Ísafold - 01.08.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.08.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsíns er Austurstrœti 8. XXYII. árg. Reykjavík miðvikudaginn í. ágúst 1900. 48. blað. gy Heiðraðir kaup- endur Isafoldar minnist þess, að gjalddagi á blað- inu þ- á. er liðinn — var 15. f. m. I. 0. 0. F. 828109. Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landbúnaðarsamkoman í Óðinsvé 1900. Eftir Guðjón Guðmundsson, oand. agr. I. Eftir að danskir bændur — og þar með danska þjóðin •— hafði staðið af sér sína seinustu alvarlegu landbúnaðar- kreppu í kring um 1830, sáu leiðtogar þjóðarinnar, að eitthvað verulegt varð að gjöra til að leggja traustari grund- völl undir landbúnaðinn en verið hafði til þess tíma. Um ráðin til þess voru mjög skiftar skoðanir. Flestum kom þó saman um, að vísindaleg og verk- legri þekking á landbúnaði meðal bændastéttarinnar væri hinn eini óbrigð- uli hyrningarsteinn, er framtíð þjóðar- innar hlyti að byggjast á. Til þess að na þessu takmarki, voru valdir ýmsir vegir. Meðal annars var stofnað til allsherjar- landbúnaðarsamkomu, sem haldin var í Randárósi 1845. Þar voru samati komnir karlar og konur frá ýmsum héruðum landsins, einkum fjöl- mentu þó framfaravinir og aðrir for- kólfar hinnar nýju stefnu. Aðal-iðja fundarins var fyrirlestrar og ræðuhöld mm ýms áhugamál landbúnaðarins. Með því að þessi fyrsta landbúnaðar- samkoma lánaðist svo vel, var afráðið að halda sams konar samkomu árið eftir. En eftir nokkur ár voru þó landbúnað- arsamkomurnar að eins haldnar þriðja hvert ár, og upp á síðkastið fimta hvert ár, þannig, að þetta ár er haldin hin 18. danska landbúnaðarsamhoma. Eins og þegar er á vikið, var aðal-ætlun- arverkið á fyrstu landbúnaðarsamkomun- um fyrirlestrar og ræðuhöldumýms helztu velferðarmál landbúnaðarins. Dálítið var þó þar sýnt af helztu afurðum landbúnaðarins, svo sem kýr, hestar, sauðfé, svín, smjör, ostar o. s. frv., ásamt nýjustu landbúnaðarverkfærum og öðru þess hattar. En eftir því, sem bunaðarfólögum fjölgaði og þau færð- ust meira og meira út um land alt með tíðum samkomum með fyrirlestrum m.m., og eftir því, sem landbúnaðarskólum og landbúnaðarráðunautum fjölgaði, minkaði þörfin á fyrirlestrum á land- búnaðarsamkomunum, en aðsóknin fór ávalt vaxandi. og varð því æ erfiðara, að útvega nógu stóra og marga fyrir- lestrarsali og hæfa ræðumenn m. m. — Var því hætt að miklu leyti við fyrir- lestrana,, en höfuð-ætlunarverkið á land- búnaðarsamkomum varð sýning á land- búnaðarafurðum og landbúnaðarverk- færum frá ýmsum 'héruðum landsins, þar sem sérhver framleiðandi reynir að bera af keppinautum sínum með því, að koma með bezt sýnishorn af sinu tægi og vinna þar með fyrir heiðurs- verðlaunum. Yerðlaunin voru í fyrstu bæði fá og smá, og allur kostnaðurinn af fyrstu landbvínaðarsamkoinunni var 3000 kr. Nú er greitt á þessari land- búnaðarsamkomu í Óðinsvé um 60,000 kr. í verðlaun, og allur kostnaður til sýningarinnar er 500,000 kr. Þó að það sé all-rífleg fúlga, sem greidd er í verðlaun, er það þó ekki peningarnir eingöngu, er menn sækjast eftir, heldur miklu frernur heiðurinn. Það þykir stór-mikil frægð, að fá verðlaun á land- búnaðarsýningu, einkum fyrstu verðlaun. Landbúnaðar-samkomurnar eru aldrei haldnar tvisvar í röð á sama stað, held- ur fluttar úr einum landshluta í annan, til þess að gjöra öllum pörtum landsins jafn-hátt undir höfði, þó svo, að sam- komustaðurinn er ætíð nokkurn veginn nærri miðju landi, svo aðsóknin geti orðið sem mest. Nú orðið verður að halda þær í hinum meiri háttar borg- um, til að útvega megi nægilegt