Ísafold - 25.04.1900, Síða 1

Ísafold - 25.04.1900, Síða 1
ISAFOLD. Reykjavík miðvikudaginn 25. apríl 1900. Kemnr ut ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis ö kr. eða l1/8 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram) XXVII. árg. I. O O. F. 82548'/».■__________________ Forngripasafnið opið mvd. og id. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl u_2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. xtx xtx„xtx,ixí>,xfx,.xfx,,xtx,.xtx„xtx,,x|x,_xt>, xfx, 75r;v"9ix'xiv' 'xJfK '*i> 'v;v"viv''^iv xix *ix' '^i> "?iv'V;x‘ Varnarlaust land. Sjálfsagt verður landsyfirréttardóm- urinn um mök við botnverpinga, er ekki hafa sýnt heilbrigðisskírteini, sá er frá er skýrt í þessu blaði ísafoldar, lesinn af mikilli athygli, ekki sízt þar sem hann er upp kveðinn einmitt nú, þegar mönnum er svo ríkt í huga á- stand landsins frá sjónarmiði sóttvarn- ar og sýkingarhættu. Hlutaðeigandi yfirvald hefirúrskurð- að málshöfðun gegn hinum ákærðu fyrir brot gegn sóttvarnarlögunum. Hn tveir dómstólar hafa nú sýknað þá með öllu. Og litil líkindi eru til þess, að því máli verði lengra haldið. |>að er sóttvarnartilskipun frá 1805, sem ein nær til alþýðu manna hér á landi, að því er til sóttvarna kemur. Lögin frá 17. des. 1875 og 24. okt. 1879 skipa aðallega fyrir um, hvernig skipstjórar skulí haga sér og hverjar ráðstafanir ráðgjafi Islands og landshöfðingi skuli gera, þegar sýk- ingarhætta frá útlöndum sé á ferð- um. En tilskipunin frá 8. febr. 1805 leggur og hégningu við að fara út í grunað skip. Nokkur vafi virðist hafa á því leikið meðal lögfræðinga, hvort þessi tilskip- un gildi í raun og veru hér á landi; að minsta kosti hafa verið töluverðar misfellur á birting hennar. En hvað sem um það kann að mega segja, líta dómstólarnir svo á, sem ekki komi til nokkurra mála að beita henni, nema bann hafi verið gefið ut gegn sam- göngum við skip og birt rækilega, og það bann sé bygt á vitneskju um pestkynjaða sjúkdóma, er gangi í þeim löndum, sem skipin eru frá. Hugsanlegt er, að stöðugt megi beita þessari tilskipun á þennan hátt. því að sóttir ganga alt af i útlöndum. En hvað sem um það er, er sann- arlega ástæða til þess að krefjast þess af landsstjórninni, að hún athugi mál- ið að hún íhugi, hvort lög þau, sem til eru, séu haganleg, eða hvort unt sé að verja landið með því að beita þeim, og beiti þeim þ^ með auglýsingum, ef hún telur það hent- uga aðferð. En að hún leggi að öðr- um kosti fyrir þingið ný sóttvarnarlög, sem gagn er að. |>ví að, eins og bent hefir verið á áður, liggur landið nú opið og varnar- laust að kalla má fyrir útlendum sótt- um. Og það er þeim mun óhyggi- legra, sem reynslan sýnir, að sóttir, sem annarsstaðar eru tiltölulega mein- lausar, verða hér á landi þrásinnis að voðalegustu manndrápspest. Engin von er til annars en að sótt- varnarlöggjöfin verði í meira lagi kák- kend, ef stjórnin lætur undirbúniug slíkra mála hlutlausan. þingið á sannarlega of annríkt þann stutta tíma, sem því er ætlaður, til þess að búist verði við, að það eitt gangi frá jafnvandasömum málum svo vel, sem þörf er á. Enda varð og sú raunin á á síðasta þingi, er það vildi girða fyrir sýking- arhættuna, sem af botnverpingum stafar, að steypt var saman við það öðru atriði, sem er því með öllu ó- skylt, verzlunarmökunum við botnverp- inga. Og af því stafar það að líkind- um, hve örðugt stjórninni hefir gengið að átta sig á því máli, ekki flóknara en það þó virðist. því að hvað mikill stuggur, sem stjórninni kann að standa af því, að banna verzlunarmök við botnverpinga utan löggiltra hafna, annaðhvort af umönnun fyrir atvinnu landsmanna eða af ótta við Englendinga, þá er þess þó sízt til getandi, að hún sé ó- fáanleg til að veita liðsinni sitt til þess að sporna við því, að botnverp- ingar og aðrir útlendingar flytji pest- kynjaðar sóttir inn í landið. Og vitanlegá stendur oss það á miklu meiru en verzlunarmökin, hverjum augum sem meUn vilja á þau líta, — hvort sem menn vilja heldur hlynna að þeim eða spyrna á móti þeim. