Ísafold - 30.06.1900, Page 2

Ísafold - 30.06.1900, Page 2
166 Um Vestmanneyinga sagður enginn vafi, að þeir geri sér sóma og þinginu og landinu gagn að sama skapi með því að endurkjósa dr. Valtý Guð- mundsson. þar mun og enginn bjóða sig annar, að mælt er. Árnésingar haía orðið fyrir því ó- happi, að báðir þeirra þingmenn hafa snúist í móti þeirri stefnu í stjórnar- skrármálinu, sem þeir aðhyllast al- ment, auk þess sem annar þeirra er mótdrægur tveim öðrum aðalframfara- málum þjóðarinnar og þeirra áhuga- málum. |>eir hljóta því að skifta um þingmenn. Og er það þá mikil hepni, að þeir eiga nú loks kost á til þing- farar manni, er þeir hafa lengi fegnir viljað raunar láta taka að sér sér- hvert trúnaðarstarf fyrir sig í almenn- ings-þarfir. það er síra Ma'jnús Helga- son á Torfastöðum, og á hann fyllilega viðlíka vitnisburð skilið sem nafni hans og náfrændi á Gilshakka. |>á er hinn þingmaðurinn fyrir það kjördæmi. f>ar munu stjórnarbótar- vinir og framfaramenn hafa alment augastað á Sigurði búfræðing Sigurðs- syni frá Langbolti. Hann er bænda- Stéttar-maður, þar upprunninn, en hef- ir aflað sér þeim mun meiri fíóðleiks en alment gjörist í þeirra atvinnugrein, að Lands-búnaðarfélagið hefir kjöríð hann í hina nýstofnuðu ráðanauts- sýslan hjá sér. Mikinn áhuga hefir hann og sýnt á landsmálum og góða greind og þekkingu. Umsjón með yegamálum. Um fátt mun mönnum tíðræddara sem stendur, að minsta kosti sum- staðar á landinu, en um agnúa þá, er séu á vegagjörðarmálum vorum, sér- staklega á meðferð þess mikla fjár, er til vegabóta er veitt af landsfé. Tilefnið til þess umtals nú er vitan- lega öðru fremur málshöfðunin gegn einum vegabótaverkstjóra landssjóðs, sem nýlega hefir verið dæmdur sekur af undirrétti fyrir eina af yfirsjónum þeim, er hann var sakaður um. En annars verður ekki sagt, að óánægjan með fyrirkomulag og rekstur vega- bótamálanna sé með öllu ný bóla. Yfirskoðunarmenn landsreikningsins gerðu á síðasta ári þá athugasemd við ávísun vegabótafjárins úr jarðabókar- sjóði, að hún hafi »farið þannig fram, að það má heita ókleift með öllu að finna samræmi milli sundurliðunar vegakos tnaðarins í j arðabókarsj óðsreikn- ingnum og í landsreikningnum, og þó er það alveg nauðsynlegt og að okkar skilningi vel framkvæmanlegt, að jarð- abókarsjóðsreikningurinn beri með sér og sé sarnhljóða landsreikningnum í því, til hvers hverri útborgaðrí upp- hæð hafi verið varið, en það yrðimeð því, að ávísanir landshöfðingja upp á féð væru ávalt glögt og rétt orðaðar í þessu tilliti. Við höfum áður í lands- reikninga-athugasemdum okkar tek- ið þetta sama fram, en þó er eigi sízt ástæða til þess nú við þennan reikningx. Af svari landshöfðingja má ráða, að hann hefir talið þessa athugasemd eða aðfinslu á rökum bygða. í þingræðum komu og fram í fyrra nokkuð alvarlegar athugasemdir við- víkjandi þessu máli. Meðal annars þótti það ísjárvert, að allmikið fé væri fengið í hendur einstökum mönn- um, sem naumast hefðu næga þekk- ingu, surnir hverjir, til þess að gera góð reikningsskil, enda