Ísafold - 18.08.1900, Side 3
•Velkomnir aftur síðarmeir«, mund-
um vér gjarnan viljað sagt hafa við
þessa gesti vora að skilnaði, ekki ein-
ungia vegna þess, að vér höfðumfeng-
ið mætur é þeim sjálfum eftir litla,
helzt til stutta viðkynning, svo kátir
og skemtilegir og ástúðlegir sem þeir
voru, heldur og vegna þess, að vér
vonum, að þessi íslandsför þeirra sé
jafnframt upphaf fleiri viðlíka orlofs-
ferða hingað eftirleiðis.
Bawkastjórinn
°g
ritsíminn.
Bankastjórinn ritar langt mál í
þjóðólf í gasr til þess að telja mönn-
um trú um, að hann hafi ekki viljað
•spilla fyrir því að ritsími kæmi hér
til landsins«.
Öðru, sem ísafold hefir sagt um er-
indi hans á þing, tekur hann með
þögn. Af því virðist mega ráða, að
hann telji ísafold fara þar rétt með
alt annað en afskifti hans af ritsíma-
málinu.
En ísafold hefir farið rétt með
þau, eins og alt annað, sem hún hef-
ir sagt af afskiftum bankastjórans af
þingmálum.
Fyrst fyllir hann þanD flokkinn í
fjármálanefndinni og neðri deild, sem
ekki vill heimila stjórninni að ákveða,
að sæsíminn sé lagður á land á Aust-
urlandi með því skilyrði, að sá, er
leyfi fær til að leggja ritsímann í sæ,
veiti 300,000 kr. til ritsímalagningar
yfir landið. Sömuleiðis fyllir hann þá
þann flokkinn, er ekki vill veita neitt
fé til landsímalagningar.
þ>etta gerir hann jafnvel þótt hon-
um sé kunnugt um það, að ríkisþing-
ið danska hafi gert landsímalagning
að skilyrði fyrir si^ni fjárveitingu og
að ekki er með nokkuru móti unt fyrir
oss að fá landsíma á annan hátt en
þanu, að ganga að því, að sæsíminn
sé lagður á land á Austfjörðum.
Jafnframt fjárveitingunni til sæsím-
ans hafði ríkisþingið sem sé gert Eit-
símafélaginu norræna tvo kosti: annað-
hvort að leggja sæsímann í land á
Austurlandi og veita 300,000 kr. til
landsíma, eða að leggja sæsíma til
Eeykjavíkur og veita 150,000 kr. til
landsíma. En síðara kostinum hafn-
aði félagið algerlega.
J>ar af leiðandi var einkis annars
kostur en að þiggja sæsímann til
Austfjarða eða fara hans á mis.
Bankastjórinn barðist fyrir því, að
vór færum hans heldur á mis.
|>að virðist oss vera, »að spilla fyr-
ir því, að ritsími komi til landsins*.
Bankastjórinn varð í minui hluta
við 2. umræðu fjárlaganna með þessa
viðleitni sína til að spilla fyrir ritsím-
anum — viðleitni, sem hann stein-
þegir um í þjóðólfi.
En hann er Bamt ekki af baki
dottinn. Við 3. umræðu kom hann
með tillögu þá, sem hann er að hampa
framan í lesendur |>jóðólfs — tillögu
þess efnis, að stjórnin megi láta leggja
ritsímann á land á Austfjörðum, en
þingið leyfi ekki landsjóði að taka að
sér landsímalagninguna, heldur veiti
að eins fé til hennar.
|>etta gerir hann til þess að reyna
að spilla fyrir málinu, tefja það og
flækja, þrátt fyrir það, að fyrir þing-
inu lá glögg og skýr áætmn um, hvað
landsímalagningin mundi kosta, áætl-
un, sem vitanlega var gerð af hæfum
manni með ruikilli vandvirkni, áætlun,
sem hvorki bankastjórinn né neinn
annara reyndi að vefengja í nokkuru
atriði.
En hann komst ekki lengra með
þessa tilraun en hina fyrri. Meiri
hluti þingdeildarinnar sá það alveg
eins vel og ísafold, að með þessu var
bankastjórinn enn að reyna »að spilla
fyrir því, að ritsími komi til landsins«.
