Ísafold - 16.06.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.06.1900, Blaðsíða 2
150 Frónskur kappi Var í 19 orustum í fyrra i Filippseyum Hefir ferðast alt í kring um hnöttinn Fyrir fám dögum kom inn á skrif- stofu ísafoldar ungurmaður, hárvexti, vasklegur og gervilegur. Hann kvaðst Jónheita Stefánsson, prests Péturssonar á Desjarmýri (f 1887), og hafa farið til Ameríku fyrir fám árum, én kom aftur í vetur; var rúmlega tvítugur þá, en er nú 27 ára. jpau voru 12 syst- kin, flest í ómegð er faðir þeirra féll frá, og áttu ekki annað athvarf en móð- ur sína, fátæka prestsekkju, Eagnhildi Metúsalemsdóttur, systurdóttur síra Benedikts heit. |>órðarsonar, síðast prests í Selárdal, föður síra Lárusar, sem þar er nú prestur. En því að eins er þessa manns hér getið, að fleíra hefir á daga hans drifið og fátíðara en dæmi eru til um flesta vora landa aðra, — alla þá er nú eru uppi. Hann hefir verið í leiðangri Banda- ríkjamanna til Filippseya og barist þar við eyaskeggja í 19 orustum. Hann lagði á stað á miðju sumri 1898 frá San Francisco í Kalíforníu í landher þeim, er Bandamenn gerðu þá út til eynna að vinna þær og koma þar friði á, eftir að skipaher Banda- manna með forustu Dewey aðmíráls hafði gjöreytt flota Spánverja við Man- ila þá um vorið. En borgin sjálf, Manila, sem er höfuðborg í Filipps- eyum, var þá enn óunnin, en gafst upp fyrir landher Bandamanna og eyaskeggja sjálfra 13. ágúst 1898. Eyaskeggjum stýrði kappinn Aguinaldo, er þeir kusu síðar ríkishöfðingja sinn. f>eir voru þrír landar, er gengu á raála hjá Bandamönnum þá um vor- ið, er ófriðurinn hófst við Spánverja, og sigldu síðan til Filippseya með landher þeirra, 8000 alls, frá San Francisco, sem fyr segir. Hinir 2 hétu og heita Björn Björnsson Gísla- sonar frá Haukstöðum í Vopnafirði, og Sigtryggur Hansson Jónssonar frá Grund í Norðfirði. Björn kallar sig B. Gíslason. Hann var lögnemi við háskólann í Minneapolis; átti þar eft- ir að eins 1 ár, er hann réð sig í herþjónustu; atgervismaður mikill, sem hann á ætt til. Sigtryggur átti heima í Suður-Dakota, og eins Jón Stefánsson; Sigtr. kallar sig S. H. Johnson. Fyrnefnd orusta við Manila 13. á- gúst var hin fyrsta, sem þeir vorn í, félagar. Borgin gafst þegar upp fyrir Bandamönnum. Hafði eigi viljaðgefa upp vörnina fyrir eyaskeggjum, með því að búast mátti við engri vægð af þeirra hálfu, heldur hinu, að þeir rændu borgina og myrtu hinn spænska lýð, yfirvöld og alþýðu. Enda kom það brátt í ljós, að sú hafði veriðfyr- írætlan þeirra. f>eim bar það fyrst í milli við yfirstjórn Bandaríkjaliðs- ins, að þeir vildu ræna borgina eftir sigurinn þennan, en fengu ekki. |>eir áttu náðuga daga eftir það lengi, Bandamenn. Héldu kyrru fyrir í Manila, og fór allvel á með þeim og eyaskeggjum, er höfðu hugsað sér að ganga á hönd Bandamönnum, en snerist hugur fyrir fortölur nokkurra lýðfrelsispostula og vildu verða sjálf- um sér ráðandi. Aguinaldo var því mótfallinn, en fekk ekki við ráðið, enda höfðingi Bandamannahersins, Otis hershöfðingi, óþjáll til samkomu- lags og óorðheldinn. Friður fullgerðist með Bandamönn- um og Spánverjum 6. marz 1899. En fullum mánuði áður höfðu viðskifti Bandamanna og eyaskeggja snúist upp í fullan fjandskap. Sátu