. janú- ar þ. á., að lýsa kröfum sínum áður 6 mánuðir eitu liðnir frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar, og senda þær til umboðsmann8 míns hér í bæn- um, herra Kristjáns f>orgrímssonar, sem v itir þeim viðtöku fyrir mína hönd. Reykjavík 14. apríl 1900. Magnús Jóhannsson lækmr. Verzlunarhúsið W. Fischer f Kaup- mannahöfn hefir falið mór að tilkynna sínum heiðruðu skiftrvinum, að verzl- an þess í Keflavík sé seld með öllum vörubirgðum og útistandandi skuldum, herra kaupmauni Ó. Á. Ólafsson í Kaupmannahöfn, sem einnig borgar út allar innieignir við téða verzlun. Keflavík, 14. apríl 1900. Nicolai Bjarnasen. Samkvæmt auglýsingu herra W. Fischers, hefi eg keypt verzlunarhús hans í Keflavík með vörubi'gðum og útistandandi skuldum, eins ogegeinnig borga út innieignir við verzlunina. Verzluninni verður haldið áfram á sama hátt og áður, og vona eg, að viðskiftamenn hennar láti hana fram- vegis verða aðnjótandi hins sama trausts og hianar sömu velvildar eins og að undanförnu. Kaupmannahöfn þ. 3. apríl 1900. U. A. Ulafsson. Kristilegt anglingafélag. Bílæti á fyrirlesturinn annað kvöld, fást í dag hjá Fr. Fr. A þilskipinu »Litla Rósa«, sem ætl- ast er til að gangi á fiskiveiðar frá 11. maí þ. á., geta nokkrir góðir flskimennfengið skiprúm. Menn gefi sig fram sem fyrst við Árna Eiríksson í verzlun Björns Kristjánssouar. Nýar vörnr H H» • nýkomnar með »Hólum« til verzl- o- u C3 unar G. Zoega- f>ar á meðal prjónagarn, prjónaður nærfatnað- 3 fts >1 »^« ur, tilbúin kvenföt, efni í kven- X föt — margar tegundir — efni í X drengjafatnað og margt fleira. < •H Gjörið svo vel að koma inn. P N m Sumardagurinn fyrsti er á H rt* morgun. u * Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ráðstöfun skiptaráðand- ans í dánarbúi Sigurðar tómthúsmanns f>órðarsonar, sem andaðist 3. febrúar f. á., verður húseign búsins, við Klapp- arstíg hjer í bænum, boðin upp og seld, ef viðunanlegt boð fæst, á opin- beru uppboði sem haldið verður laug- ardaginn 5. maímánaðar næstkomandi kl. 12 á hád. í húsinu sjálfu. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstofunni 1 degi fyrir uppboðið. Bæjarfógetiun í Rvík, 10. apríl 1900. Halldór Daníelsson. cð 3? w 83 a a u ® a ^ £ * cS? ® * — sð a ^ S o a = «ð C 35 cö hH Uppboð. Á 3 opinberum uppboðum, sem hald- in verða föstudagana 11. og 25. maí og 8. júní næstkomandi, verða boðin upp til sölu 7 hndr. í jörðunni Skarði í Lundarreykjadal, tilheyrandi dánarbúi Snorra skipstjóra Sveinssonar í Reykja- vík. 1. og 2. uppboð fer fram hér á skrifstofunni, en hið síðasta á Skarði, og byrja þau kl. 4 e. hád. Söluskil- málar verða birtir á uppboðunum. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 4. apríl 1900. Sigurður Þórðarson. Með því að bú f>orbjarnar bónda Davíðssonar í Ósi í Skilmannahreppi er tekið til gjaldþrotaskifta, er hér- með skorað á skuldheimtumenn hans að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðanda hór í sýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 27. marz 1900. Sigurður Þórðarson. FÍÓLÍN er til sölu í Grjótagötu 12. Mjólk fœst á barónsbúinu 16 aura potturinn. Til leigu frá 14. maí n. k. fást loftherbergi með sérstöku eldhúsi og ágætu geymsluherbergi í kjallara. Á- gæt íbúð fyrir litla fjölskyldu. Ritstj. vísar á. Til heimalitunar viljum vérsér- staklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðqm og litarfeg- urð. Sórhver sem, notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. — í stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessilit- ur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvís- ir á íslenzku fylgir hverjum pakka.— Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi. Buchs Farvefabrik Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og úbm.) og Einar Hjörieifsson. ísafo' darprentsmiðja.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.