Meðal annara komst framsm. fjárlaga-
nefndarinnar þannig að orði: »Annað-
hvort finst mér till. vera gagnslaus eða
skaðleg og miði til að tefja fyrir fram-
gangi þessa máls. Eg þykist hafa
komist að raun um, að afleiðingin yrði
sú, að telegraf kæmi hingað 2 árum
síðar en ella«. Og svo hafnaði deildin
þessari nýu tilraun bankastjórans.
Öðrum atriðum í grein bankastjór-
ans er fljótsvarað, enda eru þau naum-
ast svaraverð.
Hann áfellist ísafold fyrir það, að
hun skuli ekki hafa verið meðmælt
8æsímalagning til Austfjarða áður en
þær sannanir komu, sem nú eru fengn-
ar fyrir þvf, að það yrði höfuðstað
landsins bagalaust, en að hun skuli
nú vilja sætta sig við það, eftir er
þessar sannanir eru fengnar.
Með öðrum orðum: hann ámælir
ísafold fyrir það, að hún skuli hafa
látið sannfærast af þeim rökum, sem
hann sjálfur, bankastjórinn, hefir látið
sannfærast af. |>ví að sjálfur kemur
hann í þinginu með tillögu um, að
stjórnin megi ákveða, að sæsíminn sé
lagður á land á Austfjörðum, eins og
hann kannast sjálfur við í þjóðólfi.
það er þingmannslegt atferli, eða
hitt þó heldur, vitleysan sú arna!
f>á er brigsl baDkastjórans til Isa-
foldar fyrir það, að hún skuli fylgjast
að málum með þjóðviljanum í því, er
hún telur heill þjóðarinnar undir
komna.
Vitanlega hefði bankastjórinn ekki
farið svo að ráði sfnu. f>að var hreinn
óþarfi fyrir hann að vera með þeim
ummælúm sínum að minna menn á
það, hve miklu ríkari mennirnir, sem
honum er gramt f geði við, eru í huga
hans en velferðamál þjóðarinnar, menn-
irnir heldur en málin. f>ó að hann
hefði þagað nú, mundi þjóðin hafa
munað eftir því, hvernig honum höfðu
farist orð um stjórnarbótarmál vort—
þangað til dr. Valtýr Guðmundsson,
sem honum er í nöp við, fekk stjórn-
ina til að bjóða alt það, sem banka-
stjóranum hafði leikið hugur á, og
mikilsverðar réttarbætur að auki. pá
var sú stjórnarbót, sem fyrir bapka-
stjóranum sjálfum hafði vakað um
langan aldur, orðin óhafandi í augum
hans sjálfs.
Bankastjórinn virðist telja sér það
sæma, að berjast gegn velferðarmálum
þjóðarinnar af óvild til einstakra
manna.
ísafold telur sér það ekki sæma.
Sá er munurinn. Hún er ávalt og
undantekningarlaust þess albúin, að
taka höndum saman við hvern mann,
sem ærlega og sæmilega vill vinna að
því, er hún telur heill fyrir land og
lýð. f>yki bankastjórauum það ámæl-
isvert, eins og hann lætur mjög af-
dráttarlaust uppi í f>jóðólfi f gær, þá
verður ekki við því gert.
Árnessýslu, 14. ágúst:
Þjóðminningardag héldu Hreppa-
menn á Laxáibökkum nálægt TJrepphólum
eftir messu á sunnudaginn var. Kappreið-
ar fóru þar fram og glírnur. Um ræðu-
hölu veit eg ekki.
Sama dag stóð þjóðm.hátið á Eyrarhakka,
og var býsna fjölsótt, um 700 manna
að sögn, flest þar úr nágrenninu, en nokk-
uð sunnan ýfir heiði (úr Rvik),— með ræðu-
höldum, söng og dansi á eftir fram á nótt;
en af veðreiðum varð ekkert né kappróðri.
Aftur á móti ferst likiega fyrir sams kon-
ar hátiðahald i Biskupstungunum, semráð-
gjört hafði verið að haida þar. Sumpait
valda því veikindin framan af sumrinu
sumpart áðrar orsakir.
