Ísafold - 16.05.1900, Page 3
115
GuSmundur Bárðarson óðalsbóndi á
Eyri við Seyðisfjörð; hann varð bráð-
kvaddur.
Veðrátta
hagstæð 8Íðan er létti norðanhret-
inu mikla fyrir viku. Grær jörð
nú óðum.
Strandbátarnir
komu og fóru á áætluðum tíma hér
am bil úr fyrstu ferð sinni og með
þeim margt farþega, með Skálholti
hingað 12. þ. m. frarn undir 100.
Ferðamen n.
Margt heldri manna hér á ferð um
þessar mundir, langt að og skamt:
vestan af lsafirði Hannes Hafstein
bæarfógeti og sýslumaður, — kommeð
»Ceres« 13. þ. m. og fór aHur f gær
með Skálholti; ennfr. Sigfús H. Bjarna-
son konsúll; Halldór Bjarnason sýslu-
maður Barðstrendinga, kom og fór
með Skálholti, og sömul. síra Helgi
Árnason úr Ólafsvík; úr Borgarfirði
þeir Páll Blöndal héraðslæknir ogpró-
fastarnir sfra Guðm. Helgason í Beyk-
holti og síra Magnús Andrésson á
Gilsbakka.
Vendetta.
Eftir
Archibald Clavering Gunter,
nþessi enski foringi, sem hefir verið
svo mikið með þér síðustu tvo dagana«,
segir Tómassó, »sami maðurinn sem
þú hjúkraðir, þegar við vorum á E-
giptalandi — er hann njósnarmaður,
sem á að koma upp um þann af fé-
lögum sínum, sem myrti Antóníó?«
»Nei, Tómassó«, svarar Marína, »hann
ermaðurinn, sem eg elska«.
»Hann — Englendingurinn ? — það
getur ekki verið !«
»Getur ekki verið? Eg sem ætla
að giftast honurn*.
»þú að giftast manni af þjóðfiokk-
inum sem myrti hann! Myndin af
honum bróður þínum — ó, hún er
farin ! þú þorir ekki lengur að horfa
framan í hann!« segir hann eins og
§&gntekinn af skelfingu — »þú hefir
Sf6ymt eiðnum, sem þú vanst!«
Svert orð, sem hann segir, er eins
°8 Svipuhögg á Marínu.
•Alaaaðu mér ekki fyrir það !« segir
»Álasaðu mér ekki, Tómassó.
Trúarbrögðin hafa kent mér, að það
er glæpur að hefna sín«.
»Glæpur að hefna bróður síns, sem
myrtur hefir verið ! ó, Antóníó, syst-
ir þm hefir svikið þig. En eg) fóstri
þinn, eg skal ekki gleyma !« Og karl-
inn segir hvæsandi viðMarínu: »Ást-
in hefir breytt blóðinu í þér f vatn
Að þú, kvenmaður af Paoli-ættinnii
skulir geta gleymt því, að þú ert Kor
síkukona og þsð fyrir þennan -_______
Lengra kemst hann ekki; þvf a^
^tarína snýr sér að honum:
»Enn er svo mikið eftir af Korsíku-
konunni í mér, að eg þoli ekki önn-
Ur eins orð af þínum vörum ! Mér
þykir vænt um þig, af því að þu heyr-
ir mínu heimilisfólki til. En ef þú
segir nokkurt niðrandi orð um hann,sem
eg virði sem lávarð minn og þess vegna
Bem húsbðnda þinn — þá kemur þú
ekki framar fyrir mín augu!«
Karlinn fellur nú fram fyrir fótum
hennar, kveinar líkast hundi, kyssir á
höndina á henni og biður hana fyrir-
gefningar.
»það er gott«, segir Marína og rétt-
ir honum höndina. »Mér þykir vænt
um þig, Tómassó, og eg fyrirgef þér«.
