Ísafold - 28.04.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.04.1900, Blaðsíða 2
91 mikinn aukinn koatnað fyrir landssjóð mundi leiða af breytingu þessari. Undir 1000 kr. á ári mundi hann ekki verða. Ef til vill miklu meiri. Og sjálfsagt er það, þar að auki, að stórfé þarf að verja til vegagjörðar undir eins og póstleiðin er lögð út að vestanverðu við Hrútafjarðará. Til verulegs hagn- aðar er breytingin engum, ekki einu sinni f grendinni. |>að skyldi helzt vera þeim, sem búa út með firði að vestan; þeir ættu skemra að sækja á póststöðvarnar. Aftur hefði fremri hluti Miðfjarðar miklu meira óhagræði af en þessu nemur. Úr því má og yrði að bæta með aukapósti, en þá er það nýr kostnaður. En þó breyting- in yrði einhverjum einstökum manni til 8máhags, þá er rangt að taka til- lit til þess, þar sem bæði er stórkostn- ur af almenningsfé á aðra hönd og dagslenging á hverri póstferð. J>að er það, sem mest á að meta, að ferðír aðalpósta gangi sem greiðast og áreið- anlegast. Svo verða þær almenningi að beztum notum. í sumar, sem kemur, á að leggja nýan veg með Hrútafirði að austan, og er líklegt að svo sé til ætlast, að þeim vegi verði haldið áfram að brú- arBtæðinu, því eina, sem til er, á Hrútafjarðará í bygð, skarnt fyrir framan Mela. f?ar tekur Holtavörðu- heiðarvegurinn við á árbakkanum að vestan; þar fram frá eru líka langbeztu og tryggustu vöðín á ánni. f>etta er hin beinasta og torfæruminsta leið, sem fengin verður, og er meira en und- arlegt að nokkrum manni skuli detta í hug að flytja póststöðvarnar frá slík- um vegi, langt út úr allri réttri stefnu. Póstafgreiðslan hefir nú verið á Stað meira en 20 ár og allir unað vel við. Engar kvartanir hafa heyrst, hvorki um staðinn, né afgreiðslumennina, og það mun óhætt að fullyrða, að enn eru engar þær misfellur á afgreiðslunni, að ekki megi finna þeirra mörg dæmi á öðrum afgreiðslustöðum. f>að mun víðast mega finna eitthvað að, ef farið er að leita. En það er sitt hvað, af- greiðslumaður og afgreiðslustaður. Skyldi að því koma að skifta þurfi um mann — í þetta sinn vitum vér enga ástæðu til þess —, þá sýndist svo, sem því megi koma við öðru vísi en að flytja póststöðvarnar með stórkostnaði langt úr leið og almenn- ingi til ógreiða og fynr það stofna póstferðunum í óefni. Á sumarmálum 1900. Páll Ólaýsson Theódór ' Ólafsson Prestsbakka. Borðeyri. Jósep Jónsson, Melum. Skarlats-sóttin. Herra ritstjóri! Það hefir svo margt verið rætt og ritað um hina svo kölluðu skarlats-sótt þessa síðustu daga hér í Reykja- vík, sem að mörgu leyti er ranghermt, sérstaklega að því er snertir uppkomu sóttarinnar i Höfnum, að eg finn ástæðu til að gjöra nokkurar athugasemdir við það. Það er sérstaklega í yðar heiðraðahlaði, herra ritstjóri, að slíkt ranghermi um upp- komu sóttarinnar hefir komið fram, og saka eg yður ekki um það. Þér farið auðvitað eftir sögusögn Gruðmundar hér- aðslæknis Björnssonar, en hann aftnr eftir sögusögn Lónakotsbóndans eins. Öðrum er ekki hægt til að dreifa. I 22. blaði »ísafoldar« er svo skýrt frá, að föstudaginn 30. marz hafi drengurinn frá Lónakoti komið suður að Kalmans- tjörn., og að einn útgerðarmaðurinn þar hafi þá verið búinn að vera veikur »af hálsbólgu® l'/a viku, en verið þá á bata- vegi, að á 3. degi, mánudaginn 2. april, hafi Lónakotsdrengurinn veikst, að næsta dag hafi annar drengur á Kalmanstjörn veikst þar með sama hætti, og að pálma- 8unnudag(?) 