Ísafold - 08.08.1900, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.08.1900, Blaðsíða 4
200 Merkt ,Bedste‘ H 5í tÆBr Vandaö ■Bim. Enskt smjörlíki í stað smjörs í smaum öskjum, sem ekkert kosta, með 10 og* 20 pundum í hverri, hæfi- legum fyrir heimili. Betra og ódýrra en annað sm]örlíki. Fæst innan skamms alstaðar. u Hérmeð leyfuni við okk- ur að tilkynna heiðruðum al- menninyi, að eftir ndkvæma yúrveguu höfum við kom- * ist að þeirri niðurstóðu, að það mundi ekki borga sig fyrir okkm, að kaupa lif- andi fé á Islandi, og að við munum því ekki halda markaði í haust. Parker & Fraser Liverpool. K v e n b e 11 i hefir fundist á götu bæjarins og má vitja þess til Matthías- ar í Holti. Hvergi betri eöa ódyrari VÍXldlar en í beztu búSinni. Holger Clausen. Hvergi ódýrari Handsápa en í beztu búðinni. Holger Clausen. I beztu búðinni fæst Mysuostur. Holger Clausen. undirskrifaður. Útsölumenu eru vin- samlega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík nóvember 1899. Björn Kristjánsson. Skandinavisk export- kaffi- surrogat, sem vér höfum búið til undanfarin ár, er nú viðurkent að hafa ágæta eiginlegleika. Köbenhavn K. F, Hjorth & Co. Brunabótafélag fyrir hús, varniug og aðra lausafjár- muni, búpening og hey o. s. frv., var stofnað 1 Kaupmannahöfn 1798. Fyrir það félag tekur bæði undirskrifaður beina leið og þeir herrar Jón Laxdal faktor á Isafirði, Ármann Bjarnascn faktor í Stykk- ishólmi og F. R. Wendel faktor á Dýra- firði við brunaábyrgðarbeiðnum úr ísa- fjarðarsýslu, Barðastrandarsýslu, Dala- sýslu, og Snæfellsn,- og Hnappadalssýslu, og veita vitneskju um iðgjöld o. s. frv. Bæir eru einnig teknir í ábyrgð. Khöfn, Havneg. 35. LeOllh. Tang. Saltfiskur vel verkaður, stór og smár, og ýsa, verður keyptur í sumar fyrir peninga við verzl. »BDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík. v Sundmaga fyrir peninga kaupir hæsta verði W. Christensens-verzlun bægt frá að tæta hann sundur kvikan. Hann heitir Angelo Bressi, þessi ill- virkí, frá Prato, óstjórnarliði, eins og þeir sambófar hans og samlandar, Caserio, sem skaut Carnot Frakklar.ds- forseta til bana fyrir tí árum, og Luc- cheni, sem vann á Elísabet Austurrík- isdrotning með rýting í hitt eð fyrra. Umberto konungur I. hafði ráðið ríkj- um rúm 22 ár. Hann var sonur Vikt- ors Emanúels II., hins fyrsta konungs yfir aliri Ítalíu. Nú teknr við ríki sonur Umberto konungs, Viktor Emanúel III., maður rúmlega þrítugur, f. 11. nóv. 1869. Umberto konungur var t'æddur 14. marz 1844 og tók konungstign 9. janúar 1878. Sama árið, um haustið eftir, var honum veitt banatilræði, lagð- ur með rýting, er hatin ók í vagni inn í Neapel. Þá sakaði hann lítið sem ekki neitt, enda bar yfirráðgjafi konungs, er sat í vagninum hjá honum, af honum lagið, en varð mikið sár sjálfur. Sá ill- ræðismaður hét Giovanni Passanante. Konungur þessi, Umberto, þótti vera maður lýðhollur, vaskur og hugprúður sem faðir hans hafði verið. En lánlítil var stjórn hans. Alþingismál og g'ötur^nnur. »Hann er nú heldur góður við fátæka verkamenn — vill alt af vera að láta gera eitthvað í bænum, karlinn*. þetta er sem stendur einhver helzta bankastjórabeitan við lítilsiglda kjós- endur, — önnur en setningin: »Hann verður þá greiðari á lán við mann, karlinn, ef maður kýs hann«. þeim er ekki ætlað að bera skyn á það, að viðgerð á göturennum ogöðru þess konar eða aðrar viðlíka fram- kvæmdir hér í bæDum koma ekki al- þiugismálunum minstu vitund