Ísafold - 16.06.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.06.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Keykjavík laugardaginn 16. júní 1900. Kerrinr ut ýmist einn sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnsi;) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l*/a dolk; korgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. I. 0. 0. F. 826159. + +_______________ Forngripasafnid opið md., mvd. og ld. 11—12. Landnbankinn opinn hvern virkan dag kl 2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. LaMxbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Stjórn vor og sölumarkaður. Naumast mun láta fjarri sanni, að það, sem einkum hefir tafið fyrir al- gerðum skilningi þjóðarinnar á stjórn- arbótarmáli voru, sé vanþekkingin á því, hvað stjórn eigi að gera. I því efni er alþýðu manna mikil vorkunn. Hún hefir eðlilega ekki nema mjög ófullkomna nasasjón af stjórnarfari með öðrum þjóðum. Og sjálf hefir hún aldrei átt framkvæmd- areamri stjórn að fagna. Fyrir bragð- ið er henni óljóst, hvað heimta má af stjórn landsins. Af því leiðir aftur, að öll stjórnar- skrárbaráttan verður fyrir sumum ó- ljóst tilfinningamál — mest undir því komið í hugum þeirra, að hafa sem karlmannlegast látbragð, heimta sem mest, sýna mikilmensku sína í því framar öllu öðru, að láta aldrei undan í neinu, bara til að sýnast, sýnast vera garpur en ekki grey. En á aðra hefir þessi vanþekking þau áhrif, að stjórnarbótin verður hé- góminn einber í augum þeirra. f>eim finst alt þrefið um hana markleysa, af því að í raun og veru geri ekkert til, hverjir stjórni oss. Landstjórnin hafi sitt ákveðna verk að vinna og leysi það ávalt svona hér um bil eins af hendi. í mesta lagi kunni hún að vera eitthvað ofurlítið missanngjörn í embættaveitingum og öðru þess kon- ar. Og það geti alþýða manna látið sér liggja í léttu rumi. Urvalið eitt úr alþýðumönnum, greindustu og gætnustu mennirnir, sem af mestri vandvirkni og samvizku- semi íhuga landsmál, áður en þeir kveða upp dóm yfir þeim, gera sér Ijósa grein fyrfr því, hve afarmikið er í húfi, þegar ræða er um góða stjórn eða vonda, framkvæmdarsama eða ó- nýta. því miður hafa svo kölluðu »lærðu« mennirnir hér á landi sjálfsagt yfir- leitt fremur vilt sjónir fyrir mónnum í þessu efni en leiðbeint þeim_ skoðun hefir komist inn hjá þeim _ og síra Arnljótur 6lafsson hefir verið fremstur í flokki að halda henni fram — að landsstjórnin eigi að hafa sem allra-minst afskifti af hagsmunamálum þjóðarinnar og landsmenn eigi að forð- ast að sækja til hennar þær fram- kvæmdir, er aukið geti velgengi þeirra. Hún er frá Englandi komin, þessi kenning—frá auðugustu, framkvæmdar- sömustu og þroskuðustu þjóð verald- arinnar. Sjálfsagt hefir hún átt vel við þar um síðastliðna hálfa öld. En stöðugt verða þeir fleiri og fleiri, jafn- vel á Englandi, sem sannfærast um, að hún hafi nú lifað sitt fegursta og að hún sé nú ekki lengur nærri því eins notasæl eins og að undanförnu. En hvað sem þvi líður, fer því mjög fjarri, að hún hafi nokkurn tíma átt við f fátækinni, einangruninní og vanþekkingunni hér úti á Islandi. Oss íslendingum hefir hún verið og er hún blátt áfram skaðræði. Jafnvel Stuart Mill, einhver helzti postuli kenningarinnar, byggir rök- færslu sína í rnálinu á þroska þjóðar- innar. I hagfræði sinni (Principles of Political Economy) tekur hann ekki dýpra í árinni en það, að sú þjóð sé ekki nema hálfþroskuð og hafi farið á mis við gott uppeldi í mikilsverðum efnum, sem þurfi að leita til stjórnar sinnar með öll sín framfaramál. Á slíkum