Ísafold - 06.06.1900, Page 3
139
Fr» Búuw Og Bretum.
Fréttirnar í síðasta bl. voru svo ný-
legar, að þar er varla neinu við að
bæta með póstakipinu, er fór þó ekki
frá Skotlandi fyr en um mánaðamót-
in. Herinn brezki kominn þá norður
yfir Vaal, megnið af honum, og Jo-
hanniaburg aögð á valdi Breta. þar
að auki hafði verið nýkomið, er Laura
fór frá Leith, annað símskeyti með þá
frétt, að Pretoría, höfuðborgin í Trans-
vaal, hefði einDÍg gefist upp fyrir
Bretum og Kriiger forseti horfinn það-
an, enginn vissi hvert. En varla er
hugsanlegt annað en að það sé skrök-
saga ein,—ein af ótalmörgum, er geng-
ið hafa af ófriði þessum, en eigi þurft
nema dægurs bið til þess, að upp
kæmist. því þar í Pretoríu hefir alt
af staðið til, að Búar verðust til þraut-
ar, enda borgin allvel víggirt.
Morðræðis-sagan sæiiska,
er segir frá í síðasta blaði, er enn
hroðalegri en fyrst fréttist. það voru
4 menn, er binn djöfulóði illræðismað-
ur banaði þegar í stað, en særði aðra
4 til ólífis, að minsta kosti tvísýnt
um líf þeirra, auk 4 annara, er minni
sár höfðu fengið. Lágu líkin og hinir
sáru menn á þilfarinu, er komið var
upp í skipið, Prins Carl, en morðing-
inn þá róinn til lands. þetta var
seint um kveld, 16. f. m., eftir að
dimt var orðið, og hafði morðinginn
elt skipverja og farþega í myrkrinu
með rýting og marghleypu og banað
þeim, erhann komst yfir. Skipstjóra
lagði hann með rýting aftan í bakið,
og skaut síðan til bana, er hann sneri
sér við. Fyrsta morðið framdi hann á
konu einni meðal farþega, skaut hana
til bana með marghleypunni, þar sem
hún var stödd á þilfarinu og átti sér
einkis ills von. Synir hennar 2, pilt-
ar um tvítugt, annar yngri, voru þar
hjá henni og skaut hann á þá báða
og særði stórum, annan til ólífis, að
baldið var. Hanu lokaði sjálfur aðra
farþega og skipverja inni, þar sem
þeir voru staddir; hefir ætlað að bana
þeim á eftir, eitthvað un 30 alls.
Enda kvað sér ilt þykja, að sér hefði
ekki lánast það.
Læknar segja hann óbrjálaðan, þetta
óarga dýr í mannsmynd.
Inflúenza-sóttin
er nú í rénun hér í bænum, enda
búin að tína upp nálega hvern mann;
þó eru 2—3 hús í aðalbænum, sem
hún hefir ekki komið í, segir héraðs-
læknir. Sá hefir átt annríkt undaD-
farnar vikur, og einstök hepni, að hann
hefir ekki sýkst. Gert 60—70 hús-
vitjanir á dag og verið auk þess sótt-
ur öðru hvoru upp í 8veit. Guðm.
Magnússon lækuaskólakennari féll í
valinn heldur bagalega — fótbrotnaði
— rétt áður en sóttin byrjaði hér;
hann er nú á góðum batavegi, en
verður að vera í rúminu þó nokkurar
vikur enn. Hinir læknarnir hér hafa
og forfallast af veikinni.
Milli 50 og 60 veiktust á dag í
bænum, sem héraðslækniriun vissi til,
meðan hæst stóð; það var um aðra
helgi en leið. Fáir liggja meira en 2
3 daga, en verða að halda sig inní
á eftir nokkra daga, ef vel á að fara.
Sumir, sem þeirri reglu hafa óhlýðn-
ast, hafa lagst aftur, og síðan legan
þá miklu lengri og lakari.
