Ísafold - 27.10.1900, Blaðsíða 3
2U3
ert öðruvísi né meiri en við er að bú-
ast, jafn-mikil og einangrunin er hér
á landi, jafn-veik og þekkingarundir-
staða sú er, sem lögð er hjá æskulýðn-
um, og jafn-Iátlaus sem sú viðleitni
sumra blaðanna er að Ieiða hana af
vega.
Hitt er furðanlegra, hve það sam-
vizkuleysi bersýnilega er að færast út,
verða almennara og almennara, að
færa sér fáfræðina í nyt í hinum fylsta
mæli og treysta á hanaeina til sigurs
sínu máli.
Hér er sýnilega um að ræða mikla
spillingu, sem óðum er að færast í
vöxt og þjóð vorri stendur hinn mesti
voði af. |>ó að miklu meira verði að
hafst en nokkur von er um, til þess
að berjast gegn fáfræðinni, hlýtur út-
rýming hennar að eiga langt í land.
|>eir hafa þá góðan tíma fyrir sér,
sem sjá sér hag í að leiða þjóðina af-
vega.
Eina ráðið, sem að haldi getur
komið að sinni, virðist vera það, að
góðviljaðir og vandaðir menn, sem á
einhvern hátt hafa notið meiri ment-
unar en hinn fáfróðari hluti þjóðar-
innar hefir átt kost á, láti meira að
sér kveða en að undanförnu, geri sér
að skyldu að standa hvarvetna af
fremsta megni á verði gegn blekking-
unum, í hverri mynd sem þær koma
fram.
Um þingkosningru
Snæfellinga er »f>jóðviljanum« skrif-
að meðal annars:
»Eg þarf eigi að taka það fram,
hve afar-óánægðir menn eru hér með
kosninguna, og það ekki sízt mjög
margir þeirra, er Lárus
k u s u. Að minsta kosti sá eg einn
bóndann tárfellaútafþví, að
hafave'riðneyddurtil þess
að kjósa Lárus, eftir að hann á
kjörfundinum hafði lýst því yfir, að
hann væri mótfallinn öllum helztu
framfaramálum landsinsi.
Frá ræðu þeirri, er sýslumaður
Snæfellinga flutti sem oddvíti kjör-
stjórnarinnar, skýrir sami bréfritari á
þessa leið:
•Aðal-inntakið í fundarsetningarræðu
kjörstjórans var þetta: Nú skiftist
þjóðin í tvo flokku. í öðrum flokkn-
um eru þeir, sem vilja eyðileggja
landið, sóa fjármunum þess í fóglæfra-
fyrirtæki og fieka menn af landi burt
með Vesturheimsgyllingum. En í hin-
um flokknum (skrifstofuvaldsþjónanna)
eru þeir, sem vilja landinu alt hið
bezta!«
Frásögn þessa brófritara hefði ekki
getað komið öllu betur heim við það,
er sagt hefir verið í ísafold af þessari
einstöku kjörstjóraræðu, þó að sögu-
menn hefðu borið sig saman um, hvað
skrifa skyldi. En því fer svo fjarri,
að ísafold er með öllu ókunnugt, hver
»|>jóðviljanum« hefir skrifað þessar
fréttir.
Um atvikin að því, að gufuskips-
ferð sú brást, er kjósendur undan
Jökli og í Eyrarsveit treystu á, skrif-
ar hr.Björn Signrðsson ritstjóra »J>jóðv.«
á þessa leið:
»|>að tókst hrapallega til með kjós-
endaflutninginn úr Olafsvík; hafði eg
lofað að leigja þeim s.s. »Dania«; en
svo kom þetta voðalega veður 20.
sept. »Dama« lá þá bér (á Patreks-
firði) og fór að hjálpa skipi, sem var
að reka hér á land, en við það flækt-
ist kaðall í skrúfu skipsins; lá við að
skipið ræki á land; náðist hann ekki
fyr en seinni part dags 21. sept. —
með því að taka skipið á land —;
var þá eftir að taka kol m. m., svo
að ekki þótti viðlit að fara til Ólafs-
víkur svo seint«.
