Ísafold - 03.11.1900, Síða 3
267
Landssjóður
°g
bólusetningarkostnaður.
Landsyfirréttur kvað í sumar seint
upp dóm í máli milli héraðslæknisins
í Hónav&tnssýslu vestanverðri, Júlíusar
Halldórssonar, og landshöfðingja fyrir
landssjóðs hönd út af 230 kr. kröfu
frá nefndum lækni i dagpeninga og
ferðakostnað á ferðalagi, er hann gerði
sér um hérað sitt sumarið 1899 til að
framkvæma fyrirmæli 1. gr. bólusetn-
ingarlaganna frá 26. febr. 1898, um
að bólusetja skuli öll ófermd börn,
sem eigi hafa áður verið bólusett eða
fengið bólu, svo og alla á aldrinum
20—25 ára, innan árs frá þeim degi,
er Iögin öðluðust gildi, en þar var, í
2. gr., lagt fyrir héraðslækna og auka-
lækna, að hafa bólusetning á hendi
hver í sínu héraði. Landssjóður greiddi
honum viðstöðulaust sjálft bólusetning-
argjaldið, 25 a. á mann, alls 134 kr.
50 a., en taldi sér ekki bera að greiða
meira, og var landsyfirréttur því sam-
dóma. Gerir hann grein fyrir þeirri
niðurstöðu á þessa leið: #í lögunum
26. febr. 1898, um bólusetningar, seg-
ir í 8. gr., að kostnaður við opinberar
bólusetningar greiðist úr landssjóði og
að bólusetjarinn fái 25 a. fyrir hvern
þann, er hann bólusetur eða endur-
bólusetur og bólan kemur út á, og sé
í þeirri borgun fólgin borgun fyrir að
gefa út bólusetningarvottorð. Hrekari
fyrirmæli um borgun til bólusetjara og
endurgjald til þeirra fyrir bólusetning-
ar eru ekki f lögunum 26. febr. 1898.
þ>ar sem nú borgunin til bólusetjara,
áður en lög þessi komu út, voru á-
kveðin einmitt á sama hátt og í þeim
er ákveðið, 25 a. fyrir hvern bólusett-
an, sem bólan kom út á, og án þess
ræða væri um sérstaka þóknun fyrir
ferðakostnað eða dagpeninga til bólu-
setjaranna, þótt þeir þyrftu að ferðast
nokkuð, og þar sem þó ekkert er
minst á það í lögunum 1898, að
bólusetjurum beri nú auk borgunar-
innar, og fremur en áður átti sér stað,
dagpeningar og ferðakostnaður, þá
liggur beinast við að skilja svO 8. gr.
í nefndum lögum, að bólusetjarar eigi
ekki að fá frekara endurgjald fyrir
bólusetningar en þar er ákveðið, hvort
h6ldur það eru héraðslæknarnir eða
aukalæknarnír, sem bólusetja sjáifir,
eða það gjöra aðstoðarbólusetjar, sem
læknum er í 2. gr. laganna gefinn
kostur á að fá skipaða, þar sem atvik
mæla með þvl. f>essi skilningur kem-
ur og heim við ástæður stjórnarinnar
fyrir frumvarpinu til laganua 1898,
því að þar er það skýrt tekið fram,
að ekki sé tilætlunin að borga lækn-
unum dagpeninga og ferðakostnað að
auki, þótt þeir fari ferðir til bólusetn-
inga, en þessar ástæður stjórnarinnar
virðist alþingi hafa fallist á. Stefndi
hefir reyndar haldið því fram, að hann
®toi heimting á dagpeuingum og ferða-
kostnað samkvæmt hinni almennu
reglu í 4. gr> )aga ig. 0kt. 1875, um
aðra skipun á læknahéruðunum á ís-
landi, o. fl., þar sem svo er ákveðið,
að fyrir ferðalög og störf lækna í þarf-
ir hins opinbera beri þsim endurgjald
eftir reglum þeim, er gflt hafi hingað-
tll, og eigi þessi ákvörðun að koma til
greina einnig þegar um bólusetning
sé að ræða, þ&r 8em eigi só annað
sagt í bólusetningarlögunum 1898.