8. april, hafi 2 börn bóndans í Junkaragerði, næsta bæ við Kalmans- tjörn, orðið veik. Alt þetta er -meira og minna mishermt. Sannleikurinn er þessi. Lónakotsdrengurinn kom að Kalmans- tjörn fimtudaginn 29. marz, er þegar orð- inn lasinn morguninn eftir og verður al- sóttveikur með hálsbólgu þegar um kvöldið 30. marz. Enginn maður hafði legið í hálsbólgu 1 viku á Kalmanstjörn, þegar drengurinn kom þangað. Heilsufarið á Kalmanstjörn, eins og annarsstaðar i Höfn- um, hafði allan marzmánuð verið mjög gott, enginn orðið veikur þar á bæ nema 1 maður, af munnsviðf> með nokkurri bóigu (stomatitis), og annar af þrota á nefi og í- gerð í handlegg. Veikindin á þessum mönnum voru um sama leyti og Lónakots- drengurinn var þar. Hvergi annarsstaðar í Höfnum var nokkur maður veikur um þetta leyti Mér er fullkunnugt um þetta, því að um þetta leyti hafði eg af sérstökum ástæðum stöðugar, stundnm daglegar, fregnir úr Höfnunum. Sonur bóndans á Kalmanstjörn veiktist 4 dögum — ekki einum degi, eins og ísa- fold segir — eftir að Lónakotsdrengurinn lagðist. Þetta hefi eg eftir móður drengs- ins sjálfs. Drengurinn var að eins við rúm 2 daga. Börnin í Junkaragerði veiktust ekki 8. apríl, heldur 11. apríl, og ekki af háls- bólgu, heldur kvefi. Laugardaginn fyrir páska, 14. april, var þeim leyft á fætur, af því að þau voru betri, en fyrst aðfara- nótt páskadagsins veiktist annað — ekki bæði — drengur 3 ára af hálsbólgu. Þrem dögum seiuna, eða að kvöldi hins 17., skoðaði eg þennan dreng, og svo aftur á- samt Jandlækni tæpum 5 dögum seinna. I hvorugt skiftið voru merki til skarlatssótt- ar á drengnum: Enginn roði, engin flögn- un, engin hreistrun. • Það, sem hér hefir sagt verið, virðist ekki benda til þess, að þessi skarlats-sótt hafi komið upp í Höfnunum. — Undirbún- ingstimi skarlats-sóttar, sá tími, er iiður frá því menn fá i sig sóttarefnið og til þess er menn veikjast, er að jafnaði 4—7 dagar. — Það, að Lónakotsdrengurinn veikist þegar daginn eftir að hann kem- ur að Kalmanstjörn, virðist benda á, að hann hafi ekki fengið sóttarefnið i sig þar, heldur hafi verið búinn að fá það áður en hann kom þangað. Lónakotsbóndinn kvað hafa sagt frá því að eg hafi skoðað drenginn, þegar hann flutti hann frá Kalmanstjörn beim til sín. A þessu fræðir héraðslæknir Guðm. Björns- son landshöfðingja, ásamt fleiru, í bréfi, er hann skrifar honum, og mér hefir verið gefinn kostur á að kynna mér. Er af því í bréfinu dregínn efi á, að eg þekki skar- lats-sótt. Af því að eg, siðan eg nú kom hingað til Reykjavíkur, hefi heyrt þetta hjá fleiri en einum, finn eg ástæðu til að lýsa því yfir, að að eg hefi áldrei dreng- inn skoðað og mér hefir hann aldrei verið sýndur. — Um ímyndanir Guðm. Björnssonar um hitt, hversu vel eg sé að mér í því að þekkja skarlats-sótt, hirði eg lítið, en skal þó geta þess, að eg, auk hinnar bóklegu kunnáttu, sem hverjum lækni er nauðsynleg, hefi á tveim ferðum minum til útlanda séð skarlats-sótt, bæði 1883 í Kaupmannahöfn og 1896 í Krist- janiu i Noregi. Auk þess hefi eg sem hér- aðslæknir með eigin augum séð 74 tilfelli af öðrum sjúkdómi, sem er með mjög lík- um einkennum og skariatssótt, en þó ann- ars eðlis. Þessi sjúkdómur: rauðir hundar með skarlats-sóttar-einkennum irubeola scar- latinosa) gekk hér yfir árin 1888 og 1889, og munu skýrslur landlæknis