Ísafold - 04.07.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.07.1900, Blaðsíða 3
171 helgi snúa’ í heiflin blót heimsins fyrstu djáknar! Hvar er, mikla undra-Öld, arður þinn og gróði? Sólin þreytt við syndagjöld 8etst í heiftarhlóði. Fallega slitu >friðarþing« foldar afarmennin: strax i blóðgan byssusting breyttist friðarpenninn. Fallega Drottins friðarorð fluttu »veldin« stóru: ógurlegri’ á aumri storð aldrei striðin vóru. Yaldakonstin enn þá er: að ógna, dylgja, smjaðra og svelta lönd með heljar-her, svo hræði hverir aðra. Er þá mannsins ment og dygð, mas og skrum og þvaður, hræsni, girndir, ln-imska, iygö. heift og ójafnaðurr— III. Æðrumst ei né hræðumst hót, hart þó hvessi’ og streymi ■ aldrei fegra aldarmót upp rann þessum heim. Þó hin sanna siðabót sýnist enn þá fjarri, við hin fyrri vegamót vinina’ átt’ hún færri Enginn letjist, sizt ef sér sannleik hljóðs sér biðja; betur og betur borgar sig brautu góðs að ryðja. Þekking byllir hverja dáð, heill og snilli skapar, fegurð gyllir lög og láð, lygi’ og villa tapar. Fyrir þekking foldu á fólkið hnekkir illu, hverfur blekking, böl og þrá, hresta hlekkir villu. Aftur vaknar andi manns, oft þó sakni snilli, þegi raknar þráður hans, þó að slakni’ á milli. Gull i dyngjum erfir öld eftir hringinn tíða, listaþingin þúsundföld þjóðmæringar smíða. Sættir binda lönd við lönd, líf og yndi glæðast, sýn fá blindir, yngist önd, æðri myndir fæðast. Stríðin skæðu flýa fjör, fjörið glæðir þróttinn, tíðin græðir ótal ör, enga hræðir nóttin. Þó að fjöldinn seinki sér sannleiks völdum hlýða, öld af öldu áfram ber alt að kvöldi tiða. Gott er að slétta klungui kífs, kals og prett ei hafa; betra, settu lögin lífs, læra rétt að stafa. Lýðum þarf að lærast hér lifs á hvarfi þjóða: líknar-arfur lifs vors er líf og starf hins góða. Einum gengis óska þér andann meingar tjóni; trúi enginn einum sér auðnan lengi þjóni. Verum hraustir, sýnist seint sælli renna tiðir; herum traustið ljóst og leynt, launin fást um síðir. Kvöldið lýist, signuð sól sígur hlý að beði. Öldin nýa stjörnustól stigur í með gleði. Líði tíðar kvölda kvöld köld og full af tári; skrýði hlíða öld af öld öld mcð gullin-hári! — Matth. Jochumbson. Athugasemd við Eimreiðina. (Sbr. ísafold XXVII, 39) IV. A 106. bls. í Eimreið segir meistari Benedikt Gröndal: »Þar í (Bröttugötu) bjó Geir Vidalín biskup og þur hratt hann Jó- hanni striðsmanni ofan úr götudyrunum (en ekki Jörgensen, eins og segir [í] Jörund- arsögu)c. En fyrir þvi gerir meistari sá enga grein, fremur en hann er vanur, hvernig hann veit það, að þetta sé rangt i Jörundar sögu. Hitt er vist, að 18i>2, nú fyrir 68 árum, þegar Gröndal meistari var 6 vetra gamall, söyðu þeir menit, er lifað höfðu 1809, að það hefði verið Jörundur, er Geir biskup hastaði á, og eru þau rök þar til talin í Jörundar sögu (bls. 119) eftir Kaup- mannahafnarpósti. Er því ekki ólíklegt, að tittnefndan meistara, sem ekki er nærri eins óljúgfróður og áreiðanlegur eins og hvað hann er hiutsamur, rangminni hér, og tel eg rangminni hans hæpnari heimild til sagna en skrifuð orð þeirra manna, er lifðu atburði þá, sem frá er skýrt. V. Þá segir hinn sami þjóðvitringur á bls. 122: »Nýlega hefir staðið í einni bók, að hér á landi hafi verið gullöld