Ísafold


Ísafold - 30.06.1900, Qupperneq 3

Ísafold - 30.06.1900, Qupperneq 3
167 kr. = 8860 kr. Gjöld: vextir og af- borganir 2865 + skuldir frá f. á. 2041 + laun skólastjóra 1000 + laun að- stoðarkennara 200 + til smíðakenslu 100 + hjúalaun, verkalaun, matvæli og kaupstaðarvarningur 1400 + önnur útgjöld 1254 = 8860 kr. Taka skyldi bráðabirgðalán, alt að 4000 kr., til að koma upp geldneytafjósi og áburðar- húsi á skólasetrinu. Til að koma þar upp »mjólkurskóla«, þ. e- húsi til að kenna mjólkurmeðferð, sér í lagi smjör- gerð, og hýsa nýa væntanlega nem- endur og kennara, hafði verið farið fram á 7,500 kr. fjárveiting, en það sá amtsráðið sér alls eigi fært. Eign- ir skólastofnunarinnar nú virtar rúml. 58,000 kr.; skuldir nál. 37,000 kr. Kosnir í stjórnarnefnd skólans til 3 4ra þeir Guðm. próf. Helgason í Keyk- bolti og Páll Blöndal héraðsl. í Staf- holtsey; til vara síra Arnór þorláksson á Hesti. Trúgjarnir eigum vér að vera. í þremur ritgjörðum, er afturhalds- málgagnið flytur í gær gegn ísafold, er sú vitglóran helzt, að gefið er í skyn, að Benedikt Sveinsson hafi ver- ið mótfallinn hlutafélagsbankanum, þó að hann væri — flutningsmaður hans á þingi! Sýnilega er íslendingum ætlað að trúa því, að Benedikt heitinn hafi leik- ið sama leikinn eins og »þjóðólfs-vin- ur« eignar ritstjóra afturhaldsmálgagns- ins, hafi séð það þegar í hendi sér, að til landráða var stofnað með hlutafé- lagsbankanum, eu pantað hann samt, og auk þess flutt hann inn á löggjaf- arþing þjóðarinnar. |>að leynir sér hvorki í þessu né öðru, að ritstjóri afturhaldsmálgagnsins telur íslendinga í meira lagi trúgjarna. Og í þessu efni er óvenjulega hægt um vik, þar sem réttur hlutaðeigandi, Benedikt Sveinsson, er kominn í gröf- ina, og getur ekki tekið til máls, ekk- ert sagt af eða á um það, hvort hann hafi vísvitandi lagt landráðafrumvarp fyrir alþingi! Stúdentspróf. J>essir 17 latínuskólalærisveinar út- skrifast í dag (þeir 6 utanskóla, sem stjörnumerktir eru): Einh. Stig. 1. Kögnvaldur Ág. 6lafsson* I.ág.105 2. Páll Sveinsson ........ I. 102 3. Jón Jónsson (fráHerru)* I. 95 á. Sveinn Björnsson....... I. 94 5. Lárus Féldsteð ........ I- 93 6. Páll Jónsson .......... I. 92 7. Páll Egilsson.......... I. 92 8. Adolph Wendel.......... I. 88 9. Lárus Halldórsson...... I. 87 10. Sigurjón Markússon...... I. 85 11. Guðm. þorsteinsson...... I. 84 12. Jón Stefánsson*......... i. 84 13. Ásgeir Ásgeirsson*.... II. 83 14. Vernharður Jóhannsson* II. 81 15. Jónfí. ísleifsson*.... n. 75 16. Björn Magnússon....... II. 67 17. Stefán Björnsson...... II. 63 jpetta mun vera í fyrsta sinn, sem utanskólasveinn fær ágætiseinkunn hér frá skólanum; hann var í skóla áður upp í 4. bekk. Hádegismessu í dómkirkjunni á morgun flytur síra Friðrik Hallgrímsson frá Útskálum. