Ísafold - 27.10.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.10.1900, Blaðsíða 2
262 hefir sú breyting á orðið, að áður fylgdi meiri hluti þings og þjóðar frumvarpi JBenedikts, en á 2 síðustu þingum lét engin rödd til sín heyra, er héldi því fram, og enn í dag veit eg þess enga von, að því muni sigurs auð- ið, ekki einu sinni innanlands. Af stjórnarinnar hálfu er breytingin sú, að áður kvað hún þvert nei við öllum breytingum á stjórnarskránni, en nú hefir hún tjúð sig fúsa til samkomu- lags um nokkur atriði, sem eg álít mikils um vert. Meðan stjórnin gaf ekki kost á neinu samkomulagi, sá eg enga ástæðu til að vera að miðla mál- um, hsldur halda beint fram því, sem vér vildum hafa og töldum oss hafa rétt til að fá; en þegar svo stjórnin skiftir um skáp og býðst til samn- inga og samkomulags, þá finst mér fásinna að hafna því boði, því að eg veit enga aðra leið fyrir oss til að ná bótum á stjórnarskránni en samkomu- lagsleiðina; eða geta andmælendur mínir bent á nokkra aðra? Meðan öll Bund eru lokuð, ligg eg til lags við það sundið, sem mér þykir bezt og beinast, en komi svo lag á öðru sundi, verð eg feginn að nota það, jafnvel þó að það liggi ekki eins beint heim. þeir geta kallað slíkt stefnuleysi, sem vilja; eg tel það heilbrigða skynsemi. Eða sýnist mönnum betur fara, að fylgja dæmi rollunnar (í kvæði eftir Erynjólf frá Minnanúpi), sem var að reyna að hlaupa upp á moldarbakk- ann, þangað til hún varð afvelta og hrafninn át úr henni augun, en vildi ekki renna um skarðið í bakkanum, þar sem hitt féð fór, af því að húu hafði byrjað á því að hlaupa á bakk- ann? Slíkt geta þeir kallað stefnu- festu, sem vilja; eg kalla það sauð- þráa. Stefnufestan getur orðið of mik- il. f>að er þjóðsaga þarna l uþpsveit- unum um mann, sem var svo stefnu- fastur, að hann fór yfir eldhússtrompa á bæjum, heldur en að víkja út af þeirtri stefnu, sem bann hefði einu sinni tekið. Ef Árnesingar heimta sams konar stefnufestu í stjórnmálum af þingmanni sínum, þá er þeim ráð, að kjósa einbvern annan en mig, því að eg á hana ekki til í eigu minni, og vil ekki eiga*........ Eg ætla ekkert að afsaka þessi orð. það vita allir, hver stillingarskepna þjóðólfur er og orðvar í garð sinna andstæðinga; en samt held eg, að hann hafi einhvern tíma haft alt að því svona ljótt í munninum. En hafi það verið einhver önnur orð en þessi, sem ritstjórinn byggir dóm sinn á, þá er óþarft minna vegna að hlífast við, að hafa þau eftir. f>rátt fyrir alla mína »furðulegu vanstillingu* á fund- inum er eg búinn til að standa við hvert orð, sem eg talaði þar. Eg get ekki ímyndað mér, að rit- stjórinn reikni mér það til vanstilling- ar, að eg lauk máli mínu með þvf að skora á hann sjálfan, aðkveðaupp skýlaust, hvað hann vildi láta þingið gjöra í stjórnarskrármálinu, og þegar hann svo hafði lýst því yfir eftir nokk- um vafning, að hann vildi láta hætta við málið, leggja árar í bát um óá- kveðinn tfma, þá undraðist eg og varð að orði: Og þetta er maðurinn, sem brigzlar okkur hinum um hringsnún- ing og stefnuléysi! Fyrst eg á annað borð tók til máls, má það ekki minna vera en að eg þakki Jíka ritstjóranum