Ísafold - 04.07.1900, Blaðsíða 4

Ísafold - 04.07.1900, Blaðsíða 4
172 víkur; atendur hér við 3 daga og fara 8umir farþegarnir til þingvalla. Bú- ist við svo mörgum farþegum, að aðr- ir geti ekki fengið far með skipinu >tóan til Englands. Umboðsmaður útgerðarfélags þessa hér er Sigfús Ey- mundsson. Búa-ríma. Hún erl*r eftir »Lögbergi« i því skyni, að Inargfalt fleiri fái að heyra hana en það blað sjá sér á landi. Hún er, segir höf., kveðin á jólunum í vetur, 1899. Hún er órækur og á- nægjulegur vottur þess, að kveðskap þess mikla og fræga ljóðsnillings vors er ófarið aftur, þótt hann sé nú hálf- sjötugur að aldri. Búa-Páll er Paul Kriiger, ríkisforseti í Transvaal; en Jón Boli er alkunnugt uppnefni á Bretum. Dr. Finnur Jónsson prófessor kom hingað frá Khöfn með póstgufuskipinu Botnía 30. f. m. Hann ætlar að ferða3t austur um Rangár- vallasýslu og þá vestur í Dali, en verða hér kominn aftur áður en stú- dentarnir dönsku koma. Brauðaveiting. Akureyri veitt af konungi 8. f.mán. síra Geir Sæmundssyni á Hjaltastað og sömuleíðis Útskálar s. d. settum presti þar Friðrik Hallgrímssyni. Mælifell í Skagafirði veitt af Iands- höfðingja 13. f. mán. síra Sigfúsi Jóns- 8yni í Hvammi í Laxárdal. Biskupsvísitftzía- Herra biskupinn, Hallgrímur Sveins- son, lagði á stað héðan í gær með gufuskipinu Ceres norður á Akureyri til yfirreiðar um Eyafjarðarprófasts- dæmi og nokkuð af Skagafirði. Er væntanlegur heim aftur 22. ágúst með sama skipí. Með honum fór skrifari hans, Ólafur Rósenkranz kennari. Frá útlöndiiin. Búar þvælast enn fyrir Bretum, þrátt fyrir ófarirnar um fyrri mánaða- mót. Krúger ófáanlegur til að’ gef- ast upp. f>eir gera fjandmönnum sín- um ýmsar skráveifur, t. d. ónýta fyr- ir þeim ritsíma og járnbrautir og þar fram eftir götunum. Óllu meiri tíðindum þykir nú sæta ófriður sá, er Norðurálfustórveldin, Bandamenn og Japanar eru komin í við Kinverja og hófst 17. f. mán. með þeim hætti, að Kínverjar létu upp úr þurru og á náttarþeli fara að skjóta úr kastalavirkjum í Taku, hafnarbæ frá Tientsin, á herskip frá þessum ríkjum, er lágu þar á höfnin»i, og veittu þeim áverka. En þau tóku í móti og sprengdu virkin á skammri stundu, gerðu síðan landgöngu cueð 2000 manna og tóku bæinn (Taku), en handsömuðu 400 Kínverja. f>að hafði gerst áður, að ríki þessi sum eða öll höfðu hleypt liði á land í Kína með samþykki stjórnarinnar til verndar þarlendum þegnum' sínum fyrir uppreistarseggjum kínverskum, er hún átti sjálf í höggi við, en ekkju- drotningin, sem ríkjum ræður fyrir keisarans hönd, er raunar grunuð um að vera í vitorði með, enda er sögð þeim jafn-fjandsamleg útlendum mönn- um; það er þeirra áform, uppreistar- manna, að myrða þá alla eða flæma úr landi. þeir kalla sig »hnefamenn« og eru nokkurs konar kínverskt þjóð- vinafélag; kvað vera í því margt stór- menni Kínverja. Sannfrétt er, að myrtur hafði verið í Peking kanzlari Japansmanna, hjá sendiherra þ4irra þar, en bornarbrigð- ur á, að sendiherra þjóðverja og Banda- manna þar hafi farið sömu leið. En fjölda kristniboða höfðu uppreistar- menn myrt víðsvegar um land. Nokkuru fyrir miðjan júnímánuð lagði Seymour, enskur aðmíráll, upp frá herskipalægi fyrnefndra ríkja áleið- is til Peking landveg með 2000 manna, samlagslið frá þeim, til fulltingis þeirra mönnum í höfuðborginni. Vita menn það síðast til þeirrar sveitar, að hún var komin míðja leið milli Tientsin og Peking, en svo hafði ekkert til henn- ar spurzt 8—10 daga, með