Ísafold - 05.05.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.05.1900, Blaðsíða 3
103 grein verkfræðingsins: »Bf brviin held- ur ekki lagi sínu um stund, verður að athuga fleira en uppihaldsstang- iínar«. |>að kann nú að vera, að svo sé. Allar súlnagrindur eru vandlega hnoðnegldar og því óhreyfanlegar. Af því eg er talsvert kunnugur sam- setning beggja brúnna, sem gerðar hafa verið að umtalsefni, þá get eg ekki stilt mig um að geta þess um Ölfusárbrúna, að líklega verða það belzt eða heldur eingöngu uppihalds- stangir og klemmur þær, sem halda þeim uppi, sem ráða legu brúarinuar. Bili eða slitni uppihaldsstrengur, mun aðgerð á honum ekki geta farið fram með þeim áhöldum, sem hér þekkjast eða til eru; verður því hæpið um að- gerð á þeim. Ölfusárbrúin er ólík þjórsárbrúnni að því, að í 8tormum og mikilli umferð hreyfist hún á tvennan hátt: upp og niður, eða til hliðar, mismikið eftir atvikum. Fyrir það ber stundum við, að klemmur hrapa til eftir strengj- unum. |>arf þá óðara að koraa þeim í samt lag, en ekki hægt að gera það, nema losa um stöngina að neð- an, og hreyfa skrúf. |>egar nú þar til gerð áhöld eru við hendina, og vanir menn gera það (aðrir geta það ekki), þá er ekki gott að sjá, hvaða hætta geti stafað af þessu. það er síður en svo, að ekki sé rétt, að verkfræðingur þessi, eða anu- ar jafnsnjall, sé við, þegar meiri hátt- ar viðgerðir fara fram á dýrum mann- virkjum, og ætti það aö vera því hægra, sem mönnum þessum fjölgar í landinu. En líklega yrðu fleiri en eg, sem réðu af, ef stöng bilaði í brúnni eða eitthvað smálegt, að láta stöngina sem fljótast í aftur, undir umsjón góðs smiðs, heldur en bíða með það eftir verkfræðing, sem kynni þá að vera í öðrum landsfjórðung. þegar hr. S. P. kom heim til mín ásamt förunaut sínnm, Binari Pinns- syni vegavinnustjóra, átti eg tal við þá um ýmislegt, helzt um húsagerð o. fl. Lét eg þá í ljósi við þá, að mér þætti ilt, hvað áliðið væri dags, °g gæti eg því ekki farið með þeim austur að brúnni, og sýnt þeim hana nákvæmlega. þeir eyddu því; enda var farið að skyggja, regn á með stormi, og þeir að öðru leyti að keppa til náttstaðar. p;r þvj auðsætt, að ekki gat orðið neitt úr nákvæmri skoðun á brúnni, svona á ferð, og þeir áhaldalausir að öllu leyti. Bg mintist á, að þörf væri ef til vill á, að hafa tvöfaldar rær undir bitaendum brúarinnar, 0g á 5 stöðum vantar þær að ofan (þegar brúin var látin á, mistu ensku smiðiruir þær í ána, og má vera, að hr. Tr. Gunnars- son muni til þess, að stundum fóru þeir óvarlega með verkefni o. fl.). Vitanlega var aldrei ætlast til, að tvö- faldar rær væru að neðan á Ölfusár- brúnni, þótt svo sé á austurbrónni. Af því eg heyrði, að verkfræðingur- inn áleit nú að svo þyrfti að vera hér, og af því, að engar rær eru til af þeirri stærð, væri líklega rétt fyrir hann eða aðra, sem færir eru um það, að panta þær heldur fyr en síðar. Eftir því sem fram hefir kornið, mun eg ekki ráðast í það. það sem segir í grein hr. S. P. um vöntun á fráræsluskurði við austur- enda landbrúarinnar er rétt. ]?