Ísafold - 23.06.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.06.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD TJppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstræti 8. Reykjavík iaugardagmn 23. júní 1900. 40. blað. Kemur ut ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan jnli (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. I. 0. 0. F. 826299.___________________ Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl —2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag y. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækniug á spitalanum fyrsta og þriðja ' þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Gabbið. Bitt með skringilegri dæmum þess stjórnarfars, sem vér eigum við að búa, er afdrif laganna frá síðasta þingí um viðauka við lög um bann gegn botnvörpuveiðum, er kváðu svo á, að 50—1000 króna sektum skyldi varða fyrir hérlenda menn að leiðbeina botn- verpingum við veiðar í landhelgi, vísa á mið eða liðsinna þeim á annan hátt við slíkar veiðar, eða hjálpa þeim til að komast undan hegningu, og að sömu hegningu skyldi varða að hafa nokkur verzlunarmök við útlenda botnverpinga utan löggiltra hafna eða dvelja að nauðsynjalausu í skipum þeirra. |>að gekk alls ekki stríðlaust að fá þingið til að samþykkja þessi laga- fyrirmæli. Mörgum þingmönnum hraus hugur við að banna öll verzlunarmök við botnverpinga jafnt utan landhelgi sem innan hennar, með því að sumir landsmenn hefðu stórhagnað af þeim viðskiftum. Og óhætt er að fullyrða, að alt þingið leit á þessa lög sem neyðarúrræði og samþykti þau hálf- nauðugt. En það gerði það samt — fyrir til- mæli tveggja æðstu valdsmanna lands- ins, stjórnarfulltrúans sjálfs, lands- höfðingja og amtmannsins sunnan og vestan. f>eir töldu brýnustu nauðsyn á þess- um lögum frá landsstjórnarinnar sjón- armiði. Töldu alls eigi unt að öðrum kosti að forðast sýkingarhættu þá, er af botnverpingum stafar, né að koma fram áóyrgð á hendur hérlendum botn- verpingavinum, er vísuðu þeim á fiski- mið innan landhelgi og hefðu annan ó- löglegan ósóma í frammi, né heldur að firra þjóðina því þunga ámæli, er hún hefði orðið fyrir í öðrum löndum fyrir allsendis ósæmilega samvinnu við botnverpinga, ámæli, sem kynni að geta valdið því, að vér yrðum sviftir þeirri vernd gegn yfirgangsseggjunum, er vér nú njótum af ríkisins hálfu. Af þessum og þvílíkum fortölum lét þingið sannfærast. f>vf þótti eðlilega viðurhlutamikið að neita landstjórn- inni um það færi, sem hún taldi sig vanta, á því að geta beitt sér til fulls í þessu mikilsverða máli. En svo reynist þetta gabb alt sam- an frá upphafi til enda! f>egar til kemur, reynist stjórn vor í Kaupmannanöfn ófáanleg til að stað- festa þessi lagafyrirmæli, sem fulltrúi hennar hér á landi, ásamt amtmanni, leggur svo eindregið kapp á að fá al- þingi til að samþykkja. f>ví að vér göngum að því vísu, að héðan af geti ekki verið von á þessum lögum frá stjórninni. Fyr mætti nú vera slæpingsháttur en að ætla sér að fá staðfesting konungs á þessum lög- um, en hafa ekki enn haft myndar- skap í sér til þess að koma því í framkvæmd. Aldrei hafa þessi verzlunarmök, sem stjórnarvöldin hér vildu fyrir hvern mun koma fyrir kattarnef, ver- ið rekin jafn-ósleitilega og á þessu vori. Hver veit hvað margir hér um bil hættir að hugsa til að bjarga sér á annan hátt en með sníkjum á botn- verpinga, langdvalir íslendinga f botn- vörpuskipum margfalt tíðari en áður og vináttan við botnverpinga yfirleitt snöggum mun almennari, án þess