Ísafold - 28.04.1900, Síða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/í doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram)
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVII. árg.
Reykjavík laugardaginn 28. apríl 1900.
24. blað.
L O. O. F. 82548'/a..
Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12.
Landsbankinn opinn bvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11—1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1.
Póstskipið Laura leggur á stað néðan
á mánudaginn 30. þ. m. kl. 6 e. m.
V^x"viv"v;v"xív"^;v'v;v."vi>:"viv"v;v"v;v"v;v''7^w;v
Um sérstakan ráðgjafa
fyrir Island.
TJm það efni farast danska blaðinu
ationaltidende« svo orð, sem hér
8egir, 9. þ. m. í grein, sem »Kiwa«
befir samið, en prentuð er annars sem
ritstjórnargrein:
•Hingað til befir aldrei komið veru-
lega til orða að skipa sérstakan ráð-
gjafa fyrir Island, þegar ráðherraskifti
hafa orðið í Kaupmannahöfn. þessu
ráðgjafaembætti, sem svo mikils er um
vert fyrir íslendinga, hefir jafnan ver-
ið ráðstafað á þann hátt, að dóms-
málaráðgjafinn hefir tekið það að sér.
Fráleitt er það nein ósannindi, þó að
fullyrt sé, að flestir ráðgjafarnir fyrir
ísland hafi verið skipaðir án þess að
ísland væri að nokkuru verulegu leyti
tekið til greina og án þess að nokkur
trygging vseri fyrir því, að þeír bæru
nokkurt skyn á íslandsmál, eða væru
yfirleitt seristaklega hæfir til að vera
ráðgjafar fyrir þetta land, sem ein-
mitt á þessum breytingatímum þarf
að halda á manni, sem er ráðgjafa-
störfunum vaxinn. íslendingar hafa
kvartað undan því, að störf dómsmála-
ráðgjafans séu svo víðtæk, að mjög
hætt sé við, að málefni íslands sæti
hjá honum vanrækslu og misskilningi;
og vér hyggjum, að þeir hafi þar yið
nokkur rök að styðjast. þe8si hætta
er því meiri, sem Islandsráðgjafinn —
eða dómsmálaráðgjafinn öðru nafni______
hefir venjulega verið alt of ókunnngur
íslenzkum málefnum, og þar af leið-
andi verið neyddur til að fara eftir
tillögum ábyrgðarlausra embættis-
^anna.
Báðgjafinn fyrir Island hefir áreið-
anlega margsinnis verið svo staddur,
að hann hefir orðið að leggja fyrir
hans hátign konunginn til undirskrift-
ar lög, sem hann, ráðgjafinn, sem á að
bera ábyrgðina, hefir ekki skilið nokk-
urt orð í. Konungur á sem sé að
skrifa undir íslenzk lög á Í8i6nzku og
á íslenzku einni. Ráðgjafinn verður
svo eftir á að staðfesta danska þýð-
ingu á íslenzka lagatextanum (sem
hann væntanlega skilur ekki nokkurt
°rð í), og eftir þeirri þýðingu dæmir
svo hæstiréttur ríkisins. Naumast
geta orðið skiftar skoðanir um, hvert
gildi slík staðfesting hafi. Ráðgjafinn
kann ekkert í tungu landsmanna,
þekkir ekkert til bókmenta þeirra,
skilur ekki íslenzku blöðin o. s. frv.
Eðlilega er hætt við að af þessu leiði
lognmók og skort á framtakssemi frá
ráðgjafans hálfu. Og þó er svo mikil
þörf á framtaksseminni, einmitt um
þessar mundir. Reyndin hefir líka
orðið sú, að alþingi Islendinga hefir
átt upptökin að svo að kalla öllum
umbótum, og afleiðingin hefir að hinu
leytinu orðið sú, að málin hafa aldrei
verið sæmilega undirbúin. þingtíminn
er líka svo stuttur, að ekki er tímitil
að vanda svo vel meðferð lagafrum-
varpanna, sem þörf er á; af því leiða
svo staðfestingarsynjanir og það, að
löggjafarvaldinu er ekki unt að starfa
á reglulegan hátt.
Af þessum ástæðum virðist oss mjög
æskilegt, að sem fyrst verði skipaður
sérstakur ráðgjafi fyrir Island, sem
kann íslenzku. því meiri þörf er á
þessu, sem afarmerkilegum málum á
að ráða til lykta á næsta alþingi. "Vér
höfum áður á það bent, hver nauðsyn
ber til, að sint sé réttmætum kröfum
Islendinga í þessu efni, og vér notum
tilefnið, sem nú býðst, þar sem stjórn-
arskifti eru fyrir höndum, til þess að
taka það fram aftur, sem vér sögðum
þá: Sem fyrst cetti að skipa sérstakan
ráðgjafa fyrir ísland.
