Ísafold - 26.05.1900, Side 2

Ísafold - 26.05.1900, Side 2
126 fram, má benda á, að ekki virðist hyggilegt að hafa bundið sig að eins við einn mann, þegar að því kemur, að þeir detta úr sögunni einhverra hluta vegna; því auðsætt virðist, að varla verður á takteini auðmaður, sem geti tekið jafnharðan að sér jafn-vanda- samt og umsvifamikið starf eins og umboðssalan fyrir kaupfélögin er. Hlutafélagsbankinn. ii. Veðdeildin, Hvernig lítur hún út? Hún er þannig, að búin eru til vara, bréf, sem helzt lítur út fyrir að sé að eins gjaldgeng í litlum mæli hér á landi, vara, sem kostar peninga. það er alt önnur vara en t. d. ull, fiskur, lýsi og þess háttar vörur, sem senda má takmarkalaust til annara landa og selja þar fyrir peninga. Og af því að erfitt mun reynast að selja þessi bréf erlendis, er ekki hægt að gera sér miklar vonir um, að fé fyrir þau komi að neinum mun í veltu um fram það lítið, sem sjóðir hér geta látið liggja á kistubotninum. Oss mun því skorta fé tíl þess að láta fyrir þessa vöru. Útlendi mark- aðurinn fyrir þessi bréf er svo óviss, að engum manni með heilbrigðriskyn- semi getur að óreyndu dottið í hug að treysta á markað erlendis fyrir þau svo neinu nemi, þótt bankinn hér ætli fyrst um sinn að kaupa þau með ákvæðisverði; því honum er ekki hægt að halda bréfunum lengur í á. kvæðisverði en þangað til að sjóðirnir innlendu eru búnir að kaupa það af bréfunum, er þeir geta keypt. Eftir þann tíma getur Landsbankinn alls ekki ráðið neinu um gangverð veð- deildarbréfanna, með því fjármagni, sem hann hefir, án þess að baka sér stórtjón. þetta hljóta útlend- ir verzlunarmenn að sjá, þótt tor- velt kunni að verða að gera andstæð- ingum hlutafélagsbankans það skiljan- legt. Af því að markaðurinn fyrir þessi bankabréf mun aðallega verða innan- lands, á meðan þau standa ekki í sambandi við sterkari og áhrifameiri banka en vér nú höfum, þá er svo sem auðvitað, að bankinn hlýtur að dreifa þeim frá sér með mestu var- kárni; því að ef bréfin gengu of ört út úr bankanum, þá mætti búast við, að þau lækkuðu stórum í verði. Lánsstofnunar-fyrirtæki þetta er gott og gagnlegt, svo langt sem það nær til þess að skapa oss veltufé, en það getur því miður aldrei bætt úr svo miklu sem 1 jr> af pem'ngaþörfinni, á meðan stofnun þessi stendur í sam- bandi við þróttlausan banka, sem skortir næg áhrif til þess að koma bréfunum á útlendan markað. Gjaldgengi bankaseðlanna. |>að er eins með gjaldgengi banka- seðlanna eins og sölu veðdeildarbréf- anna, að því örðugra er að koma þeim á markaðinn, það er: útlendan markað, sem bankinn er þróttminni. f>að var á síðasta alþingi almenn skoðun þingmanna, að vér hefðum ekki markað fyrir meira af seðlum, eða að þol landssjóðs til þess að víxla seðlum í gull væri ekki meira en svo, að gefa mætti út 750 þúsund krónur. — Eins og kunnugt er, er það orðið að venju, að víxla seðlunum á póst- húsinu fyrirvaralaust. Eg er á sömu skoðun og þingið um það, að á þennan hátt sé ekki hægt að gefa út meira af bankaseðlum um langan tíma, að hættulausu fyrir Iands- sjóð. Mótmælendur hlutafélagsbankans hafa haldið því fram, að vér biðum stórkostlegt fjártjón á því, að gefa nokkurn hluta af seðlaútgáfunni frá oss, sem nú nemur að eins 750 þús. krónum. En slíkt er hrapalleg heimska og misskilningur. þessir menn hafa sýnilega gert ráð fyrir, að hlutafélagsbankinn gæti ekki gefið meira út af seðlum en þessi 750 þúsund krónur, og að landssjóður yrði eftir sem áður seðlavíxlarinn; og svo hafa þeir einnig hlotið að gleyma því, að landsmönnum er ætlað að taka f hluta af hagnum af seðlaútgáfu hluta- félagsbankans. það ætti ekki að vera of mikið í lagt, þó að áætlað væri, að hlutafé- lagsbankinn gæti gefið út að jafnaði helmingi meira af seðlum en nú ger- ist, þar sem hann hlýtur að vera fær- ari um að koma þeim í veltu erlend- is en Landsbankinn; og þegar oss er ætlað að taka haginn af f hluta seðl- anna, þá hlytum vór að minsta kosti að njóta hags af 1 miljón króna í seðlum. Svo verður því ekki neitað, að það er neyðarúrræði, og engri heilbrigðri fjármálareglu líkt, að láta landssjóð víxla seðlum fyrir gull, sem annar