Ísafold


Ísafold - 30.06.1900, Qupperneq 4

Ísafold - 30.06.1900, Qupperneq 4
íes tir læknisfrabði við Khafnarháskóla. Mun hugsa til að ílendast hér. Mannalát. Hér andaðistí fyrra dag, 28. þ. m., eftir langa legu og þunga Markús F. Bjarnason, kapteinn og forstöðumað- ur stýrimannaskólans, rúmlega fimt- ugur að aldri, f. 23. uóv. 1849. Hann var til muna lasinn hvað eftir annað í vetur og stundum rúmfastur, fekk því næst inflúenzu, meðan stýrimanna- prófið síðara stóð yfir, í miðjum f. mán., en fekst ekki til að hiffa sór hót, heldur en hann átti vanda til, heldur vann nærri nótt sem dag. Lagðist fyrir það sóttin miklu þyngra á hann en ella mundi, en heilsubil- aður undir, og dró hann loks til bana. Merkismanns þessa var minst nokk- urn veginn rækilega í Sunnanfara í vor og vísum vér til þess, en látum þess að eins getið, að svo vandfylt er skarð hans, að búast má við að land- stjórnin komist þar í mestu kröggur. Svo framúrskarandi hæfileika hafði hann bæði til kenslu og stjórnar; elj- au og alúðin fágæt, við hvað sem hann fekst. Jarðarför ráðin föstudag 6. júlí. Dáin 29. f. m. úr inflúenza, háöldr- uð sæmdarkona Ingibjörg Oddsdóttir á Hóli í Garðahverfi, föðursystir síra Magnúsar á Prestbakka á Síðu, en ekkja meíkisbóndans Vigfúsar Hjörts- sonar. I Hliðsnesi bjuggu þau hjón full 30 ár blómlegu rausnarbúi. Dáin 5. þ. m. öldruð ekkja Guðrún Jónsdóttir, móðir veggjörðastjóra Sig- urgeirs Gíslasonar; góð kona og grand- vör. Uppboð var haldið fyrra laugardag á Sirius, frönsku fiskiskútunni, er strandaði hjá Stafnesi fyrir skemstu. Hæstbjóðandi varð Geir kaupm. Zoega fyrir 1710 kr.; keypti auk þess segl og annan útbún- að fyrir 700 kr. Lánaðist honum síð- an að fleyta skipinu inn eftir, og er gizkað á að gera megi við það fyrir 600—800 kr. f>á verður það eitt með eigulegustu fiskiþilskipunum hér, eir- seimt og eírvarið, 83 smál. að stærð og ekki nema 14 ára gamalt. Herskipið Diana frá Khöfn kom hingað í gærmorgun frá Færeyum; hafði verið þar um 3 vikur, en lengra miklu síðan það lagði á stað frá Khöfn. Er hér f mæling- arerindum, eins og áður. TJm sóttina í Færeyum fréttist það með þessu skipi, sem til var getið í síðasta blaði: að þar gengur að eins innflúenza og taugaveiki. Skiftafundur í þrotabúi kaupmanns Thor Jensens verður haldinn f þinghúsinu á Skipa- skaga þriðjudag 10. júlí næstk. kl. 6 síðdegis. Meðal annars verður borið undir samþykki fundarins boð það, sem gert var í fasteignir búsins á upp- boði 25. þ. m. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu pt. Skipaskaga 27. júní 1900 Sigurður Þórðarson. Dugleg og þrifin vinnukona getur fengið vist nú þegar. Hátt kaup. G. T. stúkan »Verðandi« nr. 9 heldur 15. afmælisdag sinn í Good- templarahúsinu næstkomandi þriðju- dag kl. 8 síðdegis. Allir templarar velkomnir. Tveir hestar móalóttir, ungir og fallegir, hentugir til hægrar vagn- brúkunar, verða til sölu hér í bæn- um á þriðjudaginn 3. júlí. Ritstj. vísar á seljanda. í Fífuhvammi er i óskilum b r ú n n h e s t u r marklaus. Kauður, mark: Sneitt aít. h. standfj. fr. Vorn með hönduna. Eígandi hirði sem fyrst og horgi þessa auglý8Íngu, hirðingar- 0g hagatoll. H.St ,88 MARGARINE Vandaö danskt smjörlíki í stað smjörs í Suðurgötu nr. 8 (suðurendan- Merkt um) er regnkápa. sem einhver hefir skilið þar eftir. Vitja hennar þangað. 