Ísafold


Ísafold - 30.06.1900, Qupperneq 1

Ísafold - 30.06.1900, Qupperneq 1
ISAFOLD. Reykjavík laugardaginn 30. júní 1900. Kemur út ýrnist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 ‘/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXVII. árg. íl. 0. 0. F. 827139. Forngripasafnið opið md,, mvd. og ld. 11—12. LancLsbankinn opinn hvern virkan dag kl D — 2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag fcl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. Og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Alþingiskosninga-horfur. i. Búast tná við í haust snarpari þingkosningahríð hér á landi en dæmi .eru til áður, með stjórnarbótarmönn- um og stjórnarbótarfjöndum, fram- faramönnum og afturhalds, þjóðstjórn- arsinnum og skrifstofuvaldsliðum. Löngu tekið til að búa leiðangur- inn í mörgum kjöidæmum landsins, ef ekki flestum; en mislangt komið. Hér munum vér rekja lauslega, livað þeim búnaði líður, það er vér vit- iim frekast. Einhversstaðar verður að byrja, og því þá ekki á höfuðstaðnum? þótt amátt sé þar tíðinda að svo stöddu 1 þeirri grein. Helzt er svo að sjá, sem það kjördæmi hugsi ekki til að skifta. um þingmann. Yfirdómari Jón Jens- son hefir og yfirleitt engum vonum brugðist. Hann hefir reynst mjög sjálfstæður og óhvikull, einarður og trúlyndur, mikilsmetinn í hóp þing- manna fyrir glöggskygni, óhlutdrægni og áreiðanleik. Stjórnarbótarmaður er hann og einbeittur og fölskvalaus. Kjósar- og Gullbringusýsla virðisc einnig vera og má vera vel ánægð með sína þingmenn. þeir eru báðir góðir hæfileikamenn, þeir Jón pórarinsson skólastjóri og pórður J. Thoroddsen héraðslæknir, framfaramenn einlægir og stjórnarbótarmenn, einbeittir stuðn- ingsmenn höfuðvelferðarmála landsins, sem nú eru á dagskrá. Heyrst hefir bregða þyt fyrir gegn öðrum þeirra, J. p., út af afskiftum hans af einu máli í fyrra, botnvörpubannsfrumvarp- inu, sem ekki hefir hlotið staðfestingu. En væri nokkur átylla til þess, og bón þá að eins frá mjög þröngu sjónarmiði og skammsýnu, þá getur hún alls ekki átt við almenning, held- ur hina örfáu stórgróða-botnverpinga- vini hér. Borgfirðingar hafa átt mikilhæfan mann á þingi, þar sem er síra pór- hallur Bjarnarson lektor, forseti neðri deildar á síðustu þingum, enda er svo að heyra á hverjum málsmetandi manni þaðan, að þeim sé mjög fjarri skapi að skifta um. En kvisast hefir þó um einhvern pukurs-undirróður þar til stuðnings öðru þingmannsefni, sem víst er um að aldrei kemst þangað með tærnar, sem síra þórh. hefir hælana, hvort heldur er í þingmannskostum eða öðrum skilyrðum fyrir að vera nýtur maður í þjóðfélaginu, og hvort heldur miðað er við undanfarna reynslu eða líkur eftirleiðis. Mýramenn hafa nú mist fyrri þing- mann sinn af landi burt, en eiga kost á í hans stað manni, sem fyrir vits- muna sakir og mannkosta á almenn- ingshylli að fagna og er mjög mikils metinn. Hefir og setið á þingi áður, fyrir löngu nokkuð, og reynst mætavel þar sem annarsstaðar, er hann hefir átt um almenningsmál að fjalla. það er Magnús prófastur Andrósson á Gils- bakka. Hann er maður fremur ófram- færinn og mjög yfirlætislaus, og hefir því verið seinn til að láta uppi, að hann gæfi kost á sér. En frá þvf er það var uppskátt orðið, í vor, heyrist enginn héraðsmanna að kalla lúka upp munni öðru vísi en að það sé mikið