Ísafold - 15.09.1900, Blaðsíða 3
227
hreint og beint vit á að þegja, heldur en
að kasta saur á mestu og heztu menn að
ósekju. Annars munu flestir lesendur þess
hlaðs vera farnir að sjá, að annar eins
þvættingur ogdllmæli eins og það málgagn
flytur er ekki kaupandi fyrir peninga.
Traustið á Jjjóðinni.
Þegar menn bjóSa sig fram til þing-
mensku, gera þeir það vitanlega í því
trausti, að þeir muni verða kosnir; þeir
bera það traust til kjósendanna, að þeir
muni ekki bregðast á kjördegi.
Þannig er því að sjálfsögðu einnig
farið með stjórnbótarfjendur, Vídalíns-
liða og bankavalds-fylgifiska. Þeir byggja
alla sigurvon sína á traustinu til þjóð-
arinnar. Eti hvernig er þessu trausti
farið? Hvernig geta þ e i r treyst því,
að þjóðin muni velja þá fyrir fulltrúa?
Alt þeirra traust er bygtá skilnings-
leysi og þroskaleysi kjósendanna. Þeir
treysta því, að kjósendurnir muni ekki
skilja það, að hór er verið að hneppa
þá á klafa peningavaldsins og girða fyrir
allar þær framfarir, sem á nokkurn hátt
koma í bága við yfirdrotnun einstakra
auðmanna. Þeir treysta því, að þjóð-
inni muni standa á sama, hvernig stjórn
landsins er háttað, hvort hún gengst
fyrir því, að koma velferðarmálum lands-
ins í viðunanlegt horf, eða hún hirðir
alls ekkert um slíkt. Þeir treysta því,
að kjósendurnir muni láta sór á sama
standa, hverjir á þingi sitja, hvort það
eru menn, sem unna hag ættjarðar sinn-
ar ekki síður er sjálfs sín og vilja þjóð-
inni alt hið bezta, eða það eru gagris-
lausir menn, eða fylgifiskar Vída-
línsvaldsins. Þeir treysta því, að kjós-
endurnir muni velja sér fulltrúa ekki
af neinni sannfæringu í nokkuru máli,
heldur að eins í greiðaskyni við einstaka
menn, eða í von um lítilfjörlegan per-
sónulegan hagnaö, sem þeim stendur til
boða, ef þeir eru skósveinum peninga-
valdsins hlýðnir og auðsveipnir.
Þannig er því farið, traustinu, sem
þessir menn bera til þjóðarinnar. Og
sýnir þá þjóðin, að hún eigi þetta traust
skilið? Það sýnir sig nú við kosning-
arnar. Og sorglegt er það, alveg frá-
munalega sorglegt fyrir alla þá, sem
hafa haft nokkura trú á framförum og
viðreisnarvon þjóðarinnar, að það kemur
hvað eftir aunað 1 ljós, að hún á þanuig
vaxið traust skilið.
Afturhaldsliðið hefir nú fengið »Blod
paa Tanden«, eins og Danskurinn segir.
Það hefir sóð, hve mikið það má byggja
á þroskaleysi þjóðarinnar; og hvað er þá
náttúrlegra en að það haldi sinni stefnu
áfram og hyggi til nýrra sigurvinninga?
í þessu trausti er það, að það hefir nú
færst í fang að bola þá síra Magnús á
Torfastöðum og Sigurð búfræðing báða
frá þingmensku í Árnessýslu, en koma
að í staðinn einskisnýtum mönnum í þ á
skuld. Og í þessu sama trausti ætlar
það að róa að því öllum árum, að Gull-
bringu- og Kjósarsýsla hafni báðum sín-
nm fyrri þingmönnum og Birni kaupria.
Kristjánssyni líka o. fl., en að í staðinn
komi gersamlega fráleitir menn til þing-
farar, einn eða fleiri.
Það verður fróðlegt að vita, hvort
Arnesingar og íbúar Kjósar- og Gull-
bringusýslu eiga þetta traust skilið.
En sýni það sig, að þeir eigi það skil-
ið, þá sannast það, að »óhamingju ís-
lands verður flest að vopni«.
P e s s i m i s t i.