fyrir, hvað ant hann lætur sér um að fræða les- endur sína um það, hvaðan þau at- vik voru og hvernig undir komin, sem eg fekk á kjörfundinum. Ekki dettur mér í hug að taka til þess, þó að hann gefi það í skyn um leið, að þau hafi ekki verið gefin af sannfær- ingu, heldur fyrir »smalamensku«, •mægðir og frændsemi*. Ritstjórinn hefir eðlilega ekki getað hugsað sér aðrar orsakir til þess, að þau at- kvæðin fóru fram hjá honum. En það þykir mér næstum því of mikil hógværð af honum, að hann skuli ekkert geta um, hvaðan hann hafði sjálfur mestan atkvæðafjöldann; það var líka svo handhægt þá um leið að bæta við i svigum fáeinum tilhlýði- legnm lofsorðum um kjósendur sína, skifta t. a. m. á milli okkar svona: Síra Magnús: Hreppamenn (ósjálf- stæði, smalamenska, tengdir og frænd- semi); Hannes ritstjóri: Neðri hluta Flóamanna (engin smölun, óbifandi sjálfstæði, brennandi sannfæring). þetta hefði ekki farið svo illa á prenti í þjóðólfi! Eg skil ekki annað en að Hreppamenn hefðu orðið niðurlútir og öfundað kjósendur ritstjórans, þegar þeir hefðu lesið þetta. En þjóðólfur er alt af svo frásneiddur sjálfshól- inu! f>að var líka eðlilegt, að ritstjórinn tæki það fram, hversu fá atkvæði eg fekk úr mínu prestakalli; það sýndi svo vel, hver maður eg er, að þeir, sem ættu að þekkja mig bezt, skyldu ekki hafa betra traust til mín en þetta. Ókunnugir lesendur hafa auðvitað ekki af því að segja, hvernig árnar voru þá yfirferðar, sem umgirða Tungurn- ar, né að fundarstaðurinn er neðar- lega í Flóa. En ritstjóranum var aldrei ætlað að kenna mönnum landa- fræði. Ef ritstjórann skyldi langa til að minnast einu sinni enn á sigurinn að Selfossi, þá þætti mér vænt um, að hann vildi um leið skýra fyrir mér eitt atriði í frásögn sinni frá fundin- um. f>að er um ágreining okkar Sig- urðar Sigurðssonar í stjórnarskrármál- inu. Við Sigurður vitum hvorugur af honum. Eg talaði fyr á fundinum en Sigurður, og svo vitnaði hann í ræðu sinni til þess, sem eg hafði talað um stjórnarskrármálið, og sagðist ekki vilja orðlengja um það mál, því að skoðanir okkar færu þar saman. Eg vona líka að ritstjórinn muni, að við Sigurður mótmæltum báðir þeirristað- hæfingu hans, að höfuðatriði þeirrar stjórnarbreytingar, sem nú er um að ræða, sé breytingin á 61. gr. og að sú breyting sé skýlaust skilyrði af stjórnarinnar hálfu fyrir því, að nokk ur önnur breyting fáist. Báðir tókum við það líka skýrt fram, að við vild- um róa að því öllum árum, að sam- komulag næðist um málið á næsta þingi. Báðir sögðumst við vilja gjöra miðlunarmál um 61. gr., en hvorugur fór út í önnur einstök samkomulags- atriði. Út úr þessu hefir svo ritstjór- inn fengið það, að eg væri mjög *ramm- valtýskur*, en Sigurður »miklu nær hinum flokknum*. f>að lítur helzt út fyrir, að annaðhvort hafi hér verið misskift milli mín og ritstjórans skiln- ingnum, heyrninni eða þá kannske stillingunni. Magnús Helgason. Grátt leiknir kjósendur. Skrifað er ísafold úr Borgarfirði nýlega af skilorðum manni: •Maður kom hér á bæ núna um réttirnar »norðan yfir dalinn*. Nýkomn- ar voru kosningarfréttir úr sýslu þeirri, er hann var úr, og höfðu stjórnar- bótarfjendur borið þar hærra hlut og kosið Vídalínsliða á þing. Komumað- ur var einn af kjósendum og bárust kosningarnar brátt í tal. «Eruð þið nú ánægðir með þessa kosningu?» spurði húsfreyja. »Var það þetta, sem þið vilduð?