Ísafold - 06.06.1900, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l*/a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslnstofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVII. árg.
Reykjavík miðvikudaginn 6. júní 1900.
35. blað.
Forngripasafnið opið md, mvd. og ld.
11—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl xt—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Lanasbúkasafn opið livern virkau dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spitalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Okeypis augnlækning á spítalannm
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tanniækning i Hafnarstræti lb
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Póstskip Vesta fer á morgun vestur um
land og norður, á helztu hafnir, og til út-
landa; en Laura ld. 9 til Vestfjarða að
eins.
Elegant bréfsefni með _
sorgar-rönd
selur gs
JÓN ÖLAFSSON
Kirkjustræti 6.
SUNNANFARI VHI 3
kom út 1. þ. m. Þar er m y n d af
Sig. heitnum E. Sverrisson sýslumanni
ásamt æfiminning hans; upphaf nvrrar
s ö g u eftir E. H.; Sögur af Bólu-Hjálm-
ari (frh.); mynd af bankahúsinu nýa
og grein um það; m y n d sem heitir
»Telpan sem fylgdi mér upp að Gull-
fossi« (hún ríður í hnakk) og grein um
hana; loks Gaman og alvara (sköpun
konunnar o. fl,).
Sunnanfari kostar 2 kr. 50 a. árg.
•(12 arkir) hér á landi; en 1 dollar í
Ameríku.
Nýir ijárkaupamenn.
Hér eru komnir frá Englandi með
póstskipinu 4. þ. m. nýir fjárkaupa-
menn enskir, menn, sem ætla að taka
upp 8ið þeirra R. Slimons og J. Cog-
hills og kaupa sjálfir af bændum sauði
á fæti fyrir peninga og annað ekki.
Pyrir þeim er Mr. Praser junior frá
■Liverpool, sonur annars aðatmannsins
í verzlunarhúsinu Parker & Fraser í
Liverpool og Birkenhead, sem er einna
stærsta og öflugasta fjárverzlun á
Englandi; hafði leigt t. d. 20gufuskip
til ferða milli Englands og Suðuramer-
íku, Argentina, að sækja þangað fé á
fæti, en varð að hætta því í vor vegna
fjárpestar, sem þar kom upp og olli
aðflutningsbanni til Englands.
Núna er auðvitað ferðinni heitið til
þess að eins, að kynnast hér og und-
irbúa fjárkaup f haust. Ætla svo að
koma afcur á áliðnu sumri og halda
markaði. Ráðgera að borga féð vel,
en vilja ekki hafa annað en sauði, 2
til 4 vetra, — hvorki veturgamalt né
■ær, geldar eða mylkar. Með þeim
verður þá vanur maður fjárkaupum
hér, frá því fyrir 18—20 árum, Alex-
auder Pontou að nafni; hann er og nú í
förinni.
þeir ætla að kaupa dálítið af hest-
um í spmar, en að eins til reynslu,
100 eða svo, með því að þeir hafa
ekkert við hrossaverzlun feugist áður
neinstaðar og þurfa að báa sig betur
undir hana; hafa sem sé hugsað sér
að byrja almennilega á henni að sumri.
|>að er þeir félagar Messrs. Copland
& Berrie í Leith og Ásgeir kaupm.
Sigurðsson í Reykjavík, sem eiga heið-
urinn og þakklætið fyrir að hafa útvegað
þessa menn, þessi langþráðu, m jögmikils-
verðu og bráðnauðsynlegu viðskifti, er
almenningur mun fagna stórum, allir
nema Vidalín og hans nánustu vildar-
vinir, sem óttast munu fyrir það hrun
hins vídalínska alveldis. f>ví það
fylgir sögunni, að hér muni þeir félag-
ar (Z. og V.) ekki láta sér detta í
hug einu sinni að reyna að hafa neitt
tangarhald á þessum mönnum, hvorki
með illu né góðu. f>eir eru þeim
margfaldir of-jarlar og þar með sæmi-
lega sjálfstæðir í verzlunarskoðunum.
f>eir félagar leggja á stað í dag aust-
ur um sveitir ásamt Mr. Copland,
túlk (Ólafi f>. Johnson) og fylgdar-
mönnum. Ráðgera síðan að ferðast
norður um laud, svo langt sem þeim
vinst tfmi til.
Ritsíminn.