nokkur geri minstu tilraun til að leyna henni lengur. Óhugsandi virðist oss, að stjórnin sé að bíða eftir því, að þessi vinátta verði sem rótgrónust og ætli svo að slíta samvinnu- og trygðaböndin eftir á. Hins miklu fremur til getandi, að Btaðfestingarsynjan sé fullráðin, þó að íslenzka skrifstofuvaldinu í Kaup- mannahöfn hafi enn orðið ofvaxið að koma vitneskju um það hingað til lands. Bn dáindis-gott sýnishorn er þetta af stjórnarfari voru, eins og áður er á vikið. J>að er ekki ólagleg samvinna milli stjórnar og þings, þetta. Pulltrúi stjórnarinnar fær með kappi og eftir- gangsmunum þingið til að láta að orð- um sínum. Og svo reynist öll hans fyrirhöfn og eftirlátssemi þingsins hé- gómi og gabb, þegar til stjórnarinnar sjálírar kemur. Hvernig á hneykslið og andhælisskapurinn að komast lengra? Ekki er furða, þótt meira en lítill vafi leiki á um staðfesting þeirra laga, er stjórnarfulltrúinn lætur mikið til hlutlaus á þinginu, þegar lög þau, er hann gerir að kappsmáli, fá ekki betri útreið en þetta. Ætla mætti, að löggjafarþing, er gæta vill sóma síns og ekki er harð- ánægt með að láta fara með sig eins óg gólftuskur, vildi nú ekkert láta ó- gert, er í þess valdi stendur, til þess að afstýra því, að slíkt stjórnarfyrir- komulag haldist til langframa. þá ættu og úrslit þessa máls að vera nokkurn veginn nægileg bending fyrir þá menn, er gera sér í hugar- lund, að æðstu embættÍBmenn hér á landi hafi með höndum eitthvert til komumikið vald, sem heill og heiður þjóðar vorrar sé undir kominn að ekki verði rýrt. Fróðlegt væri að vita, hvernig stjórn vor ætti að fara að því að sýna þeim öllu meiri lítilsvirðing en hún hefir nú gert, eða gefa í skyn ótvíræðara, að löggjafarþing vort þurfi ekkert mark að taka á tillögum þeirra um landstjórnarmál. Og þó væri það sök sér, ef það væri nú réttur yfirmaður þeirra, ráðgjafinn, sem léki þá svona grátt. Bn allir vita, að því er síður en ekki svo far- ið. þ>að eru gersamlega ábyrgðarlaus- ir embættismenn inni í klefurh íslenzku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, sem ráðið hafa úrslitum þessa máls — eins og þeir ráða úrslitum allrar lög- gjafarinnar íslenzku og í einu orði úr- slitum allra þeirra íslenzkra mála, sem út fyrir pollinn fara. Nei — sé æðstu embættismönnun- um hér á landi ant um veg og virð- ing embætta sinna — sem vér ekki efumst um—, þá mættu þeir vera meira en í meðallagi skyni skropnir, ef þeim væri jafnframt ant umað halda óbreyttri þessari fslenzku stjórnarfars-afmán, sem alt af við og við varpar hlægileg- um óvirðingarblæ yfir stöðu sjálfra þeirra, jafnframt því sem það er þjóð- inni í heild sinni til ómetanlegs tjóns og öllum hlutaðeigendum til skammar. Afturhaldsmálgagnið Og hlutafélagsbankinn. Merkismaður einn upp í sveit ritar kunningja sínum hér sem nú segir: »Bf eg hitti jpjóðólfs-manninn í tómi, mundi eg ekki geta stilt mig um, að ávarpa hann eitthvað á þessa leið: Hin ungæðislegu mótmæli blaðs þíns gegn hlutafélagsbankamálinu, öfg- arnar, beitingarnar, rógburðurinn o. s. frv. hafa betur en heilar bækur af rökum og ástæðum fært hverju skynj- andi mannsbarni á íslandi heim sanninn um, að sé ekki hægt að finna aðrar ástæður móti málinu en þar eru fram bornar og hver óvalinn fjósamaður finnur að brekja sig sjálf- ar, þá er ekki skynsamlegum mótmæl- um eða rökum til að dreifa gegn fram- gangi máls þess. Og fyrir þetta áttu þakkir skilið. Hver hinna blaðamannanna mundi hafa viljað leggja álit sitt og blaðs síns í hættu á sama hátt og þú? Hver