« »Já«, sagði komu- maður nokkuð drýgindalega yfir því, hve vel hann væri inni í stjórnmál- unum. »Já, það var þetta, sem við vildum. Við fylgjum pólitík Jóna Sigurðssonar og lesum ekkert annað en f>jóðólf. Ráðgjafa viljum við ekki, því það yrði sjálfsagt hann Ví- dalín, og hann viljum við ekki sjá!« — Hann hafði þá kosið Vídalínsliða, þessi, til þes3 að Vídalín skuli e k k i verða ráðgjafi*. f>etta er eitt af hinum mýmörgu dæmum þess, hvornig leikið hefir ver- ið á hinn fáfróðari hluta þjóðarinnar við kosningarnar í haust. Fyrst er hin réttmæta óvild almenn- ings gegn atförum kaupfélagahöfðingj- ans við landsmenn notuð — notuð á þann hátt, að telja fáráðlingunum trú um jafnhlægilega fjarstæðu og það, að afleiðing stjórnarbótarinnar verði sú, að Vídalín konsúll verði ráðgjafi. Og til þess að aftra því eru þeir svo gintir til þess að senda ákveðinn Vídalínsliða á þing! Sagan sú arna er svo sem ekki eins dæmi. Úr öllum áttum berast sögur af sama tæginu — sögur, sem sýna, hve ótrúlegum blekkiugum beitt hefir verið við kosningarnar til þess að koma stjórnarbótinni fyrir kattarnef, og að eina sigurvon afturhaldsliðsins hefir verið sú, að lýðurinn botnaði ekki minstu vitund í því, sem um var rætt. Veg var verið að leggja í sumar í einu kjördæminu fyrir landssjóðs fé. Mikilsvirtur kennimaður var að afla sér kjörfylgis þar í kjördæminu. í því skyni átti hann tal við aldraðan kjós- anda, sem ekki var sem bezt heima í landsmálum. »Verði eg ekki kosinn, læt eg hætta við veginn*, sagði klerk- ur. f>að hreif, að því er þann kjós- anda snerti. Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af jafnþörfu fyr- irtæki fyrir sveit sína eins og vegar- lagningunni. Ekki er síður einkennileg og eftir- tektarverð stjórnmálafræðslan, sem haldið hefir verið að kjósendum á Horn8tröndum — sá skilningur á stjórnarbótinni fyrirhuguðu, að hún ætti að verða í því fólgin aÖ neyða ísleudinga í herþjónustu. Sýslumað- ur Isfirðinga hefir vefengt þá sögu í ísafold. En mjög skilorður maðurþar í kjördæminu, sem hefir skrifað oss nýlega, og engin minsta ástæða er tíl að rengja, fullyrðir afdráttarlaust, að hún só alveg sönn. Jafnframt tekur hann það fram, að hún sé fráleitt frá sýslumanni runnin, enda hefir, oss vit- anlega, enginn maður haldið þvífram. f>á hefir embættisbróðir hans á Snæfellsnesinu verið alt röskari. Hann kinnokar sér ekki við á sjálfum kjörfundinura, í 200—300 manna við- urvist, að lýsa yfir því í embættis- nafni, að annar stjórnmálaflokkur landsins vilji eyða landið, sólunda fé landsins í glæfrafyrirtæki og bitlinga og tæla menn af landi burt með Vestur- heims-giuningum. Hann hefir djörf- ung til þess í þingmannsefnisræðu sinni, að neita því, að ráðgjafanum, sem oss stendur til boða, sé ætlað að vera íslendingur, jafnvel þótt sá ráð- gjafi, er stjórnarbótar-tilboðið kom fyrst frá, hafi lýst yfir því í bréfi til lands- höfðingja, að íslendingur hlyti bann