Ísafold - 15.09.1900, Qupperneq 2
ið á hönni að kenna. Hún hafði
verið háð í Norðurálfunni, á Indlandi,
í Suðurálfunni, Norðurameríku og á
höfum úti. í öllum efnum virtust
Frakkar vera Énglendingum fremri.
Árið 1789 var mannfjöldinn á Stór-
bretalandi ekki nema 9,600,000, en á
Frakklandi var mannfjöldinn 26,300,000
Árstekjur Frakklands voru 24 milj.
punda sterling, en Störbretalands ekki
nema 15,650,000. í byrjun 19 aldar-
innar voru Frakkar 27 milj., en allar
enskumælandi þjóðirnár, að írnrn
meðtöldum, enskum nýlendumönnum
og Bandamönnum í Vesturheimi, fóru
ekki fram úr 20 miljónum manna
En í byrjun síðasta tugar 19. aldar-
innar var sú óhemju-breyting á orðin,
að enskumælandi þjóðirnar voru komn-
ar upp í 101 milj., að frátöldum þeim
þjóðum, er þær höfðu undir sig lagt,
og eins svertingjum í Bandaríkjunum.
En Frakkar voru þá tæpar 40 miljón-
ir. Alstaðar að kalla má, þar sem
þessar þjóðir hafa kept um yfirráðin,
hafa Englendingar orðið hlutskarpari.
Enskumælandi þjóðir ráða lögum og
lofum nær því í allri Noröurameríku
og Ástralíu og í þeim hlutum Suður-
afríku, sem byggilegastir eru fyrir
Norðurálfumenn. Engin önnur þjóð
stendur nú jafn-eel að vigi. Að Iík-
indum auka þeir valdasvið sitt á næstu
öld, hver veit, hve mikið, og næstum
því óbjákvæmilegt virðist, aðþeirverði
öllum þjóðum voldugri.
Af Frökkum er alt aðra sögu að
segja. Einn aðalþátturinn í sögu síð-
ara helmings 19. aldarinnar er ósigur
sá hinn mikli, er þeir biðu fyrir eínni
tevtónsku þjóðinni, og verður sá ósig-
ur að öllum líkindum með tímanum
rakinn til orsaka, er standa í nánu
eambandi við hin almennu framfara-
skilyrði mannfélagsins. En langmest-
an hnekki hafa þó Frakkar beðið við
það, hve lítið þeir hafa aukið kyn
sítt. Mannfjölgunin hefir verið æ
minni ár frá ári, þangað til nú er svo
komið, að svo virðist sem þeim æth
að fara fækkandi. Sumir hagfræðing-
ar sjá ekki annað ráð vænna til að
bjarga þjóðinni en að veita á ári
hverju 50 til 100 þúsundum útlendinga
frönsk borgararéttindi.
Kappleikur þjóðanna nú á dögum
er því ein sönnun þess, er vór höfum
fram haldið. það eru ekki vítsmuna
yfirburðirnir, sem ráðið hafa úrslitun-
um, heldur aðrir eiginleikar, sem miklu
meira er um vert fyrir félagsframfarir
þjóðanna. Vanti þá eiginleika, geta
ekki hinir ágætustu vitsmuna-hæfileik-
arbætt þá upp. Meira að segja: vits-
munirnir verða til þess að veikja fé-
lagsmagn þjóðanna, ef mikill skortur
er á þeim eiginleikum, sem mest er
um vert.
Orsakirnar til hnignunar frönsku
þjóðarinnar á síðari tímum eru al-
kunnar. Rénun mannfjölgunarinnar
meðal Frakka stafar að kalla má ein-
göngu af orsökum, sem þeir hafa sjálfir
vald yfir. Af hverju þúsundi karla
og kvenna yfir tvítugt eru 609íhjóna-
bandi að meðaltali. Af hverju þús-
undi hjóna eiga 440 eitt aða tvö börn,
en 200 eru barnlaus. þessa barnafæð
kenna franskir hagfræðingar því, hve
ant foreldrunum sé um að búa vel í
haginn fyrir þeim börnum, er þeir
eignast, en jafnframt kenna þeir hana
hnignun trúarlífsins meðal þjóðarinnar
og þeím breytingum, sem orðið hafa á
hinum fornu hugmyndum um skyldu
manna til að sætta sig með þolgæði
við það, er að höndum ber. í raun
og veru kemur þar fram eitt af ein-
földustu da^mum hinnar mentuðu eig-
ingirni, sem ávalt hlýtur að komaein-
staklingnum til að láta hagsmuni sína
og nánustu skyldmenna sinna sitja í fyr-
irrúmi fyrir hagsmunum þeirrar félags-
heildar, er einstaklingurinn tilheyrir.
|>etta er ekkert annað en ein hliðin á
því aðalmáli, er rætt hefir verið um hér
að framan. þetta er eitt af hinum
algengustu dæmum þess, hverja til-
hneiging eigingirnin og skynsemin
hafa til að leysa félagsheildina sund-
ur; og gegn þeim áhrifum hafa öfl þau,
er mannfólagið á þroska sinn að þakka,
frá öndverðu verið að starfa, hægt en
óaflátanlega.
