Ísafold - 03.11.1900, Side 1
Keraur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
rainnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
VI* doll.; borgist fyrir miðjaD
jiílí (erlendis fyrir fram).
1SAF0LD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
ntgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstræti 8.
XXTII. árg.
I. 0. 0. F. 82II98V2- II.
Við undirskrifaðir vörum
hér með almenning við, að
leggja nokkurn trúnað á
érökstuddan dóm þann um
nýprentaða
íslenzka
stafsetningarorðbók
eftir Björn J ó n s s o n, er
rektor B. M. Ólsen hefir birt
í gær 1 Þjóðólfi sem auglýs-
ing.
Reykjavík 3. nóv. 1900.
G. T.Zoega. Pálmi Pálsson.
fljjp08 Nýir kaupendur
að Isafold,
28. árg., 1901,
fá blaðið ókeypis til þ. á. loka frá þvíer
þeir gefa sig fram og auk þess í kaup-
bæti
Vendettu alla,
bæði heftin — annað át komið, hitt
kemur í vetur —, um 40 arkir alls,
um 600—700 bls
Vendetta er heimsfræg skáldsaga,
er seldust af 200,000 eintök í Vestur-
heimi á örstuttum tíma.
Að öðru leyti fá sögu þessa allir
skuldlausir og skilvÍBÍr kaupendur
blaðsins, gamlir og nýir, þ. e. þeir
sem nú eru kaupendur (1900) og verða
það næsta ár (1901)
!2£* Forsjállegast er, að gefa sig fram
sem fyrst með pöntun á blaðinu, áður
en upplagið þrýtur af sögunni. —
þetta eru hiu mestu vildarkjör, sem
nokkurt blað hefir nokkurn
t í m a boðið.
.xjx, .Pl*. 5T£„xfx. .xfx, xfx xfx, <xfx',tX.tX. ,x+x .xtx. .xtA. .xtx.
x^x Vix'xjx' VJx' V|x' 'xjx Vix' V|x' V{>'' 7|x' V|x'
Hvar eru takmörkin?
Nú erum vér ekki lengur á flæði-
skeri staddir, íslendingar, með stjórn-
arbót! Nú er loks búið að rannsaka
málið til hlítar og óyggjandi vissa
fengin. Nú þurfum vór ekki lengur
að vera að leita lags, þiggja lítilræði í
þeirri vou að auka við síðar. Núget-
um vér fengið alt í einu, sem hjarta
vort girnist af stjórnarbótartæginu.
Ekki stendur á dönsku stjórninni.
Gerið þið svo vel!
það er sagnfræðingurinn Bogi Th.
Melsteð, sem hefir gert uppgötvunina.
Og það er »Austri«, sem flytur þjóð-
inni fagnaðarboðskapinn. þetta hlýt-
ur því að vera óyggjandi alt.
Vandinn er enginn annar en sá, að
kaupa stjórnarbótina af Dönum með
peningum. Gefa þeim 60 þúsund
krónur á ári — fulguna, sem þeir eru
skyldir að greiða oss.
Sjálfsagt kemur þessi boðskapur
mörgum á óvart. Hér á landi hefir
mönnum ekki verið kunnugt, að Dan-
ir væru í þessari fjárþröng, sem þeir
sýniléga eru, þar sem þeir vilja selja
íslendingum stjórnarbót fyrir 60 þús-
und kr. á ári — ekki neina smáræðis-
stjórnarbót, eins og t. d. vaitýskuna,
heldur alt það, sem þeir hafa afsagt
hvern áratuginn eftir annan, og miklu
Keykjavík laugardaginn 3. nóv. 1900.
meira en nokkurn tíma hefir komið
til orða hér — eða nokkurstaðar ann-
arstaðar í veröldinni. En hvað gera
menn ekki fyrir 60 þúsund krónur á
ári, þegar þeim líggur mikið á!
Hugsanlegir eru auðvitað svo tor-
tryggir menn, að þeim hugkvæmist að
spyrja, hvernig hr. Bogi Melsteð hafi
öðlast þessa þekkingu, á hverju hann
byggi það, að stjórnarbót só föl fyrir
60 þúsund krónur á ári, hvort þeir,
sem mestu ráða í Danmörk nú, eða
hvort þeir, sem líklegir eru til að ráða
mestu einhvern tíma síðar, hafi gefið
honum umboð til þess að gera íslend-
ingum viðvart um það, hvað háu verði
þeir vilji selja oss stjórnarbótina, eða
hvort þeir hafi þá að minsta kosti
gefiS honum í skyn, að ekki standi á
öðru en peningum frá vorri hálfu til
þess að fá hina fullkomnustu heima-
stjóru.