Grasvöxtur er góður, að öðru leyti
en þvi, að túu eru sumstaðar stórskemd af
kali i uppsveitunum. Nýting þoianleg til
þessa; töður náðst iítið hraktar.
Taugaveiki hefir verið að stinga sér
niður öðruhvoru slðan í vetur. Á einum
hæ i Biskupstungum, Auðsholti, liggur hús-
freyjan og vinnamaður. Annarsstaðar í
sýslunni mun veikin ekki gera vart við sig
sem stendur.
Mjög mikil ólga í kaupfélagsskapn-
u m bæði hér í sýslu og eins með Eangæ-
ingum. Kaupfélagsfundur er boðaður i
Skálholti 18. þ. m., en auðvitað er ekki
unt að segja fyrir fram, hverjar ályktanir
þar muni verða gerðar.
Nokkuð er þó farið að hugsa hér og tala
um þingkosningarnar i haust, þótt
enginn muni láta þær til sin taka nándar-
nærri annað eins og »kosningahöfðinginn
og þingmálagarpurinn* Símon á Fossi. Eg
hefi meðal annars sannar sögur af því, að
hann (Símon) leggur mikið kapp á að veiða
atkvæði handa Hannesi Þjóðólfsritstjóra.
Nýlega kom hér nágranni minn, óvenjulega
uppblásinn af kesningaáhuga. Yildi hann
mikið fá að vita, hverja eg mundi kjósa;
eg gaf honum lítið út á það, sagði að
hann fengi að vita það á kjörfundi, ef eg
kæmist þangað. Ekki sagðist hann sækja
það svo fast, að hann færi þangað til að
vita það. Eg hafði það upp úr honum, að
hann hafði leyft Símoni að skrifa nafn sitt
á skuldbindingarskjal handa Þjóðólfsmann-
inum. Engin deili vissi hann á honum
(Hannesi), ekki svo mikið, að hann væri
neitt við Þjóðólf riðinn. Eg sagði honum,
að þetta væri guðfræðingur. Þá sagði
maðurinn: »Já, fari hann nú h........«
Eg hugsa nú helzt að Símon veiði svona
fiska. Það er sagt, að hann baldi sig mest
við láglendið, og er það víst rétt gert af
honum.
Keimllkt þessu har við á kjörfundinum
siðasta, 1894. Þar mundi einn kjósandinn
ekki nafnið á þessu sama þingmannsefni,
er hann kom fram fyrir kjörstjórnina, og
þurfti þá enailega að ná í Gruðmund lækni
til að fræðast um það. Hann sagði að
það væri einhver þarna suður í Reykjavik;
meira mundi hann ekki. »Hvað heitir hann
þessi, sem eg átti að kjósa, Gruðm. læknir?«-
spyr hann í vandræðum sinum. »Hann
heitir Hannes*, mátti Gruðm. til að segja
all-hátt, og svo föðurnafnið. Þá fyrst gat
kjósándinn gert hreint fyrir sínum dyrum
við kjörstjórnina.
Sumir segja, að Simon sé orðinn von-
daufur um vin sinn, Þjóðólfsmanninn; þyki
safnið, sem tekist hefir að útvega honum,
bæðj rýrt og fáliðað. Og fullyrða þá sum-
ir, að hann ætli sér að ganga 4 hólminn
sjálfur, garpurinn, i móti þeim sira Magnúsi
og Sigurði búfræðing, annaðhvort einsam-
all, svo sem fullgildur tveggja þingmanna
maki, eða þá við annan mann nýan, Pétur
Gruðmundsson harnakennara á Eyrarbakka,
sem hann telur að sögn mjög líklegan til að
verða allmikinn afreksmann á þingi og vera
eftir því atkvæðamikinn í héraði og mikils
metinn. Honum er tiltrúandi, að vita gjör
um slika hluti en aðrir béraðsmenn, sem
munu ganga þess duldir yfirleitt, að þeir
eigi þar þingmálagarp og mikilmenni, sem
þéssi kennari er.
Hrossaskip
frá Zöllner og Yídalín, er hingað
bom fyrir nokkrum dögum, fór í gær
aftur með 720 hesta.
