Ísafold


Ísafold - 26.09.1900, Qupperneq 3

Ísafold - 26.09.1900, Qupperneq 3
235 Fráleitt er þörf á að geta þess, að mörgum og merkilegum atriðum úr bók Kidós hefir verið slept í þessum greinum, sem nú eru á enda. þær eru sem sé alls ekki þýðing, heldur ágrip að eins; enginn kafli hefir verið þýddur, engin blaðsíða í bokinni, ekki nema örfáar málsgreinar. Ann- ars hefði þetta orðið alt of langt mál fyrir ísafold. Bn aðal hugsunarþráð- urinn í bókinni vonum vér að verði lesendum vorum skiljanlegur af því, er nú hefir verið sagt. * Druknun. Tveir menn druknuðu á Borgarfirði í aftökunum aðfaranótt föstudagsins 21. þ. mán. Þeir voru á flutningaskipi, er gufubátur barónsins á Hvítárvöllum, »Hvítá«, hafði aftan í upp eftir þangað héðan, hlöðnu vistum o. fl., þar á með- al 50 skpd. af kolurn, alls nál. 1000 kr. virði. Skipið sleit frá gufubátuum fyrir utan Borgareyjar á fimtudags- kvöldið í myrkri og ofviðri. Gufubát- urinn forðaði sér inn fyrir eyjarnar og hafðist þar við í skjóli þeirra um nótt- ina. Flutningaskipið hafði lagst við stjóra, en hefir slitnað upp um nóttina; því daginn eftir fanst það rekið hinu- megin fjarðar á hvolfi og mannlaust. Þeir, sem druknuðu, voru háðir hér úr bænum, og hétu Jóhannes Krist- j á n s s o n, ættaður úr Garðahverfi, fyr- irvinna hjá farlama móður sinni, og Guðmundur Björnsson, kvænt- ur maður, er lætur eftir sig ekkju og 1 barn. Þeir voru báðir ungir menn og vaskir. Botnvörpungur, sem getið var um daginn að Heim- dallur hafði höndlað (annar af tveim- ur) og þrætti fyrir brot sitt, varð feg- inn að játa það á endanum; hafði það eitt fyrir heimsku sína, aðsektin varð hærri miklu en ella mundi, 90 pd. sterling, en afli og veiðarfæri gert upp- tækt. það var Kristján Bjarnason kapteinn, er kært hafði botnverpinga þessa hvorutveggja og gekk vel og vasklega fram í að koma þeim undir manna hendur. Hann miðaðí afstöðu þeirra og tjáði herskipinu, er brá þeg- ar við suður og mældi eftir því fjar- lægðina frá landi, úti fyrir Keflavík. Hafði sökudólgur þessi, sem þrætti, — skipið heitir Forward (407, H.)—ver- ið að eins J/4 mílu frá landi, eða x/2 mílu nær en hann mátti vera. Laug skipstjóri fyrst til 1 réttarprófinu, að hann hefði verið þann dag og stund 3 mílur norður af Garðskaga eða þar um bil. Hitt skipið hét Doris (464, H.). það hlaut 75 punda sekt, og veiðarfæri upptæk gerð, en afli ekki, með því að ekki sannaðist, að hann hefði veiddur verið í landhelgi. Ekki lágu færri en 17 botnverping- ar á Keflavíkurhöfn daginn, sem Heim- dallur sótti þessa tvo sökudólga suður. |>að var einn illviðrisdagÍDn, 21. þ. mán. Póstgufuskip Vesta kom loks sunnudagsmorgun 23. þ. mán. HafSi verið nær 3£ sólarhring (81 kl.stundir) á leiðinni hingað frá Vestmanneyjum, í stað 10—12 stunda. Lenti í versta ofviðrinu og var jafnvel hætt komin. Með skipinu kom frá Khöfn dr. B. M. Ólsen rektor, Morten Hansen skóla- stjóri og Sigurður Sigurðsson kenuari frá Mýrarhúsum; þeir M. H. og S. S. höfðu verið á kennarafundi í Kristjaníu og brugðið sér þaðan norður í Niðarós. — Af Austfjörðum kom með skipinu dýralæknir Magnús Einarsson, og frá Vestmanneyjum Magnús Jónsson sýslu- maður. Gufuskip Vendsyssel