bera vott um, að svo sé. Þennan sjúkdóm hefði eg þó átt að kannast við í Höfnum, ef hann hefði þar verið. p. t. Reykjavik, 26, apr. 1900. Þórður J. Thoroddsen. V er zlunarfréttir frá Khöfn 12. þ. m.: »Útlit með fiskverð hér er gott. Sömuleiðis mun ull verða í hærra verði en í fyrra. Skinn hafa hækkað í verði síðan í haust. Kaffi og sykur er í hækkandi verði og yfir höfuð flestar útlendar vörur. Vegabætur og brúasmíði. Af því að eg er sá, sem hefi staðið fyrir smíði á brúm þeim, er gerðar eru að umtalsefni í grein með þessari fyrirsögn í 14. tbl. Isafoldar eftir Guttorm Jónsson í Hjarðarholti, þá finn eg mér skylt að minnast lítils háttar á skoðanir hans, þar eð mér finst þær geta orðið villandi fyrir þá, sem ekki eru kunnugir, eða fyrir þá. sem kynnu að takast á hendur að smíða brýr, en geta ekki aflað sór nægrar þekkingar úður. Hann telar það galla á brúnni yfir Haukadalsá, að sperrurnar liggi ekki á þrepi, þar sem þær koma að stöplun- um, og ráðleggur að tengja endann á þeim með járnum við brúartréu. |>etta er óþarfi, því að flestum mun skiljast það, að allar brýr leiti helzt niður um miðjuna, en til þess að varna því, og til þess að briiin geti borið þunga, eru sperrur reistar við hlið brú- arinnar, sem spyrnast á í efri endann; þar liggja á þeim uppihöld úr sterk- um járnstöngum, sem ná niður úr tré, er lagt er þvert undir bráná. Sperr- um þessum er fest við aðal-brúartrén með mjög sterkum skrúfuðum járn- teinum nálægt stöplunum; nú þegar þunginn á brúnni liggur á efri enda sperranna, þá er auðskilið, að spyrni- aflið verður beint út frá brúnni, af því að þær eru festar nálægt neðri enda við aðal-brúartrén, sem liggja of- an á stöplunum; beri svo til, að brúin svigni niður um miðjuna meira en til er ætlast, þá er það auðskilið, að neðri endi sperrunnar vill leita út og upp á við, en ekki niður á við. ^>að er og því til fyrirstöðu, að sperran leiti nið- ur með stöplunum, að þeir hallast frá brúnni um sem svarar 1 á móti 10; er því bilið milli þeirra þeim mun styttra að neðan en ofan. |>á minnist höf. á brúna yfir Hvítá í Borgarfirði á Kláffossi og telur það galla, að neðri endi á sperrunum nær lítið eitt inn í stöplana. Orsök þess, að eg hafði það svo, var helzt sú, að mannvirkjafræðingur Si- verson, sem mældi fyrst brúarstæðið á Kláffossi og gjörði uppdrætti af stöpl- um og vatnsopum, er áin átti að fara í gegnum, vildi láta brýrnar vera 2, aðra stvttri sunnan við Kláffoss, sem hefði orðið oftast á þurru, nema þeg- ar vöxtur kæmi í ána. Eftir þessum mælingum og uppdráttum bað herra landshöfðinginn mig að gjöra uppdrætti og áætlanir af brúm. Uppdrættir þeir eru enn til. En rétt áður en eg átti að panta efni í brúna, varð sú breyt- ing á, að afráðið var, að bafa að eins eina brú, en nokkuru lengri heldur en stærri brúin átti að vera eftir áætlun Siversons. |>egar eg kom svo upp eftir um sum- arið með brú þessa (sem eg smíðaði í Reykjavík), hitti eg Bjarna bónda á Hurðarbaki, og sýndi hann mér, hvað áin hefði farið hátt í miklum vatna- vöxtum; virtist mér þá, að fyrirstað- an á vatninu væri orðin mikil, bæði af brúarstöplum og vegarhleðslu að brúnni, þar sem hann sagði að áin hefði farið yfir; réð eg þá af að festa sem bezt sperrurnar í stöplana, til þess að varna því að brúin skektíst eða færi af, þótt nokkur vatnsþungi legðist á hana. jþessi aðferð var þó ekki ný, því bæði