Svíar hafa í báðum deildum ríkis-
þing8Íns veitt 144,000 kr. til ritsím-
ans hingað, þ. e. 10,000 franka um
árið í 20 ár, eíns og upp á var stungið.
f>etta er hin fyrsta utanríkisfjárveit-
ing til stuðniugs þessu uauðsynjafyrir-
tæki; og er mikilsum hana vert vegna
þess, að þá er meiri von um, að fleiri
fari á eftir — að önnur ríki, er lík-
lega hafa látið um það, láti verða úr
því að leggja fram sinn skerf.
Fullyrt er og, að engin fyrirstaða
muni verða fyrir því, að stórþingið í
Kristjaníu veiti annað eins og Svíar
hafa gert.
Hvernig banki
má ekki haga sér.
IV.
Að losast við að veita lán.
f>að mun mörgum kunnugt, hve oft
bankinn hefir orðið að beita ýmsum
ráðum, sem bankar uota ella ekki, til
þess að losast við í svipinn að veita
mönnum lán, og til þess að draga úr
mönnumað hafa viðskifti við bankann.
f>að stafar eðlilega einnig af því að
bankann skortir veltufé.
f>að mun t. d. stundum hafa við
borið síðustu árin, að menn hafa, jafn-
vel úr fjarlægum sveitum, gert sér
ferð á fund bankastjórnarinnar, til þess
fá lán, en fengið að eins ádrátt um,
að þeir gætu fengið lánið eftir svo og
svo marga mánuði; þá mundi líklega
vel mega veita þeim úrlausn. Hafa
þeir þá gert sér nýa ferð, eða tekið
sér umboðsmann hér, og við aðra til-
raunina fengið ádrátt um, að fá lánið
eftir enn nokkra mánuði; þá mundi
betur standa á eða jafnvel verður uóg
um peninga.
Slíkt hlýtur að baka þeim, er láns
þarfnast, allmikið óhagræði og tjón.
Tíminn, sem til þessara tilrauna fer'
er tjón, og þá einnig ferðakostnaður
inn. f>á veldur það og ekki síður
tjóni, að verða fyrir því að bregðast
lán hvað eftir annað. En það er eins
og þessi banki 'hirði ekki svo mjög um
það. Eins er að sjá, sem bankinn
haldi, að ádráttur um lán, með ávæn-
ing um, að nóg muni verða úr að
moða á tilteknum tíma, geti ekki tal-
ist loforð. En slíkt er misskilningur.
Bankastjórn verður að meta ádrátt
frá sinni hálfu eins og loforð. Svo
varkár verður hún að vera í þvf sem
hún segir, ef hún vill halda uppi
heiðri sínum og bankans.
f>að er svo sem auðvitað, að ekki
er hægt að áfella bankann fyrir það,
þótt fjármagn hans hrökkvi ekki til
þess að fullnægja þörf lánbeiðanda,
eins og hér hefur staðið á; en sú að-
ferð bankans, að veita mönnum ádrdtt
og jafnvel loforð um lán — eg hef séð
skrifleg loforð bankans, sem ekki voru
efnd — og að láta almenning ekki
vita, að bankinn væri ekki fær um að
veita lán um langan tíma, sem bank-
anum hlaut að vera kunnugt um, og
að gefa mönnum með því tilefni til að
ferðast árangurslaust langar leiðir, vit-
andi það, að þeir yrðu að fara erind-
isleysu, — það var bæði ómannúðlegt
og lýsir hrapallega lítilli virðingu fyr-
fyrir stofnuninni sem landsins eina
banka.
f>etta, að gefa mönnum í skyn, að
nóg fé mundi verða til að tilteknum
tíma liðnum til útlána, sem reynist á
engum rökum bygt, er líkt og þegar
Jón heit. Guðnason var að segja við-
skiftamönnum sínum frá, að nú væri
fimmsigld skip á leiðinni með vörur til
þeirra, skip, sem aldrei sáust og al-
drei höfðu verið leigð.
Eg hirði ekki um að sinni að nefna
fleiri leiðir, er bankinn hefir farið til
þess að komast hjá að veita lán.
V.
Lánin hafa verið veitt af n á ð.
Ekki þarf lengi að blaða í sögu
landsbankans til þess að finna, að Ián-
in hafa verið veitt af náð, og að hann
hefur yfirhöfuð verið opinn fyrir al-
menning af einskærri náð og miskunn-
semi við landslýðinn. f>arf ekki ann-
að en benda á tfma þann, sem hpnk-
inn er opinn og bankastjórann er að
hitta í skrifstofu bankans.