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af »Social Evo!ution« eftir Ben. Kidd. II. Tvent er það, sem einkum einkenn- ir manninn, þegar hann er borinn saman við aðrar lifandi verur á jörð- unni: skynsemin og hæfileikinn til fé- lagsmyndunar og félagsstarfsemi. það er eingöngu með félagsskap við aðra menn, að maðurinn getur náð æðstum þroska. Af því Ieiðir, að þroski hans sem einstaklings er ekki jafn-mikilvægur eins og þroski hans sem félagsveru. Auðvitað er mest vert fyrir hann sjálfan um einstak- lings-hagsmuni hans; en að hinu leyt- inu verður ekki hjá því komist, að þeir hagsmunir lúti í lægra haldi fyr- ir hagsmunum félagsheildarinnar. Nú er vafaatriðið þetta, hvernig á því stendur, að maðurinn skuli hafa fengist til að leggja einstaklings-hags- muni sína í sölurnar. Hvernig stend- ur á því, að skynsemin skuli ekki hafa verið því til fyrirstöðu? Hvar sem á lífið er litið, hafafram- farirnar verið bundnar skilyrðum, sem andstæð eru velgengni mikils hluta af einstaklingum' hverrar tegundar. En hefðu nú þessir einstaklingar getað hugsað nokkuð og mátt nokkuru ráða, þá hefði þeim hlotið að þykja ólíkt meira vert um sína eigin velgengni en um velgengni kynsins eða nokkurar framfarir þess, sem voru sjálfum þeim til meins. Ef þeir hefðu verið skyn- semi gæddir, hefði mátt búast við þvi, að þeir hefðu beitt henni til að spyrna móti framförum, sem ekki gátu orðið þeim að meinfangalausu, Svo kemur að lokum til sögunnar lif- andi vera, sem hefir skynsemi til að í- huga þetta. þessi vera er maðurinn. Hann er bundinn sömu framfaraskil- yrðum sem aðrar lifandi verur — þeim, að þeir, sem vanmáttugri eru og ó- vænlegri til frambúðar fyrir kynið, líði undir lok, að auka kyn sitt fram yfir það, sem haganlegt er um stundarsak- ir, og að heyja stöðugan kappleik við aðra menn með öllum þeim örðug- leikum, þjáningum og ósigri, sem þeim kappleik er samfara fyrir fjölda manna. Framfarir með mönnum eru jafnvel bundnar því skilyrði, að kapp- leikur þeirra verði snarpari og örðug- ari en með öðrum lifandi verum, ein- mitt fyrir þá sök, að maðurinn getur ekki náð verulegum þroska nema í fé- lagsskap við aðra menn. Hvernig getur nú á því staðið, að maðurinn, skynsemi gædd vera, skuli hafa gefið sig undir jafn-óaðgengileg kjör, skuli hafa verið fáanlegur til að leggja stöðugt heill einstaklingsins í sölurnar fyrir framfarir, sem hann hafði ekki sjálfur neinn hag af? Sé skynsemin ein tekin til greina, hefir mjög mikill hluti mann- kynsins aldrei haft neina ástæðu til þess að vilja una við þessi framfara- skilyrði, og hefir það ekki enn. Meðan hermenskan var undirstaða mannfélagsskipunarinnar, komu upp öflugar höfðingjastéttir, sem drotnuðu yfir þeim, er settir voru skör lægra, með harðri hendi, sýndu þeim fyrir- litning og beittn við þá kúgun. Nú segja menn, að þetta hafi ekki verið annað en eðlileg rás viðburðanna, því að ef mannflokkarnir hefðu ekki bund- ið slíkan félagsskap með sér, þáhefðu þeir orðið að rýma sess fyrir öðrum öflugri keppinautum. En þetta er ekkert svar. því að mönnum, sem þjakaðir voru og þrælkaðir, hlaut að liggja í léttlu rúmi, hvað ókomni tím- inn mundi bera í skauti sér, í saman- burði við áþjánina, sem þeir urðu við að búa á yfirstandandi tíma. Og lítum vér á mannfélagið, eins og því er nú farið, verður hið sama uppi