Vér efumst ekki um, að bræður
vorir á Islandi mundu meta það mik-
ils, að tekið væri tillit til þeirra á
þennan hátt. A þann hátt mundu
samningar við alþingi verða stórum
mun auðveldari, þegar farið verður
að ráða til Iykta stjórnarskrármálinu,
bankamálinu, ritsímamálinu og öðrum
merkum málum«.
Aðalblað vinstri manna »Potitiken»
tekur í sama streng, telur eðlilegt og
sanngjarnt, að sérstakur ráðgjafi sé
skipaður fyrir ísland. Og sama segja
fleiri blöð.
Nýa ráðaneytið var ekki komið á
laggirnar, þegar síðaBt fréttist, 18. þ.
m., og enginn vissa um, hvernig það
yrði skipað. Skrá yfir væntanlega
ráðgjafa, sem Kaupmannahafnar-blöð-
in fluttu í öndverðum þessum mánuði
(Hannibal-Sehested, Goos, Scharling
o. fl.) er alveg óáreiðanleg, eftir því
sem ísafold er skrifað af kunnugum
manni. Og sú sögusögn styrkist mjög
við það, að ekki var búið að skipa
ráðaneytið svo löngu efoir að fullráðið
átti að vera, eftir ummælum blaðanna,
hverjir í því yrði.
Sannleikurinn er vitanlega sá, að
leiðtogum hægrimanna þykir afaró-
fýsilegt að stofna nýtt ráðaneyti, og
ekki einu sinni með öllu áreiðan-
legt, að þeir hafi fengist til þess, þeg-
ar á átti að herða. það er óvænlegt
fyrir allra hluta sakir og ekki líklegt
að tjaldað yrði nema til einnar næt-
ur. Auóvitað eru íslandsmálin þar
ekki þung á metunum — síður en svo.
En orð leikur á því meðal stjórnmála-
manna í Kaupmannahöfn, að ráða-
gjafaefni séu farinn að kinnoka sér
heldur við að takast ráðgjafastörf ís-
lands á hendur, vitanlega af því, að
meðvitund er loks vöknuð um það,
. að stök ómynd sé að sinna þeim jafn
slælega og gert hefir verið hingað til.
|>etta hefir þá stjórnarbótarmáli
voru þokað áfram í Danmörku. þeir,
sem þar hugsa um stjórnmál, eru á-
reiðanlega farnir að sjá það, að sam-
steypa Islandsmála við störf dóms-
málaráðgjafans er ekki lengur boð-
leg.
Á þessu höfum vér íslendingar jafnt
og þétt verið að klifa um fjórðung
aldar. Kynlegt væri það í meira lagi
og brátt áfram háðulegt, ef vér fær-
um nú verulega að rembast við að
halda öllu í sama horfinu, þegar oss
hefir loksins tekist að sannfæra Dani
um, að stjórnarástandið sé óhafandi.
Póststöðvarnar í Hrútaflrði.
Síðari hluta vetrarins hefir borist
hingað norður eitthvert kvis um það,
að í ráði muni vera að flytja póstaf-
grejðsluna frá Stað 1 Hrútafirði út á
.Borðeyrarverzlunarstað.
þó mönnum þyki það ekki trúlegt,
að til þessa eigi að stofna án þess að
leica álits hjá kunnugum mönnum,
eða þá hjá héraðsstjórnuni þeim, er
næst eiga hlut að máli, þá má þó
telja það víst, að einhver fótur er
fyrir fregnunum, og af því málið varð-
ar almenning, þykir oss skylt að farið
sé um það nokkrum orðum á al-
mannafæri.
Yér höfum gjört oss far um að Ieita
að ástæðum fyrir þessari ráðagerð, en
ekki fundið, enda ekki heyrt annað
borið fyrir en að við flutninginn spar-
ist fó; því ekki þurfi þá að gjalda sér-
stökum póstafgreiðslumanni kaup fyr-
ir að afgreiða strandskipapóstinn á
Borðeyri. Slíkan mann mun auðvelt
að fá fyrir 50—60 krónur um árið.
það er vel hugsað, að spara al-
mannafé, þó í litlu sé; en gæta þarf
að því, hvað sparnaðurinn kostar,
vara sig á að kasta burt krónunni til
að spara eyrinn.
Engum kunnugum getur blandast
hugur um það, að afgreiðslustaður
landpósta í HrUtafirði, ekki sízt þar
sem sá staður er skiftastöð norður-
lands- og suðurlands-póstsins, á að
vera fyrir innan Hrútafjarðarbotn.