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af »Social Evolution- eftir Ben. Kidd. IX. Hvert stefnum vér þá á ókomnum tímum? I hverja átt má búast við að framfara-breytingarnar færist? |>ær hljóta að stefna að því, að koma allri þjóðinni inn í lífsbaráttuna þannig, að allir eigi jafnt aðstöðu, eigi að eins að því er stjórnmálum við- kemur, heldur og í öðrum efnum þjóð- félagsskaparins. Að því takmarki stefna bersýnilega framfara-öfl nútíðar- menningarinnar með þjóðunum, þar sem breytingarnar fá að halda áfram á eðlilegan hátt. Og þegar því tak- marki verður náð, eru komnar á alveg eins stórvægilegar breytingar eins og þær, er fyrir jafnaðarmönnum vaka. En þeim verður alt annan veg farið en breytingum þeim, er jafnaðarraenn berjast fyrir; því að þeir hyggjast að losna við það framfaraskilyrði, er ráðið hefir frá því er líf hófst á jörð- unni, kappleik einstaklinganna. En engar líkur eru til þess, að breyting- arnar stefni í þá átt. Að hinu leytinu eigum vér afarlangt í land að þvf takmarki, sem hér er um að ræða. Samkepninni er talið það til gildis, að fyrir hana komist menn í þá stöðu, sem þeir eigi skilið og séu hæfir fyrir, að hún herði nægi- lega á þeim, að nota krafta sína og að með henni sé fengið það færi á að beita sem bezt kröftum sínum, er öllum mönnum sé áríðandi. En þvf fer mjög fjarri, að þessi hlunnindi hafi orðið samkepninni samfara. Miklum hluta hverrar þjóðar er gersamlega varnað þess, að komast áfram í ver- öldinni, hve miklum hæfileikum sem þeir eru búnir, og hve mikinn vilja, sem þeir hafa á, að beita þeim vel. Fátæklingum er meðal annars fyrir- munað, að komast í þær stöður, er bundnar eru ekki að eins við góða hæfileika, heldur og við mikla þekkingu, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eiga ekki kost á að afla sér þeirrar þekk- ingar. þar geta því ekki aðrir en efnamenn komið til greina. f>á fyrst getur lífsbaráttan náð fullu magni, er allir eiga jafnt aðstöðu í lífinu. En til þess þarf alt að því jafn-stórvægilegar breytingar eins og þær, er þegar hafa orðið á mannfé- lagsskipaninni. Fyrir þessum breyt- ingum ókorana tímans er þegar farið að votta í löggjöfinni, og lízt þeim mönnum, sem að eins hafa gert sér ófullkomna grein fyrir eðli þeirra breytinga, sem hingað til hafa orðið, ekki sem bezt á þá bliku. Aðal- einkenni þessarar stefnu í löggjöfinni er sívaxandi tilhneiging til að bæta kjör lægri stéttanna, þannig, að efna- mennirnir verði fyrir hallanum. f>ann veg er farið fjölda af tillögum, sem miða að því, að bæta kjör verk- manna — eins og t. d. að ákveða vinnutíma þeirra með lögum. Mönn- um hættir við að hræra þessum til- lögum saman við kröfur jafnaðarmanna, sem ekki er rétt, og framfaraflokkur- inn enski er þeim enr> mótfallinn, af því hann hefir enn ekki gert sér fulla grein fyrir því, að ætli hann ekki að hætta við hálfgert verk, getur hann ekki látið staðar numið við það, að útvega alþýðunni stjórnmálafrelsi. Sama grundvallarskoðun ræður vafa- laust á ókomnum tíma kenslumála- löggjöfinni. Búast má við, að áður en langt líður komi fram kröfur um, að alþýðu manna verði af ríkisins hálfu gerður kostur & mjög aukinni mentun, bæði að því er snertir undir- stöðuatriði þekkingarinnar og æðri mentun. Og sjálfsagt verður baráttan uni það atnði |bæði löng "og hörð. |>ví að þar er í raun og veru áð ræða um einn af síðustu kastölum íhalds- manna. þjóðin er enn ekki farin að skilja það til fulls, að munurinu á mentuðum mönnum og