frá »hinu sameinaða gufskipafélagi* kom hingað í gær frá Khöfn og Skot- landi, aukaferð eftir Spánarfiski, eins og Tejo í fyrra. Fór samdægurs vest- ur á Isafjörð. Kemur hingað viku af októbermán. og heldur þá til Liv9r- pool. -----$ ^ $------ Yendetta. Eftir Areliibald Clavering Gunter. Danella greifi tekur ungfrúrnar út úr vagninum og segir við Marínu: »Verið þér nú hugrakkar, ma belle. Á morgun kemur brúðguminn. Á morgun skulum við fá yður Monsieur Anstruther f hendur að Korsíku-sið. Á morgun! Á morgun!« Svo hverfur Mússó Danella út í myrkrið, og syng- ur vísu með fjörugu viðkvæði. þ>jónar Paoli-ættarinnar taka ung- frúnum virðulega, en sýna Marínu ekki þá ástúð, sem Bnid hafði búist við, að þeir mundu í frarami hafa við hina ungu húsfrú sína eftir svo langa fjarveru og eins og nú var ástatt fyr- ir henni. Allir eru þeir í Korsíku-búningi og lýsa ungfrúnum inn í húsið með log- andi kyndlum. »Bn hvað þessi viðhöfn er fornald- arlegL segir fröken Anstruther, ornar sér á höndum við brakandi brenni- bútana á arninum og svipast um í lágu herberginu; gluggarnir eru litlir og fyrir þeim er einkennilegar járn- grindur. Marína stendur langt frá ljósinu og stappar með fætinum litla í eikargólf- ið. Varirnar titra og henni vöknar um augu. Hún hugsar með sjálfri sér: «Enginn þeirra kysti á höndina á mér, né sagði mig velkomna beim; enginn af kvenfólkinu kysti mig á enn- ið. Og fóstra mín var ekki einu sinni viðstödd. Ó, guð minn góður« ! Enid hefir svo margt nýtt að sjá, að hún tekur ekki eftir geðshræring- um vinkonu sinnar, og segir alt í einu: »Hvaða einstaklega hefirðu fallega mynd þarna!« og bendir á sömu lit- myndina sem Barnes hafði séð, þegar hann kom þangað. »En þetta er þá þú sjálf! svona verðurðu á morgun. »Bíður«, — en hvað það stendur vel heima! f>ú bíður Edvins«. »Nei«, svarar Marína, »eg bíð bróð- ur míns. Eg þoli ekki að horfa á þessa mynd. Eg var búin að gleyma því, að hún var hér. Horfðu ekki á hana lengur!« Hún dregur fyrir myndina tjöldin, sem utan með henni eru, svo ekkert sést lengur af henni. »Eg skal segja þér sögu Antóníós ein- hvern tíma, þegar við erum komnar til Englands, komnir langt burt frá öllu, sem á hann minnir. Nú máttu ekki biðja mig um það ! — — f>ú ert þreytt; á eg að vísa þér inn í her- bergið þitt ? Eg-----eg þarf sjálf að hvíla mig — brúður bróður þínsverð- ur að vera svo ásýndum á rnorgun, að hún sé samboðin þeirri hamingju, sem hún á í vændum«. f>ær hafa nú verið lengi á ferli, og Enid kannast við það að hún sé þreytt. Marína fer með henni sjálf inn svefn- herbergið hennar, kyssir hana og seg- ir: »Systir mín, biddu guð að hjálpa mér til þess að gera bróður þinn að lánsmanni*. Stúlkurnar skilja og Marína fer inn í sitt herbergi. Hún hefir reynt að stilla sig, meðan gestur hennar vár viðstaddur, en nú gefur hún tilfinn- ingum sínum lausan tauminn. »f>au dirfast að smána mig í mínu eigin húsi. hrakmennin þau arna!« segir hún. Svo hringir hún og Tómassó kemur inn. •Hvers vegna var ekki Jsóla, kona þín og fóstra mín, hér viðstödd til að segja mig velkomna heim, eins og hún er vön ?