þ>að þarf ekki annað en að líta áupp-
drátt landsins til að sjá, að þar eru
krossgötur á þjóðvegum, hinum bein-
ustu, sem til eru, úr 3 landsfjórðung-
um. Óvíða á landinu munu vegamót
liggja eins vel við.
Eigi nú að flytja stöðvarnar út á
Borðeyri, sem liggur rúma mílu vegar
út með firði að vestan, þá er það hið
fyrsta og minsta, að þenna veg verða
póstlestirnar að fara báðar, og það al-
veg út úr beinni leið. vegurinn er að
vísu ekki langur, 3n hann er oft, eink-
um framan af vetrum, ógreiður yfir-
ferðar, og stundum lítt fær með á-
burð; gera má nú ráð fyrir, að póstin-
um að norðan sé ætlað að fara sjó-
veg yfir fjörðinn og hanu þurfi því
ekki lengra á landi en að firðinum,
gagnvart Borðeyri. það getur dregið
nokkuð úr vegalengdinni, þegar þess
er kostur. En efasamt er, hvort það
er rétt ráðið, að stofna póstflutningi í
sjóferð, þó stutt sé, þegar hjá því
verður komist, og hæpið að eiga und-
ir að báðar leiðir gefi, því margan dag
er óflytjandi yfir fjörðinn vegna storma,
og ekki síður að vetrinum vegna ísa-
laga. Sjóferðin getur valdið meinleg-
ustu töfum. Að vísu leggur Hrúta
fjörð stundum út á Borðeyri og jafn-
vel lengra út, en margan vetur legg-
ur hvergi heldan ís á hann — nema
inni á vöðlunum —, og aldrei er ísinn
tryggur nema síðari hluta vetrar, og
sjaldan nema stuttan tíma. Vér get-
um því elcki séð annað hæfa en að
ætla norðanpósti í hverri ferð tíma til
að fara í kringum fjörð, enda mundi
sú reyndin verða, að í velflestum vetr-
arferðunum mundi hann ekki fara
sjóleið. Og verði að fara í kringum
fjörð, þá getur Iykkjan orðið löng, því
oft er það, vor og haust, að ekki er
hlaupið yfir Hrútaf jarðará á neðri vöð-
unum og máske ekki utar en fram á
móts við Mela. Verði stöðvarnar sett-
ar á Borðeyri, liggur það í augum uppi,
að það lengir hverja leiðina sem er;
tefur póstinn, að vetrinum, um heilan
dag. Vegalengdina er hægt að mæla
á uppdrættinum, en fyrir sunnanpóst
er þess þar að auki &ð gæta, að
sjaldnast gefur svo vel á vetrum, að
hann geti farið sama dag yfir Holta-
vörðuheiði, sem hann tekur sig upp
utan frá Borðeyri. Séu stöðvarnar
fyrir framan fjarðarbotn, eins og er,
tekur hann neiðina að morgni dags og
getur þá, ef vel gefur, haldið langt
ofan eftir sveit sunnanfjalls að kveld-
inu. Á vetrum er ætíð óvarlegt að
leggja á langar heiðar, þegar líður á
dag, ekki sízt með þungar lestir. Af-
staða Borðeyrar út af fyrir sig hlýtur
því að hækka kostnaðinn við hverja
póstferð af 15 að minsta kosti eins
mikið og skipaafgreiðslan á Borðeyri
kostar yfir árið.
En svo er annað, sem einnig verð-
ur að taka til greina. |>ar sem skifta-
stöð er fyrir pósta verður að vera við-
búnaður til að taka á móti mörgum
(alt að 40) hestum í hverri ferð, og
að halda þá á úrvals-fóðri alla að
minsta kosti næturlangt, en helming-
inn oft 2—3 daga og alt að viku.
Til þess að geta staðið vel í götu póst-
anna með þetta, hefir ekki veitt af 2
—3 beztu heyabæunum fyrir innan
fjarðarbotninn og hafa póstar getað
gjört sér það að góðu, af því þar er
mjög stutt milli bæa. En á Borðeyri
er mjög ilt um hestafóður. Töðu eða
töðugæft hey er þar ekki að fá. Fóð-
ur pósthesta mundi þurfa að flytja
innanfyrir fjörð eða- jafnlangt utan að.
Fóðrið mundi fyrir það verða þriðj-
ungi dýrara, ef það annars getur feng-
ist. Að sumrinu eru ekki hagar í
grendinni, sem langferðahestar geta
fylt sig á í stuttri viðstöðu, og marg-
ir, jafnvel heimamenn, kvarta yfir þvf,
að hestar séu þar lítt hemjandi hag-
anna vegna. Pósthestana yrði að
flytja annaðhvort inn á Staðareyrar
eða jafnlangt út á við, og er það Ijóst,
að slíkt getur valdið óþægilegum töf-
um.
það er ekki gott að gizka á, hversu