ummælum verður ekki mikið bygt því máli til sönnuuar, að stjórn vor íslendinga eigi að láta framfaramál vor afskiftalaus, eins og hún hefir svo að kalla ávalt gert. Og sannleikurinn er sá, að engri stjórn helzt slíkt afskiftaleysi uppi, þrátt fyrir allar kenningar í þá átt, sem óneitanlega eru nú líka farnar að fyrnast. Mikið og nýtsamt ritgjörðarefni væri það, að gera vandlega grein fyrir, hvernig stjórnir framfaraþjóðanna í raun og veru haga sór í þessu efni, hvernig þær beita sér f forgöngunni og bindast fyrir velferðarmálum lands og Iýðs. Að þessu sinni er ekki kosturá að fara nákvæmlega út í það efni, enda ætti jafn-víðtækt mál fremur heima á öðrum stað en í fréttablaði. En á eitt atriði má benda undir- búningslaust og í fám orðum — á það afarmikla kapp, sem stjórnirnar í öll- um löndum leggja á það að útvega þeirn þjóðum m a r k a ð, sem þær eru yfir settar. þetta kapp, þessi markaðar-áfergja, er sjálfsagt aðal-einkenni stjórnarstefn- unnar, sem nú er ríkjandi í hinum mentaða heimi. Af hennar rótum er runnin nýlendufíknin, sem stöðugt grefur um sig meira og meira. Af honni stafa, meira en nokkuru öðru, viðsjár með stórþjóðunum. Stjórn vor Islendinga hefir haft full- an svefn fyrir áhyggjum út af mark- aðarvandræðum vorum, þó að þau hafi áreiðanlega staðið mörgum bóndanum fyrir 3vefni. Eins og öllum er kunn- ugt, hefir svo mikið að þeim vand- ræðum kveðið, að bændastéttin um land alt hefir virzt vera að fara á höfuðið. ’Úr iillum áttum, öllum sveit- u n landsins hefir borist sama sagan: að jafnt og þétt sé að ganga af bænd- um yfirleitt. Og jafn-alkunnugt er hitt, að það er skorturinn á þolanleg- um markaði fyrir aðra aðal-tegund íslenzkra afúrða, sem hér er um að kenna öllu öðru fremur. Enda er ekki að kynja, þótt einhverjir örðugleikar hafi stafað af því ástandi, sem verið hefir, þar sem vér höfum ekki að eins átt að stríða við bannið brezka gegn innflutningi sauðfjár, heldur og orðið að sætta oss við það, að öll sauðfjár- og hrossaverzlunin hefir verið í hönd- um eins manns, sem notað hefir vald sitt til þess að láta landsmenn sæta einokun og afarkostum. Ekki er auðvelt að hugsa sér verri stjórn en þá, sem ekki hreyfir hönd né fót til þess að ráða fram úr öðrum eins vandiæðum, jafn-auðsæum voða fyrir þjóðina. f>að nær ekki nokkurri átt aðhalda því fram, að ekki sé til þess ætlandi af stjórn vorri, að hún sinni öðru eins máli og því að útvega vörum vorum markað. Einmitt samskonar verk hafa allar stjórnir með höndum, eins og þegar hefir verið bent á, og leggja raeira að segja mest kapp á það af öllum sínúra störfum. Og hitt væri alveg jafn-fráleitt að segja, að stjórnin hefði hér engu get- að áorkað. Einmitt þessa dagana höf- um vér fengið óræka bending um, hvað stjórnin hefði getað gert, ef hún hefði viljað, þar sem kaupmenn, er ekkert kemur málið við öðrum fram- ur, útvega oss fjárkaupmenn og hrossa, er borga oss í peningum út í hönd — útvega oss með öðrum orðum þá skifta- vini, er oss vanhagaði mest um og stjórn vor hefði átt að vera búin að útvega oss fyrir mörgum árum. Væri ekki stjórn vor jafn-gersamlega framkvæmdalaus og hún vitanlega er, þá hefði alþýða manna sannarlega á- stæða til að setja þetta ótrúlega afskiftaleysi stjórnarinnar af einu helzta velferðarmáli lands og lýðs í samband við þá eldheitu vináttu og nánu samvinnu, sem að undanförnu hefir borið svo mikið á milli skrif- stofuvaldsins og kaupfélagastórmennis- ins. Einokunarvaldi því, sem yfir kaup- félögunum drotnar, hefir vitanlega ver- ið að sama skapi hagur að þessu af- skiftaleysi stjórnarinnar, sem