ó- viðkomandi sjóður gefur út upp á hann fyrirvaralaust og takmarkalaust, meðan seðlarnir endast til. Sá mikli annmarki hlyti að hverfa með fyrir- koznulagi hlutafélagsbankans, sem á, eins og venja er til um allan heim, að víxla seðlum sínum sjálfur. Tíl vinar míns. Gamall vinur minn lét í ljósi í prí- vatbréfi til mín, að han væri mér andstæður í bankamálinu; taldi ekki peningaleysið í lánsstofnunum lands- ins með meinum vorum, heldur vöru- viðskiftaverzlunina; “því að í gegnum verzlunina eigi peningarnir að fást. Má eg, kæri vinur minn, út af þessu segja þér eitt dæmi, sem vildi til ein- mitt um það leyti, sem eg fekk bréf þitt. Útlendur kaupmaður biður inn- lendan kaupmanD hér, að kaupa fyr- ir sig innlenda vöru og senda sér hana; átti varan að vera með ákveðnu verði, sem var vel aðgengilegt; vöru- pöntunin nam um 20 þús. krónum. IJtlendi kaupmaðurinn var stórefn- aður maður og hét að borga vöruna undir eins og hann tæki við henni. Nú hafði kaupmaðurinn hér ekki þessar 20 þús. kr. handbærar, og ekki var hægt að fara í neinn banka til að fá þar fé lánað svo sem eins og 6 vikna tíma. Kaupmaðurinn varð því að gefa frá sér að hann útvegaði vöruna, þótt nægilegt væri til af henni, og bændur urðu af tækifæri til að geta selt vöru sína fyrir peninga. Ef innlendi kaupmaðurinn hefði nú verið í landi, þar sem nægilega stór banki hefði verið til með góðri stjórn, þá hefðu kaup þessi haft framgang viðstöðulaust, þótt innlendi kaupmað- urinn hefði verið félítill maður. það hefði gerst með þeim hætti, er hér segir: Bankinn hefði þegar leitað sér vitneskju um, hvort útlendi kaupmað- urinn væri góður og gildur ábyrgðar- maður fyrir 20 þús. kr. Að fengmni þeirri vitneskju hefði bankinn sagt við innlenda kaupmann- inn: • Útvegaðu þér vöruna; eg gef þér vottorð um, að hún skuli verða borg- uð þér undir eins og hún er komin á skipsfjöl, og farmskírteinið (connosse- ment) er undirskrifað og selt í hend- ur bankanum*. Hefði svona verið farið að, mundi innlenda kaupmanninum eigi hafa orð- ið nein skotaskuld úr, að útvega vör- una, og bændur ekki orðið af því happi, að fá peninga fyrir hana. Flestir innlendir kaupmenn eru fá- tækir, og enginn mun vera svo efnað- ur, að hann þurfi ekki líkrar banka- hjálpar við, ef hann á að geta keypt innlendar vörur fyrir peninga. Kæri vin! |>ú ert að leita að því sama og eg: ráði til þess, að bændur geti fengið peninga fyrir vöru sína. Hvers vegna hefir þú þá ímugust á því, að landið fái nógu máttarmikinn banka, sem fær sé um að bæta úr þessari þörf? Mercator. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af »Social Evolution« eftir Ben. Kidd. VI. Vér komum þá að síðara atriðinu, sem minst var á í síðasta kafla: hvers eðlis það afl sé, er svo mjög hafi breytt framfarastefnu mannfélagsins. Sú var tíðin, að menn mundu ekki hafa verið lengi að hugsa sig um að fullyrða, að þetta afl sé skynsemin. En það er fjarri öllum sanni. Vér verðum að renna huganum til fyrstu aldanna eftir Krist. Ekki geta verið skiftar skoðanir um það, að í kristindóminum hafi frá öndverðu bú- ið æðstu mannástar-hugsjónirnar, sem nokkurn tíma hafa vakað fyrir manns- andanum. það er andi kærleikans, mikunnseminnar og óendanlegrar með- aumkvunar, sem hvarvetna verður fyrir oss í guðspjöllunum. Með hin- um nýu trúarbrögðum var sá boð- skapur fluttur, að allir menn væru bræður. Nú kann mönnum að virðast kyn- legt, að jafn-meinlaus og góðviljaður mannflokkur eins og kristnir menn voru á fyrstu öldum kristninnar, skyldu sæta grimmum ofsóknum, og það með Rómverjum, sem yfirleitt létu trúarbrögð annara afskiftalaus. En sannleikurinn var sá, að al- þýða manna — og frá henni voru of- sóknirnar runnar, en hvorki frá ríkis- valdinu né lærdómsmönDunum — leit þá alt annan veg á mannástar-hug- sjónirnar en vér gerum nú á dögum. Hún skildi það, að nýu hugsjónirnar voru afl, sera í eðli sínu var gersam- lega andstætt þeim öflum, er áður höfðu bundið þegnfélagið saman. Af því stöfuðu þessar kynlegu sak- ir, sem bornar voru á kristna menn — að þeir væru að reyna að fella trúarbragðastofnanir ríkisins, að þeir væru guðlausir menn, sem ekki