Hann fer frá henni, en nemurstað-
ar fyrir utan dyrnar, svo sem væri
hann lamaður af örvænting, og tautar
fyrir munni sér: »Hér verður Danella
að koma til sögunnar. Drottinn snúi
huga hennar, svo að þessi svívirðing
hendi oss ekki!«
Frá þeirri stund sýnir hann Edvin
alla þá lotningu, sem hann mundi
gera, ef hann væri búinn að fá haun
fyrir húsbónda; því að hann veit vel,
að hvenær sem hann lætur á sér sjá
nokkurn virðingarskort gegn honum,
þá muni unga stúlkan, sem hann tign-
ar og tilbiður, láta hann frá sér fara.
En við og við kemur glampi í augun
á honum, þegar honum verður litið á
Anstruther; og sá glampi er alt ann-
að en vingjarnlegur.
Átjándi kapítuli.
Höggormurinn i aldingarðinum.
Anstruther kemur inn í sal lafði
Chartris og spyr eftir Enid.
»Hún hefir leitað yðar um alt hótell-
ið«, segir frúin. *Edvin, þér megið til
með að fara í rúmið«.
»1 rúmið, mamma!« segir Maud
steinhissa. »Hefir hann gert nokkuð
fyrir ser ?« Maud finst það vera í
hegningarskyni gert, ef nokkur maður
á að fara að hátta fyrir kl. 10 að
kveldinu.
»Hann er veikur, barn«.
»Veikur?« Stúlkan hvessir augun á
sjúklinginn og séi tafarlaust, hvernig
heilsu hans muni vera háttað. »Ó,
mamma, hann er alt of ánægjulegur á
svipinn til þess að vera veikur«.
»þér eruð skarpskygn, ungfrú góð«,
segir Anstruther. »Hvað ætlið þér að
láta Maud verða?« spyr hann lafði
Chartris.
»Eg ætla auðvitað að láta hana
verða dömu. Hvers vegna spyrjið þér
að því?«
•Einmitt það« — hann lítur á stuttu
pilsin á Maud og svarar: »Eg hélt,
þér ætluðuð henni að verða dansmær«.
»|>ér eigið að láta pant!« hrópar
Maud í mesta galsa.
*Eg kann ekki við sjómannafyndni,
þar sem börn eru viðstödd«, segir ekkj-
an. »Við hvað áttu, Maud, þar sem
þú sagðir, að haun ætti að láta pant?«
»Eg á við það«, segir stelpan hlæj-
andi og kærir sig kollótta um afleið-
ingarnar, »eg á við það, að eg hefi
heyrt þessa fyndni áður. Von Biilow
spurði mig hérna um daginn, hvað eg
væri gömul, og eg sagðist vera 11 ára,
en að svo hefði eg átt þrjá afmælis-
daga, sem þú hefðir ekki einu sinni
nefnt á nafn og alls enga afmælisgjöf
gefið mér alla þá daga! Maud leggur
áherzlu á afmælisgjöfina og lítur að-
vörunaraugum til móður sinnar. Lafði
Chartris segir með titrandi rödd : »Nú
— og hvað svo?« . . . því að barón
von Biilow hefir vakið mjög hlýar til-
finningar í viðkvæmu hjarta hennar.
»Svo sagði hann: Mamma yðar
lætur yður víst ganga í dansmeya-
búningi, af því að hún er sjálf orðin
of gömul til þess. Haldið þér ekki?«
Anstruther hefir þótt gaman að þess-
ari samræðu, en nú verður hann for-
viða, næstum því hræddur; því að
lafði Chartris verður alveg gulbleik í
framan, nema hvað rauður blettur kem-
ur, sinn á hvora kinn, og rákir koma
ú þær eftir tárin, sem renna ofan eft-
ir þeim. Og við Maud segir hún svo
harðneskjulega, að telpan þorir engu
að svara -.
