Ísafold - 21.07.1900, Blaðsíða 3
I
183
maður láti illa við sóttkvíun; þeir bera
enn fyrir sig landlækni — að hann
segi sóttina vera að eins »rauða hunda«,
segi það hverjum sem heyra vill, þótt
hitt hafi uppi látið í embættisbréfum
og þótt engum hugsandi leikmanni,
hvað þá lækni, geti blandast hugur um
eðli sóttarinnar, er veit bæði svo og
svo marga hálærða lækna og sóttinni
kunnuga vera sammála um það og
hefir fyrir augum aðfarir hennar, —
hvað hún er skæð og hve skömm er
sóttarumleitunin. f>eir gæta eigi þess,
að þetta er meiðandi áburður á land-
lækni — það er bæði að gera hann
tvítyngdan og að bendla hanu við
lymsku-andróður gegn lögmæltum sótt-
varnarfyrirskipunum og lofsverðri og
kappsamlegri viðleitni annara lækna
hér að stemma stigu fyrir sóttinni og
forða þar með landi og lýð við stór-
tjóni, manntjóni og fjártjóni. Hitt
liggur og í augum uppi, hve siðspill-
andi áhrif slík aðferð mundi hafa á al-
menning, er lögunum á að hlýða, og
hve gersamlega ósamboðin hún væri
embættisstöðu landlæknis — meira að
segja hrein og bein afsetningarsök.
Virðist annar eins maður og landlækn-
ir vor eiga tilkall til þess af almenn-
ingi, að vera laus við þess kyns skað-
ræðis-aðdróttanir og óhróður.
Árnessýslu 16 júlí:
Nú er sláttur alment byrjaður fyrir
nokkuru, en lítur miður vel út með þerri.
Grasvöxtur á túnum tæplega í meðallagi,
og sumstaðar hvergi nærri það, enda eru
þau víða kalin til stórskemda. Aftur á
móti litur út fyrir, að útjörð verði i betra
lagi; þó er valllenui snögt og kalið.
Byrjað er á að bera ofan í veginn milli
brúnna, Flóaveginn, enda var ekki van-
þörf á því. Mátti kalla hann litt færan
með köflum.
Hér var nýlega á ferð mjólkurmaður
danskur, sem ráðinn hafði verið að til-
hlutun »Búnaðarfélags íslands«. Hann
kom með Botniu um daginn og heitir
Hans Grilnfelt Jepsen. Hefir hann dvalið
um tíma í Ytri-Hreppnum á 3 bæjum:
Hrepphólum, Seli og í Birtingaholti, að
leiðbeina í smjörgerð. A Seli var nú
stofnað handskilvindu-mjólkurbú og var
Griinfelt fenginn til að koma þvi á lagg-
irnar ásamt Sig. búfræðingi Sigurðssyni,
Mun þetta mjólkurbú hið fyrsta, sem kom-
ið ei hér á landi, og væri óskandi, að þessi
byrjun hepnaðist. Mjólkin er flutt til
mjólkurbusins í fötum, sem til þess eru
sérstaklega gerðar, skilin þar, og svo tekur
hver félagsmaður sma undanrenningu heim
til sin undir eins og búið er að skilja. —
Rjóminn frá hverjum bónda er vigtaður, helt
svo saman og búið til smjör í félagi.
Um kosningahorfur hér skal eg sem
fæst fullyrða. Þó heyrist mér alment látið
mikið vel við þeim síra Magnúsi og Sigurði
búfræðing. Litið er talað um bankastjór-
ann, nema bvað margur brosir að þeim
meðmælum með konum í einu blaðinu, að
hann sé bændastéttarmaður — af því hann
hefir verið bóndi fyrir 30—40 árum! Okkur
almúganum finst hann nú fremur eiga að
teljast i flokki hinna bálaunuðu embættis-
manna í Reykjavik. Hins vegar er síra
Magnús á Torfastöðum í sannleika búandi
maður hér og meira að segja einhver mesti
búhöldur i sýslunni.