Um þetta verður ekki annað sagt,
að svo stöddu, en að Bogi Melsteð
lætur þessa ekki getið í »Austra«. þar
á móti telur hann á einum stað þ a ð
aftra Dönum frá að veita oss stjórn-
arbót, að þeir séu hræddir um, að vár
munum fara á höfuðið, ef vér förum
að breyta til svo stórvægilega að fá
alla stjórm'na inn í landið. Og »þá
yrðu þeir að bera alla ábyrgðina og
taka á sig skuldasúpuna, segja þeir«.
Hugsunarþráðurinn hjá þessum
vísindamanni vorum virðist því vera
þessi:
Meðan íslendiugar fá 60 þúsund kr.
frá Danmörku árlega, óttast Danir að
íslendingar fari á höfuðið. En hve-
nær sem þeirri kvöð léttir af þeim, að
taka við þessum 60 þúsundum, þá
hverfur sá ótti. þá komast Islending-
ingar úr allri gjaldþrota-hættu.
Eða þá hitt, að þessi danski ótti
við íslenzk fjárþrot er ekki annað en
uppgðrð. þeir bera þetta þá að eins
í vænginn, þangað til þeir eru búnir
að hafa út úr okkur þessar 60 þús-
undir á ári.
Yér látum ósagt, hvor tilgátan er
róttari. En 60 þúsund krónur á ári
vilja Danir hafa fyrir stjórnarbótina.
Og ef vér látum Dani hafa þá fúlgu,
þá fáum vér lika stjórnarbót hjá þeim
— segir Bogi Melsteð.
Og hana ríflega úti látna, eins og
áður er á vikið. þá fáum vér að um-
turna öllum stöðulögunum — meðal
annars koma þar inn þeim mikils-
verða varnagla, að þegar eitthvert stór-
veldanna leggi Danmörk undir sig, þá
sé því með öllu óheimilt að leggja ís-
Iand undir sig líka!
þarna gsta menn séð, hvort Danir
ætla sér ekki að vera oss auðveldir,
þar sem þeir eru þess albúnir — sam-
kvæmt þeirri kenning, er Bogi Mel-
steð boðar löndum sínum — að ráð-
gera í stjórnarlögum vorum, að ríki
þeirra muni líða undir lok, auglýsa
veröldinni, að þeim komi svo sem
ekki á óvart, þó að Jpýzkaland gleypi
þá!
Vitaskuld er sagnfræðingnum Boga
Melsteð ekki síður kunnugt um það
en öðrum heilvita mönnum, að ríkin
eru ekki vön að gefa út slíkar aug-
lýsingar. En hvað gera þau ekki fyr-
ir 60 þúsund krónur!
Óþarfi er að fara frekar út í þessa
Austra-ritgjörð. Hún er öll á eina
bókina lærð. Ekki getum vér þó
stilt oss um að gæða lesendum vorum
á því sem aukagetu, að þar er sagt,
að viðlagasjóður landsins hafi verið
orðin hálf önnur miljón króna í árs-
lok 1895; hann var þá ekki nærri
ein miljón. Vandalítið sýnist þó að
skrifa upp úr stjórnartíðindunum. En
annað eins og það er auðvitað smá-
atriði eitt móti því sem meira er og
þegar hefir verið frá skýrt.
Og í tilefni af þessum samsetningi
í »Austra«, leyfum vér oss að leggja
þá spurningu fyrir afturhaldspostula
vora:
Hugsa þeir sér engin takmörk fyrir
ginningunum og blekkingunum ? Er
þeim s v o hugleikið að tæla þjóðina
til að hafna þeim umbótum á stjórn-
arfari síuu, sem henni sárliggur á, að
þair geti ekki hugsað sér neina þá
fjarstæðu, neina þá botnlausa vitleysu,
sem þeir telji sér ósamboðið að halda
að henni?
Að gera sér í hugarlund, að kenn-
ingar þær, sem haldið er að þjóðinni
í þessari »Austra«-grein, séu ritaðar í
einlægni og hjartans einfeldni af
manni, sem um tvo áratugi hefir ver-
ið að fást við mannkynssögunám -—
það nær engri átt. Enginn sakar hann
um neinar afsagáfur, vitaskuld. En
það getur þó ekki verið alvara fyr-
ir honum að halda, að Danir ætlist
til þess að vér kaupum stjórnarbótina
fyrir peninga, eða að þeir muni gera
ráð fyrir því í stjórnarlögum, að aðrar
þjóðir leggi þá undir sig.