ómentuðum er ekkert eðlilegri en stéttamunur fyrri alda. |Hann er alveg sama eðlis og munurinn ^á borgara og þræli, léns- drotni og ánauðugum manni. Kéttur til æðstu mentunar er nú að litlu leyti undir öðru kominn en því, að hafa í höndum fjármuni til að eignast hana. þekkingin er eitt af þeim einkarétt- indum efnamanna, sem mest er um vert. Enn kemur sama jafnaðar-viðleitnin fram í þeirri tilhneiging, sem nú er vöknuð, til þess að láta ríkisstjórnina hafa miklu meiri afskifti af málum manna en hingað til hefir verið rétt- mætt talið. Sýnilega er óhjákvæmilegt, að þau afskifti fari vaxandi, einkum til þess að styðja smælingjana, og hefta vald auðæfanna og einkaréttind- anna. Enn hefir oss ekki skilist til fulls, að ríkið sjálft tekur gagngerðum breytingum við það að þjóðin verður frjáls. Afskiftaleysis-kenningin stafar af því, að í framfarabaráttunni hafa rfkisstjórnirnar verið á bandi þeirra stétta, er meira hafa mátt sín. jpess vegna hafa þeir, sem alþýðunnar máli hafa talað, viljað trúa ríkisvaldinu fyr- ir sem allra minstu. |>ví lengra sem í frelsisáttina þokar, því minni ástæða verður til þess að líta þeim augum á ríkisvaldið. Og vér megum búast við, að afskifti þess verði margfalt víðtæk- ari en hingað til, einkum að því er það snertir, að hafa hemil á auðvald- inu, svo að það jafnvel taki í sínar hendur þau réttindi auðmanna, er ekki geta annað, í þeirra höndum, en riðið bág við réttindi og hagsmuni þjóðarinnar f heild sinni. En því fer svo fjarri, að það verði gert í því skyni, sem fyrir jafnaðar- mönnnm vakir, að það verður einmitt fremur gert til þess að varðveita sam- kepnina og þau hlunnindi, sem henni eru samfara, heldur en til þess að brjóta hana á bak aftur. En þegar vér hugleiðum stefnu þá, er framfarirnar muni taka á ókomn- um tíma, megum vér aldrei gleyma trúarbrögðunum, sem að svo miklu leyti hafa ráðið framfarastefnunni hingað til. þau hafa fyrst og fremst komið einstaklingunum til þess að láta sína hagsmuni þoka fyrir víðtækari hagsmunum| félagsheildarinnar; og í öðru lagi hafa þau vakið mannelsku- tilfinningarnar í svo ríkum mæli, að þær hafa smátt og smátt gagntekið alt félagslíf vort og eru að steypa valdi æðri stéttanna—hafa þannig þokað oss langar leiðir áfram að því markmiði, að allir eigi jafnt aðstöðu, þegar þeir leggja út í lífsbaráttuna. Og framfarir vorar á ókomnum tíma hljóta að standa í óslítandi sambandi við þetta siðferðislega vald, trúarbrögð- in. Hvenær sem oss verða ljós frum- skilyrðin fyrir framförum mannfélags- ins, verðum vér að komast að þeirri niðurstöðu, að skynsemistrúnni sé það hvorttveggja algerlega um megn: að koma mönnum til að láta sína hags- muni lúta í lægra haldi og að halda við þeim mannelsku-tilfinningum, sem þegar hafa vaktar verið, þó að ekki sé fram á meira farið. Só ekki gert ráð fyrir lengra lífi en því, er vér vitum af hér í heimi, getur ekki skynsemin viðurkent nema eina skyldu einstaklingsins — þá, að gera sér sem mest úr þessum fáu árum. í samanburði við þetta, að forðast hvern sársauka og öðlast hverja nautn, sera unt er, verður alt annað hlægilegt smáræði — svo sem það að