örf á einum fráræsluskurði kom fram í vet- ur, og stafar það eingöngu af sam- komu veganna á þessum stað, sem lokið var við í haust; enda var ráð- gert, ef slík þörf sýndi sig f vetur að grafa hann, þegar klaki færi úr jörðu í vor. Eg bið velvirðingar á, hvað eg hefi orðið langorður um þetta mál, sett hér t. d. ágrip af reglum, sem mér var falið að fara eftir við eftirlitið, o. fl. En eg hefi gert það til að sýna, að skoðunum verkfræðinga þessara virðist ekki bera sem bezt saman, því eftir umyrðum hr. S. P. um bii- unarhættu á Ölfusárbrúnni geta ókunn- ugir ímyndað sér, að hætta sé fyrir dyrum; en svo er ekki, sem betur fer. Selfossi 8. apríl 1900. Símon Jónsson, brúarvörður við Ölfusárbrúna. Hnsbreiniuniálid úr í safjarðarsýslu var dæmt í yfirrétti 30. f. m., gegn Bárði Knstjáni Guð- mundssyni á Hesteyri, er kveikt h&fði í húsi sínu þar skömmu fyrir jólin í vetur, svo að það brann til kaldra kola og alt fémætt, sem í því var. Hann hafði verið dæmdur í héraði í 2 ára betrunarhúsvinnu, og til að greiða 131 kr. 75 a. í iðgjöld til Iugi- bjargar nokkurar Halldórsdóttur, auk málskostnaðar. Landsyfirréttur færði begninguna upp í 2J árs betrunarhúsvinnu, en stað- festi héraðsdóminn að öðru leyti. Húsið, sem brann og var að eins fárra misðíra gamalt, hafði hann vá- trygt hjá félaginu »Commercial Union« fyrir 1600 kr. og fengið lán út á það hjá Sparisjóði á ísafirði, er hann átti að greiða af fyrstu afborgun í haust sem leið, en hafði þá ekki fé til né í aðrar skuldir, er á honum lágu. »Hon- um hugkvæmdist þá það ráð« segir í forsendum landsyfirréttarins, »að afla sér fjár með því að brenna húsið, en áður vildi hann þó hækka ábyrgðarupp- hæð þessogíþví skyni sneri hann sér í síðastliðnum nóvembermánuði til uin- boðsmanns brunabótafólagsins iComrn- ercial Union« á ísafirði, og beiddist þess, að ábyrgð á húsinu væri hækk- uð um 400 kr., og sendi jafnframt fult ábyrgðariðgjald, einnig fyrir hækk- un ábyrgðarinnar. Nokkru áður, í september f. á., hafði hann vátrygt innanhúsmuni sína og lausafé fyrir 1400 kr. hjá umboðsmanni brunabóta- félagsins »det kgl. octroyerede al- mindelige Brandassurance Compagni« á ísafirði, og jafnframt vátrygði hann þar fjármuni ráðskonu sinuar fyrir 400 kr., og hafði hún áður beðið hann, eða óskað þess, að hann vátrygði lausafé^ sitt, en eigi hafði hún tiltekið vátryggingarupphæðina. Lausafé þetta, sem hann þannig vátrygði, var í húsi hans. Akærða var neitað um áður áminsta hækkun á ábyrgð á húsinu, en tilkynningu um það fekk hann eigi fyr en hann hafði framkvæmt það áform sitt, að kveikja í því og brenna það. þegar ákærði hafði gjört þennan undirbúning og fest það ráð með sér, að kveikja í húsinu og brenna það, til þess að ná í ábyrgðarupphæð þess og iausafjárins, afréð hann að framkvæma þetta áform sitt nóttina milli 15. og 16. desember f. á. Und- ir lofti i húsi hans var óþiljað geymslu- rúm í öðrum endanum; var þar með- al annars geymt steinolíufat meðtölu- verðu af steinolíu í; rétt hjá fatinu voru pokar, kassar, veiðarfæri og ým- islegt fleira. Síðari hluta dags hinn 15. desember, — en þá var gott veð- ur, tunglskin og logn, — fór ákærði inn í geymslurúmið, vætti hamp og kaðaltáningu með steinolíu og lagði þetta bak við steinolfutunnuna. Á venjulegum tíma um kvöldið, um kl. 10, fór heimilisfólk að hátta í húsinu, sömuleiðis hiun ákærði; en er hann hafði legið í rúmi sínu nálægt því klukkutíma og allir aðrir voru komn- ir í svefn, læddist hann út úr svefn- herbergi sínu, fórniður í