Ísafold - 21.07.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.07.1900, Blaðsíða 2
182 fyrir, um hve mikið er teflt, hann tekat á hendur margfalt meiri ábyrgð en hann er fær mm, ef tómlæti hans verður að baga. Vextir af lánam - í hlutafélagsbankanum. feirri flugu hefir verið komið í munn sumum mönnum, að vextir af peningalánum í hlutafélagsbankanum væntanlega muni sjálfsagt verða mjög háir. Alls engin ástæða, sennileg né ó- sennileg, skynsamleg né heimskuleg, hefir verið fyrir þessu færð, svo .oss sé kunnugt. það hefir að eins verið fullyrt, að sá banki ætli að lána Is- lendingum fé gegn okurrentum. Og svo bafa sumir orðið til að trúa því í blindni og bera það út. Sannleikurinn er pú einijiitt sá, að allur líkur eru til þess að vextirnir hjá hlutafélagsbankanum verði lágir fyrsta sprettinn. þegar frá iíður, og bankinn hefir komið út mikilli seðlaupphæð og nokkurn veginn reynsla er fengin fyrir arðvænleik ýmissa fyr- irtækja hér á landi, virðist mega búast við að vextirnir verði hér eins og í öðrum löndum. Bankinn hlýtur sem sé að leggjaalt kapp á það að nota seðlaútgáfuréttinn sem allra mest. En því hærri sem vextirnir eru, því meira dregur að sjálf- sögðu úr lánunum. Hve mikið undir því er komið fyr- ir bankann að geta lánað seðla sína, þótt ekki sé nema gegn lágum vöxtum, getur hver maður séð, ef hann hugs- ar sig dálítið um. Fyrir hverjar 400 krónur, sembank- inn gefur út í seðlum, þarf hann að hafa hjá sér 100 krónur í gulli. Gerum ráð fyrir, að hann borgi 4 kr. um ár- ið í vexti af þesBum 100 krónurn. En þó að hann láni seðlana út gegn hálfum þeirn vöxtum, er hann borgar sjálfur af gullinu, 2'/», fær hanu 8 kr. í vexti af þeim. Láni hann seðlana út gegn jafn-háum vöxtum sem hann borgar sjálfur, if, fær hann 16 kr. Hann fær, þá með öðrum orðum, 16°/» í vöxtu af þeim gullforða, er hann borgar Sjálfur 4”/o vexti af. þetta ætti að sannfæra alla skyn- sama menn um það, hvílík fjarstæða það er að gera sér í hugarlund, að bankinn muni verða um skör fram örð- ugur í vaxtakröfum og á þann hátt draga úr lántökunni, þó að honum bjóðist hæfileg trygging. Bankinn vill auðvitað græða. Með- an hann hefir mikið af seðlum fyrir- liggjandi, eins og hann hlýtur að hafa í byrjuninni, ríður honum á að setja ekki vextina hærri en svo, að seðlarn- ir gangi sem mest út. Og eins og þegar er sýnt, getur hann grætt á þeim, þó að vextirnir séu afarlágir. Sterkarí hvöt en þetta til þess að halda vöxtunum niðri, gæti bankinn naumast fengið. Og vextirnir gætu ekki orðið háir hér á landi fyrst um sinn, nema eftirspurnin eftir þeim yrði margfalt ríkari en nokkur maður ger- ir sér nú í hugarlund. Útlendir ferðamenn. Mr. Fredk. W. W. Howell frá Bir- mingham, er hér hefir ferðast um land margsinnis áður, kom hingað til bæj- arins fyrir fám dögryn með flokk ferða- manna: Miss Hastie, Captain Cope, Mr. Bisiker, Mr. Glen, Mr. Thomas og Mr. Hill. Miss Hastie hafði geng- ist fyrir ferðalaginu. Flokkurinn fór Kjalveg og var 16 daga á leiðinni frá Akureyri, tjaldaði við Aðalmannsvatn, á Hveravöllum, í þjófadal, í Gránanesi, í Hvítárnesi, við Sandá og við Geysi. Miss Hastie og Mr. Hill fengust einkum við að safna sýnishornum af jurtagróðrinum, Mr. Thomas við jarðfræðisrannsóknir og Mr. Bisiker bjó til uppdrátt af leið- inni frá Hveravöllum til Hvítárvatns. Veðrið var gott og útpýnið einkar- fagurt. Hvítárvatn fult af háum jökl- um. Um baráttu frosts og funa í Kerlingarfjöllum þótti ferðamönnunum afarmikils vert. þeir Mr. Hill og Mr. Howell fóru upp eftir einum afdaln- um þar, þangað til þeir komu þangað er jökullinn nær alla leið ofan að laug- unum; þar hefir gufan búið til afar- mikla hella í jökulinn. Bitsíminn og alþýðan. Fyrir blaðamenn og kaupmenn, en ekki fyrir alþýðu manna, halda þeir að rirsíminn verði — þeir menn, sem ekki bera nokkurt skyn á það mál. Auðvitað hefir ritsíminn áhrif á