eya- skeggjar með ainn her í útvirkjunum umhverfis Manila, er voru 17 að tölu; höfðu varðveitt þau frá því er borgin gafst upp um sumarið. |>að var 6. febr. 1899, er eyaskeggj- ar tóku til að skjóta þaðaD á borg- ina um nóttina, en Bandamenn sner- ust í móti og fengu unöið virkin og stökt hinum á flótta. Jón var í þeirri orustu. Hann hafði verið sendur við anDan mann til njósna um nóttina, er von var áhlaups af hendi eya- skeggja. En er hann kom aftur til sinna manna^undir dögun, hafði sveit hans fært sig um set. Vant var manns til að flytja henni vistir, og Kauðst Jón til þess; vildi ekki verða viðskila sína sveitunga. |>að var háskaför, yfir bersvæði, er blasti við einu virki eyaskeggja. |>ar dundu SKotin yfir. Jón bar allstóran kassa með niðursoðnum matföngum. Honum varð það fyrst fyrir, að hann lagði af sér kassann og gerði sér skjól úr. Hann hafði ekki orðið fyrir skothríð áður. En brátt stoð hann upp aftur, hélt leiðar sinnar með kassann og sakaði hvergi. Barðist síðan í orustu með sínum sveitungum þann dag allan. Nokkurum vikum síðar, 28. marz 1899, var Jón í allskæðri orustu þar sem heitir Marilao, skamt norður frá Manila. f>eir voru 500 alls í liðsdeild þeirri, tvífylki, er Jón Stefánsson átti heima í; hún var 1000 manna upp- hafiega, en fullur helmingur týnst úr lestinni, sumir fallið, en margir orðið sóttdauðir eða lágu veikir af loftslagsviðbrigðum og hita með sótt- hættu þeirri, er honum fylgir. Svo var orusta þessi skæð, að nokk- uð á annað hundrað féll af þeirn 500, en margfalt fleira af eyaskeggjum; þeir höfðu að sögn 3000 vígra manna. Bandamenn áttu yfir litla á að sækja, og höfðu hinir gert sér virki á bakkanum sín megin og hlífðu sér þar. Flokkur einn af liði Bandamanna komst niður í árgljúfrið og læddist eftir því fyrir eudann á virkisgarðin- um. f>eir voru 8 saman, er fyrstir komust fyrir garðsendann og í ná- víg við eyameDn. Jón var einn í þeim litla hóp. Féllu 5 af þessum 8; en Jón stóð uppi ósár við 3. mann. Brátt kom megínsveitin á eftir og brast þá flótti í lið eyaskeggja. Lágu þeir í valnum 700 saman, í stórum kösum. Önnur söguleg orusta, sem Jón var í, stóð 24. maí, lengra norður í landi, þar sem heitir Quinqua. {>ar voru 43 Bandaríkjahermenn um 64 eyaskeggja, er þeir stráfeldu alla, en létu eigi nema 3 af sínu liði, og enginn sár. Eyamenn leyndust bak við skotgarð, er þeir höfðu hlaðið sér, ekki nema 2 álna háan og skotraufalausan; urðu því að gægjast upp fyrir hann, er þeir skyldu skjóta, en þá urðu hiuir þeim skeinubættir. Loks hlupu Bandamenn á garðinn og gerðu bæði að leggja hina með byssustingjum sín- um og rota til bana með byssuskeft- unum. Alls var Jón í 19 orustum, semupp eru taldar í lausnarskírteíni hans úr herþjónustu, dags. 7. ágúst í fyrra, þar 8etn höfuðsmaður hans gefur hon- um þann vitnisburð, að hann hafi leyst af hendi skyldustörf sín sem hermaður dyggilega og vasklega og í hvívetna reynst hinn áreiðanlegasti maður. »Eg tel hann einn' af beztu hermönnunum í vorri sveit og hefi eg kynst honum nákvæmlega í mestu mannraunum. Hann hefir reynst mér karlmenni í víðtækasta skilningi og mér er ánægja að mæla með honum í sérhverja trúnaðarstöðu, er hannkann að leitast við að fá«. Orustur þessar