hefðu neina ættjarðarást o. s. frv. Eorn- þjóðirnar litu svo á, sem almenn hætta stafaði af þeirri mannást, er gerði engan mun á mönnum fyrir þjóð- ernis sakir eða stéttar; þær fundu, að þar með var haggað allri skipan, sem verið hafði á mannfélaginu fram aó þeim tíma. Eftir því, sem lengra líður og kristn- in festir dýpri rætur, fer að bera minna á mannástarhugsjónínni. Ekki svo að skilja, að hún yrði að engu; en hugmyndirnar um hið yfirnáttúr- lega, er höfðu verið nátengdar henni frá því er kristindómurinn kom í heiminn, báru hana ofurliði. Á mein- lætalifnaðar-öldinni varð alt að lúta í lægra halda fyrir hugsuninni um annað líf. Og af munklífis-öldinni er svo að kalla hið sama að segja. En hverjar sem yfirsjónir kirkjunnar kunna að hafa verið, getur enginn vafi á þvf leikið, að hún hefir ávalt haldið að mönnum þeirri hugsjón, að afneita sjálfum sér til þess að þjóna öðrum. Og ekki gat með nokkuru móti hjá því farið, að hún hefði á- hrif á valdhafana, mitt í öllum hrotta- skapnum, þessi kenning, sem flutt var látlaust hverri kynslóðinni eftir aðra: að í guðs augum væru allir jafnir, hve voldugir og hve vesalir sem þeir væru. Eftir siðabótina fer þó áhvginn á heill annara manna að njóta sín marg- falt betur. Og stöðugt hefi hann far- ið vaxandi með vestrænu þjóðunum; aldrei hefir hann verið jafnmikill og nú; og hvergi er hann jafnmikill og með mestu framfaraþjóðunum. Guðsþakkastofnanir eru eitt af þeim einkeDnum nútímans, sem mest ber á. Ógrynni fjár er til þeirra gefið af frjálsum vilja manna — í Lundúna- borg einni t. d. 90 milj. króna á ári hverju. Alþýða manna er orðin miklu viðkvæmari en áður, þar sem ræða er um rangsleitni eða þjáningar, sem aðr- ir menn verða fyrir. Viðleitni Breta við að útrýma þræla- verzlumnni er að mjög rniklu leyti sprottin af umhugsun um eymdarkjör- in, sem þrælarnir eigi við að búa. Líkt er um frásögurnar um rangsleitni °g þjáningar, er kúgaðar þjóðir verða fyrir; þær hafa haft miklu meiri á- hrif á stjórnarstefnu Breta í utanrík- ismálum á 19. öldinni, — að svo miklu leyti sem þjóðarviljinn hefir kom- ið þar fram, en alment er viður- kent, þar á móci hefir hygnin og skarpskygnin mátt sín miklu minna en svo margir ætla. Fréttablöðin, sem eru skuggsjá dag- Iega lifsins, eru órækur vottur þess, hve afarmikið kveður á vorum döguna að áhuganum á heill annara manna. Og í daglegu lífi manna má fá sæg af sönnunum fyrir því, hve menn taka sér nærri þjáningar annara manna, líkamlegar og sálarlegar. Svo laogt- erum vér komnir, að vór getum ekki unað þjáningum skynlausra skepna. þegar vér berum þetta saman við það algerða tómlæti, sem drotnað ekki að eins með fornþjóðunum, heldur og tiltölulega nýlega, að því er þjáning- ar annara snertir, þá hlýtur oss að þykja mikils um vert. Grikkir og Rómverjar voru frámunalega miskunn- arlausir við alla þá, er þeir töldu sér óíiðkomandi. Og vér getum naumast gert 088 hugmynd um þá hrottalegu eigingirni, er kom fram í meðferðinni jafnvel á þeim, er þeir áttu fyrir að sjá. Altítt var að bera út börn, eins °g áður er á vikið. Fæstir Grikkir báru neina virðingu fyrir aldurhnign- um mönnum. í Aþenuborg sviftu börnin foreldrana þrásinnis fjárforráð- um. Afar-mikil þröngsýni kemur fram jafnvel í göfugustu siðferðiskenn- ingum Grikkja, og fyrir mannúð vott- aði þar aldrei. Enginn má ætla, að sú breyting, sem orðið hefir á mönnum í þessu efni, sé vottur um neina hnignun eða veikluD, sem valdi því, að þeir séu miður hæfir nú en áður til þess að bera byrðar lífsins. því fer svo fjarri, að breytingin er bersýnilegust með þeim þjóðum, sem þróttmestar eru og karlmannlegastar og sækja lífs- baráttuna knálegast. Mest ber á þessari viðkvæmni með þeim þjóðunum, er mestu valdi hafa náð í veröldinni. Og alt bendir á það, að hún standi í nánu sambandi við þær framfarir, sem orðið hafa í öðrum greinum. Stýrimannaskólinn Dagana 18.—23. þ. m. varhið meira stýrimannapróf haldið við skólann* eins og til stóð. Tveir af nemendum skólans gengu undið prófið og stóðust það með góðri einkunn. í prófnefnd við þettapróf voru, auk w

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.