að verða, og látið prenta þau ummæli sín. Hann hefir enn fremur, valds- maðurinn á Snæfellsnesínu, þrek til þess að telja bændum trú um það á kjördegi, að ráðgjafanum sé ekki ætlað að koma á þing eftir stjórnar- tilboðinu. Jafnframt segir hann þeim, að ráðgjafanum sé algerlega heimilt að mæta á alþingi eftir þeirri stjórn- arskrá, er vér nú höfum, og það stafi eingönga af fáfræði, að öll blöðin hafi ekki viðurkent þetta, sem allir lög- fræðingar viti. Hann skirrist ekki við að segja kjósendum sinum, að peningar Landsbankaus hafi aukist um 1,200,000 kr. við stofnun veðdeildar- innar. Né heldur þykir honum það ósamboðið virðingu sinni, að telja þeim trú um, að hlutafélagsbankanum fyrir- hugaða sé ætlað að taka 4°/» vexti um mánuðinn af peningalánum. |>egar annað eins og þetta er sagt í heyr- anda hljóði, frammi fyrir áheyrendum, sem skifta hundruðum, þá væri óneit- anlega fróðlegt að fá að vita, hve mik- illi samvizku8emi muni vera beitt við menn í einrúmi og vottalaust! En það er svo sem óþarfi að vera að seilast á útkjálkana. Aðfarir aft- urhaldsliðsins hérísjálfum höfuðstaðn- um eru svo skýr og dæmi, sem framast verður á kosið. FyrBt eru valdir fyrir atkvæðasmala handa þingmannsefni þess menn, sem óhætt er að treysta, að ekki muni Iáta sér nein smáræði fyrir brjósti brenna. Ög svo kemur ósannindahríð- in eins og örfadrífa. Kjósendum er talin trú um, að bankastjórinn ætli að segja af sér bankastjórninni, ef hann nái kosniugu, —að hann hafi verið öflugasti styrktar- maður hlutafélagsbankamálsino á þingi, — að það hafi verið Jóni Jenssyni að kenna, að hlutafélagsbankamálið hafi verið f e 11 á alþingi, — að banka- stjórinn hafi gert út mann á bankans kostnað til þess að útvega fjármarkað og hrossa á Englandi, — að banka- stjórinn ætli sér, enda sé innaDhand- ar, ef hann yrði kosinn, að útvega landsjóðsfé til þess að að hlaða upp Orfíriseyjargrandann, vitanlega ekki í þeim tilgangi að bæta höfnina hér, því að öllum mönnum er kunnugt, að slíkt væri hinn mesti voði fyrir skip hér á höfninni, heldur til þess að útvega fátæklingum hér í bænum at- vinnu. Runan sú arna gæti orðið nokkuð löng, ef alt væri til tínt, og í sumra augum allskemtileg. Til dæmis að taka var einn af kjósendum banka- stjórans raunamæddur mjög að kosn- ingunni nýafstaðinni. Hann sagði, sór hefði verið talin trú um, að Jón Jens- son og þeir, sem honum fylgdu að málum, vildu ráða landið undan kóng- inum; það hefði sér litist illa á, og þess vegna hefði hann greitt atkvæði móti honum. En nú væri hann búinn að fá áreiðanlega vitneskju um það, að skrökvað hefði verið að sér og hann hefði verið gintur. Útsýnið, sem lýkst upp fyrir manni við allar þessar aðfarir, er fremur ægi- legt. |>eir eru heldur grátt leiknir, vesalings-kjósendurnir. Sjálfsagt verður mörgum fyrst að býsnast yfir fáfræðinni, sem komið hefir svo greypilega i ljós. Og sízt ber því að neita að hún er hræðileg, Én með öllu væri rangt að kveða upp harðan áfellÍBdóm yfir mönn- um fyrir það, að þeir eru illa að sér i landsmálum. Sú fáfræði, sem hér á sér stað í þeim efnum, er ekk-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.