við, nema að því leyti, sem þær framkvæmd- ir mundu haldur tefja bankastjórann frá alþingisstörfum heldur en hitt, ef hann kemst á þing. Og óneitanlega er það þó svo ein- falt og óbrotið atriði, að hver maður með heilbrigðri skynsemi hlýtur að geta séð annað eins og það, að maður, sem vill láta gera við rennur hér í bænum, getur haft hinar hættulegustu skoðanir á landsmálum, getur verið andvígur allri stjórnarbót og öllum umbótum á peningamálum landsins, getur gerst fylgiliði auðvaldsins útlenda og einokunarkaupmanna o. s. frv. Svo einfaldir eru verkamenn ekki, þótt þeir séu fátækir margír hverjir, að blanda saman alþingismálunum og göturennunum. Og á allar tilraunir til að fá þá til slíkrar flónsku líta þeir eðlilega sem flekunar-viðleitni. Frá Búum Nú munu þeir mjög að þrotum komnir, með því að einn hershöfðingi þeirra, Prinsloo að nafni, er vörn hélt uppi gegn Bretum í Óraníuríki, hefir gefist upp fyrir þeim seint í júlím. með 5000 manna af Búaliði. Ekki láta þeir þó ssm nærri líggi uppgjöf, heldur láta enn í veðri vaka, að þeir muni reyna að halda uppi hlaupvíga- styrjöld fram á vetur öndverðan; þá er hálfbúist við forsetaskiftum í Banda- ríkjum, og telja Búar sig hafa fyrir- heit um liðveizlu þaðan, ef svo fari og sérveldismenn komi sínu torsetaefni, Bryan, til valda. Niðurlagið af bankagrein H. J. komst ekki í dag í ísafold vegna þrengsla, en kemur í laugardagsblaðinu næsta. Erindið ájþinf?. líðlilega spyrja kjósendur Reykjavík- ur um þessar mundir, hvert erindi bankastjórinn eigi á þing. Hvenær sem maður býðst til að reka erindi annars, þá er ekki önnur spurning eðlilegri en sú, h v e r t erindi hann ætli þá að reka. Því að ekki getur verið nokkurt vit í því, að gera sig ánægðan með, að hann reki hvaða erindi, sem honum sýnist — sætta sig alveg jafnt við það, hvort hann rekur erindi, sem manni er til bölvunar, eða erindi, sem manni er til beilla og hamingju. Hingað til hefir bankastjóranum þótt óþarfi að vera nokkuð að skýra kjós- endum Reykjavíkur frá því, hvert er- indi hann hyggist að reka. En hann telur sig sjálfan stefnufast- an mann, og þess vegna er engin á- stæða til þess að ætla honum það, að hann fari að breyta rásinni. Og eftir framkomu hans á síðustu þingum hlýtur erindið að vera þetta: 1. Að leggja með smjörlíkistolli á- litlegan skatt á bæarbúa. 2. Að útvega Vídalín einhver hlunn- indi í stað landhelgisveiðarinnar, sem síðasta alþingi var svo meinsamt að synja um. Hugsanlegt væri, aðVfdalín kynni í hennar stað að gera sig ánægð- an með forréttindi til allrar veiði í ám og stöðuvötnum landsins. 3. Að aðstoða Vídalínshjónin þagar þau langar til að eiignast með góðum kjörum einhvern eigulegan hlut eða stað, sem landssjóður á, i stað Batteríisins, sem stjórnin meinaði bankastjóranumog alþingi að selja þeim fyrir þriðjung þess kaupverðs, er aðrir buðust til að greiða. 4. Að hjálpa hverjum manni, sem langar til að stofnsetja áfengisveitinga- krá — með löggjöf, ef ekki tekst að fá samþykki hlutaðeigaridi bæarfólags (sbr. áfengisveitingaleyfi Breiðfjörðs-leik- hússins). 5. Að spilla fyrir því, að ritsími komi til Jandsins. 6. Að aftra því, að landsmenn geti átt kost á þeim peningum, sem þeim er óumflýanleg nauðsyn á til þess að geta bygt þetta land eins og siðaðri þjóð sæmir. 