Ísafold - 09.06.1900, Blaðsíða 3
143
Druknan.
Enn varð hrapallegt slys hér nær-
lendis, í fyrra kveld: druknuðu 4 menn
af einni fiskiskútu, Guðrúnu, eign
Helga kaupm. Helgasonar, er stödd
var vestur á Sviði nærri enskum botn-
verping, þar sem var á 1 íslenzkur
háseti, og fundu þeir upp á því, skip-
stjórina á Guðrúþu og 4 hásetar, að
róa yfir í botnverpinginn í því skyni
að heimsækja þar þennan Ianda sinn.
En bátnum hvolfdi við skipshliðina
ensku, er þeir félagar voru að ná í
kaðal frá skípinu og mun hafa
fært sig fram eftir kænunni til upp-
göngu. Hvítalogn var, en dálítið öldu-
sog frá skrúfunni, með því að skipið
var að skríða á stað. Einum varð
bjargað, en 4 druknuðu: skipstjórinn
Guðmundur Sigurðsson, nýkvæntur
maður ungur, og bróðir hans Gestur
Si urðsson, er og var kvæntur — ætt-
aðir sunnan úr Garði, og Gestur þar
bólfastur, en hinn hér f Reykjavík.
|>á voru hinir hásetarnir þsir Olafur
Ebcnezerson frá Eyrarbakka og Sig-
urður Sigurðsson frá Bitru i Flóa, ung-
ir menn ókvæntir. jpeirra lík slædd-
ust upp í botnvörpu Englendingsins;
en bræðranna ófundin.
jþótt til lítils muni vera, er jafngott
þó að bent sé við þetta tækifæri sem
önnur því lík á, að hefðu menn þessir
að eins kunnað einföldustu sundtök,
er ekkert líklegra en að þeir væri all-
ir á lífi. jþað er einmitt þegar þann-
ig vaxið slys ber að höndum: að menn
lenda útbyrðis í logni, en nóg mann-
hjálp nærri til bjargar, — það er ein-
mitt þá, sem sundkunnáttan kemur
sérstaklega að góðu haldi, til að halda
sér ofansjávar meðan verið er að
bregða við og bjarga.
Frá ísafirði
fréttist með Skálholti, að þær væri
nú við Djúpið utanvert byrjaður sá
fyrirtaksafli, er ekki eru dæmi til nær
20 ár, ekki síðan 1882, einkum í Bol-
ungaivík; þar fengu sexæringar 6—
8000 á skip á viku af þorskí. Bátar
á ísafirði sumir meira en 100 króna
hlut eftir 1 viku; þótti lítið, ef ekki
10 kr. á dag.
Hvalveiðar Norðmanna mjög rýrar
það sem af er; mega heita hafahreint
brugðist.
Inflúenzasóttin
mun nú vera komin um alt land,
nema ef það er Vestur-Skaftafellssýsla;
hefir síðast tekið suðursýslurnar hinar,
Árness og Rangárvalla, og liggur fólk
þar nú í hrönnum; sömul. hér í nær-
sveitunum og upp um Borgarfjörð og
Mýrar. Skæð er hún ekki yfirleitt
sjálf, en all-langvinn á sumum, með
megnu máttleysi o. s. frv. J>að eru
eftirköstin, sem eru hættuleg, einkum
er hún snýst upp 1 lungnabólgu, sem
töluverð brögð eru farin að verða að
hér í bænum, og mun oftast því að
að keuna, að fólk hirðír ekki um að
fara nógu varlega eða þykir sem það
geti ekki komið því við — megi ekki
vera að því.
Læknisreglan er sú, að vera í rúm-
inu, meðan kennir hitasótiar, en inni,
meðan nokkuð ber á hósta.
iEftii-mæli.
EUn Elísabet Björnsdóttir, prests á
Stokkseyri Jónssonar, prófasts í Húnaþingi
Péturssonar. Móðir sira Björns sál. var
Elísabet Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð,
en kona lians var Solveig Markúsdóttir Sig-
urðssonar prests á Mosfelli. Elin Elísabet sál.
var fædd á Tjörn á Vatnsnesi, en ólst upp
hjá föðurforeldrum sinum og siðan hjá
þeim hjónum Þóiarni prófasti Böðvarssyni
og konu hans Þórunni, er var föðursystir
hennar. Kringum tvítugsaldur dvaldi hún
nokkur ár hjá foreldrum sínum, en hvarf
aftur til fósturforeldranna að Vatnsfirði.