væru þau ó- glögg hjá þeim og ilt að átta sig á þeim. Verkstjórar sýni ekki næg rök fyrir því, að féð gangi í raun og veru alt til þess, sem ætlað er. þá var og kvartað undan því, að kostnaðurinn við vegabótarvinnu mundi vera óþarflega hár. Verkstjórar legðu til alla hestana og fengju fyrir þá 70 —80 kr. um sumarið, sem væri of há leiga, þar sem góða vagnhesta mætti fá keypta fyrir um 80 kr. Stundum fengju og verkstjórar hesta ieigða hjá bændum, en það kæmi hvergi fram, hvort leigan, sem tilfærð væri ílands- reikningnum, væri hin sama og leigan, er bændur fengju. Agnúar þóttu og á ráðningu verka- manna; oft veldust til vegabótavinn- unnar slæpingar og flækingar, sem enga vinnu mundu fá hjá bændum, og í þjónustu landstjórnarinnar fengju þeir hærra kaup en bændur annars gæfu sínum nýtustu mönnum. All- mikilsverð árétting þessarar hliðar á málinu kemur og fram í dómi þeím sem áður er um getið, þar sem dóm- arinn kemst svo að orði: »J>að hefir tíðkast all-mikið, eftir því sem upplýst er, að ýmsir menn hafa ráðið verkamenn til ákærða, ekki að eins vinnumenn sína, heldur og aðra, sem þeir hafa tekið einungis til þess að koma þeim í vinnuna; hafa menn þessir tekið til sín vegavinnulaunin, en goldið verkamanninum umsamið kaup, og hirt sjálfir mismuninn. Á- kærða var kunnugt um, að slíkar mannaráðningar áttu sér stað, enda áleit hann þacr leyfilegar, ef verka- mönnum væri eigi greidd hærri dag- laun en ætla mætti að þeir ynnu fyr- ir, og hugði jafnvel, að sér væri sjálf- um heimilt að ráða verkamenn á þennan hátt fyrir sinn eigin reikning«. Athugasemdum þeim, sem fram komu f þessu máli á þingbekkjunum, og hér hefir verið frá skýrt, var alls engu svarað af landsstjórnarinnar hálfu, svo vér munum. Enda virtist óg gengið aðþvívísu, að með því fyrirkomulagi, sem nú ætti sér stað, mundi landstjórn- inni um megn að hafa nægilegt eftirlit með þessum málum. Sjálfsagt er því líka svo farið. J>ví fer mjög fjarri, að ástæða sé til að ætla annað en að landsstjórnin vilji forða landssjóði frá því, að nokkur eyrir sé ranglega af honum hafður. En sannleikurinn virðist vera sá, að fyrirkomulagið er miðað við það, er fjárveitingar til vegabótar voru marg- falt minni en þær eru nú orðnar. Áin þarf vitanlega víðari farveg, þegar vatnsmegnið í henni hefir sjöfaldast eða tífaldast. Vegabæturnar þurfa að sjálfsögðu víðtækari umsjón og eftir- litið verður örðugra, þegar farið er að veita til þeirra 80—90 þúsundir á ári, en meðan menn létu sér nægja svo sem 10 þúsundir, eins og átti sér stað fyrir tiltölulega fáum árum. Að hinu leytinu liggur í augum uppi, að svo búið má ekki standa. Engin von er til þess, að þjóðin uni því að hún sé féflett árlega og það í þeim efnum, sem hún getur sjálf þreifað á. Margir þeir, sem ekki láta sér skilj- ast, að stjórn vor sé neitt vítaverð fyrir það að baka oss tjón, sem num- ið getur og numið hefir hundruðum þúsunda, taka sér það að sjálfsögðu nærri, ef sumarleiga, sem landssjóður greiðir eftir eina bikkju, er eitthvað of há, eða ef iandsmenn hafa lands- sjóð