það hefir verið óhagur og bein féfletting fyrir þjóðina. En ef vér höfum hugfast, hvernig stjórn vorri er að öðru leyti farið og hvernig hún hefir reynst yfir- leitt, þá virðist ekki þurfa að leita að rökunum fyrir þessari vanrækslu lengra en til aðgerðaleysisins, sem öllu öðru fremur einkennir hana. f>essi eina vanræksla stjórnarinnar hefir kostað oss ógrynni fjár, varpað óhug og vonleysi yfir landsmenn og rekið marga þeirra til annarar heims- álfu, menn, sem oft og tíðum er stór- mikil eftirsjá í, — eftirsjá fyrir land, sem sárþarfnast margfalt fleiri iðjandi handa en það á kost á. Og svo halda menn að það geri ekk- ert til, hvort vér höfum góða stjórn eða vonda, stjórn, sem vill vera í samvinnu við þjóðina, eða stjórn, sem telur velferðarmál hennar sér óviðkom- andi! Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 88. blað. Fyr má nú vera skammsýni, van- þekking eða skilningsleysi en svo sé! Héraðsdómur í málinu gegn Einari Finnssyni. Hann var upp kveðinn 13. þ. m. og niðurstaðan sú, að kærði var aæmdur í 14 daga einfalt fangelsi, auk máls- kostnaðar, samkv. 259. gr. hegningar- laganna, fyrir að hafa *með því að draga undir sig nokkuð af verkalaun- um Guðmundar Einarssonar misbeitt stöðu sinni til að afla sér ávinnings á sviksamlegan hátt«. Hann hafði talið Guðmundi þessum hærri verkalaun en hann galt honum, og lét mismuninn, 36 kr. 75 a., renna i sinn sjóð; gerð- ist það með þeim hætti, að hann réð til sín mann þennan fyrir umsamið kaup, en lánaði hann síðan í lands- sjóðsvinnuna (vegavinnuj fyrir hærri daglaun en hann galt honum, og hugði sér það leyfilegt. Segir svo í dómnum því til skýringar: »það hef- ir tíðkast allmikið, eftir því sem upp- lýst er, að ýmsir menn hafa ráðið verkamenn til ákærða, ekki að eins vinnumenn sfna, heldur og aðra, sem þeir hafa tekið einungis til að koma þeim í vinnuna; hafa menn þessir tekið til sín vegavinnulaunin, en gold- ið verkamanniuum umsamið kaup, og hirt sjálfir mismuninn. Ákærða var kunnugt um, að slíkar mannaráðning- ar áttu sér stað, enda áleit hann þær leyfilegar, ef verkamönnum væri eigi greidd hærri daglaun en ætla mætti að þeir ynnu fyrir, og hugði jafnvel, að sér væri sjálfum heimilt að ráða verkamenn á þennan hátt fyrir sinn reikning*. Af öllum hinum kærunum var hann » sýknaður. En þær lutu sumar að skjalafölsun, t. d. breytt eftir á dags- verkatölu hjá einum verkmanni úr 58 í 88, og látið óviðkomandi mann skrifa á kaupskrá í kvittunarskyni. Tölu- breytingin fullyrti kærði að stafaði af misritun, þegar ritað var ofan í töl- urnar á kaupskránni eftir á með bleki — þær höfðu fyrst verið ritaðar með blýanti, til þess að eiga hægra með, segir hann, að leiðrétta reikningsvillur, þegar hann gerði upp kaupið við verka- menn, án þess að þurfa að ónýta kaupskrána —; og manninn, sem hann lét skrifa fyrir annan kvittun á skrána, áleit hann sér heimilt eftir atvikum að líta svo á, sem væri hús- bóndi hins. Virðist því ekki, segir dómarinn, næg ástæða til að skoða umgetna aðferð sem skjalafals eða hlutdeild í því. |>á hafði ákærði (E. F.) og talið fleiri dagsverk hjá sumum verkamönn- um en þeir höfðu unnið. En ýmist eru sérstök atvik að því, er gera það ósaknæmt, t. d. að hann breytir ákvæð- isvinnu í daglaunavinnu, eða þá að hann hefir leitt sennileg rök að því, að það hafi orðið af vangá og honurn óafvitandi, enda hins vegar vantalin allmörg dagsverk, þótt borguð hafi verið að fullu, en reikningsfærslan öll ófullkomin. — Kærði hefir áfrýað dómi þessum til yfirréttar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.