hafði eg séð líkan útbúnað á brúm erlendis, þar sem eg veitti því eftirtekt, og sömuleiðis á brú, er Hovdenak lét gjöra hér á landi. Og eg sé ekki eftir því, að eg hafði það svona; því svo fór þegar á öðru árí, eftir að brúin var lögð, að vatns- opið reyndist of lítið. Hvítá óx þá svo, að hún óð yfir báða brúarsporða og ruddi burt vegarhleðslunni einmitt þar, sem hún hafði farið yfii um áður. Hefði eg ekki fest brúnni á þennan hátt, að láta sperruendana ná 4 þum- lunga inn í stöplana, — og var svo gætilega frá þvígengið, að sperrugötin í stöplunum voru látin flá niður ávið, til þess að vatn stæði ekki þeim við trésendann, og endarnir huldir asfalt- pappa, — þá hefði brúin eflaust farið af, þegar svona mikill og straumharð- ur vatnsþungi lagðist á hana, og orð- ið alveg ónýt. Ef nú yrði áður en langt um íður lögð brú við syðri enda þessarar brú- ar, og tekin burtu vegarhleðsla sú, er tálmar vatninu að komast þar áfram, þá mætti, ef þess er þörf, taka burt þá fáu þumlunga af sperrunum, sem nú standa inn í stöplana, fylla holuna með steini, og láta sperrurnar þá ná að eins að stöplunum. Reykjavík í aprílm, 1900. Helyi Hclgason. Frá útlöndum. Engin tíðindi orðið með Bretum og Búum frá því síðast fiéttiat (frá 12. þ. m.) til þess er póstskip fór frá Skot- landi, 18. þ. m. — síðasta vetrardag. Ykt eða ósönn mun vera fréttin um Búasigurinn 7. þ. m., sbr. síðasta bl., eins og hálfbúist var við. Bretar að víggirða Bloemfontein, til þess að þurfa ekki að festa þar of mikið setulið, er meginherinn leggur loks upp þaðan lengra áleiðis. Búar höfðu haldið síðustu vikuna talsverðri liðssveit af Bretum í herkví við Wepener, þorp á austurjaðri lands- ins, 16 mílur austur frá Bloemfontein, og orðið þeim skeinuhættir þar, en teknir að hopa frá, er síðast fréttist, — segja ensk blöð. J>eir hafa það lag nú orðið, Búar, að leika lausum hala um landið á víð og dreif í smásveitum, og veitast skyndilega að fjandmönnum sínum f ýmsum áttum, eins og þegar hviðu lýstur yfir. þannig vaxin hlaup- vígastyrjöld hefir oft gert ofurefli liðs býsna-leikseigt. Englendingar hafa kvatt heira einu hershöfðingja sinn, Gatacre; þykir hann hafa verið heldur slysinn. Sá heitir Chermside, er við forustu tók yfir hans herdeild. Cronje hershöfðingja hafa Bretar flutt til St. Helena og nær 1000 hans manna. Fyrir skömmu kom hingað til álf- unnar sendinefnd frá Búum til fundar við hershöfðingja stórveldanna að heita á þá um að ganga í milli og stöðva ófriðinn. Ætluðu fyrst á fund Rússa- keisara í Pétursborg. Frá Berlín höfðu þeir fengið bendingu um, að ekki væri þeim til neins þar að koma. Viktoría drotning enn í Dýflinni, í bezta fagnaði af írum, og fá þeir hrós fyrir, hve vel þeir kunni að gera greinarmun stjórnmálaágreiningsins við Englendinga, og hollustuskyldunnar við hennar hátign. Sonur hennar, prinzinn af Wales, fekk 1300 samfagnaðarskeyti með rit- síma daginn eftir að hann kom til Khafnar, úr morðingjaklónum fBriiss- el. |>au voru úr öllum heimsálfum. Eitt átti að hafa verið frá Kriiger forseta í Transvaal; en það var borið aftur. Prinzinn bað stráknum vægð- ar, þessum sem skaut á hann. f>að er nú fullráðið, að í forseta kjöri verði næst í Bandaríkjunum (N-Am.), í haust, þeir McKinley, sein nú er forseti, og Bryan, sá er við hann þreytti síðast, úr liði sérvalds-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.