happ og ánægjuefni, að eiga kost á honum á þing. Stjórnarbótarmaður er hann og eindreginn, og áhugamaður mikill um velferðarmál landsins. Snæfellingar hafa býsna-alment hug á Einari ritstjóra Hjörleifssyni, enda mun hann gefa þeim kost á sér. f>að er hvorttveggja, að þetta blað er löglega afsakað frá að leggja þing- mannskosti hans á metaskálar, enda mundi það allsendis óþarft við lesend- ur þess; þeir hafa nokkurn veginn nóg kynni af honum til þess. — f>ar sæk- ir kappsamlega í móti af afturhalds- liðsins hálfu sjálft yfirvald héraðsbúa, sýslumaður Lárus H. Bjarnason, sem er eigi einungis gallharður stjórnar- bótarfjandmaður, heldur og andvígur öllum höfuðframförum þjóðarinnar, þeim er nú eru á dagskrá. Dalamenn eru, að því er vér höfum sannfrétt, yfirleitt á því að endur- kjósa sinn þingmann, síra Jens Páls- son, sem er sízt misráðið, eins og tek- ið hefir verið fram hér í blaðinu eigi alls fyrir löngu. Síðast kepti sýslu- maður B. Bjarnarson við hann um þingmensku, og segja sumir hann munu hafa það í huga enn, en aðrir bera á móti. Hann er raunar góðvildarmað- ur og áhugasamur um framfaramál landsins, en er þó stjórnarbótinni and- vígur og skortir þingmannshæfileika á við síra Jens. Væri því vanhyggja að veita honum kosningafylgi. Barðstrendingum mun fjarri skapi að skifta um þingmann. þeir mundu og eigi grípa fljótt niður á jafn-nýt- um fulltrúa og sæmilegum í alla Rtaði sem Sigurður prófastur Jensson er. Hann er hygginn framfaramaður, ein- dreginn stjórnarbótarvinur, fastráður og trúlyndur. Kvis um einhverja um- leitun í öðrum presti þar í sýslu, bene- dizkum í anda eða þingeyskum, mun vera mjög átyllulítið, Iíklegast bæði frá hans hlið og kjósenda. ísfirðingar mun mega gera sér ör- ugga von um að endurkjósi sína fyrri þingmenn báða, þá Skúla Thoroddsen og síra Sigurð Stefánsson, sem báðir eru einbeittir, atkvæðamiklir stjórnar- bótarmenn og sjá mundi bagalega skarð fyrir skildi, ef afturhaldsliðinu tækist að ríða þá ofan eða annanhvorn þeirra. Er og eigi búist við neinni samkepni við þá um þingmensku, nema ef vera skyldi af hendi sýslumanns, H. Haf- stein, sem er bæði vel þokkað yfir- vald og atgervismaður, en óhætt að telja í skrifstofuvaldsliðinu og stjórn- arbót andvígan. Strandamenn munu ekki eiga á neinum kosc innan héraðs öðrum en sínum fyrra þingmanni Guðjóni búfr. Guðlaugssyni á Ljúfustöðum, sem hef- ir að ýmsu leyti dágóða þingmanns- hæfileika, en mikið mein er um að vilst hefir í afturhaldsflokkinn á síð- ustu þingum. Stjórnarbótarvinir í Húnavatnssýslu munu vera einráðnir að endurkjósa Björn Sig'usson á Kornsá, sem reynst hefir greinagóður alúðarmaður við þingstörf, hollráður og fastráður, og dável máli farinn. Annað þingmanns- efni þeirra er, að því er vér höfunj sannfrétt, Jósef bóndi Jónsson á Mel- um í Hrútafirði, skýrleiksmaður mik- ill og vel að sér, óhvikull og einarður, sem hann á ætt til. |>orIeifur Jóns- son getur því miður ekki sint þing- mensku lengur, vegna stöðu sinnar; var ella mjög líklegur til endurkosn- ingar. Hinn flokkurinn hefir tekið í mál 2 embættismenn innanhéraðs, en líkar sjálfum hvorugur meira en svo vel. Skagfirðingar halda vafalaust trygð við Ölaf Briem, og eru ósviknir af. Jón Jakobsson er mælt að afhuga muni þingmeusku, og munu framfara- menn í því héraði hafa býsna-alment augastað á Stefáni