Dáið hafa úr veikinni hér í bænum
7—8 alls, eða réttara sagt eftirköstum
hennar, lungnabólgu eða líkum kvill-
um. En auðvitað ekki fyrir endann
séð; því fjöldi manna liggur enn.
Nokkura daga varð að hafa bank-
anu lokaðan eða sama sem lokaðan;
bankamennirnir allir í rúminu í eÍDu.
Slysfai ir.
Hér nærri bænum varð það sviplega
slys fvrir fám dágum, föstud- 1. þ.
mán., að Olafur Sveinar Haukur Bene-
dikttson (sýslumanns Sveinssonar),
bóndi á Vatnsenda, druknaði á reið
upp að Elliðavatni í ál þar rétt hjá
túninu, milli Elliðavatnsins og Hellu-
vatns, sem er tjörn fyrir ofan vatnið
og rensli á milli. Hesturinn með reið-
tygjum fanst samdægurs dauður á floti
í álnum, en maðurinn ekki fyr en í
fyrra dag, með því leðja er mikil í
álnum og vatnsendaDum þar. Olafur
var mjög ódeigurferðamaður og vanur
að ríða á sund hiklaust, hvar sem að
bar; hefir ætlað að stytta sér leið með
því, eDda nákunnugur, með því hann
hafði alist upp á Elliðavat.ni, hjá Sæ-
mundi heitn. Sæmundssyni. Virðist
hesturinn hafa steypst beint á höfuð-
ið undir eins og dýpið tók við, og
stigið í beizlið, en maðurinn fram af
og ef til vill orðið undir hrossinu í
fjörbrotum þess og þá kafnað báðir
þegar f leðjunni. Brotið var beizlis-
mélið í hestinum. Maðurinn var og í
síðri kápu og þungri, alhneptri, og gat
fyrir það orðið örðugt um sundtök, þótt
viðleitni hefði á því — hann var nokk-
uð syndur — og er mælt, að hend-
urnar hafi verið fram réttar, eins og
til sunds, er líkið fanst. Hann ætlaði
að vera við úttekt á Elliðavatni þenn-
an dag, fyrir sína hönd og samarfa
sinna eftír föður þeirra, reið á stað
héðan úr bænum laust eftir hádegi og
kom við í vegamannatjöldum fyrir of-
an Arbæ; það vissu menn síðast til
ferða hans. Að hann hefir búist við
að ríða á sund, má marka á því, að
hnakktösku sína hafði hann skilíð eft-
ir á bakkanum að norðanverðu tóma;
tekið úr henni plöggin, úttektarskjöl,
og stungið í vasa sinn; ætlað sér að
hirða hana aftur þurra í heimleið.
Hann var vaskleikamaður og greindur
vel, sem hann átti ætt til. Kvæntist
í fyrra dóttur þorl. O. Johnsons f.
kaupmanns, Sigríði, og fór að búa á
Vatnsenda; lifir hún mann sinn ásamt
barni þeirra fárra mánaða.
það slys víldi til 25. f. m., í
Vestmanneyum, að stórt lifrarker,
sem veriðvar að flytja, féll ofan á ut-
anbúðarmann, Einar Júnsson að nafni,
og meiddist hann svo, að hann lézt
eftir rúmar tvær stundir.
Strandgufub. Hólar
kapt. Öst-Jakobsen, kom í nótt.
Hafði gengið vel ferðin yfirleitt og
komist á allar hafnir, þar á meðal
Hornafjörð, við illan leik þó, — tafðist
þar heilan dag og lá við strandi. In-
flúenza um garð gengin alstaðar á
hans leið.
Nokkuð af farþegum með.