Þar giftist hún 1864 cand. theol. Eyólfi
Jónssyni, sem nú er prestur að Arnesi; var
hún þá ekkja. Hún eignaðist 9 hörn, og
lifa 6 af þeim: Þórarinn Agúst (af fyrra
hjónabandi) gullsmiður, Eyólfur Kolbeins,
prestur á Staðarbakka, Böðvar, i latinu-
skólanum, Jón Björn, gullsmiður á ísafirði,
Þórunn, H. K. Leopoldine, heima hjá föð-
ur sínum; 3' dætur dóu í æsku. Nokkur
hörn fátækra manna ól hún upp skemmri og
lengri tíma. Hún var elskuleg kona og
ástrík móðir. Allir sem kyntnst lienni hlutu
að virða hana og unna henni fyrir hennar
grandvara liferni og um hana mátti segja,
að hún vildi eigi annað en það, sem sam-
vizka hennar sagði henni að væri gott og
rétt. Hún var vel greind og vel að sér,
eftir þvi, sem hún hafði fengið mentun i
æsku. Hún var sérlega hjartagóð og mátti
ekkert aumt sjá, og kennar mesta yndi var
að bæta úr þörf bágstaddra. Um mörg ár
þjáðist hún af þungri veiki, sem varð henni
sá kross, er hún gat naumlega risið undir,
og gat hún því eigi notið hinna góðu
hæfiieika sinna. Það sem hún þráði
mest af öllu, var frelsarinn Jesús Kristur, og
hennar síðustu orð, er skildust, voru: »Eg
vil finna Jesúm«. Hún fæddist 2. sept. 1836
og lézt 13. maí 1900. Hún var jarðsett 29.
maí, og fylgdu henni til grafar allir sókn-
armenn, sem því gátu við komið.
1 forföilum prófasts jarðsöng hana síra
Hans Jónsson á Stað í Steingrímsfirði. (E.)
Dáinn 29. maí þ. á. prófastsekkja Guð-
rún Olafsdóttir, ekkja prófasts síra Svein-
bjarnar Eyólfssonar, prests í Arnesi, á 80.
aidursári. Hún var að mörgu leyti merk
kona. Hún var ekkja 17 ár.
Þ. 12. f. m. andaðist að Berufirði i
Suðurmúlasýslu frú Gudlaug Gísladóttir
(Gríslasonar frá Reykjakoti í Mosfellssveit),
kona síra Benedikts Eyjólfssonar. Hún
var fædd 29. apríl 1864, giftist síra Bene-
dikt árið 1890 og eignaðist með honum
einn son, er lifir móður sína. Frú Guð-
laug heitin var hugljúfi hvers
henni kyntist.
manns, er
f Öllum þeim, sem á einhvern hátt sýndu
mér og hörnutn mínum hluttekningu við frá-
fall minnar elskuðu konu, og heiðruðu út-
för hennar með þvi, að fyigja henni til
grafar, votta eg innilegar þakkir.
Arnesi 31. maí 1900.
Eyólfur .Jónsson.
Fyrir 2 kr.
fæst síðari hluti þessa árgangs af
ísafold
Nýtt! Nýtt! Nýtt!
Olíufarfar
Nordisk Farvefabrik
(N. Willandsen)
heíir tilbúna liti (farfa) mulda í duft og i pappaumbúðum. Þeir eru hinir
endingarbeztu, ódýrustu, drýgstu og hreinlegust. Þarf ekki annað en hræra
þá sundur i fernis. Rýrna ekld, engin ólykt af þeim og engin óhreinindi.
Fást allstaðar. Bredgade 32
Kobenhavn.
H.StSnsen
jee
MARGARINE
eraltid
y Vandaö
ffiiik. dans^
I •
Merkt
,ltcdstc‘
í stað smjörs
í smáum öskjum, sem ekkert kosta,
með 10 og* 20 pundum 1 hverri, hæfi-
legum fyrir heimili. Betra og ódýrra
en annað smiörlíki. Fæst innan
skamms alstaðar.
Ný verzlun á Akranesi.
VERZLUNIN
Verzlunin er nú tekin til starfa í húsum hr. G. P. Ottesens undir forstöðu
hr. ívars Helgasonar og er þar alls konar vara seld lægsta verð gegn borgun
í peningum Og íslenzkum vörum vel verkuðum.
Með »Reykjavík« var sent þangað :
Salt. Kaffi. Export. Kandis. Melis. Púðursykur. Rúgmjöl. Hrísgrjón.