7. Að girða fyrir það, að þjóð vor fái nokkura stjórnarbót, heldur styðja að því, að hún eyði 10—20 árum enn og tugum eða hundruðum þúsunda kr. úr landssjóði í látlaust braml og stagl urn stjórnarskrárbreyting, sem hann og aðrir vita um eins og af höndunum á sér, að aldrei fæst, auk þess sem verið hefir og verða mundi áfram botnlaus á- greiningur um, hvort sú breyting er einu sinni æskileg. Enginn getur sagt með sanni, að lík- legt sé, að bankastjórinn fari erindis- laust á þing. En nú er eftir að vita, hve vel Reyk- víkingum gezt að erindinu — hvort þeir hafa mikinn hug á að láta fulltrúa sinn reka þetta erindi á þinginu fyr- ir sig! ------- Kosningahöfðinginn hór austanfjalls hr. Símon á Selfossi, lætur sór eigi nægja að ráða lögum og lofum um kosningar þar eystra, í Á.rnessýslu, heldur er hann nú hingað kominn til að leggja undir sig Reykjavik, til .handa bankastjóranum, er hann vill af göfug- lyndi sínu og ósérplægni afsala þessu kjördæmi frá sór og sínum þegnum eða erfingjum. Gengur hann nú vasklega fram hór, samhliða hinum nafntogaða búfræðingi, framfaramanni og kaup- manni, GíslaÞorbj., og miðlar bæarlýðn- um af miklum örieik úr nægtasjóði sinna fágætu vitsmuna, sinnar óskeikulu rásfestu, sinnar fjölbreytilegu þekking- ar á landsmálum og eftir því næma og skerpumikla skilnings á þeim, Honnm verður þá ekki sigurs auðið í þessum kosningaleiðangri, bankastjóranum, ef það er ekki þegar annar eins jötunn dregur hann sór við hlið. í beztu búðinni fást NýaV kart- öflur, Spidskál, Rödbeder, Pip- arrót o. fl. Holger Clausen- í beztu búðinni fæst Kafíi, Kand- is, Melis, Export, Hveiti o. fi. Holger Clausen. Nýtt nautakjöt. fæst í verzlun Jóns Þórðarsonar í dag og næstu daga. I. Paul JLiebes Sagradavín og Maltextrakt meö kínín og járni hefi eg nú haft tækifæn til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi ern engin leyndarlyf (arcana), þurfa þau því ekki að brúkast í blindni, þar sem samsetning þess- ara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagrada- vínið hefir reynst mér ágætlega við ýms- um magasjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra óþæginda, og er líka eitt- hvað hið óskaðlegasta lyf. Maltextraktin með kina og járni er hið bezta styrkingarlyf, eins og efnin benda á, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi mag- ans o. s. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörgum með bezta árangri og sjálfur hefi eg brúkað Sagradavínið til heilsubóta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavik 28. nóv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sag- radavíni og Maltextrakt með kínín og járni fyn'r Island hefir Iieiðarvísir til iifsbyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og bjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggjá líf sitt, allar upplýsingar. Sundmaga kaupir hæstu verði fyrir peninga Ásgeir Sigurðsson. Sundmagar vel verkaðir verða keyptir fyrir pen- inga við verzl. »EDINBORG« í Keflavík, Stokkseyri og Reykjavík Ásgeir Sigurðsson. ÖIl verzlunarhús W. CHRISTENSENS-VERZLUNAR á Eyrarbakka ásamt allri lóð, bryggju og öllum verzl- unaráhöldum, uppskipunarbátum og smærri báttum, akkerisfesti í höfninni m. m., er til sölu. Semja má við Matthías Matthíasson. Bræðratunga í Biskupstungnahreppi, Borg í Stokkseyrarhreppi, Stekkar í Sandvíkurhreppi, Kimbastaðir í Sauð- árhreppi I Skagafjarðarsýslu, a 11 a r þessar jarðir eru einnig til sölu, og má semmja um kaup á þeim við Matthías Matthíasson í Holti. Ritstjórar: Björn J<Snsson(útg.og ábm.)og Einar Hjörieifsson. ísafo! darprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.