frá 1830— 1840, og er líklega meint til Reykjavikur- pÓ8tsins«. Vitsmunir, þekking og vandvirkni hald- ast hér í hendur alveg á sama bátt og vandi er annarsstaðar hjá þessum meistara. Af þessum orðum sést ekki, hver bókin er, þar sem þetta befir verið sagt. En eft- ir atvikum verður það þó vist, að hér muni átt við upphaf »Andvara« XXIII, 1898, í grein, sem eg hefi ritað. En hvergi stendur orðið »gullöld« þar, sem samvizku- maður þessi setur þó tilvisunarmerki við. Þar á móti standa þessi orð þar: »Tím- arnir kring um 1830 -40 eru merkilegir á Islandi ekki síður en annarsstaðar. Okkur, sem nú lifum, finnast þeir ljósir og fagrir í endurminningunni. Það er farið að elda aftur, fólkið er að fara á fætur og sól er farin að roða á fjöll. Það er að létta af einhverjum höfgum vetrarþunga og löng- um útmánuðum og farið að vora, og eins og alt sé að kasta ellibelgnum«. Ætla eg að þetta megi standast, enda sé eg nú að Jón ritstjóri Olafsson befir í minningar- ræðu sinni um Jónas Hallgrimsson lýst þessu tímabili á svipaðan hátt og eg, en með meiri orðgnótt. Mundi það og mega vítalitið þykja, þótt þetta tímabil (1830— 40) væri nefnt »gullöld«; en engum lifandi manni, sem dálítið veit, öðrum en meistar- anum, mundi koma til hugar að þakka það »Reykjavíkurpóstinum«, meðal annars af því, að hann var þá ekki til, og get eg þess Gröndal meistara til þekkingarauka, að hann kom út H47—1849. Timana frá 1840—1850 kallar Gröndal hins vegar gull- öld mikla með þessum orðum: »en frá 1840 til 1850 var hér lika »gullöld« .... Þá voru hér þeir fjórir brennívínsherserkir: Hróbjartur, Jón kópi, Sigurður skalli og Guðmundur i Traðarkoti . . . .« En hér hefir gleymst að geta þess mannsins, er helzt mátti prýða þessa gullöldina, og það er 'Benedikt Gröndal sjálfur, þvi að á þeirri öldinni mun hann fyrst hafa hafist til starfa. Þeim mönnum, sem vilja láta fólk halda að þeir viti alla hluti hetur en aðrir, væri holt að reyna að finna orðum sínum ein- hvern stað, svo að þeir verði ekki að fifli, ef einhver tekur ofan í þá. Annars eru þeir ekki færir um að eiga orðastað við menn. Reykjavík 3. júlí 1900. Jón Þorkelsson. Mannalát. Tveir merkismenn hafa látist í f. m. í Njarðvíkum: Sigfús Jónsson bóndi í Nýabæ, 12. f. m., 37 ára gamall; dó úr lungnabólgu, eftir infl., frá konu og 3 börnum. Hann var 37 ára gamall. Hinn var Árni Pálsson, bamakenn- ari á Akri, 46 ára gamall, lézt 27. f. m., sömul. úr lungnabólgu, frá konu og 10 börnum. Hann bjó áður í Narfakoti og gerði þar töluverðar jarðabætur, en var síðan barnakennari hreppsins 6 ár og vann fyrir fjölskyldu sinni af mestu alúð og elju, en við mikla fátækt og örðugleika; hafði mik- inn áhuga á framförum og var mikill greindarmaður og vel að sér. Bind- indisfrömuður var hann ötull og ein- dreginn. Vestan um haf, frá Wiunipeg, er skrifað lát Stefáns Gunnarssonar, Gunnarssonar, bónda á Bakka í Skrið- dal; hann dó 12. desbr. í vetur. Ste- fán átti fyrir konu Onnu Sigfúsdóttur og bjuggu þau á Mýrum í Skriðdal, en fluttust vestur um haf árið 1876. Voru þau fyrst fjögurár í Nýa-lslandi en sfðan bjuggu þau ávalt í Winuipeg og vann Stefán þar að iðn sinni, tré- smíði. Stefán var 54 ára gatnall, þeg- ar hann lézt, og höfðu þau hjónverið í hjónabandi 29 ár. Börn