úmsir hafa orðið varir við töluvert brall
i fáeinum mönnum hér með að koma ritstjóra
Þjóðólfs á þing. Hann mun hafa sett það
upp, að liann fengi fjölmenna og veiga-
mikla áskorun, til þess að fara siður fýlu-
ferð eins og siðast, og aldavinur hans og
átrúandi, Símon a Fossi, tekið að sér að
útvega kana. Hann kvað nú vera allur á
þönum i þeim leiðangri og hefir í verki
með sér svila Þjóðólfsritstjórans, Guðmund
lækni (frá Laugardælum), og Pétur nokk-
arn kennara á Eyrarbakka. Símon tók til
verka á hrossamarkaði þar á Selfossi fyrir
hálfum mánuði—hátið er til heilla bezt —
og kvaddi þá, sem þar voru saruan komnir,
til viðtals einslega og lagði fyrir þá á-
skoranina til undirskriftar. Lét hann síðan
drjúgum af, hve vel hefði veiðst; en aðrir
gera minna úr. Ekki veit eg, hvort þeir
félagar þægjast undirskrifendum neitt fyrir;
hefi ekki heyrt þess getið; þeirbjóða þeim
líklega í hæsta lagi í staupinu. Það eru ekki
allir svo höfðinglyndir, að bjóða manni
1 heila krónu fyrir atkvæði hans, eins og í
frásögur er fært um einn náunga á sýslu-
nefndarfundi eigi alls fyrir löngu. Sumir er
mælt að falist sjálfir eftir að skrifa undir,
af kerski, til þess að sjá manniun rogast
á kjörfund hálf-sligaðan undir afturhalds-
syndapokanum, og hafa gaman af að láta
hann fara slika för sem siðast. Um einn
undirskriftasmalann er það i frásögur fært,
að hann hafi viljað ná nafni eins meiri
háttar manns undir áskoranina, en var
gerður afturreka. Varð honum þá að orði
í öngum sinum, að það væri leiðinlegt, að
fá engan almennilegan mann undir skjalið.
Flothylkíð frá Andrée
sem getið var um dagiuti að fanst á
sjó frá LoftsstöSum og verzlunarstjóri
P. Nielsen á Eyrarbakka sendi með
Botníu Adam Poulsen veðurfræðisstjóra
í Khöfn, hafði verið hrfeinsað utan og
innan, áður en sá sem fann afhenti það.
En það var slæm yfirsjón af honum,
sprottin af hugsunarleysi. Smádýr og
jurtir þær, er festa sig við slíka muni
á rekstrinum í sjónum og eru ef til vill
lítt sýnileg berum augum, geta veitt
mikilsverða vitneskju um, hvar og hve
nær hylkið hefir verið látið í sjóinn.
Nú er heitið all-rífum verðlaunum
fyrir fundna muni tir farangri Andróe,
og ríður þeim á, er til verðlaunanna vilja
vinna, að varast að hreyfa minstu
vitund við því ástandi, sem þeir eru í,
er þeir finnast, heldur skila þeim ó-
opnuðum og óhreinsuðum og með öllum
sömu ummerkjum.
Það er mjög áriðandi, að taka þessa
bendingu til greina.
Kaupfélagsmenskan.
Um það mál segir Guðra. Friðjóns-
son svo í grein í Bjarka 14. þ. m.:
•þegar kaupfélag þingeyinga var
stofnað, setti það sér það mark og
mið, að afnema 'allar verzlunarskuldir,
innleiða hreint viðskíftalíf, auka eða
réttara sagt skapa alþýðu-atkvæði og
jafnrétti og hvers konar menningu auk
margs fleira, sem hér er óþarft upp
að telja«.
Úr engri þessari fyrirætlun segir
hann neitt hafa orðið í framkvæmd-
nni.
»|>eir sem ræddu mest um »skuld-
lausa verzlun«, urðu skuldugastir, langt
yfir alla aðra, þeir sjálfir og vanda-
menn þeirra.
Kaupfélagið átti að verða að sumu
leyti endurholdgau þjóðliðsins, að því
leyti m. a.,sem snerti aukna þátttöku
almennings í opinberum þjóðfélagsmál-
um, bæði í umhugsun um þau og at-
kvæðagreiðslu. þessi hugsjón var fög-
ur, og henni hefir verið alt af gart hátt
undir höfði — á pappírnum.
En í raun og veru er einveldisand-
inn í K. J>. orðinn svo ríkur og rót-
gróinn, að félagsmenn hafa ekki feng-
ið (stundum) að »panta« brúnel í reið-
pilsin handa konum sínum, auk heldur
að þeir hafi fengið meiru að ráða fyrir
stjórnarnefnd félagsins.
Og í raun og veru má svo að orði
kveða, að einn maður hafi alt ráð fé-
lagsins í hendi sér, þrátt fyrir þríeina
stjórnarnefnd og margliðað fulltráaráð.
það ðr eítt aðalmark og mið fé-
lagsins, að fá góðar vörur og ódýrar.