« spyr hún með grátstaf 1 kverkunum. »Eg krefst engrar ást- úðar af vanþakklátu fólki; en eg krefst þess, að mér sé þjónusta veitt af þeim sem fá hjá mér fæði og kaup. Láttu konuna þína koma hingað, svo hún geti hjálpað mér«. Karlinn lítur ó hana með rauna- svip og ávítunar og svarar: »f>að get eg ekki. Isóla hefir feng- ið vitneskju um, að þú ætlir að gift- ast manni, sem tilheyrir sömu þjóð- ínni eins og morðingi Antóníós. Hún fóstraði Antóníó. Hún er nú komin upp í fjöllm, til þess að varast öll harðyrði við þig. Signor Danells hef- ir sent hingað franska herbergismey, sem á að koma í hennar stað. Viltu láta hana koma inn ?« Við þessí orð verður Marína náföl. »Nei«, hrópar hún hástöfum, »hún skal ekki hingað koma, og þú, Tómassó, skalt ekki heldur koma fyrir augu mér, fyr en þú minnist þess, að þótt aldrei nema þú sért fóstri minn, þá er eg þó húsfreyja þín!« En þegar Tómassó er farinn út frá henni og hún er orðin ein eftir, taut- ar hún fyrir munni sér: »Fóstra mín vill ekki lýsa yfir mér blessun sinDÍ á brúðkaupsdegi mínum — bún er tiúin héðan, af því að eg hefi gleymt eiði mínum! Antóníó talar til mín fyrir munn minna gömlu þjóna. Alt þetta heimili, þar sem við lékum okkur saman, hrópar til mín: f>ú gleymir glæpnum, sem drýgðurvar gegn honum! f>etta gerir þú — sem ert af Paoli-ættinni. Nei — þú ert ekki einu sinni Korsíku-kona!« Alt, sem umhverfis hana er, hrópar til hennar, að hefnd sé réttlátt verk. Og hún varpar sér hágrátándi niður við rúmið sitt. Og þetta er kveldinu fyrír þann dag, sem á að verða mestur sæludagurinn á allri hennar æfi. Tuttugasti og annar kapítuii. í kvöld er eg Korsíku kona. Sólin er komin hátt á loft morgun- inn eftir, þegar frk. Anstruther fer að geispa langan geispa og vaknar því næst svo vel, að hún verður þess vör, að það eru kossar Marínu, sem hafa vakið hana. »Flýttu þér, Enid!« segir brúðurin. »Nú máttu ekki sofa lengur í dag! Bósíta á að færa þig í þjóðbúninginn og breyta þér 1 Korsíku-konu. I öll- um lifandi bænum flýttu þér! Eg fer nú til þess að taka á móti Danellu; hann á að ganga mér í föður stað við hjónavígsluna«. Hálfri stundu síðar kemur Enid stökkvandi inn í herbergi Marínu og dregur hana með sér út í súlnagöngin. f>aðan sjá þær Danellu greifa koma ríðandi, í Korsíku-búningi frá hvirfli til ilja, með arnarfjaðrir í hattinum. Nokkurir ungir Korsíku-aðalsmenn í viðhafnarbúningi eyjaskeggja eru með honum. Bétt á eftir heyrast köll mikil og flokkur af geitasmölum frá beitilöndum greifans á Monte Botondo koma upp eftir trjágöngunum; allir eru þeir í skinnfötum og með tvíhleypur. Á eft- ir þeim kemurghelmingurinn af fólk- inu í Bócognanó-sveitinni. Allur þessi mannsöfnuður á að fylgja brúðurinni til heimilis brúðgumans. f>vl að þenn- an dag á brúðguminn að hafa eignar- rétt yfir húsi greifans; annars færi brúðkaupið ekki fram eftir réttri Kor- slku-tízku. Korsíku-hestar eru teymdir til ung- friinna; beizlin og söðlarnir eru skreytt- ir myrtusblómum og rósaborðum. Um landbúnað. Eftir S i g u r 8 búfræSing SigurSsson frá DraflastöSum. I. Nú er algengt orSið, að kvarta um það í ræðum og ritum, að búskapurinn svari eigi kostnaði, og að kjör bænda fari sí-versnandi. Fyrir þessu eru svo raktar ýmsar ástæður, sem eigi er til- ætlun mín að