þeirra hjóna voru þrjú, einn sonur og tvær dætur. ^onurinn, Sigfús að nafni, dó 18 ára gamall 1887, þá við skólanám í Winni- peg, en dæturnar lifa og eru báðar giftar, önnur síra Birni B. Jónssyni, presti i Minnesota, en hin dr. Ólafi Stephensen, lækni í Winnipeg. Stefán sál. var einn hinna fyrstu laudnema vestra, tók góðan þátt í fé- lagsskap Islendinga þar. Hann var prúðmenni, virtur og elskaður af öll- um. * Olafsvík 22. júní. Mér finst rétt að getið sé í blöðanum þeirrar hátíðlegu guðsþjónustu, er haldin var á kristnitökuafmælinu, 17. þ. m., hér í Ólafsvik kl. 10 og á Ingjaldshóli kl. 2. Eg hefi aldrei á ævi minni heyrt jafn-til- koinumikinn söng i kirkju. Okkar ágæti organisti Hallgrimur Jónsson hafði æft menn í hátíðasöng sira Bjarna Þorsteins- sonar og var sungið Introitus á hvíta- sunnu, Gloria in excelsis og Sanctus. Einar Markússon umboðsmaður söng l.ten- ór, Ben. Gröndal cand. phil. 1. bassa og Halldór Steinsson læknir 2. bassa, og þótti öllum takast fyrirtaksvel, enda mun naum- ast á einum stað á Islandi jafnágætir söng- menn eins og þessir 3 eru, nema þá i Reykjavík. Fleiri mikið góðir söngmenn eru hér, svo sem Guðbrandur verzlunar- maður Þorkelsson, Jón Magnússon búfræð- ingur o. fl. Allir þessir menn eiga sann- arlega opinbera viðurkenningu skilið fyrir það, hve fúsir þeir eru að leggja sinn skerf til þess, að kirkjusöngurinn verði fag- ur og tilkomumikill. Mér finst annars vanta svo mikið á, að söngmennirnir á landi voru geri sér jafnmikið far um að bæta kirkjusönginn eins og að hljóta lof á samsöngum. Eg efast um að hátíðlegri söngur hafi víða heyrst á Islandi á þessu 900 ára afmæli kristninnar hér. Hvað er hlustarhrelliug? Einhver náungi, sem nefnir sig »G« í 4. nr. »Þjóðólfs« þ. á., lætur orðið »hugar- hrelling« tákna söng (annaðhvort með barka eða hljóðfæri) þeirra manna, sem að hans dómi eru ekki fullnuma í þeirri list. En eg get nú sýnt hr. »G.« með rökum, að hann hefir ekki einu sinni farið nærri hinni réttu þýðingu orðsins. Hin sanna hlustarhrelling er, að heyra ýmsa treggáfaða pilta, sem hafa svo sorg- lega skakka hugmynd um sjálfa sig, að þeir halda sig bera höfuð og herðar yfir aðra menska menn í þekkingu, gnæfa sem tröll yfir alla alþýðu, gjörast digurmælta og moka siðan ófimlegum stóryrðum, ýmist yfir menn eða málefni, eða hvorutveggja, og leggja það sérstaklega fyrir sig, að kveða niður allar hreyfingar í þá átt, að auka mentun og menning hjá þessari þjóð, er hún mun þó vart hafa of mikið af enn, Eftir þvf, sem næst verður komist af nefndri grein, þá hefir höf. ætlað að sýna fram á ófullkomleik þeirra manna, í list sinni, sem sérstaklega leggja stund á sönglistina, og þessa viðleitni sýnir hann 1 þvi, að hann kveður upp undantekningar- lausan allsherjar-sleggjudóm yfir öllum söngmönnum landsins, sem er viðllka rétt- látur eins og höf. hefði gefið hörnunnm það að sök, að þau eru börn, og hefðí óskað og beðið þann góða anda, sem heldur vernd sinni yfir þersu landi, að losa það við þá plágu(!), að eiga óþroskuð ungmenni. Eg veit, að þekking í söng er enn í barndómi hjá oss yfirleitt, eins og svo margt annað, er að fullkomnun þjóð- arinnar lýtur, og eg ætla þvi ekki að halda því fram, að henni sé [ekki ábótavant, til þess að vera svipuð því, sem hún er í öðrum löndum. En þrátt fyrir það, hlýt- ur hver maður með nokkurri skynsemi og réttlættistilfinningu að játa, að vér eigum allmarga söngfróða og vel hæfa menn i list sinni, ei a hver annar en þessi »H.