á einhvern annau hátt aðféþúfu. Og síður en ekki er það ámælisvert, að þeir gera sér rellu út af því tjóni, sem þeir láta sér skiljast, þó að hins væri jafnframt óskandi, að skilningur þeirra á landsmálum væri víðtækari. Vandinn er þá þessi, hvernig við lekanum verður séð. Flestir virðast ganga að því vísu, sem vér höfum heyrt á málið minnast, að ekki sé til þess ætlandi af landshöfðingja, aðhann geti haft svo nákvæma umsjón með þessum málum, sem þörf er á. Miklu eðlilegra virðist og fyrir ýmsra hluta sakir, að setja slíka umsjón í samband við störf landsverkfræðings- ins. Ekkert verulegt virðist því til fyrirstöðu, að haldið sé opinni skrif- stofu hans hér, þó að hann sé sjálfur í ferðalögum. Sá eða þeir, sem þar yrðu skipaðir, ættu þá, undir yfirstjórn hans, að gera tillögur um vegabætur, að því leyti, sem þær eru á lands- stjórnarinnar valdi, og hafa umsjón með mannaráðningum, hesta- og á- haldaútvegunum og fjárgreiðslum öll- um. Sjálfsagt væri, að hafa verk- stjórana að ýmsu leyti í ráðum með. En á þennan hátt ætti að vera unt að tryggja landsjóð gegn flestum eða öllum þeim misfellum, sem hingað til hefir verið kvartað undan. Að svo rniklu leyti, sem skrifstofa þessi gæti ekki til náð, fjarlægðar vegna, mundi hún leita samvinnu hjá þeim yfir- völdum, sem hentugast væri við að eiga, líkt og póstmeistari gerir. Auðvitað mundi þessi breyting ekki verða kostnaðarlaus. En öll líkindi eru til þess, að landssjóður hafi þeg- ar orðið fyrir miklu meiri halla en sem kostnaðaraukanum nemur, fyrir illa meðferð á vegabótafénu og of lítið eftirlit. Vel getur og verið, að ráða megi bót á misfellunum á ein- hvern annan hátt en hér er á íninst. En hætt er við, að það verði aldrei gert til hlítar nema með einhverjum kostnaðarauka. Amtsráðsfundur í • suðuramtinu. Hann var haldinn hér í bænum dagana 25.—27. þ. m. og fjöldi mála ræddur og afgreiddur. Hér að eins getið hins helzta. Eftir skýrslum sýslumanna hafði fremur lítið borið á fjárkláða umliðið ár, en þó nokkuð sumstaðar, t. d. fundist 162 kindur alls með kláða í Mýrasýslu og 49 í Hörðudalshreppi í Dalasýslu og fáeínar annarsstaðar hingað og þangað. Slælega fylgt sum- staðar fyrirskipunum um baðanir og jafnvel mótþrói gert vart við sig í Mýrasýslu hingað og þangað; skipað að höfða rannsókn út af því. Hins vegar tekið fram sérstaklega um f>órð hreppstjóra á Hálsi í Kjós, að hann hafi sýnt venjulega röggsemi í því að halda sínum hreppsbúum til að baða. Amtsráðið ályktaði, að fyrirskipa skyldi almennar skoðanir í haust, er fé kæmi af fjalli, og lækningar þá við- hafðar og aðskilnaður á sjúku fé og heilbrigðu eftir þörfum; í þeim hrepp- um, þar sem kláði fyndist, skyldi baða alt fé eða viðhafa tóbakssósuí- burð. Dýralæknir hafði bólusett í haust við bráðapest 750 fjár, með góðum á- rangri. Enn fremur hafði hann skýrt svo frá, að flestir þeir, er hann hafði kent að bólusetja haustið 1898, hefðu fengið hjá sérbóluefni, og margarþús- undir kinda verið bólusettar. Samþykt var 2000 króna lántöku- heimild fyrir Borgarfjarðarsýslu