fara að telja upp. Flestir eru þeirrar skoðunar, að þær séu réttar, og ef svo er, virðist öll á- stæða til, að leita eftir orsökunum. — Er það búskaparlagi bænda að kenna, að svo er komið? Eða er það að nokkuru leyti fyrir aðgerðaleysi þings og stjórnarf ESa er í þriðja lagi engin leið aS því, að búskapur geti svarað kostnaSi á ís landi, ef rétt er farið? Eg ætla í eftirfarandi línum að at- huga, á hverju búskapurinn byggist, og hvað gjört hefir veriS til umbóta hverri einstakri grein hans á síðari árum, og fleira er aS þessu lýtur. Eu þess verð- ur aS geta, aS eg miða ummæli mín einkum við Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðar, því að þar þekki eg bezt til. ÁburSuriun er skilyrði þess, að bænd- ur geti stundað grasrækt og garðrækt, og er því búskapurinn mikið undir því kominn, aS hann sé vel hirtur og hag- anlega notaður. Því er sagt: »Sýndu mér, hvernig þú fer með áburð þinn, og þá get eg sagt þór, hver búmaður þú ert«. Meðferð áburSarins er mjög ábótavant hjá oss, enda hefir lítið verið gjört til að bæta hana (á síðari árum); óvíða eru áburðarhús, þar sem hægt sé að geyma áburðinn, en þau eru þó mjög nauð- synleg. í fjósunum eru flórarnir sjald- an svo vel gjörðir, að þeir haldi þvag- inu, og í þá er eigi borið nægilega, til þess að þurka þaS alt app. Svo er áburðurinn borinn út og lagður upp í ólögulega hauga, þar sem vatn, loft, hiti og frost á hægt meS að leika um hann og sundurleysa hin dýrustu efni, sem í honum eru; renua þau svo annaS- hvort burt meS ritninga-vatninu, eða rjúka upp í loftið. Eigi mun of hátt metið, þótt ráð só fyrir gjört, að l/4—1/(> af þeim jurta-næringarefnum, sem eru í áburðinum, fari forgörSum. Það sam- svarar því, aS '/g af þvaginu glatist. Hversu mikið tjón þetta er fyrir landið alt, er eigi hægt að segja með neinni vissu, en nokkra áætlun má gjöra um það, með því að reikna, hve mikinn a- burð só hægt að framleiða í landinu, og meta hann til fjár. Fyrst er þá aS meta kúamykjuna; hún er víðast aðal-áburSurinn. Talið er, að fyrir hvert pund af því efni, sem nautpeningi er gefið, fáist Sl/2—4 pund af áburði, þvagi og mykju samanlögðu. Nú er taliS í Stjórnartíð., að árið 1897 hafi heyjast á öllu landinu 497,666 hestar af töSu, sem ætla má aS mest hafi veriS gefin nautpeningi. Nú er töðuhesturinn talinn 160 pund og verð- ur þetta þá 79,626,560 pund, en ætla má, að 1 töðunni só 15°/0 af vatni eða alls 11,943,984 pund, og verða þá eftir 67,682,576 pd. af þurru efni. Þetta margfaldað með 3,8 gjörir: 257,193,789 pund, sem ætti aS vera sá áburður, sem hægt er að fá undan nautpeningi, áður en hann er blandaður öðrum efnum. — Ef þetta er talið 1 »hestum« og hver hestur af áburði 200 pund, verSur það 1,285,969 hestar, eSa 63 hestar að meS- altali fyrir hvern nautgrip, sem er á landinu, að kálfum frádregnum. Deila má um, hvers virði allur þossi áburður er. NorSmenn telja einn hest af mykju 50 aura virði, en eg ætla eigi aS meta hann nema á 25 aura, og eftir þvl ætti öll kúamykja vor að vera 326,389 króna virði. Ef svo er, að */4 hluti hennar fari til ónýtis, höfum vór árið 1897 meS því mist rúmra 80,000

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.