Lögtak oíí k.jörfylgri.
Bkrifað er ísafold af Snæfellsnesi
9. þ. m.:
•Getspakur hefir »þjóðviljinu orðið,
þegar hann gat þess cil, að sýslumað-
ur Snæfellinga »mundi líðanlegur með
þinggjöld fram yfir kosningarnar«, því
að ekki hafa lögtaksskipanir á þeim
birzt — fyr en nú, er kosningin er
um garð gengin*.
Augniæknir Björn Óiafsson
meiddi sig hér fyrir nokkurum dög-
um — datt ofan af bæjarbryggjunni,
fulla mannhæð, var að víkja sér und-
an vagni, kom standandi niður, en
hælbeinsbrotnaði. Búist við að hann
verði 6 vikna tíma að gróa til fulls.
Ölæðisslys.
Maður druknaði hér í bænum fyrir
skömmu í ölvunaróráði, Björn að
nafni Jakobsson, roskinn að aldri,
ættaður úr Selvogi. Hann var stadd-
ur um kveld í geymsluhúsi einnar
verzlunar hór í bænum, dauðadrukk-
inn, og því fenginn piltur til að
fylgja honum heim til sín. Piltur brá
sér inn aftur, til að vitja einhvers
bögguls, er hann hafði gleymt; en á
meðan hvarf maðurinn, og var hans
leitað 3 daga. Hatturinn af honum
fanst á 2. degi nál. bæjarbryggjunni,
en lík mannsins eftir 3 daga, 23. þ.
m., sjórekið hjá Kríusteini.
Um geðveikraspítalann
fyrirhugaða, sem ónefnt fremdar-
málgagn vissi ekkert um fyr en ísa-
fold hafði frætt það um það mál, þylur
það nú langa romsu til leiðréttingar frá-
sögn vorri, að það svo kallar, og kveðst
hafa hana eftir landlækni, ér fengið
hafi bréf um það einhvern tíma snemma
í sumar frá kand. Schierbeck, og vit-
anlega er um þessar mundir einkar-
ant um ísafold og öll hennar orð og
gjörðir; þarf að koma því að um leið,
að hann (landl.) eigi þessa hugmynd
um geðveikraspítalastofnun hér! En
að svo miklu leyti sem nokkuð veru-
legt í milli ber frásagnar vorrar og
áminsts málgagns, þá er óvísr að svo
stöddu, hvors heimildir reynast betur;
það mun vitnast á sínum tíma.
Gufub. Reykjavlk,
kapt. Waardahl, fór héðan heim
leiðis til Norvegs 22. m. f>ví miður
mjög óvíst talið, að hún komi aftur,
til ferða hér um flóann næsta sumar,
vegna þess, að styrkurinn til þeirra
ferða var færður niður á siðasta þingi;
og væri það illa farið. f>ví báturinn
reyndist mæta-vel alla tíð, og eins þeir
formaður hans og afgreiðslum. (B.
Guðmund8son timbursali): mjög ólík-
legt, að skift verði um til bóta, en
hitt enn lakara þó, ef gufubátsferðir
þessar leggjast alveg niður næsta
sumar.
Raflýsing JEleykjavíkur
er komin á dagskrá hór aftur, eftir
langa þögn síðan er Frím. B. Ander-
son var að flytja það mál hér í blöð-
unam m. m. f>að er þýzkt raf-
magnsfélag 1 Kíl, er gert hefir fyrir
milligöngu Eyólfs úrsmiðs f>orkelsson-
ar áætlun um, að kosta mundi 20,000
kr. að ná raflýsingar-aflinu hingað ofan
úr Varmá, að meðtöldum vólaútbúnaði
þar. En þá er ótalin miðstöð hér
og aflþræðirnir út um bæinn með
öðrum útbúnaði hér. fætta er
miðað við 100 hesta afl, er framleitt
getur 14—1500 lampá ljós (16 kerta
hvert). Hr. E. f>., gizkar á, að efnið
í miðstöðvarútbúnaðinn hér mundi
kosta um 10,000 kr., auk húsnæðis-
ins, og 12,000 kr. hitt, að dreifa lýs-
ingaraflinu út um bæinn. En um
175 hesta aíi telur hann þurfa
mundi til að (ramleiða 2000 lampa
ljós, sem eigi muni af veita fyrir bæ-
inn, og hyggur hann þá allan kostn-
aðinn ekki þurfa að fara fram úr
100,000 kr., — margt ótalið hér að
framan sem sé. Með 15% af til-
kostnaði í tskjur telur hann fyrirtæk-
ið mundu geta staðist, og ætti eftir
því straumurinn í hvern lampa að
kosta að eins 1 eyri um klukkustund-
ina.