En ár frá ári koma vörur í félagið,
sem vafasamt er, hvort heitið geti
mannamatur. Mjölið er seudið, mygl-
uð grjónin, maís í hveitinu, ormur í
baununum, hálmur í korninu o. fl.
þess konar. Umboðsmennirnir eru á-
byrgðarlaus átrúnaðargoð og alt étið
með fullu verði, sem frá þeim kemur
undir matvörunafni.
þetta er því sorglegra, sem kaupfé-
lagahugmyudin er góð í sjálfu sér «g
hefir gert margt gagn, og víst er það,
að formaður félagsins okkar er drong-
ur góður og vit8munamaður«.
Frá Kínverjum.
Enn eru fréttir þaðan mjóg reikular
og sundurlausar. Sanuspurt er þó lát
sendiherra Þýzkalandskeisara í Peking,
v. Kettelers, 18 f. mán., og það með
níðingslegum atvikum og hroðalegum.
Þeir höfðu verið boðaðir til viðtals við
utanríkisstjórn Kínverjakeisara, allir
stórveldasendiherrarnir. En þá grunaði
að svik byggju undir og fóru hvergi,
enginn nema v. Ketteler. Og er hann
kemur í námunda við utanríkisstjórnar-
hölliua, veitast kínverskir hermenn að
honum og föruneyti hans, bera vopn á
þá og saxa hann suudur, sendiherrann.
Eftir það er gerð atlaga að hýbýlum
hinna sendiherranna; en þeir höfðu nokk-
urt lið sór til varnar og fengu hrundið
hinum af höndum sór að því sinni. —
Löngu síðar, í vikunni sem leið, eiga
þeir loks að hafa gefist upp og hlotið
herfilegan dauðdaga í höndum hins kín-
verska borgarskríls, en hafa sjálfir ban-
að áður konum sínum og börnum og
öðru skylduliði, roeð skotum, til þessað
það hlyti ekki stórum hryllilegri dauð-
daga hjá Kínverjum; en sönnur vantar
enn fyrir þeirri hroðafrótt.
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari gerði
þegar út herskip með liðsauka austur,
er hann spurði morðið á sendiherra sín-
um, og var þungorður mjög, sem von-
legt, ei.
Það eitt forðar Kínaveldi frá tortmi-
ingu, að stórveldin áræða ekki að saxa
það sundur milli sín, af því að þaubúast
við áflogum sln á milli um þá miklu
bráð. Ráðgera nú helzt að fá Japans-
keisara til að taka að sór að jafna á
Kínverjum og sefa þar allar óspektir.
Sá heitir Tuan prinz frændi keisara,
er mestu ræður nú í Peking, og hefir,
að mælt er, á sínu valdi bæði keisarann
sjálfan og drotninguna gömlu, er fyrir
stjórn hefir staðið að undanförnu. Ein
fréttin var sú, að hann hefði kúgað þau
bæði til að takainn eit.ur, ópíum, er keisari
beið bana af, en drotning varð vitskert.
Þetta átti að hafa gerst 19. júní. En
svo er að sjá á síðari tíðindum, að þetta
só skröksaga ein eða stórum ýkt.
Póstsklpið Laura
kapt. P. Chrigtiansen, kom , hingað í
gærkveldi og með henni þessir ísl. farþeg-
ar frá Khöfn : þeir Magnús Einarsson
dýralæknir og Sigurður Guðmundsson í
Helli (frá sýningunni í Odensvé), Páll
Vídalín Bjarnason cand. juris og frk.
Valgerður Jolinsen úr Reykjavík; en frá
Vestmanneyum Þorsteinn Jónsson læknir.
Enn fremur fra Khöfn Nicolai Thomsen
kaupm. og ferðamannaleiðtogi, og tengda-
faðir lyfsala M. Lund. Loks frá Skot-
landi 13 útlendir ferðamenn.
Frá Garðarsfélaginu
á Seyðisfirði kom 18. þ. m. gufuskip
»Norðfjord«, eitt af fiskiskipum þess
félags, og með því Þorsteinn Erlingsson,
ritstj. Bjarka, sem er einn í stjórn þess
félags, til að útvega sér hór bæði skip-
stjóra og háseta. Sagði afla góðan á
Austfjörðum. Fór aftur daginn eftir.
Gufuskipið Angelus
kom hingað 171 þ. m. með kol frá
Englandi til Brydes-verzlunar. Ætlar
héðan norður á Sauðárkrók að taka þar
hross fyrir þá Zöllner og Vídalín, og
koma eftir það aðra ferð hingað með
kolafarm og steinolíu.