hús- næði. Slíkar samkomur hafa verið og eru enn mjög mikilsverðar fyrir danskan landbúnað beinlínis, og hafa stuðlað mjög að því, að danskir bændur hafa hlotið það álit, er þeir eru nú aðnjót- andi meðal mentaþjóðanna; og efast eg ekki um, að lesendum vorum muni vera það full-ljóst. En þó er enn þá meira, ef til vill, í þær varið fyrir það, hve þær hafa aukið almenna mentun og andlegan þroska meðai þjóðarinnar; en slíkt hlýtur ætíð að vera undirstaðan undir allri sannri iðn-mentun, og þá ekki sízt landbúnaðinuní. Vór erum á þeirri skoðun, að slíkar samkomur, þar sem allar stóttir þjóðtelagsins frá ýms- um héruðum landsins eiga kost á að kynnast hver annari, só mjög mikils- verð fyrir mentalíf hverrar þjóðar. — í sambandi við þetta vil eg leyfa mér að minna á, að hið ódauðlega mentalíf forfeðra vorra einmitt stendur og fellur með alþingi hinu forna við Öxará. — Að vísu var alþingi haldið við þar til 1800; en eftir að kemur fram á 14. öld, var það svo illa sótt, að hin mentandi áhrif þess á þjóðina í heild sinni hljóta að hafa verið mjög lítil. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af »Social Evolution< eftir Ben. Kidd. X. þungamiðjan í því, sem sagt hefir verið hér að framan, er þetta, að rík- asta aflið, sem knúð hefir áfram fram- farir mannfélagsins, só trúarbrögðin. En höfum vér nú nokkura tryggingu fyrir því, að svo verði á ókomnum tfmum? Er ekki margt, sem á það bendir, að trúarbrögðunum fari hnign- andi og að þau muni líða undir lok? þá hlyti niðurstaðan að verða sú, eftir þeirri rökfærslu, sem hór er fram haldið, að félagsframfarir vestrænu þjóðanna séu ekki annað en stundar- leikur lífsins. Að lokum yrði þá ekki annað af þeim ráðið en það, að mann- kynið sé dæmt til að hafa með hönd- um árangurslaust Sisyfus-erfiði, mjak- ast með mestu erviðismunum hægt og hægt upp á brúnina og hröklast svo aftur ofan í menningarleysið, án þess að hafa neitt gagn af þeim framför- um, er farið hafa vaxandi öldum saman. En sé nú litið á þroskasögu mann- félagsins í ljósi breytiþróunarkenning- arinnar, sem við Darwin er kend, virð- ist niðurstaðan eirimitt verða sú, að mannkynið hljóti að verða æ trúrækn- ara og trúræknara. Vér verðum vel að gæta þess, að framfarir vorar eru framar öllu öðru félags-framfarir. þær stefna stöðugt að því, að láta stundarhag einstak- linganna lúta í lægra haldi fyrir hags- munum mannfélagsins á ókomnum tímum, hvað sem skynsemi einstak- lingsins segir. Og það er með trú- rækninni að þessu takmarki verður bezt náð. Vald þeirra þjóðflokka hef- ir farið sívaxandi, er bezt hafa haft trúarbrögðin, o: þau trúarbrögð, er hafa komið því til leiðar, að stundar- hagur einstaklinganna hefir lotið i lægra haldi fyrir hagsmunum heildar- innar um óákveðinn tíma, en jafnframt gefið öllum hæfileikum og öflum ein- staklinganna færi á að þroskast sem bezt. Sú skoðun hefir verið ríkjandi, að áhrif trúarbragðanna hljóti að fara þverrandi. En þegar mönnum verður ljóst, hvers eðlis framfarirnar eru, hljóta menn við það að kannast, að lífsmagn trúarbragðanna hefir verið mælt á skakkan mælikvarða. Styrkur trúarbragðanna er ekki fólginn i þeim stuðningi,, er skynsemin veitir þeim. Annars gætu þau ekki unnið það að framförum mannfélagsins, sem þau vinna. Skynsemin hefir ávalt misskil- ið eðli trúaraflanna og talið einskis- verðar þær hreyfingar, er stýrt hafa framförum mannanna öldum saman og jafnvel um þúsundir ára. Menn hafa ekki heldur gefið fullargætur að þeim miklu breytingum, sem á trúarbrögð- unum verða, þrátt fyrir það að þau halda sínum verulegustu einkennum. Og loks hafa menn ekki gert