Málið kornið fyrir bæjarstjórn hér
og nefnd sett þar að íhuga það.
Um þingmálafundinn
í Vík 26. ágúst, eða hvað sem á að
kalla hana þá samkomu, hefir við-
staddur maður mikið skilorður og
merkur í alla staði skýrt oss ólíkt frá
því, er »X« flutti í afturhaldsmálgagn-
mu í haust og þeir tveir fylgifiskar dr. J.
færkelssonar herma, er standa undir
auglýsingu þar að lútandi hór í blað-
inu. Hann kvað atkvæðagreiðslu hafa
verið mjög ógreinilega, fjölda fundar-
manna alls eigi hafa greitt atkvæði,og
fortók alveg, að nein atkvæðagreiðsla
hefði fram farið um það, hvorn þeirra
kjósa skyldi heldur á þing, er fundar-
menn vissu að f boði mundi vera,
Guðl. sýslumann eða dr. J. f>.
Mannslát.
Hér lézt í gærmorgun eftir lang-
vinn&n lasleík (brjóstveiki) E y þ ó r
kaupmaður F e I i x s o n, rúml. sjötug-
ur (f. 20. maí 1830). Hann var vest-
firzkur að uppruna, var á yngri árum
póstur vestra, orðlagður fyrir vaskleib,
enda karlmenni að burðum og fylginn
sér. Hiugað til bæjarins fluttist hann
fyrir meira en 30 árum, var framan
af nokkur ár við verzlun M. Smiths
konsúls og þá í lausakaupaferðum fyr-
ir hann á sumrum, en fór síðan að
eiga með sig sjálfur, fyrir nál. 20 ár-
um, gekk upp um hríð og rak hér
töluverða verzlun síðari árin, auk þess
sem hann hafði útibú uppi í Straum-
firði, — þar til í fyrra, er hann varð
gjaldþrota. Hann var ráðdeildarmað-
ur og áreiðanlegur í viðskiftum, fastuiví
lund, tryggur og vinfastur. Með fyrri
konu sinni, Kristínu Pálsdóttur prests
Grímssonar frá Helgafelli, átti hann
nokkur börn, er upp komust, og er eitt
þeirra Ásgeir kaupmaður í Straum-
firði. — Jarðarför 2. nóv.
Veðrátta.
Veturinn byrjar í dag á fögru hrein-
viðri og heiðskíru, með dálitlu f.rosti.
En stormar og hrakviðristíð síðustu
vikurnar af sumrinu.
Póstgufuskip Laura,
kapt. Christiansen, lagði á stað í
morgun til Skotlands og Khafnar.
Meðal örfárra farþega var Guðm. Ól-
sen verzlunarstjóri.
Gufuskip Vendsyssel
kapt. Kiær, lagði af stað héðan til
Englands og Spánar á helginni sem
leið, með fullfermi af saltfiski héðan
og af Vestfjörðum.
Botnvörpungar nyrðra.
Skrifað er ísafold úr Húnavatnssýslu
6. þ. mán.:
»þ>að þykir okkur einkennilegt af-
skiftaleysi af sýslumanni, að hann
lætur botnvörpunga liggja í friði 4—5
saman og ausa upp aflanum lengst
inn með Vatnsnesi, víst fáa faðma
frá landi. þeir eru búnir að hafast
þar við á aðra viku, ef ekki lengur,
alveg óáreictir. En Blönduósmenn
eru farnir að sækja afla til þeirra,
hleðslu fyrir 2 flöskur af whisky. Heyrst
hefir, að Vatnsnesingar hafi 3ent til
sýslumanns, en hann engu skeytt því.
f>ó þori eg ekki að fullyrða það«.