Kjörfylgið.
Heitið var í síðasta bl. að gera
nánari grein fyrir kjörfylgi þingmanns-
efnanna hér í bænum hvors um sig,
til frekari skýringar og fróðleiks al-
menningi.
Bæjarstjórnin öll var með Jóni
Jenssyni, nema bankabókarinn. Sömu-
leiðis þorri fátækrafulltrúanna. Enn-
fremur flestallir embættismenn og fyr-
verandi embættismenn í bænum eða
sýslunarmenn, svo sem, auk kjör-
stjórnarinnar sjálfrar: bæjarfógeta,
landritara Jóns Magnússonar og hér-
aðsl. Guðm. Björnssonar—þar af eru
tveir í bæjarstjórn —, þeir Árni Thor-
steinson landfógeti, Björn Jensson ad-
junkt, Björn Olafsson augnlæknir,
Geir T. Zoega adjunkt, Guðm. Böð-
varsson spítalaráðsmaður, Guðmundur
Magnússon læknakenuari, Halldór
Jónsson gjaldkeri, Halldór Kr. Frið-
riksson fyrv. yfirkennari, Hjálmar
Sigurðsson gjaldkeri, Indriði Einarsson
revisor, Jóhann þorkelsson dómkirkju-
prestur og prófastur, Jónas Helgason
organisti, Kristján Jónsson yfirdómari,
Ólafur Rósenkranz kennari, Páll Hall-
dórsson stýrimannakennari, Páll Mel-
steð sagnfr., Pálmi Pálsson adjunkt,
Sigurður Jónsson fangavörður, Sigurður
Jónsson kennari, Steingrímur Thor-
steinsson yfirkennari, Sæmundur Bjarn-
héðinsson spítalalæknir, þórhallur
Bjarnarson lektor. jþrír eða fjórir
menn úr þessum flokki voru fjarver-
andi úr bænum (póstm., docent J.
Helgason, Magnús Einarsson dýral.,
Sigurður Thoroddsen), einn veikur
(biskup), og fáeinir sátu heima ó-
forfallaðir: landshöfðingi, amtmaóur,
háyfirdómari, síra Eir. Briem, dr, J.
þork. fyrrum rektor. En landlæknir
greiddi Tr. G. atkv., samkvæmt skrif-
legu ioforði sínu.
Af kaupmannastétt og meiri háttar
atvinnnurekanda kusu þessir Jón Jens-
sen: Ásgeir Sigurðsson, Ben. S. þór-
arinsson, Björn Guðmundsson, Eyólf-
ur þorkelsson, Geir Zoega, Guðm.
Ólsen, Gunnar |>orbjarnarson, J. G.
Halberg, Halldór þórðarson, Hans
Andersen, Jón þórðarson, Kristján
þorgrímsson, Mattías Mattíasson,
Steingr. Johnsen, þorgrímur Gud-
mundsen, f>orleifur J. Jónson. Sumir
greiddu hvorugum atkvæði, t. d. Th.
Thorsteinsson, C. Zimsen, Sigurður
Kristjánsson, Sigfús Eymundsson o. fl.
Auðvitað hafði enginn þessara heið-
ursmanna, er heima sátu, hvorki í
þessum flokki nó hinum á undan,
heitið fyrir fram atkvæði.
Af blaðamönnum bæjarins og em-
bættislausum mentamönnum greiddu
þessír Jóni Jenssyni atkv., auk rit-
stjóra ísafoldar: Friðrik Friðriksson
prestaskólakandídat, Guðmundur þor-
láksson cand. mag., Haraldur Nielsson
cand. theol., Jón þorvaldsson cand.
phil., Valdim. Ásmundarson, þorv.
þorvarðarson, þórður kand. Jensson.
Tveir eða þrír úr þessum flokki neyttu
eigi kosningarréttar sína.
