Ísafold - 26.09.1900, Síða 2

Ísafold - 26.09.1900, Síða 2
234 Margt má ráða í út af þessum kosn- ingum og þeim atvikum, sem þar að liggja, og þar á meöal kom hér Ijóslega fram það, sem reyndar var fullvel ljóst áður, hve hróplega stórdónaleg og rang- lát framkom »Austra« hefir verið gagn- vart s/slumanni okkar, Jóhannesi, með tilliti til Garðarsfélagsins, sem »Austri« hefir haldið fram að hann styddi og bæri fyrir brjósti sér með réttu og röngu. Það er óhætt að fullyrða, að hvergi hér í kjördæminu eiu sjálfstæð- ari og óháðari menn en í Seyðis- fjasðarkaupstað og Seyðisfjarðarhreppi og útvegsbændur yfirleitt hér í fjörð- unum. Hefði nú sýslumaður unnið þeim tjón eða sjávarútveginum með því, að draga um of taum Garðarsfje- lagsins, ætli þeir mundu þá hafa sótt kjörfund hér um bil með tölu og kos- ið hann á þing, eins og þeir nú gerðu?« Út af kosningunni í Mýrasýslu eða réttara sagt afskiftum annars blaðs af henni hefir sýslumaður (kjörstjórnar- oddvjtinn þar) beðið ísafold fyrir svo- látandi athugasemd: »þjóðólfur« flytur 7. þ. m. lesendum sínum þá fregn, að eg hafi lagt mig mjög í framkróka til að afla slra Magnúsi Andréssyni fylgis til þing- kosningar í Mýrasýslu. þess er ekki getið, h v a ð eg hafi aðhafst í því skyni; eneitthvaðverður að hafa kveðið að því, fyrst aðfarir mínar gefa blaðinu tilefni til að leggja það til, að sýslumönnum verði með lögum bannað — að bjóða sig fram til þingmensku í sínu kjör- dæmi!! — f>ótt óskandi sé, að löggjaf- arþingið verði aldrei svo illa skipað, að það rökstyðji nokkurt nýmæli á þ e n n a n hátt, þá er samt ekki að vita, hvað verða kann eftir kosning- arnar í þessum septembermánuði; og með því eg vil ekki vera þess vald- andi, að farið verði að banna sýslu- mönnum, að sækjast eftir þingmensku, þá ætla eg að gera hér grein fyrir, hvað það er, sem eg hefi aðhafst og gefið hefir ritstjóra »f>jóðólfs« tækifæri til að koma fram með sýnishorn af viturlegum og frjálslegum tillög- um sínum til löggjafarmála á þingi, ef *injuria temporum« og Símon á Selfossi skyldu koma honum inn þangað. Frá því er síra Magnús var ráðinn í að bjóða sig fram og til þess er kosið var, mintist eg á kosninguna og þingmannaefnin við marga kjósendur, við flesta munnlega, við fáeina bréflega. f>að er nú fljótt frá að segja, að a 11 i r, Bem eg átti tal við, að einum þremur undanskildum, létu hiklaust í ljós og án þess nokkurar fortölur kæmu til frá minni hálfu, að þeir væru síra Magn- úsi fylgjandi, en hinu þingmanns- efninu ekki. Tveir menn virtust vera nokkuð á báðum áttum, og þegar eg fann það, lét eg þá eiga sig. Hinn þriðji vildi hvorugt þingmannsefnið og helzt ekkert alþingi, og með þeirri trú fór hann frá mér. Eg hefi ekki reynt til að útvega síra Magnúsi fylgi eins einasta kjósanda; þess þurfti ekki, því hann hafði nóg fylgi. Bn hitt er það, að eg hvatti fylgismenn hans til sækja kjörfundinn. Hitt liðið hvatti eg ekki, þegar af þeirri ástæðu, að óhætt var að treysta því, að þing- mannsefnið sjálft, síra Einar Friðgeirs- son, mundi halda því öllu til skila. f>að er ekki ólíklegt, að það hafi ver- ið þessum áskorunum mínum að þakka (eða kenna, frá sjónarmiði »f>jóðólfs«), að atkvæðamunur varð svo mikill, sem hann varð; en þó að eg hefði við engan kjósanda minst á kosninguna, þá er