stóðu ýmist meiri * hluta dags eða að eins fáeinar stund- ir, og ýmist úti á víðavangi eða í bæ- um, sem Bandamenn unnu hvern á fætur öðrum. Ýmist akotist á á stuttu færi eða löngu, stundum meira en þriðjuug danskrar mílu eða um 1500 faðma. í návígi barðist sveit Jóns ekki nema þau 2 skifti, er fyr segir, 28. marz og 24. maí. Jpeir höfðu í fyrri orustunni gamlar byssur og úr- eltar, 40—50 ára gamlar, geymdar frá í borgarastyrjöldinni 1861—65, stórar og óþjálar, með löDgum byssustingj- um og gaurslegum, er þeir höfðu fleygt eða týnt marjir. |>eir börðust því mest þá með byssuskeftunum. Um líf eða dauða segir hann fáir hugsi í orustum. Kemur á flesta berserksgangur, einkum í návígi, og vita hvorki í þennau heim né annan; hamast á meðan, en verða mjög mátt- vana á eftir. Fulla klukkustuud segir hann högg- orustuna hafa staðið í öðrum fyr- nefndra bardaga. Eyaskeggjar beidd- ust aldrei griða og var því gengið af þeim dauðum, er til náðist. í orust- unni við Quinqua, þar sem 64 féllu af eyaskeggjum og euginn stóð uppi, voru sumir skotnir áður en höggorusta tókst, en flestir lagðir með byssustingjum eða rotaðir með byssuskeftum; hinir síðustu skotnir á flótta. Aldrei varð Jón sár í þessum orust- um öllum saman. En marbletti seg- ist hann hafa haft marga, eftir byssu- skefti m.m., og finna til sumra þeirra á- verka enn. |>eir eru smáir vexti, eyaskeggjar, meðalhæð 2| alin, og þróttlitlir, en hvatir og fráir á fæti. {>eir eru af Malaya-kyni. |>eir voru óvanir griðum hjá Spán- verjum, en haíði sagt verið hálfu verra af Bandamönnum; báðust því aldrei griða; kusu heldur að falla en lenda í klóm þeirra lifandi og bíða þar verstu pyndinga; slíkar sögur höfðu yfirmenn þéirra sagt þeim, til þess að gera þá öruggari í orustum. Sigtryggur, félagi Jóns, var lengst- an tímann veikur, en þó í fáeinum or- ustum. Sveit sú, er Björa varí, barð- ist sjaldnar miklu; en þó var hann og í nokkurum orustum. Nesti liðsmanna í sjálfri herförinni, eftir að lagt var á stað frá Manila, var skonrok og niðursotið kjöt; annað ekki, nema kaffi, er þeir gátu örsjald- an komið viðað hita sér.með því að þeir voru á hergöngu allan daginn, en máttu ekki kveikja eld, er dimt var orðið; þurftu að leynast sem mest fyrir fjandmönnum sínum. þetta áttu þeir við að búa fulla 5 mánuði, en urðu að þreyta göngu dag hvern með 3 fjórðunga bagga, — nesti og vopn — um tómar vegleysur, ýmist í logandi sólarhita eða steypiregni og því oftast gagndrepa ýmist af svita eða rignÍDgu. Hlífarföt engin og aldrei skýli yfir höfði nótt né dag. jþetta stóðustekki til lengdar nema fáein hraustmenni. Jafnlendi víðast yfir að fara, hrís- grjóna-ekrur, er eyaskeggjar hleyptu á vatni stundum til að hefta för fjand- manna sinna, og urðu þeif að vaða langar leiðir upp í hné. Sumstaðar hrískjarr, mjög ógreitt. |>eir Jón og hans sveitungar gengu einu sinni 15 mílur enskar dag eftir dag 3 daga í röð. {>eir höfðu verið 36 saman áður, en ekki nema 17 eftir að kveldi hins 3. dags. Svo urðu og sömu mennirnir að standa á verði 3 nætur í viku. {>eir voru 83 upphaflega, sveitungar Jóns, en við 11. mann kom hann aftur til Manilla að leiðangrinum loknum, og voru einir 4 alls þeirra, er aldrei hafði bilað; hinir 7 höfðu