Hannes Hafstein
bæjarfógeti é ísafirði og sýalumaður,
og nú orðinn alþingismaður, kom
hingað í gær heiman að með hval-
veiðamilliflutningaskipi (Barden). —
Mun ætla að vera hér við jarðarför
systur sinnar, frú Elfnar aál. Bjarna-
son frá Stykkishólmi.
Rosningahorfur
i
Árnessýslu.
Vandaminna verk hafa naumast
nokkurir kjósendur nokkurn tíma átt
fyrir höndum en Árnesingar eiga á
kjörfundi að Selfossi laugardaginn í
næstu viku, — nema ef vera skvldu
Borgfirðingar um daginn, svo sorglega
laklega sem þeir leystu það af hendi,
meiri hlutinn.
Margt má finna að kosningu Reyk-
víkinga og Isfirðinga, er senda sinn
skrifstofuvaldsmanninn og stjórnarbót-
aróvininn á þing hvorir. En það er
ekki áðallega mannvalið, sem þeir hafa
flaskað á. Annmarkarnir á þeirra
kosningu eru annars kyns.
Árnesingum bjóðast annars vegar
stórnýtir og valinkunnir framfarmenn
og stjórnarbótarvinir, þar sem eru
þeir síra Magnús á Torfastöðum og
Sigurður búfræðingur Sigurðsson. Síra
Magnús orðlagður vitsmunamaður,
mætavel máli farinn, mesti áhugamð-
ur um alt það, er til almenningsheilla
horfir, og sæmdarmaður í hvívetna.
Sigurður búfræðingur að vísu líttreynd-
ur við afskifti af þjóðmálum um fram
það er haun hefir til þeirra lagt í rít-
um, af mikið góðri greind og fjöl-
breyttri þekkingu í sinni fræði, svo
mikilsverð sem hún er og áríðandi
fyrir aðalstétt landsins, bændurna, bú-
stólpana. En það er mjög eðlilegt,
þótt ekki sé mikla sögu af honum að
segja að öðru leyti að svo komnu,
jafn-ungum manni. Hitt er víst, að
hann hefir fult traust og álit bæði
sinna héraðsbúa og annara, er kynni
hafa af honum, fyrir gætni og hygg-
indi og alúðarmikinn framfarahug, auk
hinnar ágætu sérþekkingar, sem fyr
er á vikið.
En hvað er hér í boði á móti, þar
sem er ritstjóri þjóðólfs, eini (?) vænt-
anlegi keppinautur þessara ágætis-
manna við kosningu þá, er nú fer í
hönd? —
jpað er ein þokuhugmyndin, ein hin
allra-algengasta allra þeirra óteljandi
þokuhugmynda, sem vér eigum í lát-
lausri baráttu við, að a 11 a r blaða-
deilur, að minsta kosti þar sem rit-
stjórarnir taka sjálfir til máls, séu
persónulegar skammir þeirra í milli,
ritaðar eingöngu til að svala persónu-
legri óvild þeirra hvors til annars.
Svo mögnuð er þessi vitleysa og al-
geng, að vér höfum eigi alls fyrir
löngu heyrt sæmilega greindan alþýðu-
menn koma með þá tillögu í fullri al-
vöru og jafnvel hreykinn af viturleik
sínum, að þess konar ætti alt að
prenta í viðaukablöðum — sem sé að
vera ekki að láta kaupendur borga
fyrir slíkt, sem þeim kæmi ekkert við!
Vitaskuld eru þess kyns deilur til
eða skammir, hvort sem menn vilja
kalla það heldur. En þær eru marg-
falt fágætari en látið er alment. í níu
af tíu dæmum, þar sem talað er býsna-
alment um »persónulegheit« og per-
sónulegar skammir meðal blaða nanna,
er m á 1 i ð umtalsefnið, en ekki maður-
inn, þótt óhjákvæmilegt sé manninn
að nefna og þá um Jeið auðvitað að-
finsluverð afskifti hans af málinu.