það með öllu víst, að síra Magn- ús hefði hlotið meiri bluta atkvæða. Afskifti mín af kosningunni gefarit- stjóranum tilefni til að kvarta um, að sýslumenn vaði nokkuð mikið uppi á síðustu tímum (líklega nær þetta þó ekki til sýslumannanna í Snæfellsnes- og Dalasýslum), og hann vill taka fyr- ir það með því að fá það tvent leitt í lög: 1. að enginn sýslumaður megi bjóða sig fram til þingmensku í sinni sýslu; og 2. að kosningar um land alt skuli fara fram á einum og sama degi (sic!). En þó að sýslumönnum væri bannað að sækjast eftir þing- mensku í sinni sýslu, þá væri ekki þar með loku fyrir skotið, að þeir gætu haft áhrif á alþingiskosningar! Nær réttri hugsun (og jafnnærri frelaisand- anum í »f>jóðólfi«) hefði verið að leggja það til, að sýslumenn mættu ekki nokkurn tíraa á undan kjörd9gi, t. d. í eitt misseri, minnast á alþingískosn- ingar við nokkurn mann. Jafnsnjöll fyrri tillögunni er hin síðari; það er náttúrlega hverjum manni ofvaxið að skilja, hvernig það ætti að girða fyrir afskifti sýslumanna af kosningum, þó að kjördagur væri hinn sami um land alt! Blaðið segir, að 2 vestustu hreppar sýslunnar hafi ráðið úrslitum við kosn- inguna. f>að er ekki rétt. Úr 4 efstu hreppunum komu 60 kjósendur, og af þeim kusu ð9 síra Magnús, en 1 — einn — hitt þingmannsefnið. Úr Borgarhreppi fekk síra Magnús 4 at- kvæði, og eru þá komÍD 63 eða meira en helmingur atkvæða, er greidd voru á fundinum. f>ótt allir kjósendur, sem mættu úr 2 vestustu hreppunum, hefðu kosið síra Einar, þá hefði hann samt borið lægra hlut. Arnarholti 17. sept. 1900. SlGUEÐUE þÓKÐAKSON. f>á vill hinn nýi 2. þingmaður Isfirð- inga, H. Hafstein sýslumaður, fá að taka svo til máls, sem nú segír: í heiðruðu blaði yðar, herra ritstjóri, er út kom 22 þ. m., er svo frá skýrt í kosningafréttum úr ísafjarðarsýslu, að »tveir heilir hreppar hér um bil«, Hornstrandahrepparnir, hafi verið tæld- ir til þess að kjósa hvorki Skúla Thor- oddsen né síra Sigurð Stefánsson, og það með því að ljúga að þeim, að hugmyndin með valtýskunni, er þeir fylgja, sé að leggja á íslendinga her- þjónustuskyldu og herskatt! f>ví er svo bætt v>ð, að þessi kenning hafi ráðið kosningaúr9litunum, eða að eg mundi ekki hafa náð kosningu, ef Hornstrendingar hefðu ekki greittmér atkvæði þannig uppfræddir. Af því að þér hafið ekki getið þess, að saga þessi eigi rót sína að rekja til hr. Skúla Thoroddsen eóa blaðs hans, neyðist eg til að biðja yður um rúm í blaði yðar fyrir eftirfylgjandi at- hugasemdir, með því að einhver kynni annars að leggja trúnað á frásögnina, sem í öllum atriðum er röng. f>að er þá fyrst að athuga, að því fer mjög fjarri, að þeir Skúli og síra Sigurður fengi engin atkvæði úr þess- um tveim hreppum, er yður hefir þókn- ast að nefna Hornstrandahreppana. f>ví miður hefi eg ekki kjörbækurnar hjá mér, svo að eg get ekki að svo stöddu tilgreint atkvæðafjöldann með vissu, en eg má fullyrða, að Skúli fekk að minsta kosti 25 atkvæði frá þeim 50—60 kjósendum, sem mættu á kjörþingi úr þeasum hreppum, og að síra Sigurður fekk úr Sléttuhreppi til- tölulega mörg atkvæði, eitthvað milli 10 og 20, svo ekki sé of míkið sagt. Ýmsir úr þessum hreppum kusu bæði hr. Skúla Thoroddsen og mig. f>ér sjáið því, að það nær engri átt, að al- menningur í hreppum þessum hafi látið tælast