Ísafold - 06.10.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 ‘/í doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslus'tofa blaðsins er
A uxturstrœti 8.
XXVII. ársr.
Reykjavík laugarudaginn
6. okt. 1900
62. biað.
J. 0. 0. F. 821028'/2 II______
Forngripasafnid opið md , mvd. og ld.
11—12.'
Landsbankinn opinn bvern virkan dag
ki 11-2. Bankastjórn við ki. 12— I.
Lanasbúkasafn opið hvern virkau dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
•md., mvd og ld. til útlána.
Ókeypis lækning á spitalannm á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. bvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tanniækning i Hafnarstræti lb
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
fjy Nýir kaupeudur
að ísafold,
28. árg., 1901,
fá blaðið ókeypis frá byrjun októ-
bermón. þ. á., 20 blöð. og auk þess
í kaupbæti
Vendettu alla,
bæði heftin — annað át komið, hitt
kemur í vetur —, um 40 arkir alls.
Vendetta er heimsfræg skáldsaga,
er seldust af 200,000 eintök í Vestur-
heimi á örstuttum tíma.
Að öðru leyti fá sögu þessa ailir
skuldlausir og skilvísir kaupendur
blaðsins, gamlir og nýir, þ. e. þeir
sem nú eru kaupendur (1900) og verða
það næsta ár (1901)
fS’ Forsjállegast er; að gefa sig fram
sem fyrst með pöntun á blaðinu, áður
en upplagið þrýtur af sögunni. —
þ>etta eru hin mestu vildarkjör, sem
nokkurt blað hefir nokkurn
t í m a boðið.
ikilsverð
nýbreytn
Hin skammstöfuðu drt'ól (98—1898;
99=1899; 00=1900; 01=1901 o. s. frv)
við nöfnin prentuð utan á ísafoldar-
sendingum er sama sem viðskiftareikn-
ingur við blaðið, með því þauþýða, að sd
eðasá sé skuldlaus til loka þess árs. T
d. Jón Jónsson. 00. þýðir, að Jón Jóns-
son er skuldlaus fyrir blaðið (hefir
borgað það) til ársloka 1900. Með
því lagi vita útsölumenn og kaup-
endur jafnan, hvernig reikningar
standa við blaðið, og er það jafnframt
áminning um, að standa í skilum —
gera sig skuldlausan; og eru kaupend-
ur sérstaklega beðnir að líta sjálfir eft-
ir því, að breyting sjáist á ártalinu
bráðlega eftir að þeir borga hvern ár-
gang.
Þetta er mikilsverð nýbreytni, og í
beggja þágu, kaupanda og útgefanda.
Bókverzlun
Isafoldarprentsm.
(Austurstr. 8)
pantar upp frá þessu og hefir til sölu
útlendar bækur og tímarit
bæði danskar, norskar, enskar, þýzk-
ar, o. fl.
Sunnanfari
kemur út tvisvar í þ. món. og hinum
mánuðunum tveimur, sem eftir eru af
árinu ,þ. e. nr. 7—12 af þessumárgangi,
með margvíslegum m y n d u m, inn-
lendum og útlendum, meðal annars
frá stúdentaleiðangrinum
danska.
Nýprentuð
íslenzk
stafsetningarorðbók
Björn Jónsson
hefir samið
að tilhlutun Blaðamannafélagsins
Kostar innb. 80 a.
Þótt fylgt sé i bók þessari, — seœ þeir
Pálmi Pálsson og Geir T. ZoiSga, kenn-
arar við latínuskólann, o. f 1., hafa unnið að
með aðalböfundinum,—Blaðamannastafsetn-
ingunni, sem svo er nefnd, þá er bún
mjög þörf og gagnleg þeim, er skóla-
stafsetniugunni fylgja, vegna þess, að
hvorirtveggju rita meiri bluta orða alveg
eins, eða að minsta kosti mestalt það,
er vandasamast er i isl. stafsetningu,
t. d. ber þeim alveg saman nm, bvar rita
skuli y og ý, og um z að allmiklu leyti.