Um þetta blað skjótum vér því nú
óhræddir undir dóm allra skynbærra,
óvilhallra manna, hvort þar er eigi á-
v a 11 m á 1 i ð í fyrirrúmi fyrir m a n n-
i n u m, hver sem í hiut á og hvernig
sem á stendur.
f> e i r trúa oss því til þess og skilja
það, að það er alls ekki af persónu-
legum kala til þessa þingmannsefnis,
ritstjóra þjóðólfs, að vér leggjum ein-
dregið á móti kosningu hans á þing.
Vér getum vel unt honutn allra heims-
ins gæða, 6márra og stórra, að svo
miklu leyti sem þau koma ekki í bág
við almenningsheill. En telji hann
það með heimsins gæðum, að komast
á þing, — og á því virðist því miður
enginn vafi geta leikið —, þá er það
óhjákvæmileg skylda vor við land og
lýð, að reyna að afstýra því.
|>að er ólíkt um hann og aðra ó-
reynda þingmenn, að hann hefir, þótt
aldrei hafi á þingi setið, haft all-lengi
töluverð afskifti af þjóðmálum frammi
fyrir almenningi, en gert það á þann
hátt, að jafnvel hans vildustu vinir
segja: hamingjan forði oss frá að fá
hann á þing. Svo er það grandvart,
að nokkur ættjarðarvinur með nokk-
urri hugsun og þekkingu á því, bvað
til þess þarf að vera nýtur þingmaður,
geti látið sér detta í hug að óska eftir
honum á þing.
þetta eru fráleitt sjálfskapavíti
nema að nokkuru leyti í hæsta lagi.
Manninum er af forsjóninni slíkra
hæfileika varnað gersamlega.
Fyrir nokkrum vikum lögðum vér
þá spurningu fyrir hans nánustu vini
og kunningja, hvort þeir treystu sér
til að færa nokkurar minstu líkur fyrir
•
því, að sá maður mundi nokkurn tíma
gera nokkurt minsta gagn í nokkuru
máli á þingi — hvort þ e i r treysti
honum einu sinni til að styðja aftur-
haldsstefnuna þar, svo einlæglega sem
hann fylgir henni, öðru vísi en að eins
með atkvæði sínu?
þessari spurningu hefir enginn þeirra
treyst sér til að svara að svo stöddu
og treysta sér auðvitað aldrei til þess.
1 orði kveðnu að minsta kosti er
eitt mikilsvert þingmál honum talsvert
áhugamál. J>að er stjórnarskrármálið.
| En hvernig hefir framkoman verið þar?
Henni var lýst í sumar í öðru blaði
á þessa leið:
»Hanu byrjaði ritstjórn sína með því
árið 1892, að andæfa »benedizkunni«, og
hallaðist þá fremur að miðluninni frá
’89, eða þó helzt að einhverjuóákveðnu,
sem hann eigi gat lýst, af því að óvíst
var þá, hvar meiri hlutinn yrði!
En þegar hann svo á þinginu 1893
sá, hvar meiri hlutinn varð í það skifti,
þá snerist hann einnig að »benedizkunni«
þegar í stað, því að þar sem fjöldinn
var, þar vildi hann víst vera.
En svo kom alþingi 1897, er »bene-
dizkan« var eigi nefnd, og snerist þá
þessi stefnufasti(!) ritstjóri einnig óðara
frá henni, og hugðist nú að styðja sig
við »ríkisráðsfleyginn!«
Og þegar »fleygurinn« reyndist svo
uppslitinu á sfðasta þingi, að af honum
var eigi frekari stuðnings að vænta,
varpaði hann honum einnig að vörmu
spori frá sór, og skrifaði þá um þing-
lokin þessa annálsverðu vandræðagrein,
þar sem hann hallaðist að tillögum þeirra
Arnljóts og Boga, um aukningu
ábyrgðarlausa landshöfðingj avaldsins!
Og nú sýnist hann aftur í svip, eftir
alla þessa útúrdúra, vera farinn að hall-
ast að »benedizkunni«, af því að þing-
málafundarályktanir í Þingeyjarsýslu
hafa nýskeð gongið í þá átt.
En hvað lengi sú nýja hnattstaðan
hjá »Þjóðólfi« varir, er ekki lýðum ljóst,
og sízt af öllum ritsjóra hans sjálfum.