6 frá verksmiðjunni í smáum öskjum, sem ekkert kosta, með 10 og* 20 pundum 1 hverri, hæfi- leg*um fyrir heimili. Betra og* ódýrra en annað smjörlíki. Fæst innan skamms alstaðar. H. Steensens Margarinefabrik, Vejle. THE NORTH BRITISH ROPEWORK C o m p a n y Kirkcaldy á Skotlandi Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur og færi, Manilla-og rússneska kaöla, alt sérlega vandað og ódýrt eftir gæðum. Einkaumboðsmaður fyrir Danmörk, Is- land og Færeyar: Jabob Gunnlögsson. Kobenhavn K. Leiðarvísir til lifsbyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar upplýsingar. Sumlmaga kaupir hæstu verði fyrir p e n i n g a Ásgeir Sigurðsson. Fundur verður haldinn í Iðnaðarmannafélag- inu laugardagskvöldið 30. þ. m. kl. 8. Á r í ð a n d i að félagsmenn fjöl- menni. Undirskrifuð hreinsar alls kon- ar fatnað o. fl., hvort heldur úr ull eða silki. 4 KIRKJUSTRÆTI 4 Jónína Magnússon. Saltfískur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur 1 sumar fyrir peninga við verzl. .EDINBORG. í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Sundmaga fyrir peninga kaupir hæsta verði W. Christensens-verzlun Sundmagar vel verkaðir verða keyptir fyris pen inga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík Asgeir Sigurðsson. Mig langar til að skýra frá því op- inberlega, að eftir að eg hafði tekið inn úr nokkurum glösum af Kína-lífs- elíxír frá Valdemar Petersen Frið- rikshöfn fór mér til muna að batna brjóstþyngsli og svefnleysi, er eg hafði þjáðst mjög af undanfarið. Holmdrup pr. Svendborg P. Basmussen. sjálfseignarbóndi. Kína-lífs-elixírínn fæst hjá flest- um kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að — standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn, Danmark Smátt te 1 kr. 60 a. pundið Smátt te, sem br. Bernhard Phil- ipsen hefir verzlað með meiia en 20 ár, er síaðúr fínustu tetegundum og fæst nú með sömu íyrirtaksgæðum hjá Brödr Berg Amagertorv 14 Köbenhavn. Samkvæmt ályktun sýslunefndar Ár- nessýslu verða fjármarkaðir haldnir á næsta hausti á þessum stöð- um og dögum. Fyrri umferð. 1. í Ölvesréttum föstud. í 23. viku sumars. 2. Við Ölvesárbrú mánud. í sömu viku. 3. í Dælarétt þriðjudaginn í s. v. 4. I Almannannagjá miðvikud. í s. v. 5. í Klausturhólarétt föstud. í 24. viku. 6. í Vatnsleysurétt laugard. í s. v. 7. 1 Ytrihreppsréttum mánud. í s v. 8. í Skaftholtsréttum og Reykjarétt- um þriðjudaginn í sömu viku. Síðari umferð. 1. í Ölvesréttum mánud. í 25. viku sumars. 