Með þvi að fjöldi lærðra manna, hvað
þá heldur leikia, er í töluverðum vafa um
allmörg orð i má'tinu, hvernig þau skuli
rita, þá er stafsetningarorðbók ómissandi
handbók fyrir hvorutveggja, með þvi að
þarmá sjá v i ð s t ö ð u 1 a u s t hinn
rétta rithátt vandritaðra orða,
að þvi er framast er kostur á að vita eða
færustu stafsetningarfræðingar bafa orðið
ásáttir um, og það hvorum hinna algengu
rithátta sem fylgt er (Blaðam.fél. eða skóla-
stafsetn )
Lögfræðingur
Timarit um lög-
frœði, löggjafarmál
og þjóðhagsfrœði.
Útgef. PAll Briem.
4. árg. 1900.
Meðal annars hefir útgef. tekið sér
fyrir hendur í þessum árg. að rita um
•mentun barna og unglinga*. Enn er
ekki kominn nema inngangur. En á
honum er mikið að græða.
0g svo sem eðlilegt er, verður höf.
það fyrst fyrir, að leitast við að kveða
niður þá hjátrúarheimsku, að islenzk
alþýðá sé betur mentuð en alþýða
manna í öðrum löndum. Fráleitt verð-
ur það gjört í einni svipan. Trúin á yfir-
burði alþýðumentunarinnar hér umfram
það, er í öðrum löndum á sér stað, er
orðin furðu möguuð. ELún hefir jafn-
vel læst sig inn í huga prýðisvel ment-
aðra manna, að vér ekki tölum um
allan þorra alþýðunnar. Og margir
líta á það sem hrokakenda illmælgi í
alþýðunnar garð, ef því er haldið fram,
að mentun hennar sé tilfinnanlega á-
bótavant. |>essi trú er sjálfsagt sem
stendur eitt af hinum viðsjárverðari
meinum þjóðar vorrar.
Líkindunum, sem höf. færir fyrir
því, að íslenzk alþýða standi á baki
alþýðu í öðrum siðuðum löndum, að
því er til mentunar kemur,_ verður
ekki móti mælt. Hann sýnir meðal
annars fram á, hve miklu meira fé sé
varið til alþýðumentunar í öðrum lönd-
um.
Á Englandi öllu er nú farið að verja
um 8 kr. á mann á ári hverju til
hennar, en í Lundúnum 12—13 kr.; í
Bandaríkjunum kr. 9,60; í .Zurich i
Sviss kr. 13,50; í Danmörku kr.
5,25.
Biðjið ætíð um
OTTO M0NSTBDS
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmömmnum.
Á íslandi eru í mesta lagi Iagðir
fram 40—50 aurar á mann til alþýðu-
mentunar af almannafé, landssjóði og
sveita- og bæjarsjóðum.
»Vér erum mjög laDgt á eftir öllum
nágrarmaþjóðum vorum*, segir höf.
»Vér erum meira að segja orðnir langt
á eftir Færeyingum. Fjárhagsárið
1898—99 veitti ríkisþing og stjórn um
25 þús. krónur til barnamentuoar í
Færeyjum. Af því var liðlega helm-
ingur til skólahúsa, sem aldrei hefir
verið lagður til einn eyrir af landssjóði
íslands. Færeyingar lögðu fram nærri
1 kr. á mann úr sveitarsjóðum, svo
að þetta ár munu fjórframlögur af al-
mannafé til barnamentunar í Færeyj-
um hafa verið 5—6 sinnum meiri en
hér á landi*.
|>að væri, eins og hver maður getur
séð, sem íhugar málið með stillingu,
hreint og beint kraftaverk, ef vér Is-
lenáingar værum betur mentaðir en
aðrar þjóðir, eða eins vel ment-
aðir, með svona miklu minni tilkosbn-
aði,
Og þó kemur ekki tilkostnaðurinn
hér einn til greina. |>ví að í þeim
löndum, þar sem alþýðumentunin er
komin á góðan rekspöl, þar er pen-
ingunum varið v e 1. En hérálandi
er ekki komið inn í skilning fólksins,
jafnvel ekki nærri því allra þing-
manna, að þeir, sem kenna eiga börn-
um og unglingum, þurfi að liafa neitt
til að bera af því, er í öðrum löndum
er talið sjálfsögð skilyrði fyrir því, að
geta fengist við kenslu með styrk af
almannafé. Og svo er alls ekki sam-
an berandi, hve miklu mentunarfúsir
menn eiga betra aðstöðu þar, sem all-
ar greinar bókmentanna eru á háu
stigi, heldur en á þessu landi, þar sem
ekkert er unt að gefa út af nýtilegum
bókum að kalla má,en mikill hluti þess
litla, sem út kemur, og það sumt með
styrk af almannafé, er ónýtt rusl.