blaðamenskuna, og þau stórvægileg. Hann gerir blöðunum kost á að flytja þjóðinni fréttir af sínu eigi landi og utan úr heimi langt um fyr en ella. Og að sjálfsögðu gerir hann útgáfu blaða kostnaðarsamari, fyrirhafnar- meiri og víðtækari en hún er nú. Hvort hann gerir hana að sama skapi arðsamari, er undir því komið, hve mikils virði þjóðin telur sér breyting- arnar. Blaðaútgefendur hafa eksert annað en aukna fyrirhöfn og aukinn kostnað af breytingunni, svo framar- lega sem þjóðinni þykir ekki mikils um hana vert. En kaupmennirnir þá? Er ekki gróðinn af ritsímanum þeim sjálfsagð- ur? Og fellur sá hagur á nokkurn hátt alþýðu manna í skaut? Orð leikur á því, að ýmsir af auð- ugustu kaupmönnunum, sem reka verzlun hér á landi, séu ritsímanum mjög andvígir, og að þeim leiki hugur á að gera því fyrirtæki allan þann ó- greiða, sem í þeirra valdi stendur. Hvort sem þetta er nú satt eða ekki, þá er það að minsta kosti mjög skiljanlegt. Einn aðalörðugleikinn við verzlun hér á landi er áhcettan. Tímunum saman á hverju ári eru kaupmenn hér á landi að kaupa vörur og selja þær, án þess að hafa bugmynd um, hvort þeir geri sér það f skaða eða ábata, af því að þeir fá þá engar fregnir af markaðinum í öðrum löndum. Af sömu ástæðu geta þeir oft ekki held- ur vitað, hve nær mest ríður á að koma vörum á markaðinn. þetta spillir að sjálfsögðu verzlan- inni að stórum mun. Meðal annars á þann hátt, að kaupmenn verða að leggja á vörurnar fyrirþessari áhættu, svo að þær hljóta að verða töluvert dýrari fyrir bragðið. En eigi síður á þann hátt, að vfða á landinu girðír það fyrir alla veru- lega samkepni. Vegna þess, hve á- hættan er mikil, geta ekki aðrir en auðmenn rekið verzlun að nokkurum mun víða hór á landi. Og þar sem samkepnína vantar, er alþýðan að sjálfsögðu á kaupmannanna valdi. Af þessum ástæðum er einkar-vel skiljanlegt, að auðmönnum, er verzla hér á landi, búi annað rfkara f huga en að fá hingað ritsíma. f>ar sem annars getur verið um nokkura einokun að ræða, hlýtur hún að líða undir lok með ritsímanum. Enda sagði fyrir nokkurum árum einn af mestu Islands- vinunum, sem hér hafa við verzlun fengist, Otto Wathne, við þann, er þetta ritar, að hann hefði í hyggju að gefa 3000 kr. til þess að fá ritsíma til Seyðisfjarðar, sf þess yrði kostur. En almennings vegna væri það ein- göngu; sjálfur hefði hann ekkert ann- að en óhag af breytingunni; því að þá gætu allir farið að verzla. f>etta, sem hér er sagt, er í ná- kvæmu samræmi við reynslu þá, er orðið hefir á við sams konar breyting hjá öðrum þjóðum, sem eru í fjarlægð við markað menningarþjóðanna og hafa fengið ritsímann seint, eins og t. d. í Kína. Áður en ritsími kom þang- að, tókst einstökum Norðurálfukaup- mönnum að raka þar saman auð fjár. En það var ekki á færi nema örfárra manna; aðrir stóðust ekki áhættuna. Bitsíminn færði niður verzlunargróð- ann, en gerði hann jafnframt tryggari og áreiðanlegri. Nú komast miklu fleiri að til þess að verzla með sæmi- legum ágóða, en enginn getur grætt eins mikið á þeirri verzlun eins og áður. Hér á landi hljóta áhrifin af ritsím- anum að verða alveg hiu sömu. Hann girðir fyrir ósanngjarnlega mikinn gróða Btórauðugra kaupmanna, sem geta staðist stjórtjóu — hafa fjármagn til að bíða þangað til þeir geta unnið það upp aftur á alþýðu manna —, en gerir verzlunina margfalt greiðari að- göngu fyrir efnalitla menn. f>að er með öllu óhjákvæmiJegt, að ritsíminn breyti verzluninni hér á landi til stórra muna, og þær breyt- ingar hljóta allar að verða til batnað- ar frá sjónarmiði alþýðunnar. Gætum nú að kostnaðinum. Ef vér gerum kostnaðinn við lagn- íngu landsímans 70,000 kr., sem er hærra en áætlað er, og skiftum hon- um niður á þau 20 árin, sem vér eig- um að leggja fé til sæsímans, þá verð- ur hann, með 4°/0 vöxtum og afborgun, 5,600 kr. á ári. Árskostnað við að nota landsímann má telja 20,000 kr., og er mjög