stuðla að einhverjum allsherjarbreytingum, sem einstaklingurinn hefir ekkert gágn af. |>á yrði lagt mikið kapp á, að ná í hendur sér auðæfum og valdi, ekki af auðvirðilegum hvötum, sem vér kóllum, heldur af skynsamlegum hvötum — til þess að öðlast þá nautn og þann fagnað, er auðurinn og valdið ein geta veitt. Og reynsla mannkynsins bend- ir ekki á það, að auðmenn og menta- menn hafi sózt eftir þeim fagnaði, sem ■ mannelskunni eru samfara, þegar trú- arbrögðin hafa engan hemil á þeim haft. Munaðargirnin í öllum sínum ískyggilegustu myndum hefir ávalt og mun ávalt fylgja auðmagni, sem ekki telur sig þurfa neinn reikningsskap af hendi að inna, því að slíku valdi er ávalt samfara fyrirlitningin fyrir múgnum, sem ekki fær að njóta gæða lífsins. Vér megum skki láta það villa oss, að á vorum tímum eru uppi margir ágætismenn, menn, sem ekki að eins halda mannelskunninni fram í ritum sínum, heldur og sýna hana í ríkuleg- um mæli í lífi sínu, en afneita þó kenningum trúarbragðanna. Vérverð- um að gæta þess, að vér erum allir, alstaðar og ævinlega undir áhrifum þessa valds, sem hefir gagntekið svo mjög það mannfélag, ervér tilheyrum. En að hinu leytinu er þess engin von, að áhrif trúarbragðanna héldust um aldur og ævi, þó að trúarbrögðin sjálf liðu undir lok. í þessu sambandi er vert að minn- ast á það, að það er ekki af tilviljan einni, að menn hafa fundið skyldleika milli skynsemistrúarinnar og kenninga jafnaðarmanna. Frá vísindalegu sjón- armiði eru einmitt kenningar jafn- aðarmanna mótmæli gegn því að einstaklingarnir leggi hag sinn í söl- urnar fyrir framfarir mannfélagsins, |>eir vilja færa núlifandi kynslóð í nyt þá mannelsku, er trúarbrögðín hafa vakið, en jafnframt koma trúarbrögð- unum fyrir kattarnef. En mikill mis- skilningur væri að gera sér í hugar- lund, að kenningum jafnaðarmanna mundi fremur verða framgengt, ef skynsemistrúin yrði ríkjandi í veröld- inni. í þess stað mundu æðri stétt- irnar smátt og smátt hallast að af- dráttarlausri og hlífðarlaúsri eigingirni og fyrirlitning fyrir alþýðunni. Keis- aratímabilið rómveraka gefur oss góð- ar og nytsamar bendingar um það, hvernig farið er með réttindi alþýð- unnar, þegar svo er komið. Skarlats sóttin dreifist eigi meira út en orðið er, svo til spyrjist. Virðast sóttvarnir koma að allgóðu haldi. Sýnilegt, að minsta kosti, að tekið hefir alveg fyr- ir, að hún færðist út frá bæunum 2 í Garðaprestakalli, Lónakoti og Hliðs- nesi; sú kvíslin alveg þornuð. Og dugað hefir þar sótthreinsunin, í Hliðsnesi, þótt þar sé moldarbær. það er vonandi og mikillega ósk- andi, að almenningur sýni dyggilega og afdráttarlausa hlýðni við allar varn- arráðstafanir gegn veiki þessari. Hún er skaðvænni en svo, að nokkur mað ur ætti að láta sér detta annað í hug, auk þess sem reynslan hefir þegar sýnt, að þær koma að allgóðu haldi. Eða hvernig mundi ástandið nú vera hér, ef ekkert hefði verið við þær átt? Embættisprófi við læknaskólann hér lauk í fyrra dag kand. Chr. Schierbeck (Oræfajök- ulfari), með I. einkunn, 186 stigum, eftir f árs nám hér; hafði stundað áð-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.