Höf. þykir hin brýnasta nauðsyn á
að koma alþýðumentuninni í nýtt og
betra horf. Og auðvitað þarf þá ein-
hverju til að kosta. í því sambandi
gengur hann að þeirri viðbáru vísri, að
íslendingar geti ekki þolað álögurnar,
af því þeir séu svo fátækir. »En fyrst
og fremst stafar fátæktin af því, að
svo lítið er lagt til þess að efla lands-
ins gagn og nauðsynjar*, segir hann
»f>egarmenn því tala um,að þjóðin þurfi
fyrst að verða efnuð, og svo geti hún
mentað sig, þá er það alveg eins og
menn segðu við fátækan sjúkling: j?ú
hefir engín efni á að leita þér lækn-
inga. Fyrst þarftu að verða dálítið
efnaður, og svo geturðu leitað þér
lækninga og keypt þér meðul á eftir*.
Og í annan stað sýnir höf. fram á það
með ljósum rökum, að það sé ekkert
annað en hugarburður, að álögur séu
miklar á mönnum hér á landi eftir
efnum, í samanburði við það, sem ger-
ist í öðrum löndum.
•Álögur hér á landi eru mjög litlar
á mó;i því, sem þær eru í siðuðura
löndum, og þetta er eðlilegt«, segir
höf. »íslendingar leggja ekkert til sam-
eiginlegra mála, ekki einu sinni þar,
sem hinar sameiginlegu þarfir eru sér-
staklega þeirra þarfir, svo sem til
verndunar fiskiveiðanna, kenslu við
háskólann o. s. frv., hvað þá heldur
til annara sameiginlegra mála, svo
sem til hers og flota. |>eir fá tillag
frá Dönum og hafa engar skuldir, sem
hvíla á landsjóði. íslendingar borga
embættismönnum sínum og starfs-
mönnum yfirleitt talsvert lægri jauu
en útlendingar. Islendingar leggja lít-
ið sem ekkert í almennum gjöldum til
mentunar börnum og unglingum, mjög
lítið til eflingar landbúnaði, fiskiveið-
um og öðrum atvinnuvegum. f>að er
þess vegna eðlilegt, að álögur hér á
landi séu litlar*.
Alt þetta er hverju orði sannara, að
því undanskildu, að ekki er það sem
allra-nákvæmast, sem sagt er um laun
embættismanna. |>að er að vísu alveg
rétt, að þau eru fremur lág, eftir því
sem annarstaðar tíðkast. En sumpart
vegna staðhátta hér á landi, sumpart
fyrir rammvitlaust fyrirkomulag, eru
embættismennirnir miklu fleiri hér á
landi í tiltölu við fólksfjölda en nokk-
urstaðar annarstaðar og þar af leið-
andi þjóðinni kostnaðarsamari.
Með ýmsum dæmum frá hinum
miklu mentaþjóðum heimsins sýnir
höf. fram á, hve mikilvæga þær þjóðir
telji alþýðumentunina til viðreisnar
allri velfarnan almennings. Og fjarri
sé það 088 að rengja þá röksemda-
færslu. Meðal þeirra manna, er skyn
bera á málið, geta skoðanirnar ekki
verið skiftar um það, að þessi þjóð
kemst aldrei til fulls úr kreppunni
fyrr eu hún er er orðin vel menntuð
þjóð.
En samt sem áður virðist oss vafa-
samt, hvort ráðlegt væri að leggja út
í mjög aukinn kostnað til alþýðument-
unar, nema jafnframt væri gjörð ræki-
leg gangskör að því að hjálpa atvinnu-
vegunum áfram. |>ví að hvað sem
svo kann að mega segja um álögur
þær, er lagðar eru á fátæklingana í
öðrum löndum, þá verður því ekki
mótmælt, að þær e r u tilfinnanjegar
hér á landi, þegar fátækratillagið er
talið með. Mjög auknar álögur mundu
mönnum finnast óbærilegar, eins og nú
er ástatt.
f>ess yrði og alllangt að bíða, að
þjóðin gæti átt nokkurrar viðreisnar
von af aukinni mentun. |>að yrði
ekki fyr en eú kynslóð væri komin til
fullorðinsára, sem nú er á barnsaldr-
inum. Og við því verður að gjalda
varhuga, að mikill hluti landsmanna