vel í lagt. Tillagið tilsæ- símans er 35,000 kr. ári. jþetta verð- ur samtals 60,600 kr. á ári fyrstu 20 árin. f>á er lagning landsímans borg- uð að fullu og tillagið til sæsímans sömuleiðis úr sögunni. Hvað halda menn nú, að viðskifti íslendinga þurfi að batna mikið, til þess að jafna þennan 60 þús. króna árskostnað? Vér gerum ráð fyrir, að viðskiftin standi í stað og nemi 15 milj. króna. |>au þurfa að batna um 2/5°/0. Með öðrum orðum: Hver 100 kr. viðskifti þurfa að batna um 2/5 úr einum eyri, til þess að verzlunin borgi þennan kostn að, þó að vér hefðum alls engar tekj- ur af ritsímanum. Eða tökum annað dæmi. Vér kaup- um 780,000 pund af kaffi og 220,000 pund af sykri. Ef kaffipundinu þok- aði niður um 2 aura og sykrinu nm aðra 2 aura, bvortveggja varan yrði þeim mun ódýrari á ári hverju þessi 20 ár, seru um er að ræða, þá væri fenginn á þeim tveim vörutegundum allur kostnaðurinn, sem oss er ætlað að hafa af ritsímanum, þó að vér fengjum engar beinar tekjur af hon- um, sem vér vitanlega fáum. Af þessu geta menn séð, hve örlitlu þarf að muna til þess að hagurinn verði stórkostlegur, þegar verið er að gera ráðstafanir til að bæta öll við- skifti landsmanna. Sé á annað borð nokkurt spor stigið í rétta átt í því skyni, þá getur naumast hjá þvf far- ið, að arðurinn verði miklu meíri en sá kostnaður, sem hér er um að ræða. Af ritsímanum hlýtur arðurinn að verða ma-rgfaldur við tilkostnaðinn. Að ætla sér í sparnaðar skyni að hefta annað eins fyrirtæki, það er sýnilega álíka gróðahnykkur eins og að tíma ekki að bera hæfilega mikið á túnið sitt. það er gamla hygnin nafntogaða, sú að spara eyrinn, en kæra sig koll- óttan um krónuna eða hundrað krón- urnar. Auðvitað hefði ritsíminn margvísleg á- hrif utan verzlunarinnar. Áður hefir ísafold gert allrækilegá grein fyrir því, hve mikils mundi verða um hann vert fyrir sóttvarnir hér á landi. Sigling- um hér við land, ekki sízt 1 ísárum, muudi hann koma að hinu mesta haldi og þá ekki síður hskiveiðum. Og með honum mætti með öllu girða fyrir matvcela- og fððurskort í sveitunum, hve nær sem unt yrði að ná til þeirra sveita fyrir hafís. Horfellishættan ís- lenzka væri þá að kalla má úr sög- unni. Alt er þetta stórvægileg atriði fyrir alla þjóðina. En að sjálfsögðu borgar verzlunin ein — umbæturnar, sem á henní verða — öll þau fjárframlög til ritsímans, sem oss eru ætluð, og von- andi margfaldlega. Enda er það og nokkuð íslenzk skarpBkygni, að berjast með hnúum og hnefum gegn þeirri breyting f menningaráttina, er reynd hefir verið til þrautar í öllum framfaralöndum og sózt er eftir af öllum þjóðum að kom- ist út á hvern útskækil landanna. Skarlatssóttin. Heldur magnast hún hér í bænum, þótt hægt fari. Eru nú 10 alls sótt- kvíaðir í Framfarafélagshúsinu, en 8 í heimahúsum (3 húsum). Sumir þess- ara 18 eru þó á góðum batavegi. Einn sjúklingurinn í Framfarafélags- húsinu er barn sunnan úr Garðahverfi. Einn hefir dáið frá því um dagirn (barn Jóns Ólafssonar ritstjóra, á 4. missiri). Svo er að heyra,að vel takist sóttkví- unin í Kjósinni (Möðruvöllum) og í Borgarfirði (í Bakkakoti). Hefir sótt- in ekki gert vart við sig víðar í þeim héruðum. þá er grunur um sóttina á einum bæ í Hrútafirði, Fögrubrekku, og hef- ir hann verið sóttkvíaður í bili, eftir ósk bóndans þar, þorvalds Ólafssonar. Gizkað á, að þangað hafi sóttin bor- ist með kaupafólki hér að sunnau. Einhverjir vilja að sögn skíra hana »rauða hunda«, sem enginn mun vita ,til að hér gangi annars neinsstaðar né hafi gengið mörg ár. Yfirleitt er almenningur mjög lög- hlýðinn við sóttvarnarráðstafanir lækn- anna, sem sýnt hafa þegar þann mikla og góða árangur, að veikin er mjög strjál enn, þótt nú sóu hér um bil 3 mánuðir síðan hún hófst fyrst. Dauði 3 barna úr henni sýnir mönnum og í tvo heimana. |>ó er ekki enn trútt um, að stöku

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.