því að Kínverjar höfðu og slitið ritsímann frá Peking. það var 26. f. mán., sem póstskip fór frá Skotlandi og þetta var síðast þar að frétta. J?að mun vera áform stórveldann^ að hlutast til um, að sá eða þeir taki við stjórnartaumum í Peking, er vilji og geti ábyrgst útlendum mönnum í ríkinu full grið. þau búa nú sem óð- ast skipalið þangað, ásamt Banda- mönnum og Japansbúum. Murawiew greifi, utanríkisráðherra Rússakeisara, varð bráðkvaddur f Pét- ursborg 21. f. mán.; varð ekki nema rúmlega hálffertugur. Embætti það hafði hann á hendi 3| ár, og þótti vitur maður og skörungur. Hann var friðarvinur mikill, og mun vandfylt mjög skarð hans. Hann var áður sendiherra í Kaupmannahöfn. Gallifet, hermálaráðherra Frakka, farinn frá embætti. Hann reyndist skörungur í Dreyfusmálinu í fyrra, réttvís maður og einarður. Enn þykjast Norðmenn hafa kent á gjörræðisér til hauda af konungs hálfu eða sonar hans Gustavs konungsefnis; hann synjaði í fjarveru föður síns, en vitaclega með hans ráði staðfestingar á laganýmæli um konsúlakaup, er þeim var áhugamál, þvert ofan í tillögur allra hinna norsku ráðgjafa sinna. Póstgufuskipin. f>au komu hingað bæði, Ceres og Botnía, 30. f. m., Botnía beint frá Khöfn og Skotlandi, en hitt norðan um land og austan. Meðal farþega með Botníu voru frá Khöfn: Lefolíi stórkaupmaður, ekkjufrú H. Th. A. Thomsen, Boilleau barón, fröken Ásta S. Sveinbjörnsson, frk. Lucinde Möll- er, ílannes Ó. Magnússon verzlunarm. með konu sinni og Ari Jónsson stú- dent; en frá Skotlandi ýmsir enskir ferðamenn, þar á meðal Sandíord biskup, faðir sjóforingja þess, er skaut sig hér í fyrra á herskipinu Blonde og grafinn er vestur á Dýrafirði — fer þangað í dag með Botníu. þ>á var og með skipinu maður vestan úr Mexico. Með CereB kom frá útlöndum Gunn- ar kaupm. Einarsson; að norðan Gísli ísleifsson sýslum. á Blönduós; að vestan þot valdur Jónsson héraðslækn- ir á Isafirði, Árni Sveinsson kaupm. og Björn þórðarson verzlunarstjóri þar. Ceres fór aftur 1 gær sömu leið og með henni flestir hinir sömu farþegar og margir fleiri. V e ðdeildar reglugi örð Landsbankans hefir loks hfotið stað- festing ráðgjafans fyrir ísland lð. f. mán. |>ar stendur, að veðdeildin taki til starfa 1. júlí. Ný lög. jbessi tvenn lög frá síðasta alþingi kafa hlotió konungsstaðfestingu 21. f. m. 33. Um undirbúning og stofnun klæðaverksmiðju. 34. Um leyfi til vegalagningar um Arnarhólstún í Reykjavík, n. fl. Lagasynjanir. Frumvarpinu frá síðasta þingi um friðun fugla og hreindýra hefir verið synjað konungsstaðfestingar 21. maí þ. á. Frumvarpi um heimild til að selja lóð af Arnarhólstúni (Batterífrv.) 21. júní. Proelama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. opið bréf 4. jan. 1861, erhérmeð skorað á alla þá, sem til skulda telja í dánarbúi Kristjáns Kristjánssonar frá Gunnarsstöðum (fyrrum í Straumfirði) að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðanda Dalasýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá 3. birtingu auglýsingar þessarar. Skiftafundur verður haldinn í dán arbúi þessu að Blönduhlíð í Hörðu dalshreppi miðvikudaginn 29. ágúst næstk. um hádegisbil. Skrifstofu Dalasýslu 22. júní 1900. Björn Bjarnarson Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir peninga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. Snndmagar vel verkaðir verða keyptir fyris pen inga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavik Asgeir Sigurðsson. Kennari við barnaskóla