2. Við Ölvesárbrú þriðjud. í sömu viku. 3. í Dælarétt miðvikud. í s. v. 4. í Almannagjá fimtud. í 26. viku. 5. í Klausturhólarétt föstud. í s. v. 6. í Vatnsleysurétt laugard. í s. v. 7. í Ytrihrepp mánud. í s. v. 8. í Skaftholtsréttum og Reykjarétt- um þriðjudag í sömu viku. Séu fleiri markaðir álitnir nauðsyn- legir, boðar hver sveit til þeirra. Hreppsnefndin í hreppi þeim, sem ma/kaðirnir eru haldnir í, sér um fyrirkomulag og stjórn á ruarköðunum. Grímsneshreppi 23. júní 1900. St. Stephensen. Proclama, Samkvæmt lögum 12. april 1878, sbr. opið bréf 4. jan. 1861, erhérmeð skorað á alla þá, sem til skulda telja í dánarbúi Kristjáns Kristjánssonar frá Gunnarsstöðum (fyrrum í Straumfirði) að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðanda Dalasýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá 3. birtingu auglýsingar þessarar. Skiftafundur verður haldinn í úán arbúi þessu að Blönduhlíð í Hörðu dalshreppi miðvikudaginn 29. ágúst næstk. um hádegisbil. Skrifstofu Dalasýslu 22. júní 1900. Björn Bjarnarson u Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Einar Hjörleifsson. ísafoldarprentsmiðja. »NORDEN« þilskipaeigendur, sem í haust þurfa botnfarfa á skip sín, eru vinsamleg- ast beðnir að gjöra undirrituðum við- vart um það áður en Botuía fer 12. júlí. Botnfarfi frá verksmiðjunni NORDEN er nú brúkaður á flest skip hér við Faxaflóa. Einkaútsölu hefir Th. Thorsteinsson. á overheadmjöli og hveitimjöli verður haldið næstkomandi föstudag, 6. júlí, í verzlun W. FISCHERS- Til leigu írá 1. okt. 3—4 herbergi, eldhús og geymslupl. í húsi Stgr. Guð- mundss. snikkara, Laugav. 23. Hér með auglýsist að hross verða ekki tekin til pössunar í Laugarnesi. Þórður Þórðarson. Bezta tegunfi Bezta tegunfi Farfavara frá verksmiðjunni »De forenede Mal- ermesteres Farve Mölhr« stofnuð 1845 af máiunarmeisturum í Danmörku, í þeim tilgangi að menn í Khöfn og út um landið ættu kost á að fá góöa og ósvikna farfavöru. Pundið af farfa frá nefndri verk- smiðju þekur yfir miklu stærra svæði en saina þyngd af farfa, sem fcest hér, frá öðrum verk- smiðjum, sökum þess að það má þynna hann miklu meir; er auk þess haldbetri — hinir hvítu litir gulna ekki, halda sér skínandi hvítir í langan tíma. Þar eð vinnan við málningu kostar miklu meira en farj- inn, borgar það sig bezt að kaupa góðan og ósvikinn farfa. Það sparar vinnutímann og verkið verður varanlegra. Einkaútsölu hefir undirritaður; eru menn, sem í sumar þurfa að brúka farva að mun, beðnir að gjöraviðvart um það dður en Botníafer 12. júlí. 28. júní 1900. Th. Thorsteinsson. Við undirritaöir málarar, sem hér á landi höfum reynt farfavöru frá »De forenede MalermestereKS Farve-Möller í Khöfn, og auk þess þekkjum hana frá Danmörku, en þar er hún álitin betri vara en nokkur önnur verksmiðja þar býr til, vottum hér með, að húu eftir olrkar áliti er sú hezta farfavara, sem við hingað til höfum notað við vinnu vora á Islandi. Reykjavik 24. april 1900. N. S. Berthelsen. J. Lange. L. C. Jörgensen. Gut'ub. ÁREVKJAVIK* Eins og áður er auglýst, fer gufu- báturinn »Reykjavík« aukaferð til Borgarness sunnudaginn 1. júlí, og kemur við á Akra- nesi báðar leiðir. Ferðin er vel til fallin fyrir skemtiferð fyrir bæjarbúa. Reykjavík, 28. júní 1900. B. Cruðmundsson. Skiftafundur verður haldinn í dánarbúi ekkjufrúar Ingibjargar Magnússen frá Skarði í Skarðsstöð þriðjudaginn 7. ágúst næstk. um hádegisbil og eru erfingjar búsins og umboðsmenn þeirra beðnir að mæta á honum. Skrifstofu Dalasýslu 21. júní 1900. Björn Bjarnarson.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.