Bessastaðakirkju
á að vígja á morgun. Engin há-
degisguðsþjónusta hér í dómkirkjunni
á morgun, en messað kl. 5 síðd.
Skarlatssóttin
hefir ekkert færst út hér síðasta
hálfan mánuð — þangað til i gær, er
stúlkubarn veiktist, 11 ára, í húsinu
nr. 7 við Smiðjustíg. Hún hefir ver-
ið flutt f sóttkvíunarhúsið. Flestir,
sem nú eru einangraðir, sleppa úrhald-
inu eftir einá viku eða tvær.
Frá Iíínverjum.
Blöð hafa borist ensk frá 7. þ. m.
síðast. Þar segir frá bardaga, er staðið
hafi 4. ágúst með Kínverjum og banda-
hernum útlenda fáeinar mílur frá Ti-
entsin, á leið til Peking. Þar höfSu
Kínverjar búist fyrir og ætluðu að
banna hinum leið. Bardaginn stóð 4-5
stundir, ogmisti bandaherinn 1200manna
fallinna og sárra, mest af Japansmönn-
um*og Rússum; en Kínvcrjar eiga þó
að hafa hopað á hæl eitthvað. Þeireru
harðsnúnari miklu en við var búist,
Kínverjar; liefir farið stórum fram í
hernaðarlist frá því er Japansmenn áttu
við þá fyrir fám árum, enda notið góðr-
ar tilsagnar, hjá þýzkum liðsforingjum,
og Þjóðverjar hjálpað þeim urn fyrir-
taks-fallbyssur og önnur hergögn — á
skrokkinn á sjálfum sér. Þeir höfðu
16,000 manna í þessari orustu, banda-
menn, og er það mikið manntjón sem
þeir hafa beðið, 1200 af 16,000.
Enn eru Kínverjar að senda skeyti
um það, að sendiherrarnir séu á lífi,
þótt illa gangi þeim að fá því trúað.
Onnur tíðindi engin frá útlöudum.
Kjörþing.
fyrir Árnessýslu verður haldið að Sel-
fossi laugardaginn 22. september þ. á.
og byrjar á hádegi. A þar fram að
fara kosning á 2 alþiugismönnum fyrir
kjördæmið til næstu 6 ára, samkvæmt
opnu bréfi 2. marz þ. á. og lögum um
kosningar til alþingis 14. sept. 1877.
Skrifstofu Árnessýslu, 16. ágúst 1900.
r
Sigurður Olafsson.
Prociama.
Samkvæmt opnu brófi 4. jan. 1861
og skiftalögum 12. apríl 1878 innkall-
ast hór með allir þeir, er til skulda eiga
að telja í dánarbúi Olafs Sveinars Hauks
heitins Benediktssonar á Vatnsenda, sem
andaðist hinn 1. júnímán. þ. á., til
þess innan 6 mánaða frá síðustu birt-
ingu þessarar auglýsingar að lýsa kröf-
um sínum og sanna þær fyrir undirrit-
aðri elckju hins látna, sem fengið hefir
leyfi til að sitja í ósliiftn búi.
Reykjavík 15. ágúst 1900.
Sigríður Þorláksdóttir.
Kolapöutunarfélagið.
Eg læt ekki hjá líða að tilkynna fé-
lagsmönnum, að kolin og olían, sem
þeir liafa pantað, getur verið væntanleg
í september; þá vonast eg til, að menn
sæki vörurnar á bryggjuna, jafnóðum
og þeim er skipað upp; því að ekki
mun það gefa yfirvigt, að láta kol
liggja úti yfir nóttina úr þessu.
M. Johaimessen.
Góð T A Ð A fæst hjá
C. Zimsen.
Kjúklinga kaupir
C. Zimsen.
Hinn nýi suðuvökvi reynist á-
gætlega, fæst að eins lijá
C. Zimsen-
Munið eftir
að undirskrifaður selur og setur upp
rafbjöllur fyrir mjög lágt verð; þær eru
ómissandi í hverju stærra húsi. Eg hef
sett þær víða upp hér í bænum og finst
öllum þær nauðsynlegar.
E. Þorkelsson úrsmiður.