Vendetta.
Eftir
Archibald Claveríng Gunter.
»Eg tek drottinn til vitnis — —•
• Segið þér satt! Segið þér satt!«
»Gott og vel — eg skal gera það,
fyrst þér neyðið mig til þess. Tómassó
Mónalid, fóstri Antóníós heitins, hefir
komist að því í kvöld, að maðurinn,
sem drap bróður yðar, Antóníó Paoli,
var núverandi eiginmaður yðar, Edvin
Gerard Anstruther!*
Hafi Danella verið þyrstur í hefnd,
þá hefir hann nú fengið þeim þorsta
svalað.
Marfna líður ekki í öngvit — þftð
hefði verið hepni fyrir hana, ef svo
hefði farið, og þá hefði slegið í bak-
Begl fyrir Danellu með fyrirætlanir
hans — en óstyrkur kemur á hana,
hún þrífur í borð, sem er nálægt henni,
styður sig við það og segir stamandi:
»Nei, nei! drottinn er miskunnsam-
ur! Edvin, maðurinn minn — það
getur ekki verið! Eg trúi yður ekki«.
•Trúirðu því ekki, Marína? það er
eins satt og guðspjöllin«, tautar Tó-
massó fyrir munni sér.
»Eg verð að fá að vita það, áður en
hann kemur--------Sannið þér þetta
greifi! Flýtið þér yður, áður en eg
missi vitið og skil yður ekki lengur«.
Brúðarherbergið verður nú að písla-
klefa; þar heyrist ekki annað en hvísl,
krampakendar stunur og sorgar- og
kvalaóp. þjámngarnar, sem Danella
veldur Marinu, meðan hann er að
sanna henni, að hann hafi sagt satt,
eru alveg hræðilegar.
»Eg var hræddur um þetta«, segir
hann, »og er við því búinn. »Lítið
þér nú — hér er vottorð frá ensku
sjóliðBStjórninni í Gibraltar, sem sýnir,
að Anstruther var farþegi á »Erninum«
þennan óhapp&morgun í Ajaceio*.
»Já, það var hann«, segir hún með
öndina í hálsinum, en bætír svo við
með tortrygniskeim í röddinni: »En
þar með er það ekki sannað, að hann
hann hafi drepið Antóníó«.
•Lítið þér þá á þessa muni, sem við
tókum úr ferðapokanum hans, þegar
hann datt á gólfið og bilaði«, svarar
greifinn og yptir öxlum; jafnframt
sýnir hann henni silfurpening; blýkúla
er föst við hann og hefir orðið íflöt.
• Skoðið þér, hérna er auðnupeningur-
inn, sem bjargaði Gerard yðar«.
»Og kúla bróður míns er enn föBt
við hann«, segir Marína stamandi.
»En hún getur líka verið frá einhverri
annari deilu — og svo getur verið að
þér hafið alls ekki fundið hana í poka
Gerards. Haldið þér, að það verði
hægðarleikur fyrir yður að telja mér
trú um annað eins og þetta?«
*Eg tók hana sjálfur úr poka morð-
ingjans. Og þú, Marína, þú ert að
verja þetta þrælmenni? |>ú — sem ert
af Paoli-ættinni?« æpir Tómassó eins
og æóisgenginn.
Hún svarar engu. Hún veit, að
þetta er satt — Tómassó lýgur aldrei.
•Fleiri sannanir!« segir hún stynj-
andi.
»Hér er sandur af sönnunnm!«svar-
ar Mússó hróðugur; nú fer meinfýsin
að sjást gegnum hræsnisblæjuna. »Lít-
ið þér á skammbyssuna þá arna —
hún er alveg eins og skammbyssan,
sem klofnaði í höndunum á bróður
yðar á þeirri stund, sem hann fekk