Frá Vesturheimi
komu 4 Islendingar heim núna með
póstskipinu í orlofsferð til ættingja
sinna og vina, allir frá Winnipeg.
f>að er: Jóhann Bjarnason frá Kot-
bvammi í Húnavatnssýslu; hefir dval-
ið vestra 10 ár. Annar er Jóhann
þorgeirsson frá Akureyri og koDa
hans; hefir verið vestra 18 ár. Loks
Halldóra Tómasdóttir úr Beykjavík,
eftir 12—-14 ára dvöl vestra.
Enskt herskip
er Bellona heitir og er 1,500 smál.
að stærð, kom hingað 3. þ. m., til
strandgæzlu. Skipverjar 175.
Gufuskip Warkworth
kom hingað í nótt frá Cardiff í
Wales með 500 smál. af kolum handa
þessu herskipi. það affermir nokkuð
hér, en hitt á Akureyri.
Ti| landmœiinga
þeirra í Kjósar- og Gullbringusýslu,
er amtmaður hefir auglýst hér í blað-
inu nýlega, komu með póstskipinu 4.
þ. m. 15 menn alls, 4 yfirmenn og 11
aðrir.
Póstskipið Laura,
kapt. Chri.stiansep, kom 4. þ. m.,
degi á undan áíetlan, beint frá Khöfn
og Leitb. Frá Khófn kom kaupm. O-
lafur Olafsson í Keflavík meS frú sinni
og barni, cand. Helgi Pétursson, stúdent-
avnir P>jarni ÞorláksSon, Guöm. Tómas-
son, Magnús Jónsson, Sigfús Eiuarsson
og Valdimar Steffensen. Ennfremur
tannlæknir O. St. Stefánsson og Chr.
Gram verzlunarmaðúr. En frá Leith
þeir Payn og Kichardson laxveiöameun,
og ýmsir enskir feröamenn aörir.
Vendetta.
Eftir
Archibald Claveriug Gunter.
Danella rekur upp glaðlegan hlátur,
hringir bjöllunni og segir við þjónmn,
sem inn kemur : »Færið þér frk. Paoli
nafnspjaldið mitt«.
Danella hefir hinar og aðrar kurt-
eisisvenjur í frammi við ungfrúna, því
að hún krefst þess, enda er hann fús
á að verða við þeim kröfum. því að
hann lætur sér á allan hátt einkar-ant
um mannorð hennar. Til þess að
eignast Marínu vill Mússó Danella alt
til vinna — hvað sem það á að vera.
»Frk. Paoli biður herra greifann að
gera svo vel og koma«, segir þjónninn
og fer með hann að stofudyrunum hjá
Marínu.
Danella nemur staðar við dyrnar.
það liggur við að titringur sé á hon-
um og hann strýkur vasaklútnum um
gagnaugun til þess að þurka af sér
kaldan svitann. Svo kemur gleðibragð
á andlitið á honum af sæluvonum og
hann segir við sjálfan sig með hátíð-
legu brosi: »Loksins ertu þá svona
langt kominn, karlinn!« — og lýkur
svo upp hurðinni, sem ein er nú á
milli hans og hamingju þeirrar, sem
hann hygst eiga í vændum.
þegar Marína les nafn hans á
spjaldinu, hugsar hún með sér: »Hvað
ætli hann taki nú til bragðs?« Hún
þetkir Danellu alt of vel t.il þess að
gera ráð fyrir því, að hann muni
sleppa aðalvon lífs síns, þegar hann
er svo nærri því að hún rætist, án
þess að heya fyrir henni ósleitilega
baráttu eða jafuvel hefna sín grimmi-
lega, ef það bynni að standa í valdi
hans. Vegna þessarar hefndar er
hún hrædd við fjárhaldsmann sinn.
Hann getur sagt Edvin frá eiði þeim,
er hún hafði unnið; hann getur sann-
að, að það var af einberum fláttskap,
en ekki af mannelsku, að hún stund-
aði sjúka menn og særða á egipzka
spítalanum. Hún veit, hverjum aug-
um Gerard lítur á hvers konar svik
og undirferli — og hún verður frá sér
numin af angist og óróleik. En svo
vekur ástin nýan þrótt hjá henni,
gefur henni hugrekki til þess að byggja
einbeittlega út öllum vonum, sem
greifinn kynni að ala í brjósti sér,
og gera að engu fyrirætlanir hans um
að skilja hana frá þeim manni, sem
hún unni hugástum.