á teningnum, þó að kynlegt kunni að virðast í fyrstu. Enn er kjörum mikils hluta mannanna svo farið, að þeir hafa enga skynsamlega á- stæðu til þess að vilja sæta þessum framfaraskilyrðum mannkynsins. því að skynsemin ein út af fyrir sig get- ur ekki tekið annað til greina en yfir- standamji tímann; hún ein getur ekki viðurkent aðra skyldu en þá að færa sér hann sem bezt f nyt. Hún ein getur ekki sætt sig við þennan sífelda kappleik, sem hefir það í för með sér, að fáeinir menn eiga frjálsa og góða daga' og að fjöldi manna bíður lægra hlut og verður að strita og þjást. Einmitt þessu e r líka haldið fram af rithöfundum jafnaðarmanna í öllum Uppsögn (skrifleg) bundin viíl áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 23. blað. löndum. Og andstæðingar þeirra hafa aldrei fært sönnur á, að í því efni hafi þeir ekki rétt að mæla. Hitt hafa vísindamenn sannað, að sú mannfé- lagsskipan, sem fyrir jafnaðarmönnum vakir, mundi ekki fá þrifist til fram- búðar, og að hver þjóð, sem aðhyltist hana, mundi að lokum tortímast. En slík röksemdafærsla er ekki áhrifamik- il. Mennirnir hafa aldrei látið og munu aldrei láta á sig fá skoðanir vísindamanna eða annara vitringa um, hverjar afleiðingar mundu verða á ó- komnum öldum af þeim gjörðum þeirra, sem þeir hyggjast hafa hag af sjálfir. »Hve margir verkmenn nú á dögum«, segir rithöfundur einn, »mundu afsala sér 200 pundum um árið í því skyni að fá vinnulauniu hækkuð um l°/> á þrjú þúsund árum? Sannleikurinn er sá, að vér berum ekki umhyggju fyrir þremur öldum. Neitar nokkur sérum eina reku af kolum í því skyni, að kolanámurnar geti enzt einum manns- aldri lengur?« það gerir enginn mað- ur. Vér ætlum ókomna tímanum að sjá um sig. Höf. gerir ráð fyrir þeirri mótbáru, að ekki sé að marka kenningar jafn- aðarmanna fyrir þá sök, að þeir geri alt of mikið úr eymd þeirra, sem lak- ar eiga aðstöðu f mannfélaginu. En hann sýnir og sannar, að vísinda- menn, sem bæði eru jafnaðarmönnum mjög andvígir og fjarri því að láta tilfinningarnar einar stjórua orðum sínum, eru jafnaðarmönnum alveg samdóma um það, að kjör mikils hluta mannfélagsins séu svo ill, að engin skynsamleg ástæða sé til þess að vilja una við þau. Meðal annars kemst prófessor Huxley að orði á þá leið í einu riti sínu, að sé ekki nokkur von um verulegar umbætur á þeim kjör- um, er meiri hluti mannkynsins á við að búa, þá mundi hann fagna þeirri halastjörnu, er kæmi og sópaði jörðunni burt af braut sinni. »Hvaða gagn er að því fyrir þennan Próme- þevs, manninn«, segir Huxley, »að hann hefir stolið eldinum af himni, og að andar jarðarinnar og loftsins hlýða honum, fyrst gammur örbirgðarinnar slítur innýfli hans sundur látlaust og heldur honum föstum við klett ógæf- unnar?« Enprófessor Huxley og skoðanabræð- ur hans gera sér ekki von um miklar umbætur á kjörum smælingjanna. Hann sér engin veruleg ráð gegn eymd- inni og genguPað því vísu, að hún hljóti að fara vaxandi. Og það er ekki ógætinn æsingamaður, sem ritar á þessa leið, heldur einn af helztu vísindamönnum Englands, maður, sem fremur flestum eða öllum samtíðarmönnum sínum hefir lagt stund á að líta á hlutina frá sjónarmiði skynseminnar að eins. þá eru skýrslur þær, er Booth, yfir- foringi Hjálpræðishersins, og aðstoðar- menn hans hafa safnað viðvíkjandi kjörum manna í Lundúnum. þær skýrslur hafa sannað, betur en nokk- uð, sem áður hefir verið ritað, hve afarmikill hluti Lundúnamanna tiUölu- lega á við stöðuga örbirgð að búa — nál. 31°/o eða nærri því þriðjungur alls borgarlýðsins. I þeim flokki eru þeir ekki taldir, sem »hafa stöðuga atvinnu og sæmilegt kaup«. Jpráttfyrir þau af-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.