•Farðu út!«
»Eg vona, að þér hegnið þó ekki
Maud fyrir ógætni mína«, segirEdvin.
»Auðvitað ekki; en á morgun fer 9g
með hana til Englands; þákemsthún
hjá því að vera með mönnum, sem
kenna henni að fyrirlíta móður sína«!
Lafði Chartris segir þetta tígulega og
fer svo út úr stofunni. Edvin hefir
sem stendur enga hugmynd um, hver
áhrif það hefir á forlög hanB, að kon-
an ræður nú þetta af.
Hann hefir naumast setið þarna
eina mínútu, þegar Enid kemur inn
rösklega og segir með hræðslukeim í
Sundmaga
fyrir peninga kaupir hæsta verði
W. Christensens-verzlun
röddinni:
»Hvar hefirðu verið, góði? Eg hefi
verið svo áhyggjufull út af þér. Við
dr. Sandwich höfum verið að leita að
þér allandaginn. Hann segir, að þú
eigir að halda alveg kyrru fyrir. Farðu
nú í rúmið, Edvin minn góður; þá
skal eg biðja hann að finna þig, svo
fljótt sem hann getur«.
•Heilbrigðir þurfa ekki læknis við,
Enid«.
»Ertu ekki veikur?« Hún horfir á
á hann undrunaraugum.
»Mér hefir aldrei Iiðið betur alla
mína æfi«.
»þú ert þá alls ekkert veikur?«
»Nei, EnidU
»fú hefir þá bara verið að hræða
hana systur þína, þegar þú lézt eins
og ætlaði að líða yfir þig?«
»Já — líttu nú á — það er dæma-
laust gaman að slæpast f Mónacó, og
þú sagðir sjálf, að Burton þinn elsku-
legur gæti beðið*.
•Einmitt það — svo þú vildir held-
ur sitja við spilaborðið en verða mér
samferða til hans? Finst þér þú nú
vera að gera skyldu þína við systur
þina, þegar henni ríður mest á aðstoð
þinni á allri æfinni?«
•Bfður mest á aðstoð þinni — við
hvað áttu?«
»Mér finst, að þú hefðir átt að fara
með mér til Englands — að það hafi
verið skylda þín sem bróður míns og
fjárhaldsmanns — að reyna að kynn-
ast Burton vel, til þess að fá að vita,
hvort hann væri mér samboðinn, áð-
ur en þú afhentir mig honum fyrir
fult og alt«.
»Nei, hvaða dæmalaust er þetta
leiðinlegt, að þú skulir ekki vera kom-
in að raun um það til fulls, hvort
Burton þinn elskulegur sé þér sam-
boðinn eða ekki. Eg ætti ef til vill
að skrifa honum tafarlaust og segja
sundur með ykkur, svona til bráða-
birgða?«
-----1 I-----
Utan úr heimi.
l'riðjudagiim 5 júní n. k. verður eftir
beiðni Björns Guðmundssonar haldið opin-
bert uppboð að Heiðarbæ á ýmsum dauð-
um búshlutum og 1 eða 2 hrossum.
Hrauntúni 10 maí 1900.
Jónas Halldórsson.
iinníiPiM 3Vmisleg borð’ kommóður 1
lllljjdl MJI l, skrifborðsstóll, margskonar
smiðar ódýrt. til sölu.
Sigurður Eiríksson, Garðhúsum.
Dugleg vinnnkona getur fengið vist
nú þegar. Bitstj. visar á.
Stúlka óskar eftir vist nú þegar.
FUNDIST hefir karlmannshúfa og
barnastigvél. Ritstj. visar á.
Til sölu ágætur steinbær með stóru pakk-
húsi og afbragðs kálgarði á hentugum stað
í bænum. Yerðið er lágt og að öðru góð-
ir skilmálar. Ritstj. visar á.
Mjög gottt skrifborð og skrifborðs-
stóll til sölu hjá undirrituðum, Yestur-
götu 19. Haraldur Níelsson.