geymslurúm- ið, skvetti steinolíu á hefilspæni, er troðið var upp í binding á húsinu og sem þar sást á, og á þiljur og gólf í þeitn enda geymslurúmsins, þar er tunnan lá, velti tunnunni af stokkun- um, þannig, að olían rann úr henni, og kastaði síðan logandi eldspýtu í olíuna, og kviknaði þá þegar í henni, húsþilinu og húsveggnum. Bftir ðkamma stund stóð alt húsið í björtu báli. Akærði var þó áður kominn upp á loft í húsinu, og hafði aðvarað sitt heimilisfólk um, að eldur væri kominn í húsið. Fólkið alt í húsinu, — en þar var, auk ákærða, faðir hans og tvö börn ákærða, ráðskona ákærða og vinnukona — komst út úr brunanum skemdarlaust, en húsið og alt fémætt, er í því var, brann til kaldra kola. það virðist eigi hafa stafað voði af bruna þessum fyrir nokkurt annað mannvirki í nándinni, oe eigi fyrir mannslíf annara en þeirra, sem í hús- inu voru, og sýndi ákærði talsverða fyrirhyggju til þess að setja þá eigi í voða. Töluverð tregða varð á því, að hinn ákærði játaði glæp sinu fyrir und- irréttinum, en hann var þegar í upp- hafi grunaður um að hafa valdið brennunni; að lokum gaf hann þó af- dráttarlausa skýrslu um verknaðinn og öll atvik, sem lúta að honum. þegar húsið var brunnið, gjörði hinn ákærði ráðstafenir til þess, að fá á- byrgðarupphæðina fyrir það útborgaða. Hann skýrði þá frá þvf, að brunnið hefðu hjá sér 250 kr. í peningum, í staðinn fyrir 105 kr., sem hann síðar hefir kannast við að væri hin rétta upphæð. Skýrsla hans um hið brunna lausafé var og röng, að því er nokkra aðra muni snertir«. sláttur suður og austur af Hallskots- túni, árgjaldslaust meðan landið væri notað þannig af hinu opinbera. Vakið máls á, að Örfirisey lægi undir stórskemduin af sjávargangi, svo að hætt væri við, að hana tæki jafnvel alla af með tímanum og yrði hún að skeri; skorað á hafnarnefnd að rannsaka það mál. Utan úr lieimi. Norskur maður, er Borchgrevink heitir, lagði af stað fyrir lf ári á gufuskipi, er »Southern Cross« nefnist og enskur blaðamaður stórauðugur, Ge- orge Newness, gerði út, suður í suð- urskautsóbygðir, að afla sér viðlíka frægðar og landi hans, Friðþj. Nansen. Fyrir nokkurum vikum fréttist af ferð hans. Hann hafði komist 10 mílum nær suðurskauti en nokkur maður áður, eða á 78.50 stig suðurbreiddar, og haft þar vetrarsetu, á Viktoríu- landi, er Eoss hinn enski fann fyrir nál. 60 árum. f>á fann hann og seg- ulskautið syðra, er áður hafði vísinda- mönnum reiknast að ætti að vera 73 stig suður frá miðjarðarbug, en 150 st. austur frá Greenwich. Er svo að heyra, sem hann hafi komið þar, sem það er, hvort sem það er sá staður eða annar. |>að er ritsímafregn, er hefir flutt þetta hingað, en ítarlegri frétt ekki komið um ferð hans. þetta þykir hvorttveggja rnikill frægðarauki. Borchgrevink er ungur maður, til þess að gera, eins og Nansen — rúm- lega hálf-fertugur. Hann er sagður garpur mikill og fullhugi. Veðurathuganir i Reykjavík eftir landlækni Dr J.Jónas- 'u Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) [ Veðurátt. nóttu umhdl árd. ! síhd. 1 árd. síód. <&1. + i 772.2 767.1 o b o b 22. +1 + 5 7620 762.0 sa h d sa h d 23. +-1 + 6 762.0 761.5 sv h d sv h d 24. + 3 + 8 769.6 767.1 sa h d sa h d 25. + 4 + o 767.1 767.1 s h d sv h d 26. + 3 + 7 767.1 762.0 o d v h b 27. + 4 + ú 754.4 749.3 sv hv d sv hvd 28. — 2 0 751.8 754.4 n hv b n hv b 29. — 3 + 1 756.9 756.9 o b n hv b 30 + 5 0 756.9 754.4 n hv b o b 1. -f- 6 0 754.4 739 1 a hv d a hv d 2. -r- 3 0 736 6 739 1 a hv d a hv d 3. 