Það er nú ómögulegt annað en að
ristjóri »Þjóðólfs« sjái, að þjóðin veit
alt þetta, og sér því glögt, hve a f a r-
stefnulaus, ósjálfstæð, ó-
djörf og ósönn öll ritstjórn
hans er«.
Vér segjum engan veginn það blað,
|>jóðvilj., óhlutdrægt í hans garð. En
laus er þessi klausa, þessi lýsing, við
öll illmæli, og kannast munu þeir,
sem veitt hafa því máli eftirtekt,
fyllilega við, að hún sé yfirleitt rétt
og áreiðanleg.
Nú upp á síðkastið virðist hann
vera algerlega á bandi með Vídalín og
»hinu sameinaða peningavaldi*. það
leynir sér ekki á hinum svæsnu, 6vo
nefndu varnargreinum fyrir afskifti
þeirra Zöllners og Vídalíns, af fjár-
markaðsvonum landsmanna. Og s-'.ma
ber framkoma hans með sér í kosn-
ingabaráttunni hér í Reykjavík, eins
og henni var nú snoturlega farið frá
bankastjóraliðsins hálfu; — þótt aldrei
lyki hann upp munni á málfundum.
þ>ví segjurc vér það, að hafi nokk-
urt kjördæmi nokkurn tíma átt úr
óvöndu að ráða um kjörfylgi, þá eru
það Árnesingar núna.
Sigling
Pimtudag 6. þ. mán. kom 9konnorta
August (78, Drejo) til H. Th. A.
Thomsens-verzlunar með saltfarm frá
Liverpool.
Daginn eftir, 7., kom skonnorta
Ragnheiður (73, Bornelykke) til verzl.
Nýhöfn með steinolíu o. fl. frá Liver-
pool.
|>á kom í gær gufusk. Alf (196,
Eorland) til Th. Thorsteinsson og G.
Zoega með kolafarm frá Leith?
Misprentað i síðasta 1)1. í atkvæ'öatiiln
við kosninguna í Borgarfirð'i 8. þ. mán.:
180 og 167 atkv. i stað að eins 86 og 67.
Þá vantaði og köfimdarmerkið Þ. undir
eftirmælin um Ásbjörn Olafsson.
Kjöt ~
fæst daglegaíverzlun Jóns |>órð-
a r s o n a r. Verð : 0,18—0,20 pr. pd.
Hvergi i Reykjavík eins mikið úrval
af alls konar úrum, klukkum, gullstássi,
úrkeðjum (0,65—25 kr.), armbringum
handkringum, hálsmenum, kapselum, slipsis-
nælum, brjóstnælum og kjólanælum og m. fl.
Kikirar, margskonar hljóðfæri, veiðarfæri
og SINGERS-STÁL-SAUMAVÉLAR.
|*étur Hjaltested.
Húskennari óskast í kaupstað á Norð-
urlandi hjá ágætu fólki, reglusamur vel að
sér i sönglist, dönsku og ensku, auk al-
mennra kenslugreina. Semja má við sira
Jón Helgason prestaskólakennara.
ÞRIEIN og dugleg innistúlka getur
fengið vist nú þegar. Ritstj. vísar á.
Tvö loftherbergi fást til leigu á Lauf-
ásstig 39, með nokkrum húsgögnum og
rúmstæði.
Undirrituð selur gott og ódýrt fæði.
J úlia Norðfjörð, Grjótag. 5.
GULRÓFUR fást keyptar á Klapparstig
nr. 10.
íslenzk umboðsverzlun
einungis fyrir kaupmenn.
Beztu innkaup á öllum útlendum
vörum og sala á öllum islenzkum
vörum. Glöggir reikningar, fljót af-
greiðsla.
JAK0B GUNNLÖGSS0N.
Kjöhenhavn K. Niéls Juelsgade 14.
Teikningaskólinii.
feir sem hugsa til þess að njóta
tilsagnar hjá mér í teikning á kom-
andi vetri, eru vinsamlega beðnir að
gera svo vel að koma heim til mín í
Glasgow 16. og 17. þessa mánaðar
frá kl. 4—6 e. m. til að innskrifa sig.
Inntökugjald fyrir alt tfmabilið 8 kr.
sem greiðist við inntökuna.
Stefán Eirílcsson.