V er zlu narfr éttir
miður góðar frá útlöndum. íslenzk
vara að lækka í verði til muna, eitikum
ull og fiskur. Norðmenn fiskað afbragðs-
vel á vorvertíðinni í Finnmörk; það
hefir farið með fiskverðið. Kol sömu-
leiðis enn heldur að hækka í verði en
lækka, og' er um kent ófriðinum í Kína.
Frá Búum.
Enn eiga Bretar það langt í land að
bíta úr nálinni við Búa, að líklegast
þykir að ófriðurinn standi hálft eða
heilt mis8Íri enn. þeir höndluðu ný-
lega, Búar, heila sveit brezkra liðs-
manna, um 500. Bretar hafa að vísu
ógrynni liðs þar syðra, töluvert á 3.
hundrað þús., og munar því lítið um
þetta; en sneypan er eigi minni fyrir
það og auk þess alt af að magnasc ó-
ánægjan heima fyrir á Englandi út af
þessum glæpsamlega glapræðishernaði.
Svo kveður blað eitt í Lundúnum
að orði uýlega, »Reynolds’s Newspap-
er«, að svo virðist, sem Bretar séu
enn jafn-langt frá ófriðarlokum í Suð-
ur-Afríku, einsogfyrir 9 mánuðum, er
friðurinn var rofinn. jbeir hafi nú á
sínu valdi járnbraut og 6 mílna (enskra)
breiðan geira á hvora hlið hennar og
ekkert annað. En landið, sem þeir
hyggist að vinna, sé helmingi stærra
en Frakkland. í Transvaal hafi þeir
ekki komist áleiðis nema J hluta leið-
arinnar; að öðu leyti só landið í hönd-
um Búa. Ekki hafi það verið aunað
en hlægilegt mont, að lýsa yfir innlim-
an Óraníulýðveldis í brezka ríkið, því
að þar sé stöðugt verið að heya or-
ustur, og svo að kalla undantekning-
laust veiti Bretum miður. Aldrei, frá
því er ófriðurinn hófst, hafi kveðið
jafn-mikið að fréttum um særða menn
og fallna í liði Englendinga, eins cg
tvo síðustu mánnðina — að ótöldum
þeim, er af sjúkdómum látast. En
blöðin séu að reyna aó dylja þetta
með því að gera sem minst úr frétt-
unum. Ófriðurinn kostar Englendinga
um 2 miljónir punda (36 milj. kr.) á
viku hverri. Og þrátt fyrir hinn af-
mikla liðsafla þeirra í Suður-Afríku er
viku eftir viku verið að senda suður
nýan liðsauka. Blaðið fullyrðir, að
þessar hersveitasendingar stafi af
megnum ótta við svertingjauppreiat,
sem að öllum líkindum megi búast
við, enda séu svertingjar þegar farnir
að hefja ránferðir inn á þá landfláka,
er herlið Breta hafir náð á sitt vald.
Ofan á þessa örðugleika bætist svo
ófriður Breta í Kína. þeir hafi
ekkert herlið, er þeir geti þangað sent,
vegna þess hve mikinn mannafla þeir
þurfa í Suður-Afrítia, en ráðgertíþess
stað að senda þangað menn af her-
skipunum og nota þá sem landher.
Blaðið telur það hinn mesta voða.
Ágætur siglingabátur
verður til sölu á uppboðinu 25.þ. m.
Sá er hirt hefir skrúfhamar á grjót-
inu við lækinn hjálandshöfðingjabrúnni
er beðinn að skila honum mót góðum
hirðingarlaunum til þorkels Gíslason-
ar snikkara Tjarnargötu 8.
Passíusálmarnir, 40. útgáfa,
prentuð 1896, óskast keypt eðafengin
í býttum fyrir 41. árg. Ritstj. vísar á.
Ö11 u m þ e i ni, sem styrktu okkur i
banalegu og við missi okkar elskulega son-
ar, sem og öllum þeim, er sýndu hluttekn-
ingu við jarðarför hans, þökkum við hjart-
anlega og biðjum guð að launa.
Einarsköfn 21. júlí 1900
Marsibil Arnadóttir. FAnar Guðmundss.
Þegar þér biðjið um Skandinavisk Ex-
portkaffi-Surrogat, gætið þá þess, að vöru-
merki vort og undirskrift sé á pökkunum.
Khavn K. F. Hjorth & Co.