« í »Þjóðólfi« mundi t. d kalla spil og söng Svb. Sveinbjarnarsonar, Jónasar Helgason- ar, Brynjólfs Þorlákssonar, Stgr. Johnsens, B. Kristjánssonar, H. Ilelgasonar, síra Bj. Þorsteinssonar o. fl. o. fl., »auðvirðilegt óæft viðbjóðsvæl«, eins og höf. kemst að orði um »musik« hinna islenzku söng- manna. Ef litið er yfir framfaratímabil hér á landi, þá sjáum vér, að það er ekki lengra en sem svarar einum mannsaldri. Yið byrj- un þess timabils voru því nær allar kirkj- ur á landinu hljóðfærislausar, söngur mjög bágur, og söngþekking sama sem engin. Þetta hefir svo mikið lagast á þeim stutta tima, að nú eiga þvi nær allar kirkjurgóð hljóðfæri, lýtalitinn söng og vel við unandi söngfróða menn, til að leika á hljóðfæriog stýra söngnuin. Ef oss miðaði eins áfram í öllum framfaramálum vorum, sem í þekk- ing sönglistarinnar, þá mættum vér vel við una, og var þvi minni ástæða fyrir höf. að koma með þessa árás á þá menn, sem fyrir lofsverða námfýsi og framtakssemi, hafa unnið og vinna að því, að bæta úr vanþekking í söng hér á landi, þótt þeir fyrir fátæktar sakir hafi ekki í tíma getað fullkomnáð sig i list sinni erlendis svo að deim megi (að einum undanskildum Svb. Svb ) skipa á bekk með hinum beztu söng- fræðingum þar. Þó fleira mætti taka til athugunar í nefndri grein, þá læt eg mér nægja það, sem komið er, en óska og bið. að vér ís- lendingar mættum sem fyrst losast við hrokafulla sjálfbirginga, sem liggja á gægj- um eftir því, sem ófullkomið er og enn er í barndómi hjá oss: leitast við að fara það í háðslegan búning, og gjöra það að skot- spæni leiðitamrar og auðtrúa alþýðu. Ritað i aprílm. 1900. Hjörtur A. Fjeldsted. Nilsson botnverpingur, Dýrafjarðar-glæpamaðurÍDn, er nú dæmdur í hæstarétti í 2 ára betrun- arhúsvinnu. A.uk þess greiði hann landssjóði Islands 3000 kr. í sekt, og ríkissjóði 200 kr.. f á er hann dæmd- ur enn fremur til að greiða Hannesi Hafstein sýslumanni um 750 kr. í skaðabætur, og ekkjunum vestur í Dýrafirði, er mistu menn sína fyrir hans tilverknað, annari 3600 kr., og hinni 1100 kr. í skaðabætur. Loks á að færa hinn dæmda af landi burt að aflokinni hegningu, með því að hann er utanríkismaður (sænskur). Hæstiréttur staðfesti yfirréttardóm- inn gegnþeim félögum Nilsons báðum, þeim Holmgreen stýrimanni og Ru- gaard matsvein, 3x5 og 4x5 daga fangelsi við vatn og brauð. Amerískt skeratiskip kom hingað í nótt, Niagara, 1600 smál. að stærð, kemur frá New York en kom við á Frakklandi og í Leith; ætlar héðan til Noregs. Eigandi og formaður fararinnar er Howard Gould sonur auðmannsins nafntogaða Jay heit. Gould. Kona hans er með honum og 2—3 kunningjar. Enskt skemtiskip er Cuzco heitir og er nær 4000 smál. að Btærð, með 4000 hesta afli, er væntanlegt hingað 26. þ. m., gerzt út af sama félagi sem Ophir var frá í fyrra, með fjölda farþega. það átti að leggja á stað í gær frá Lundúnum til Björgvinar og sigla þaðan norður með Norvegi endilöngum, en þá til Spitz- bergen, og þaðan hingað til Reykja-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.