sér það Ijóst, að miklu, djúpristnu öflin í mannfélaginu fara ekki í öfuga átt við áhrif tráarbragðanna, né heldur vinna þau að einveldi skynseminnar. Virðum nú fyrir oss, hvort mann- kynssagan og mannfræðin styðja nokkuð þá kenning, sem hér er hald- ið fram, að framfari/nar hafi ekki ver- ið við skynsemina bundnar, eins og alment hefir verið talið að undanförnu, svo að hér hefir naumast þótt vera um vafamál að ræða. Eitt af áreiðanlegustu atriðum líf- fræðinnar er það, að þroski heilans fer vaxandi eftir því sem lengra dregur upp eftir dýraríkinu, og svo er heila- þroskinn mestur hjá manninum, sem verður svo langfremstur af öllum sköp- nðum skepnum og nær valdi yfir þeim vegna skynsemi sinnar. þ>á taka mannfræðingarnir til máls. þeir raða svo sem að sjálfsögðu sönn- unargögnum sínum svo, að framfara lögmálið verður hið sama með mönn- um sem skynlausum skepnum. f>jóða- fræðingar tilfæra fjölda af dæmum, sem eiga að sanna það mikla andlega djúp, er staðfest sé milli manna í hinum æðri og hinum lægri flokkum mannkynsins; aðrir reyna að sanna það nána samband, sem á að vera milli mikils félagsþroska og mikils gáfnaþroska. Æðri flokkarnir hafa margbreytta menningu, listir og vís- indi; lægri flokkarnir lifa næstum því í náttúruástandi, eiga ekki annað og girnast ekki annað en það, sem þarf til að halda við lifinu, þekkja engar af hinum æðri listum né nein vísindi, oft ekki einu sinni málma né akur- yrkju og ósjaldan er 5 hæsta talan, sem til er í tungu þeirra. Alt þetta virðist, fljótt á litið, bera þess órækt vitni, að framfarir mann- anna séu framar öllu öðru við skyn- semina bundnar. Bn þegar farið er að gæta betur að, reka menn sig á ýmislegt, sem bendir á, að málið muni vera miklu flóknara og örðugra viðfangs, en alment er talið. Að líkindum vaknar fyrst athyglin á fornu mentaþjöðunum, þegar farið er að íhuga málið. Síðan aftur lifnaði yfir vísindum f Norðurálfunni, hefir fræðimönnum verið gjarnt til að bera saman vitsmunaþroska fornmanna yfir- leitt, einkum Grikkja, og vitsmuna- þroska nútíðarþjóðanna, og niðurstað- an hefir ávalt orðið sú, að nútíðar- þjóðirnar hafa beðið lægra hlut í þeim mannjöfnuði. þetta er þeim mun merkilegra, sem langflestir líta svo á (og að öllum líkindum með réttu), sem nútíðarþjóðirnar hafi náð æðsta menningarstiginu, sem mannkynið hef- ir nokkuru sinni komist á. það var engin furða, þó að mönn- um fyndist í lok miðaldanna mikið til um vitsmunaþroska Grikkja og Eóm- verja, eftir alt það lognmók, sem þá hafði um svo langan aldur verið yfir skynsemi manna. Hitt er merkilegra, að eftir allar þær framfarir, sem síðan hafa orðið í veröldinni, verður niður- staðan sú, að nútíðarþjóðirnar að með- altali séu síðri, en ekki fremri, að því er andlegum þroska við kemur, þess- um fornþjóðum, sem með öllu eru undir lok liðnar. Lecky telur það ein af afbrigðum mannkynssögunnar, sem vér getum ekki skilið til fulls, að í jafn-litlum og jafn-fámennum ríkjum eins og grísku ríkin voru, skuli hafa komið fram menn, sem nær því í öllum mentá- greiuum hafa náð svo að kalla eða al- veg hinni æðstu fullkomnun, sem mannkynið þekkir. Galton, mann- fræðingurinn nafnkunni, er á þeirri skoðun, að Forngrikkir hafi vafalaust verið meiri hæfileikum biinir en nokk- ur önnur þjóð, er mannkynssagan greinir frá, sumpart vegna þess, að enn eru engin rit eða hstaverk til, er taki fram suildarverkum þeirra í hin- um ýmsu mentagreinum, og sumpart vegna þess, að þjóðin, sem átti þessa snillinga, var svo lítil. Hann heldur því fram, að nútíðarþjóðirnar eigi enga

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.