til vegagerðar um Leirársveit. Sömuleið- is 300 kr. lántökuleyfi til 5 ára handa sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu til vegagerðar frá Hafnarfirði áleiðis að Görðum. Enn fremur samþykt, að sama sýslunefnd mætti ganga í sjálfs- skuldarábyrgð hreppsnefnd Bessastaða- hrepps til handa fyrir greiðslu kaup- verðsins á 2/3 pörtum úr jörðinni Skóg- tjörn, en hreppsnefndin gæfi aftur sýslunefndinni 1. veðrétt í jörðinni fyrir andvirðinu, 1800 kr. Út af áskorun frá sýslunefnd Árnes- sýsluum, að amtsráðið heimti tillögur allra sýslunefnda í amtinu um reglur fyrir rekstrum á sauðfé og semji síð- an reglugjörð um þaö efni fyrir aít amtið, lýsti amtsráðið yfir því, aðþað hvorki hefði heimild til að setja regl- ur um það efni né heldur væri auðið að setja hagfeld og framkvæmanleg fyrirmæli þar að lútandi nema með lagaboði. J>á synjaði og amtsráðið vegna lagaheimildarleysis staðfestingar á reglugerð um eftirlit með sauðfjár- rekstrum yfir Yestur-Skaftafellssýslu, er sýslunefndin þar hafði samið á fundi í vetur. Amtsráðið lagði með málaleitun frá sýslunefnd Árnesinga um, að vegurinn frá Svínahrauni niður að Lækjarbotn- um yrði sem fyrst varðaður og sömu- leiðis að Mosfellsheiðarvegur yrði all- ur varðaður milli bygða. Sama sýslunefnd vildi og fá gert við verstu torfærur yfir Grindaskörð. En amtsráðinu þótti vanta kostnaðaráætl- un og beiðni um tiltekinn fjárstyrk. Guðna þorbergssyni, sæluhúsverði á Kolviðarhóli, veittur 150 kr. styrkur. Samþykt var, að sýsluvegurinn i Landmannahreppi og Holtahreppi skyldi liggja eftirleiðis frá Gömlu- Lækjarbotnum fyrir austan Holtsmúla og Köldukinn suður Maiteinstungu- snasir hjá Bjálmholti og þaðan beina leið á þjóðveginn vestanvert við Mold- artungu; en að gamli sýsluvegurinn frá Lækjarbotnum að Hjallanesi út að Króki legðist niður. Kvennaskólanum í Eeykjavík veitt- ur 100 kr. styrkur úr jafnaðarsjóði. Amt8ráðið hvarf fiá fyrirætlun um> að lengja námstímann við Hvanneyr- arskóla, með því að amtsráðin fyrir norðan og austan höfðu ekki treyst- sér til að lengja hann við búnaðar- skólana þar. Út af beiðni frá sýslunefnd Gull- bringu- og Kjósarsýslu um að mega taka alt að því 5000 kr. lán til að fullgera jarðabætur, sem verið er að vinna að f sýslunni og eru skilyrði fyrir 10,000 kr. styrkveiting úr lands- sjóði í því skyni, fól amtsráðið forseta sínum að veita slíkt leyfi, að fengnum nauðsynlegum frekari skýringum þar að lútandi og með því skilyrði, að landssjóðsstyrkurinn yrði notaður til að borga lánið, jafnskjótt og hann fengist. Fram lagðar skýrslur og reikningar viðvíkjandi búnaðarskólanum á Hvann- eyri. Sjö höfðu verið námsveinar í skólanum árið sem leið og 3 útskrifast. Skýrt var sérstaklega frá jarðabóta- störfum og húsabótum. |>á varsamin áætlun skólans þetta fardagaár. Tekj- ur: landssjóðsstyrkur (1901) 2500 + gjald úr jafnaðarsjóði (1900) 840 + leigutekjur búnaðarskólasjóðs (1900) 500 + jafnaðarsjóðstillag 3000 + úr innstæðu Búnaðarskólasjóðsins 2020

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.