til að kjósa hvorki Skúla né síra Sigurð. Söguna um herskattinn og herþjón- UBtuskylduna, er þér tjáið hafa verið höfð til að blekkja menn, hefi eg al- drei heyrt né neitt í þá átt fyr en hr. Skúli Thoroddsen kom fram með hana með miklum ofsa og stóryrðum í kjör- fundarræðu sinni; eg spurði síðar ýmsa málsmetandi menn að norðan um það, hvort nokkuð væri hæft í þessu, og kvaðst enginn til þess vita. Vitanlega get eg ekki sagt um, hvað talað kunni að hafa verið manna á rnilli, og mér þykir sennilegt, að sá flugufótur kunni að vera fyrir þessu, að einhverjir, sem lesið hafa »Eimreið- ina* hafi átt tal um þá skoðun, sem hr. Valtýr Guðmundsson kvað hafa látið þar í Ijósi, að heppilegt væri að íslendingar væru settir á herskip Dana til æfinga. En hitt þori eg að segja með vissu, að enginn kjósandi f Isa- fjarðarsýslu eða kaupstað hefir reynt að telja öðrum trú um eða trúað því, að stjórnarskrárfrumvarp það, sem þeir Skúlí og síra Sigurður hafa fylgt síðustu árin, og ranglega er kent við hr. Valtý, hefði þá stefnu eða nug- mynd, að leggja herskatt og herþjón- ustn á þjóðina. Svo ómentaðir og auðtrúa eru Vestfirðingar ekki. Yfir höfuð lýsi eg því yfir, að eg veit ekki til að neinum flekunum, rógi eða kúg- un hafi verið beitt gagnvart kjósend- um af hálfu þeirra manna, er mína kosning studdu, og færi betur, að sumir aðrir hefðu jafn hreinar hendur í því tilliti. þótt það skifti litlu, vil egtakaþað fram, að það er ekki rétt hermt, að síra Sigurður hafi haft miklu fleiri atkvæði en eg, áður en kom að Norð- urhreppunum. jpað mun mega sanna, að hann hafði á engu stigi kosningar- innar meira en 2 eða í hæsta lagi 3 atkvæði fram yfir mig. Eg fæ og ekki skilið, að neitt vit sé í því, að Norð- urhrepparnir hafi ráðið úrslitum kosn- ingarinnur frernur 6n önnur bygðarlög, er fjölmentu á fundinD, og greiddu at- kvæði eins og þeir. I sambandi við þetta vil eg geta þess, að þaðermjög ranglátt að kasta nokkurri rírð áíbúa Sléttuhrepps og Grunnavíkurhrepps fyr- ir það, að þeir liggja að Hornströnd- um, eins og þeir væru eins konar Bakkabræður, sem trúandi væri til allrar heimsku. Hið sanna er, að í þeim sveitum eru fullkomlega eins margir greindir, mentaðir og dugandi menn, eins og í skuldaríki Skúla og sóknum Sigurðar, er þeir höfðu að- alatkvæðamagn sitt úr. Loks skal eg geta þess, að það er ekki rétt hermt, að »hér um bil hver maður í kjördæmi mínu sé fylgjandi Bumps-frumvarpinu, er þér nefnið stjórnarbót. þvert á móti er það al- kunuugt, að mikill meiri hluti í Vest- ur-sýsluuni, kaupstaðnum og margir helztu oggreindustu bændur í Norður- sýslunni eru mótfallnir því frumvarpi óbreyttu. Staddur í Beykjavík, 24. sept. 1900. H. Hafstein. * * * þeir verða að kljástumþað, samþing- ismennirnir ísfirzku, þeir H. Hafstein og Skúli Thoroddsen, hvað rétt er eða ekki rétt í frásögninni um aðfarirnar við kosningaundirbúninginn þar, — frásögn Isafoldar auðvitað tekin eftir þjóðvilj., enda eigi á öðrum skýrslum völ að svo stöddu; nema hvað miklu rækilegra er frá sagt í þjóðvilj., og mörgu slept hér sögulegu, sem þar stendur, t. d. um framkomu Horn- strendinga á kjörfundinum, meðferðina á þeim, eftir að þeir komu ákjörstað- inn, o. fl. Hrerþingmannanna skarar væntanlega eld að sinni köku og lofar sína híru: sitt fylgi. Færi svo, að sann- leikurinn fyndist miðreitis, mundi frá- sögn ísafoldar um daginn sízt fjarri réttu. það lítið, sem frekara þarf að at- hugagreinhins nýja2. þingmanns ísfirð- inga, getur komið næst. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af >Social Evolution< eftir Ben. Kidd. XIII (Niðurlag). Bifjum vér nú það upp fyrir oss, er sagt er hér á undan, dylst oss það ekki, að nokkur merkileg, óyggjandi söguleg sannindi verða óskiljanleg, svo framarlega sem vér höldum fast við þá skoðun, að félagsframfarir mann- kynsins, framfarir, sem valda því, að nokkurir hlutar mannkynsins. verða öðrum hlutum þess yfirsterkari, séu aðallega undir vitsmununum komnar. Vór höfum séð, að menn, sem eru einkar-færir til að dæma um það efni, telja Forngrikki hafa verið nútíðarþjóðunum fremri að vitsmun- um. Vér höfum séð, að þrátt fyrir það vald, sem menning vestrænu þjóðanna er að fá yfir veröldinni nú á tímum, er það engan veginn áreiðanlegt, að vitsmununum fari fram að sami skapi, sem félagsþroskinn eflist, og að líkindi séu jafnvel fyrir því, að menning vestrænu þjóðanna hætti við að hnekkja vitsmunaþroskanum. Vór höfum séð, að hugmyndir manna, eins og þær alment gerast, um muninn á vitsmunum vorum og vitsmunum þeirra þjóðflokka, er skemmra hafa komist áleiðis. eru mjög öfgakendar og að miklu leyti fjarri öll- um sanni. Og loks höfum vér séð, að í kapp- leik þeim, er vestrænu þjóðirnar eiga sjálfar hver við aðra, hefir ekki vits- munaþroskinn ráðið úrslitunum, að um aðra eiginleika en vitsmunina er bersýnilega miklu' meira vert fyrir fé- lagsheildina, og að séu þeir eiginleik- ar af skornum skamti, getur mikill vitsmunaþroski jafnvel veikt félags- hæfileikana og á þann hátt orðið þjóð þeirri, er hefir þá til að bera, til tor- tímÍDgar. þegar nú alls þessa er gætt, virðist niðurstaðan hljóta að verða sú, að framfarastraumur mannkynsins hafi hætt að stefna að því sem aina aðal- markmiðinu, að efla vitsmunina — hafi beygt út af þeirri leið, þegar meDnirnir fóru að binda félag með sér. Frá þeim tíma hafa hagsmunir ein- staklinganna ekki ráðið mestu; þeir hafa orðið að lúta í lægra haldí fyrir hagsmunum félagsheildarinnar, sem einstaklingurinn tilheyrir stutta stund. Vitaskuld heldur skynsemin sífelt á- fram að eiga mikilsverðan þátt í því, að láta heildina fá færi á að njóta sin í kappleik lífsins. En húnerekki lengur það atriðið, sem mest er undir komið. Og henni hættir stöðugt við að ríða í bág við hin víðtækari fram- faraöfl, sem með tilstyrk trúarbragð- anna tryggja það, að stundarhagur ein- staklinganna lúti í lægra haldi fyrir framtíðarhag þjóðfélagsins. Saga mannkynsins virðist bera vitm um það, að þessi víðtækari öfl eigi ávalt að lokum sigri að fagna. f>ví verður ekki neitað, að líkindi eru til þess, að mannkynið verði æ trúræknara, því að það eru þeir hlutar þess, sem hafa það einkenni til að bera, er verðaöðr- um yfirsterkari. E» sú breytÍDg, eins og allar þess konar breytingar, er mjög hægfara. Hver þjóðflokkurinn eftir annan, hver menningartegundin eftir aðra verður að ganga sér til húðar. f>egar vits- munaþroski einhvers hluta mannfélags- ins fer að bera siðferðisþroskann ofur- liði, er sá hluti sýnilega að verða ó- nýtur og tortímingu undirorpinn.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.