Uppboðsauglýsing.
EptirbeiðniBjörns kaupmanns Krist-
jánssonar í umboði kaupmanns á
Vesturlandi verður opinbert uppboð
haldið í Vesturgötu nr. 4 mánudaginn
21. þ. m. kl. 11 f. hád. og þar seld-
ar ýmsar verzlunarvörur, svo sem:
kjólatau, tvisttau, klútar, nankin, erma-
fóðnr, ljerept, fatatau, Birz, niðursoð-
inn matur, ýmsar blikk- og járnvörur,
svo sem lásar, hamrar, skeiðar, vasa-
hnífar, fiskhnífar, og skæri; ennfrem-
ur burstar, gólfmottur, karlmannsföt
o. m. fl.
Söluskilmálar verða birtir á undan
uppboðinu.
Bæjarfógetinn í Bvík 15. maí 1900.
Halldór Daníelsson.
Nýprentuð:
Beikningsbók
eftir
|>ýzkur riddarahersir, Beitzenstein,
er barist hefir í liði Búa, en keisari
kvatt heim þaðan, hefir látið þá skoð-
nn sína í ljósi, að vel gæti farið svo,
að ófriðurinn standi 3—4 ár enn.
Bretar muni hafa Búa undir að lok-
um, en feikna-manntjón muni þeir
bíða áður og þurfa ógrynni fjár til að
kosta.
Smith heitir sveinninn ameríski, er
flytja á Krúger Búaforseta árnaðar-
óskir, barnaskólabarnanna í Fíladelfíu
og New-York. Hann var kominn til
Parísar, er síðast fréttist. Undirskrift-
irnar barnanna höfðu orðið á eDdan-
um 29,000.
það er eitt til marks um, hve mik-
ilfengleg er sýningin í París, er hófst
14. f. m., að sýnÍDgarskráin er í 30
bindum stórum, en sýnendur nær
100,000; þar af eru 26,000 franskir.
Síðast, 1889, voru sýnendur 37,000
alls.
Enskur hagfræðingur, er Mulhall
heitir, telur fjármuni Norðurálfuþjóð-
aDna samtals 850 miljarða í krónum;
en hver miljarö er 1 þúsund miljónir.
|>ar af er gjaldeyrir eða peningar í
umferð 190 miljarðar. þetta skiftist
á 5 stórveldin sem hér segir, í milj-
örðum króna.
England Fjármunir 212 Gjaldeyrir 75
Frakkland ... 178 47
þýzkaland .... 145 27
Rússland .... 115 10
Austurríki.... 81 7
E i r í k B r i e m .
Annar partur (þriðja prentun). Rvík
1900. — Kostar innb. 60 a.
Fæst hjá bóksölum hér í bænum
og síðar í vor út um land; en aðal-
umboðssölu hefir Sigfús Ey-
mundsson.
Þetta eru nokkrar (3) arkir
framan af II. parti, er áður var; hitt
bíður seinni tíma.
Til heimalitunar viljum vérsér-
staklega ráða mönnum til að nota
vora pakkaliti, er hlotið hafa verð-
laun, enda taka þeir öllum öðrum lit-
um fram, bæði að gæðum og litarfeg-
urð. Sérhver sem, notar vora liti,
má öruggur treysta því, að vel muni
gefast. — í stað hellulits viljum vér
ráða mönnum til að nota heldur vort
svo nefnda »Castorsvart«, því þessilit-
ur er miklu fegurri og haldbetri en
nokkur annar svartur litur. Leiðarvís-
ir á íslenzku fylgir hverjum pakka.—
Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað-
ar á íslandi.
Buchs Farvefabrik
CRAWFORDS
ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið
af CRAWFORDS & Son
Edinborg og London
StofnaS 1813.
Einkasali fyrir ísland og Færeyjar:
F. Hjorth & Co.
Kjöbenhavn.