þeirra mundi hafa viljað leika púkann í hrútshorninu eða hafa gert það eins vel og þú? Enginn. Bn nú er píslarvætti þitt í þetta sinn á enda. Nú er þér óhætt að fara úr fíflshamnum. Málefnið þarfn- ast ekkí mótmæla þinna framar. Hvert mannsbarn á íslandi veit nú, að ekki er verið að svíkja atvinnuvegi Islands undir útlent auðvald, Gyð- ingafélög og önnur þess konar Kata- nes-dýr. Nei. J>að eru íslenzkir bændur og aðrir atvinnuveitendur, er vilja taka stjórn fjármála íslands, sem nú eru í ólagi, úr höndum ofboð-lítillar embætt- ismanna-samkundu og færa hana í hendur sjálfra sín og alþingis. Taka f jármála stjórn og framkvæmd frá mönn- um, sem fyr eða síðar sjá það, að þeir faðma ský, þar sem þeir halda dauðahaldi í ástand það, er nú eigum vér við að búa. Fá fjármálin í hend- ur þeim, er framkvæmdir þurfa að hafa til þess að nægt fé sé til í lands- sjóði til þess að launa þeim embætt- ismöunum sómasamlega, er sýna, að þeir vita, að jafnvel þótt þeir hafi þegið embætti sín af útlendri náð, þá eru það íslenzkir bændur og atvinnu- veitendur, sem verða að afla launa handa þeim, og að það borgar sig bezt, að greiða fyrir þeim afla. Árásir blaðs þíns á málefni þetta og menn þá, er því fylgja, er því ó- þarfa-píslarvætti héðan af. það er að hlaða á herðar því enn meiri firn- um af spéhlátri og fyrirlitningu. |>etta málefni vinnur fullan sigur, þótt þú leggir ekki meira í sölurnar en komið er, — fórnir ekki alveg fyrir það þeirri litlu líftóru, sem eftir er í -gagninu þínu. Heilsaðu því sameiginlegum kunn- ingja okkar, þessum, sem andað hefir þér í brjóst fjármálaviti því, er blað þitt hefir að bjóða og fært það í let- nr með þér, og sting þú duglegum »konjakkara« í háls honum, svo að hann þagni og fari sér ekki að voða lengur með túlanum á sér*. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af »Social Evolution« eftir Ben. Kidd. VIII. Svo miklar hafa breytingarnar orð- ið á Englandi á sfðari tímum, að fram- faraflokkurinn þar er að komast í vandræði. Hann er sem sé búinn að fá flestu því framgengt, sem hann hef- ir barist fyrir. Á þessari öld hefir t. d. stjórnfrelsið verið aukið hvað eftir annað, svo að nú hafa svo að kalla allir fullorðnir karlmenn kosningarrétt. Iðnaður og verzlun hafa verið leyst úr læðingi löggjafar, sem var til stór- hagnaðar fyrir æðri stéttirnar, en fé- fletting fyrir alþýðu manna. Vald æðri stéttanna og auðmanna hafa menn yf- irleitt reynt að takmarka sem mest. Kosningarrétturinn má heita að sé ekki fremur í þeirra höndum en fá- tækustu alþýðumanna. Allir eiga nú aðgang að embættum ríkisins, og ráð- vendni, sem ekki átti sér stað áður, á sér nú stað í stjórnarmálum af öllu tægi.' Kosningafrelsið hefir verið trygt með lögum um leynilegar kosningar og hörðum lagaákvæðum gegn mútum. Loks hefir verið gefinn út fjöldi af skólalögum með því markmiði að gera hvern borgaia færan um að skilja og meta réttindi sín í frjálsu þjóðfélagi. þessum réttarbótum, auk margra annara, hefir frjálslyndi flokkurinn fengið framgengt. Bn jafnframt því að vinna að þeim, hefir flokkurinn á síðari helming þessarar aldar játað þá trú í stjórnmálum, að stjórnin eigi að hafa sem minst afskifti af þjóðfélaginu, heldur gefa einstaklingunum sem mest svigrúm til þess að nota hin eðlilegu öfl, sem í þjóðfélaginu ríkja sér til hagnaðar — eða þá tjóns, ef svo vill verkast. En það er bersýnilegt, að eftir þess- ari kenningu verður ekki lengur unt að fara. Ný og örðug vandamál, sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.