Stykkishólmshrepps næsta vetur er enn óráðinn. Kenslan byrjar 1. okt. og fer fram til 14. tnaí. Umsóknir um kennarastöðuna sendist til hrepps- nefndar Stykkishólmshrepps fyrir á- gústlok. Stykkishólmi 18. júní 1900. Hreppsneýnd Stykkishólmshrepps. Hér með auglýsist, samkvæmt 9. gr. laga nr. 7, frá 13. apríl 1894 um ýmisleg atriði, sem snerta gjaldþrota- skifti, að bú Sigurðar bónda Sigurðs- sonar frá Rauðamel ytra hér í sýslu hefir veriö tekið til gjaldþrotaskifta, samkvæmt 2. gr. nefndra laga. Jafnframt er, samkvæmt skiftalög- unum frá 12. apríl 1878 og opnubréfi frá 4. jan. 1861, skorað á þá, er skuld- ir kunna að eiga í búinu, að segja til þeirra og sanna þær fyrir skiftaráð- andanum hér í sýslu innan 6 mánaða frá seinustu birtingu auglýsingar þess- arar. Skiftaráðandinn í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Stykkishólmi 23. dag júním. 1900. Lárus H. B.jarnason. Óhætt er öllum að koma í pappírsbúð mína. |>að er skarlatssótt í húsinu í ein- angruðu herbergi> en á sóttvarn- arauglýsing læknisins, sem fest er upp á húsin, er berum orðum tekið fram, að fólki sé óhætt aðkoma í búðina- Jón Ólafsson. Í verzlun B. H. Bjarnason pr. »Ceres« beint frá Berlin. Úrval af nýmóðins höttum. Óáýrari en allstaðar annar- staðar- Chartreuse °g Benedictiner-Pulver á 1 kr. pakkinn sem búa má til úr líkör, alveg einsog þann ekta. Brödr Berg Amagertorv 14. Köbenhavn. Sundmaga fyrir peninga kaupir hæsta verði W. Christensens-verzlun r I verzlun B. H. Bjarnason pr. s. s. »Botnia« Eidammerostur, Goudaostur, Rúss- neskur ostur, danski Mejeriosturinn sem allir kaupa, Mysuosturinn Cervelatpölse, Spegepylsa Agúrkur, Pikles, Syltetöj, Marmelade, Chocolade og Confekt, Biscuit og Te- kex 20 nýar tegundir. Mörg þúsund af Gratulationskort- um mjög fallegum, sem seld verða i stórkaupum c. 20% undir almennu erlendu stórkaupaverði. Mikið af alls konar járnvörum og eldhúsgögnum o. m. fl. Verzlanin hefir nú svo fjölbreyttar vörubirgðir, að leitun mun verða á margbreyttari vörutegundum á meðal kaupmanna hér í bæ, að álnavöru einni undanskilinni, sem ekki fæst í verzluninni. Verðlagið svo ó- dýrt, að enginn selur ódýrara, og má sem dæmi nefna bezta Rjóltóbak á kr. 1,25 aur. Munntóbak á kr. 1,75 a. Koparístað Íundið á götum bæj- arins. Ritstj. vísar á. Undirritur hefir til sölu úrval af ljómandi fallegum SILKISLIFSUM. Sophia Heilmann Laufásveg 4 J.P.T.Brydes-verzlun kaupir hesta og hryssur fyrir vörur og peninga miðvikudag 4. og fimtudag 5. júlí fram á hádegi. -= VINDLAR ==- hvergi bétri eða ódýrari en í beztu búðinni, HAFNARSTRÆTI 8; kaup- ið einn til reynslu, þá munuð þið sann- færast. Holger Clausen. OSTUR fæst í BEZTU BÚÐINNI Hafnarstræti 8 Holger Clausen. Hýkomið með Ceres í beztu búðin HAFNARSTRÆTI 8 Kaffi, Kandís, Melís, Export, Kringler, Brjóstsykur o. fl. ________Holger Clausen- Fundist hefir rauður hestur á EIl- iðavatni, mark: heilrifað og biti a. h., sneiðrifað eða illa gerð heilrifa og biti a. v., kliptur kro3S á lend. Hans Hannesson póstur. Nýar vörur með Botnia. 3 tunnur og 6 kassar með postulíni. 5 kassar með email. eldhúsgögnum. 16 kassar með lömpum og lampa- áhöldum 17 kassar vefnaðarvörur alls konar. 33 kassar og 15 tunnur brauð allsk. 100 dunkar margarine. 19 dunkar og 12 kassar farfavörur. 224 kassar og pakkar með ýmsum vörum. Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og abm.)og Einar Hjörleifsson. Ísafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.