Venjulegur skrifstofutími 3mbættis-
manna í Reykjavík er frá kl. 9—2 og
kl. 4—7, og alt af reglulegur. En
bankastjórinn þarf ekki að vera við-
látinn, samkv. reglugjörð bankans,
hinni endurskoðuðu, nema 1 klukku-
stund á dag; þó eru laun hans 5000
kr. um árið, og hálfan mánuð í einu
af árinu er ekki hægt að hitta hann í
bankanum, því þá er hann lokaðar.
Ef ferðamaður því kemur t. d. kl. 3
síðdegis, verður hann að bfða til næsta
dags kl. 12 til þess að geta náð tali
af bankastjóranum; og verður auðvitað
jafnt að bíða, þótt hann fái ekki áheyrn
í bankanum. Og þurfi bankastjórinn
eða bankaþjónarnir að gera eitthvað
annað, t. d. að vera þingmenn eða
þingskrifarar, þá er svo sem sjálfsagt,
að færa starfstíma bankans eftir því,
og að draga eftir atvikum úr þessari
1 klukkustund, sem venjulega er hægt
að hitta bankastjórann.
Hitt er þó einkenuilegast, að banka-
þjónarnir (t. d. gjaldkerinn) geta farið
burtu úr bankanum á hinum venju-
lega skrifstofutíma, sem almenningi er
kunnur, ef þeir eiga kost á að krækja
sér í nokkrar krónur annarsstaðar, fyr-
ir utan laun sin í bankanum. Virðist
þetta bera vott um furðumikið tóm-
læti um virðingu fyrir hag bankans
eða hagræði viðskiftamanna bankans
og virðingu fyrir þeim, ekki sízt
er þar við bætist, að færslan á starfs-
tíma bankans hefir ekki verið auglýst
fyr en samadaginn og bankinn breytti
starfstímanum, 1. júlí, — rétt eins og
það væri svo sem vitaskuld, að banka-
8tjórinn hlyti að vera þingmaður og
gjaldkerinn hlyti að vera þingskrifari!!
f>á bendir og öll aðferðin við lán-
veitingar á hið sama: að lánin séu
veitt af náð, t. d. það, að bankinntil-
tekur sjálfur, hve mikið lánið skuli
vera, og gjaldfrestinn, og að gildi víx-
illánþega og sjálfskuldar-ábyrgðarlán-
þega og ábyrgðarmanna þeirra var,
alt að þeim tíma, er bankinn flutti
sig í hið nýa hús, vegið og metið í
viðurvist allra þeirra, er staddir voru
í bánkastjórnarstofunni, stnndum 6—
12 manna. Mátti þá oft heyra þess
getið, að sá og sá ætti ekkert til, væri
ráðlaus, skuldunum vafinn, flækturvið
ábyrgðir í bankanum, o. s. frv. Og
var sá dómur bankastjórnarinnar auð-
vitað kominn út um alt að vörmu
spori. Er örðugt að skýra fyrir ís-
lendingum, sem flestir eru myndar-
legri verzlun óvanir, hvert mein ein-
stökum mönnum getur orðið að öðru
eins, og hve hart er tekið á því í
bönkum annara siðaðra þjóða.
f>að er svo sem eðlilegt, að almenh-
ingur taki trúanlegt það, sem banka-
stjórn segir um einhvern mann.
Eg geri alls ekki ráð fyrir, að
bankastjórnin hafi með þessu viljað
vinna mönnum mein, heldur valdi
því ölmusuhugsunarhátturinn. Banka-
stjórnin hefur oftar átt við fólk, sem
fekk lán eins og nokkurs konar ölm-
nsustyrk, heldur en hina, sem komið
gátu með npprétt höfuð inn f bank-
ann, eins og bent er áíl. kaflagrein-
ar þessarar. Og svo mun bankastjórn-
in hafa fundið til þess sjálf, að hér
væri að réttu lagi ekki um neinn
banka að ræða, heldur lítilfjörlega
lánsholu fyrir fátæklinga, sem hlyti að
standa fyrir ntan ströngustu reglur, er
heilbrigð bankastjórn byggist á í öðr-
um löndum. En það sýnir þó meðal
annars, hve skaðlegt er að hafa banka,