kennara Stefánssyni á Möðruvöllum, sem þar er upprunn- inn og er mesti skýrleiksmaður, búhöld- ur góður, fjörmaður og atorkumaður, einbeittur áhugamaður og mætavel máli farinn; mundi sjálfsagt verða at- kvæðaþingmaður. Eyfirðingar berahið sama auðmjúka og óbifanlega trúnaðartraust sem áð- ur til yfirvalds síns, Elemenz Jóns- sonar, sem mesta yfirburðamanns á þingmannabekk og þeim samróma í hallelúja-ópum fyrir benedizkunni eða öðru viðlíka nátt-trölli. Um hitt sæt- ið fyrir það kjördæmi sækja ekki færri en 5 eða 6, tómir innanhéraðshöfð- ingjar og allir bergmálandi sömu trú- arjátning, ramma skrifstofuvaldsheiðni, jafnt embættismenn sem almúgamenn. Af þingeyingum fara litlar sögur, umfram þá af Húsavíkurfundinum sæla. Hitt er kunnugt, að hvergi Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðsiustofa blaðsins er Austurstrœti 8. 42. blað. haldast þau fastar í hendur, lands- málastórveldin tvö, skrifstofuvaldið og kaupfélagsvaldið, að minsta kosti í suðursýslunni; og má ganga að því vísu, að kosningar fari þar alveg eftir þeirra höfði. Um Múlasýslur óráðið enn að mestu. |>að eitt talið víst, að Jón frá Sleðbrjót verður eigi lengurí kjöri, sakir heilsubrescs. Jón frá Múla, sem þar er nú orðinn héraðsmaður, mælt að láti svo sem hann sé afhuga þing- mensku; en því trúa menn laust, og þykir hitt líklegra, að hér liggi undir steini vídalínskt kænskubragð, til að af- stýra andróðri, og sé áformið að Iáta þann þjóðkunna fylgiliða kaupfélaga- höfðingjans vinda sér í síðustu for- vöðum yfir kjósendur í norðursýslunni eins og valur yfir rjúpu og hremma þá í einu viðbragði. Lítill hugur yfir- leitt á þeim Guttormi og síra Einari í Kirkjubæ, hinum nafntogaða flutn- ingsmanni landhelgisleigufrumvarpsins alræmda (vídalínska) frá síðasta þingi. Frá Sunnmýlingum hálfbúist við að sögn áskorun til síra Sigurðar próf. Gunnarssonar til þingmenskufram- halds; en meira vita menneigi. Au8tur-Skaftfellingum kvað hafa mis- líkað eitthvað við sinn þingmann síð- ast, Jón próf. Jónsson í Stafafelli, eitt- hvert innanhéraðsmál, sem raunar virðist sæmilega útlátalaust fyrir hann að slaka það til með, að það sundur- þykkjuefni hverfi. Að öðru leyti hafa þeir enn sem fyr maklegt traust á hon- um. Hitt er og víst, að varla má þar nokkur kjósandi heyra nefnda til þingfarar nema stjórnarbótarvini og framfaramenn. Vestur-Skaftfellingar eru svo hepnir að eiga á þingi einhvern mesta þing- skörung vorn, þar sem er Guðlaugu/r sýslum. Guðmundsson, mikilhæfur fram- faramaður og prýðilega máli farinn. Enda mun þeim fjarri skapi að skífta um, auk þess sem þar verður fráleitt til að dreifa neinni samkepni. Um Rangvellinga er líkt að segja og Múlsýslunga. Alt óráðið þar um þingmannaefni. Sighvati gamla er að heyra sem þeir treysti alls eigi til þingfarar framar. |>órður í Halamun hafa eigi all-iítið fylgi enn sem fyr, þótt það muni hafa minkað. Sýslu- manni Magnúsi Torfasyni hafa mjög margir kjósendur mikinn hug á, en óvíslf talið að svo komnu, hvort hann muni gefa kost á sór. Stjórnarbótar- vinir eru kjósendur þar alment orðnir nú; voru það raunar í fyrra meiri hlutinn, þótt annað bærí kosningin með sér þá; en um hana réð mestu trygð við Sighvat gamla eða hlífð við að synja honum þingfarar í síðasta skifti, á það eina þing.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.