Bankabygg. Overhead. Haframjöl. Kex alls konar. Hveití. Sápa. Marg-
arine. f>akpappi. Lemonade og margt íleira.
Hvergi betra að verzla á Akraaesí.
Hæsta verð gefið í peningum fyrir velverkaðan fisk og sundmaga-
írá i. júlí, um 40 blöð, litið eða ekk-
ert efnisminni og því síður efnisrýrri
en heilir árgangar af öðrum blöðum
innlendum, sem kosta 3—4 kr. Hún
er með öðrum öðrum h e 1 m i n g i
ódýrari en þau yfirleitt, og gefur
þó skilvísum og skuidlausum kaup-
endum sínum, gömlum og nýum,
aukreitis heila sögubók stóra í kaup-
bæti, söguna
VENDETTA,
fyrri hlutann, sem nú er útkominn,
yfir 20 arkir, nú þegar þeim sem
kaupa þennan hér framboðna hálfa
árgang, jafnskjótt sem þeir borgahann,
og þvi næst með sama hætti siðari
hlutann snemma á næsta ári þeim,
sem þá verða kaupendur.
Söfuunarsjóðuriim
er fluttur í Lækjargötu nr. 10 (hús
jþorsteins Tómassouar járnsmiðs).
Verður opinn þar mánud. 11. þ. mán.
kl. 5—6 e. hád. og þá meðal annars
tekið á móci vöxtum.
Sundkensla.
Bæarstjórn útvegar ókeypis sund-
kenslu um hálfan mánuð handa 20
hraustum og nokkuð stálpuðum drengj-
um, sem gengið hafa í barnaskólanu í
vetur og eru orðnir albata af inflúenzu,
hafi þeir fengið hana — orðnir alveg
lausir við hósta. þeir sem þetta boð
vilja nota, finni sem fljótast skólastj.
M. Hansen í barnaskólahúsinu, þeir
sem eigi hafa þegar gert það, og mun
hanu koma þeim á framfæri. Kensl-
una verður að nota stöðugt og dyggi-
lega, mcðan hún stendur; hún er nú
nýbyrjuð og stendur fram undir Jóns-
messu. Sundpróf á eftir.
Reykjavík 8. júní 1900.
Skólanefndin.
Asgeir Sigurðsson.
Smátt te
1 kr. 60 a. pundid
Smátt te, sem br. Bernhard Phil-
ipsen hefir verzlað meS meiia en 20
ár, er síaö úr fí nustu tetegivndum
og fæst nú með sönm fyrirtaksgæðum
hjá Brödr- Berg
Amagertorv 14
Köbenhavn.
Laus kcnnarastaða við barna-
skóla Garðahrepps frá 1. okt. næstk.
Umsóknir séu komnar til undirskrif-
aðs fyrir júlílok.
Görðum 31. maí 1900.
Jens Pálssou.
Landsbókasafnið.
Hér með er skorað á alla þá, er
bækur hafa að láni úr Landsbókasafn-
inu, að skila þeim í safnið 15.—30.
þ. m., samkv. Regl. um afnot Lands-
bókasafnsins 24. apríl 1899, ef þeir
eigi vilja, að bækurnar verði sóttar til
þeirra á kostnað lántakanda. Útlán
hefst aftur mánud. 2. júlí.
7. júní 1900. Hallgr. Melsteð.
Ritstjérar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og
Einar Hjörleifsson.
Isafo! darprentsmiðja.
P
O
a
t>
Ul
OQ
®
1—>•
i-á
W
1—
0Q
a
•-á
O*
U1
00
o
Þ
x
o
•-r-l
P
cr
p
£
£
<
a>
00
a>
o
!*! » 7T g 3 cw (Tj Q* CZl _
x ’-o 53 S 0 B 3 ? 3 —
p 5 B ö 5T1 ft L' a1 C 3 p, (t ö h-H <
F < " 2 O g CfQ ro £ f-< y £ - sen
£- q £ O !N 1—-
£ O* ^ 3 B 1 B w L <
dar vörubirgð- nnars: Laukur. ur, Hrísgrjón. 0
Að öllu forfallalausu fer gufubátur-
inn REYKJAVÍK til Borg-
arness 1. júlí, og kemur við á
Akranesi í báðum leiðum
Reykjavik 5. júní 1900.
B. Gruðmundsson.
an,
selur
til vorprófs, venjuleg stærð
og strykun, þykkan,
góð-
Jón Ólafsson.
Ingólfsstræti 6.