. Meðal annara meira og minna nafn-
kendra borgara og bænda hér í bænum,
er Jóni Jenssynigreiddu atkvæði nefnum,
vér að handahófi, — auk fátækrafulltrú-
anna Gísla Jónssonar Nýlendu, Guðm.
Guðmundssonar á Vegamótum, Guð-
mundar jporkelssonar og Magnúsar
Magnússonar, — þá Andrés Bjarnason
söðlasmið., Árna Gíslason letrara, Árna
Gíslason póst, Árna Eiríksson verzl-
unarm., Bjarna jpórðarson frá Reyk-
hólum, Borgþór Jósefsson verzlunarm.,
Daníel Símonarson söðlasmið, Gísla
Björnsson frá Laugarnesi, Gísla Tóm-
asson verzlunarm., Hannes Hafliðason
skipstjóra, Ingileif Loftsson söðlasmið,
Jónas Jónsson Steinsholti, JónBjarnas.
verzlm., Magnús Einarss. Melkoti, Ólaf
Ólafsson (prentara), Pétur Gíslason
Áuanaustum, Pétur Jónsson blikksmið,
Sigurð Einarsson Seli, Sigurð þórðar-
son Steinhúsi, Svein Ingimundarson
Seli, Svein Sveinsson trésmið, Vilhjálm
Bjarnarson frá Rauðará, jþórð Jónsson
frá Gróttu, Jporstein Guðmundsson
verzlunarm., þorstein Tómasson járn-
smið; og eru að vísu ýmsir hér ónefndir
engu miður m9rkir.
það stakk mjög í stúf í augum
kunnugra manna, hve bankastjóraliðið
var snautt af því, sem kallað er al-
ment málsmetandi menn, eða eitthvað
ber á öðrum fremur í kjördæminu, æðri
eða lægri stéttar. |>að voru aðallega
örfáir návenzlamenn þeirra félaga
Vídalíns og þjóðólfsritstjórans, auk
tveggja ónafngreindra meðritstjóra hans,
svo og nokkurir bankastjóranum sér-
staklega handgengnir félagsbræður
hans í Útgerðarmannafélaginn o.s.frv.
Meðal almúgastéttar voru það einkan-
lega hinir yngri og fáþektari menn,
eða mjög nýlegir í bæjarfélaginu, er
honum veittu fylgi.
Fjármarkaðs-vonbrigðin.
Skýring Isafoldar á því máli um
daginn, um hina einkisverðu yfirlýsing
og hinn bráðónýta handaþvott þeirra
Zóllners & Vídalíns, hefir að allra
skynjandi manna dómi, er á það minn-
ast, gert það svo augljóst og skiljan-
legt, hvernig þeir félagar hafa farið
að afstýra allri Lættu af samkepni
þeirra Parkers & Frasers, að þar get-
ur engin efasemd komist að framar.
Enda hefir og til frekari staðfest-
ingar, þótt óþarfi væri, vídalínska mál-
gagnið (þjóðólfur) innsiglað þann skiln-
ing með margra dálka fúkyrðum í gær
til ísafoldar fyrir þann ógreiða við
húsbónda þess, að lofa honum ekki
að komast fram með fyrgreindan bráð-
ónýtan handaþvott í því máli frammi
fyrir almenningi. f>ví hefir komið það
viðvik 1 meira lagi illa, svona rétt á
undan kosningunni í Árnessýslu, þar
sem ritstjórinn var svo frámunalega
fávís að halda sér og þeim félögum
duga mundu »braminn« þeirra Parkers
& Frasers.
Kosningasmalar
bankastjóra- og Vídalínsliðsins eru nú
eins og þeytispjald hór út um sýsluna
(Gullbr,- Kjós.) og jafnvel austur í Ár-
nessýslu að ginna kjósendur til að hafna
þingmannaefnum þeim, er almenningur
í þeim kjördæmum hefir haft sórstak-
lega augastað á í sumar, en taka í
þeirra stað menn eftir þeirra höfði,
Vídallns og hans fylgifiska, suma ekki
merkari en það, að nöfnum þeirra á að
halda leyndum svo lengi sem hægt er.
Þetta var ráðið og samþykt á launfundi
þeirra á meðal í Breiðfjörðsleikhúsi sama
kveldið sem hér var kosið um daginn
(12. þ. m.). Sjálfur lagði Breiðfjörð á
stað í morgun í þeim erindum. Áður
voru þeirfarnirástað, Bjarni snikkari, ein-
hver fótfráasti bankastjórasmalinn hér
í sumar, M. S. Th. Blöndal, Þórður frá
Glasgow, og 2—3 aðrir.