En hitt er það, að honum þykir
þetta fullboðlegt handa íslenzkum
bændum — alveg eins og »f>jóðólfi«
hefir þótt það fullboðlegt sem h a u n
hefir komið með, og sýslumanni Snæ-
fellinga það sem hann hefir á borð
borið o. s. frv., o. s. frv.
f>að er eins og afturhaldspostularn-
ir séu í strangasta kappleik. Hver
kemst lengst í blekkingunum ? Hver
hefir áræði til að koma með vitlaus-
ustu fjarstæðurnar ? Um það er
kept.
En geta þeir þá ekki hugsað sér,
að einhver endir, einhver takmörk séu
á skeiðinu? Að einhvern tíma geti
vitleysan orðið svo mikil, að lengra
komist þeir ekki út í fjarstæðurnar ?
En só svo, hvar eru þá takmörkin?
Fjárkaupaskip.
Tvö heldur en eitt, gufuskip, hafa
verið hér á ferð undanfarnar vikur
frá þeim Zöllner og Vídalín, og farið
með fullfermi hér um bil af sauðfó,
bæði félagsfé og hins vegar keyptu, og
hestum líka, til uppbótar í síðari ferð-
inni, keyptum austanfjalls fyrir 45 —
70 kr., og engum úrvalsgripum.
67. blað.
Lýðháskólinn í Færeyjum.
Hvað skyldu vera margir menn hér
'á landi, sem hafa efast um það, að
véríslendingar séum Færeyingum fremri
í öllum greinnm? f>eir eru áreiðan-
lega fáir, eða voru fáir til skamms
tíma að minsta kosti.
Eins og vér séum ekki fremri Fær-
eyingum — vér með þessa fögru
tungu, bókmentir fornar og nýjar, fyr-
irtaks-alþýðumentun og hálfrar aldar
heimastjórnarbaráttu!
Aftur á móti þykir Færeyingum ekki
tunga sín neinum boðleg, hneykslast,
að sögn, ef prestar þeirra ætla að
fara að nota hana á stólnum, eiga
engar bókmsntir á henni, fornar né
nýjar, hafa ekki minstu vitund raup-
að af alþýðumentun sinni og lifað í
friði við stjórn Dana.
Færeyingar hafa verið lífakkeri
þjóðardrambsins íslenzka. f>egar vér
höfum gefist upp við að bera osa
saman við nokkura þjóð, þá höfum
vér huggað oss við samanburð á sjálf-
um 088 og Færeyingum —, borið
f>órshöfn saman við Reykjavík, bók-
mentaleysið færeyska saman við bók-
mentir vorar, undirgefni Færinga und-
ir Dani saman við frelsisþrána og
stjórnarskrárbaráttuna hér á landi.
Og vér höfum fundið til þess tneð
fögnuði miklum, að vér ættum ná-
frændur, sem væru oss lítilsigldari og
aumari.
En nú er samt óneitanlega farinn
að vakna hjá einstöku manhi miður
viðfeldinn grunur um það, að yfirburð-
irnir séu ekki til að þykjast mikið af.
Sá kvittur er kominn upp fyrir nokk-
uru vor á meðal, að Færeyingar séu
betri bændur en íslendingar, éngu ó-
hagsýnni útgerðarmenn, engu lakari
sjómenn, og yfirleitt hraustlegri og sterk-
legrimenn. NúkemurPáll amtmaður
Briera í »Lögfræðingi« og sannar oss
það, að alþýðumentunin só að taka
miklu meiri framförum með þeím en
hér á landi, framlögurnar til hennar
svo langtum meiri í eyjunum, að ekki
verður ss.man borið, uema oss til hins
mesta kinnroða. Og ein af síðustu
freguunum úr eyjunum er sú, að þar
eigi að stofna grundtvigskan lýðháskóla
inuan skamms.
Naumast getur hjá því farið, að
framfarirnar með frændum vorum í
Færeyjum verði til þess að koma að
minsta kosti einhverri ókyrð á sjálfs-
þótta-ímyndanir vorar. Er ekki eitt-
hvað bogið við framfarirnar hér á
Islandi, ef vér getum ekki einu sinni
kostað jafn-miklu upp á mentun barna
vorra eins og Færeyingar? Og sé
þeim ekki um megn að koma upp hjá
sér lýðháskóla, væri þá ekki mikil
hneisa, að verða að viðurkenna það,
að vér séum með engu móti færir um
það?
Að líkindum þykir öllum þorra þjóð-
ar vorrar nú sem stendur enn meiri
vafi á því, að vér þurfum á slíkri
stofnun &ð halda. Maðfram vegna