fatlast og náð sér aftur. |>eir voru ráðnir til 2 ára, sjálf- boðarnir amerísku, eða þar til er ófriðin- um lyki. »Við Spánverja«, sögðu þeir, og kröfðust heimfararleyfis þegar eftir friðarsáttmálann við þá 6. marz; en fengu ekki, með því að hershöfðinginn, Otis, laug því að stjórniuni í Wash- ington, að sjálfboðaliðar vildu ólmir vera lengur í hernum f Filippseyum. Loks komust svik hans upp, og fengu þá sjálíboðaliðar loks heimfararleyfi, í byrjun ágústm. í fyrra sumar; en Otis vikið frá herstjórn nokkuru síðar. Jón var 3 mánuðina síðustu (maí— júní— júlí 1899) settur þriðji yfirmaður sinnar sveítar eða second-lautinant. Hlaut þann frama fyrir vasklega fram- göngu, og það annað, að hann var vel vanur reikningsmensku. }pá hafði hann 35 dollara um mánuðinn, auk fæðis, en áður 15. Eftir það sneru þeir heimleiðis, hann og aðrir sjálfboðaliðar, þar á meðal landar hans báðir. f>eir fóru með einu herflutningaskipi stjórnarinn- ar. jpað kom við í Nagasaki í Japan. þar skildi Jón við skipið, með því hann ætlaði ekki til Bandaríkja aftur, heldur hingað til íslands; en landar hans héldu áfram með stjórnarskipinu. Frá Nagasaki fekk Jón sér far til Shanghai í Kína. f>aðan fór hann sem leið liggur sjóveg til Madras á Vestur Indlandi; kom við í Canton og Hongkong og viðar. f>á ók hann á járnbraut um þvert Indland til Bom- bay og hélt þaðan vestur Indlandshaf og um Eauðahaf, Suez-skurð og Mið- jarðarhaf alla leið til Englands, þátil Noregs (Kristjaníu) og loks til Khafn- ar; tók sér þar far með Agli til Aust- fjarða, og kom til Seyðisfjarðar 19. des. í vetur. Dvaldist síðan hjá fólki sínu eystra til vors og kom hingað um daginn með Hólum. Erindið hingað er að leita fyrir sér um atvinnu við verzlun. Hann hefir stundað nám í verzlunarskóla í Dakota 2 ár, og verið þar síðan bókhaldari hjá stórkaupmanni einum, þar til er hanu gekk í herþjÓDustu. Varla getur yfirlætisminni mann en þennan íslenzka herraann, svo vaskur sem hann er og vel að sér ger. Fer því mjög fjarri, að hann geri mikið úr fraragöngu sinni; liggur við að hann vilji sem fæst orð hafa um hermensku sína. Hann á til vaskra aö telja. Faðir hans var mesta karlmenni og fimur að því skapi. Svo var og föð- urbróðir hans á yngri árum, Björn Pétursson, síðast Unitara-kennimaður í Winnipeg. Sjálfstæði og stefnufesta „I»jóðólfs“-ritst,jórans. Á áliðnum vetri 1898—99 kom hr. Páll J. Torfason hingað tíl lands með utnboð frá forgöngumönnum hlutafé- lagsbanka-fyrirtækÍ8Íns (Arntzeu og Warburg) til þess að skýra fyrir mönnum hér hugmynd þá, er fyrir þeim vakti um etofnun banka hér á landi, og afla málinu fylgis, ef þess væri kostur. Hugmynd þessi var í fyrstu allólík frumvarpi því, er báðar deildir alþing- is tjáðu sig meðmæltar á síðasta þingi. Allar þær ráðstafanir, er alþingi hug- kvæmdist til þess að tryggja lands- sjóði hag af bankanum og íslending- um umráð yfir honum, vantaði ger- samlega. Og auk þess ætluðust for- göngumennirnir þá til þess, að lagt yrði með lögum veðband á allar jarð- ir í landinu og jarðeigendur á þanu hátt lögskyldaðir til að gerast hlut- hafar í bankanum. Áform þeirra var þannig ekki sem aðgengilegast í upphafi — að minsta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.