Frá útlöndum.
Náðst hefir í enskt blað frá 8. b.
mán.
Bandaveldin sátu enn í Peking með
sitt lið. Rússar vildu selja borgina
aftur í hendur Kínverjum, en því mót-
mæltu Þjóðverjar eindregið, og búist við,
að hin stórveldin mundu verða á þeirra
bandi. Rússar grunaðir um græsku,
einbverja undirferli. Svo er að sjá,
sem ekkjudrotningin hafi alls eigi verið
höndum tekin, heldur er talað um að
hún standi enn fyrir stjórn og beiti sór
óspart til kaldra ráða og lirekkvíslegra.
Bretadrotning hefir nú látið 1/sa yfir
skilmálalausri innlimun Transvaals-þjóð-
veldis í ríki sitt, án nokkurs snefils af
sjálfsforræði. Þetta hefir Roberts hers-
höfðingi birt fyrir skemstu. Hefir þó
ekki fengið Búa flata enn þá, heldur
halda þeir uppi viðlíkri vörn og er síð-
ast fróttist, veikri sjálfsagt, þegar á
alt er litið, en einbeittri þó.
Farg benedizkunnar.
Hr. Jóni Jakobssyni, forngripasafns-
verði, lang-greindasta og merkasta
manninum í liði stjórnarbótarmótstöðu-
manna í þessu kjördæmi, fórust svo
orð á kosningaundirbúningsfundinum
um daginn í Breiðfjörðshúsi, að hann
lofaði guð fyrir að hafa getað fyrir
mörgum árum losað sig undan fargi
benedizkunnar.
þessa drengilegu og hreinskilnislegu
játningu nefnir ekki þjóðólfur á nafn,
en talar um hr. Jón Jakobsson eins
og sinn trúan og eindreginn fylgis-
mann — og læst þó vera há-benedizk-
ur nú sem stendur!
það er alvara og einlægni, þetta, í
þjóðmálaskoðunum og baráttunni fyr-
ir þeim.
Bangárvallasýslu 5. sept.
Tíðarfar má kalla að hafi verið hér í
sumar fremur stirt, sifeldir óþurkar og þvi
mjög erfitt að fást við heyskap. Sem
hetur fer, hefir þó eigi frézt, að skaði hefði
orðið, að hvað menn hefðu hirt illa, eins
og viða átti sér stað í fyrra. Því miður
veit eg eigi til, að neinn hafi reynt að búa
til sæthey, sem væri þó án efa mjög áríð-
andi fyrir menn uð reyna, og ekki hvað
sízt, þegar svona erfitt er að þurka hey
ár eftir ár.
heilsufar hér yfirleitt í lakara lagi síðan
inflúenzuna í vor.
Til þingmensku hér í sýslu er al-talað,
að bjóði sig þessir:
Síra Eggert Pálsson á Breiðabólstað,
Tómas hreppstj. Sigurðarson á Barkarstöð-
um, Þórður hreppstj. Guðmundsson í Hala
og Magnús sýslum. Torfason á Árbæ, fyrir
áskorun.
Þeir sira Eggert og Tómas munu hafa
talsvert fylgi i austurhluta sýslunnar; en
hinir i ytri hlutanum.
Þeir síra Eggert og Tómas munu vera
mótstöðumenn stjórnarbótarinnar, en sýslu-
maður er eindreginn stjórnbótarvinur, og
Þórður sagður nú vera likrar skoðunar á
því máli- Ættu því Rangæingar fremur að
aðhyllast þá, að hinum báðum ólöstuðum.
Þegar »Þjóðó]fur< talar um þingmanna-
efni hér í sýslu, segir hann meðal annars,
að nefndur hafi verið Eyólfur í Hvammi
til þingmensku, en hann sé bæði sérlund-
aður og lítt þokkaður, og muni þvi hafa
lítið fylgi, og sé þar að auki nafnkunnur
fyrir ritgerðir i «ísafold« siðan landskjálfta-
árið, og muni síðan vera sömu skoðunar
á stjórnmálum sem hún.
Að Eyólfur sé sérlundaður og litt þokk-
aður, eru hrein og bein ó s annindi.
Eyólfur hefir verið og er talinn einn með
allra greindustu og hygnustu hændum í
þessari sýslu, og yfirleitt mjög vel þokk-
aðnr bæði af sveitungum sínum og öðrum,
er til hans þekkja. Það væri því miklu
skynsamara fyrir Þjóðólfsritstj,, að hafa