4. — 1 + 1 + 1 739.1 739.1 <39.1 n hv d nhv b na hv d Fyrri vikuna var veðurhægð, sunnanátt, limuiur, gekk við og við til útsnðurs með nikilli rigningu (27.), svo til norðurs 28. !9. 30. með kulda. 1. maí landnorðan ívass með snjóbyl og kyngdi niður kálfa- njó aðfaranótt h. 2, hráðhvass af norð- mstri; í dag norðanrok — ólátaveður hið nesta. Æeðalh. í apr. á nóttu -f 0.3 (í fyrra-S-0.3) á hád. -f 4.5 ( — +1-7) Bæarstjórn Reykjayíkur. Samþykt í einu hljóði á fundi 3. þ. m. eftir áskorun frá Framfarafélag- inu, að fela formanni að skrifa lands- höfðingja þau tilmæli frá bæarstjórn- inni, að stjórnin leggi fyrir næsta þing frumvarp um að Eeykjavíkur- kaupstaður kjósi 2 fulltrúa til alþingis. Leikfélagi Eeykjavíkur veittur 150 kr. styrkur, með öllum greiddum at- kvæðum (7 af 8) — til móts við fyr- heitinn landssjóðsstyrk. Teknir á kjörskrá til alþingis 2 menn, er kært höfðu að þeim hafði verið slept. Ut af tveim erfðafestubeiðnum kos- in nefnd til að athuga á staðnum allar slíkar beiðnir, er fram kynni að koma á þessu ári; f>órh. Bjarnarson, Sig. Thoroddsen, Halld. Jónsson. Til gróðrartilraunarstöðvar lagðar Búnaðarfélagi íslands nálægt 8 dag- Hroðafrétt frá smábæ einum í Sví- þjóð. Fátækur kennari og barna- maður, sem var líka sparisjóðsgjald- keri, ekkjumaður, að nafni Bergstrand, hafði eytt eða stolið úr sjálfs sín hendi 3000 kr. af sparisjóðsténu. Daginn, sem hann átti von á að skoð- að væri hjá sér, 30. marz, tók hann inn eitur, blásýru, og byrlaði börnum sín- um um leið, sjö af átta; hann gleymdi því 8.! Hann sagð börnunum, að inn- takan væri brjóstsafi. Elzta stúlkan, 13 vetra, hrækti undir eins út úr sér, ér hún fann remmuna, og sakaði því ekki. Tveim varð bjargað með upp- sölumeðali, og var þó annað þeirra komið mjög hætt. En 4 dóu þegar, ásamt föður þeirra, við mikil harm- kvæli. Eáðskona Bergstrands heyrði fram í eldhúsið hljóð í börnunum, hleypur inn og spyr, hvað á gangi. »það er ekki neitt«, anzaði Bergstrand; »við erum bara að skilja við«. Póstskipið Laura • lagði á stað í fyrra dag snemma, 3. þ. m.; gat ekki athafnað sigfljótar en það vegna illviðris. Einhver strjál- ingur fór með henni af vesturförum, en aðrir ekki. Um 20 manna, er ætl- uðu til Vestmannaeyja, kyrrsettust, með því skipstjóri bjóst ekki við að geta komið þar við. Hér með tilkynnist skipseigendum þeim, sem eiga skip sin vátrygð í vþilskipa- ábyrgðarfélaginu við Faxaflóa«, að sam- kvæmt 11. gr. félagslaganna og fundará- lyktun fer fram þetta ár aðalvirðing ognákvæm skoðun á öllum þeim skipum, sem félagið hefir nú í ábyrgð. Þar af leiðir, að leggja þarf skipunum á þurt land til þess að skoða botninn. Því er hér með skorað á alla skipseig- endur, sem vátryggja skip sín í félaginu, að tilkynna það i tæka tíð (síðast degi fyr) virðingarmönnum félagsins, helzt kaupm. og skipasmið Helga Helgasyni, þegar þeir ætla að leggja skip sin á »banka« í vor og snmar, í Reykjavik og Hafnarfirði. Með því spara þeir talsverðan kostnað, sem annars legst á þá næsta haust. Tryggvi Gunnarsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.