þegar Mússó lýkur upp hurðinni,
kemur hún á móti honum og réttir
honum hönd sína; höndin titrar ofur-
lítið, meðan hann er að kyssa hana.
Greifinn tekur til máls með undran í
röddinni:
#Hvaða töframáttur getur sá verið
í spilafögnuðinum, sem valdið hefir
þeirri breytingu, sem á yður erorðin?
þér eruð ekki lengur sú raunamædda
Níóbe, sem eg skildi við í Nizza —
þér eruð orðin Venus Monte Carló I
Sá, sem þolinmæði hefir til þess að
bíða, fær ævinlega vilja sínum fram-
gengt, enda hefi eg nú loksins unnið
8igur. Nú getum við náð í haDn!
Og þar sem það er nú felt og smelt,
þá stendur Marína vonandi við sitt
loforð?* Og hann breiðir faðminn út
á móti henni og vefur hana örmum.
§ Barnekows
Heiðurspening úr gulli í Málmey
1896 og Stokkhólmi 1897.
1. Naftalinsbað (Creolin
samblandað með Naftalíni &
Ilaspolíu)
2. Glycerinbað (Creolín
samblandað með Glycerin og
fleiru)
| eru þau heztu baðlyf til varnar
kláða og öllum óþrifum í sauðfé,
auk þess sem samsetningarnar auka
ullarvöxtinn og gera ullina sterka
og gljáandi. Meðmæli frá lands-
dýralæknum Dr. Schaug og Hylp-
ers, einnig frá fjölda af norskum
og sænskum apotekurum, dýra-
læknum og kunnáttumönnum.
Baðlyfin fást með verksmiðju-
verði hjá:
Th. Thorsteinsson, Reykjavík.
Olafi Arnasyni, Stokkseyri.
A. Riis, ísafirði.
VINDLAR
fást enn með góðu verði
án tollhœkkunar
hundraðið á 4.50—50.00
allir yel ,Sagrede‘
Innan skamms fást
allgóðir stórir vindlar
á 3 kr. hundraðið
fínir vindlar á 6.00 hdr.
vel útbúnir að öllu leyti og geymdir
að minsta kosti */2 ár d þurrum stað,
áður en þeir eru hafðir. til sölu.
H.1 L Tl
Proclama.
M.eö því að bú Tobaíasar Finnboga-
sonar þurrabúðarmanns á Eskifirði hef-
í dag verið tekið til skiftanieðferðar sem
þrotabú eftir kröfu hans sjálfs samkvæmt
lögum 13. apríl 1894, er hór með sam-
kvæmt skiftalögum 12. apríl 1878 og
opnu brófi 4. jan. 1861 skorað á alla
þá, er telia til skuldar hjá nefndum
Tobbíasi, að 1/sa kröfum síuum og
sanna þær fyrir skiftaráðanda SuSur-
Múlasýslu áður en 6 mánuðir eru liðn-
ir frá síSnstu (3.) birtingu þessar inn-
köllunar.
Skrifstofa Suður-Múlasýslu, EskifirSi,
30. maí 1900.
A. V. Tuliníus,
Skiftafundur
í dánarbúi síra Olafs Petersens frá Sval-
barSi, sem andaSist 30. maí 1898, verS-
haldinn á skrifstofu Þingeyarsýslu föstu-
daginn 20. júlí þ. á., kl. 12 á b., og
verður skiftum á búinu þá lokið, ef unt
er.
SkiftaráSandiun í Þingeyarsýslu Húsa-
vík 23. maí 1900.
Steingrímur Jónsson.