Bn samkvæmt því, sem áður hefir ver-
ið tekið fram, ber einmitt að skilja 8.
gr. laganna 26. febr. 1898 svo, að sú
borgun, sem þar er tiltekin, eigi að
vera alt það endurgjald, er veitt sé
fyrir bólusetningar, og er þá auðvitað,
að ákvörðunin í 4. gr. laganna 15.
okt. 1875 getur þá eigi komist að,
þegar um bólusetningar er að ræða«.
Skarlaíssóttin
Héraðslæknir Eeykjavíkurhéraðs (G.
Björnsson), skýrir svo frá, sam hér
segir.
#Septembermánuð veiktust alls 9, 8
í Reykjavík og 1 utan bæjar (Álfta-
nesi).
Októbermánuð hafa 8,tekið sóttina,
allir í Eeykjavík, enginn utan bæjar.
Sóttin hefir síðan í vor þrisvar kom-
ið upp f Hraununum og þrisvar á
Álftanesi, en einlægt venð bæld niður.
Nú sem stendur er sóttin á ferð í
Hreppunum og Grindavík og nýkomin
á Eyrarbakka. Vegna þess, að hún
er komin svo víða, eru litlar líkur til
þess, að henni verði lokið á skömm-
um tíma hér á Suðurlandi.
|>ví hefir ekki þótt fært að meina
lengur barnaskólahald hér í Reykja-
vík.
En nákvæmar gætur verða hafðar
á því, að börn af sóttarheimilum
komi ekki í skólann fyr en öll hætta
er úti; sömu gætur eru hafðar á
skólum einstakra mannai.
Grindvíkingar vanræktu að vitja
læknis nær 3 vikur eftir að sóttin hófst
þar. Enda voru 10 orðnir veikir, er
hann (héraðslæknirinn) kom þar, þótt
undir eins brygði við, er hann var
sóttur. Sumir þessara 10 sjúklinga
voru þá mikið veíkir, einn sérstaklega
mjög þungt haldinn. Hann lét þegar
einangra alla sjúklingana, flestalla í
sérstöku húsi, er hann útvegaði til
þess.
Grunað hafði marga þegar, er fyrsta
barnið veiktist, á merkisbæ einum f
Grindavíkinni, að það væri skarlats-
sótt og töluðu að því við húsráðanda,
að læknis væri vitjað; en hann aftók
það. Síðan veiktist smámsaman hver
af öðrum, þar og á bæjunum í kring.
En enginn hreyfði sig. f>ar til loks
að veiktist barn hjá hinum bóndanum
á sama bænum, sem veikin kom fyrst
upp á og orð hafði haft á því þá
þegar að læknis væri vitjað, en feng-
ið afsvar. Nú stóðst hann þó eigi
mátið og fór sjálfur af stað.
f>etta atferli þarf engrar skýringar
við.
Úr Hreppum ógreinilegar fréttir af
sóttinni. f>ó skrifar síra Steindór
Briem i Hruna, að á því heimili hafi
lagst í sóttinni 13 —14 af 18 heimilis-
mönnum alls, og hafi veikin lagst
þyngst á þau prestshjónin og eina
gamla konu.
Að eins ein stúlka var veik oróin
af sóttinni á Eyrarbakka, er síðast
fréttist, en við búið, að nú séu þeir
orðnir miklu fleiri. f>ví hún hafði
komið ofan úr Hreppum og haft mikil
mök við fólk þar í kaupstaðnum, er
hún kom ofan að og áður en hún
lagðist eða læknis var vitjað.
f>að hafa nóg dæmi sýnt, frá því
er sóttin kom hingað í vor, að mjög
vel má verjast því, að hún dreifist út,
ef hlýct er lögum og yfirvaldafyrir-
skipunum, allra helzt til sveita, í
strjálbygðinni. Dæmin eru Kjós,
Borgarfjörður, Hrútafjörður og Hafnir.
Sóttin kemur að eins á 1 bæ í þess-
um héruðum öllum, og víðar ekki, —
af því þar var alstaðar sóttkvíað
jafnharðan og dyggilega. Sömuleiðis
hefir hún verið þrívegis bæld niður
hér í Hraunum og Álftaneshreppi,
eins og héraðslæknir tekur fram. Jafn-
vel hér í Reykjavík, mesta þéttbýli á
landinu, hefir tekist furðuvel að
halda henni í skefjum í alt sumar,
fyrir staka árvekni, elju og röggsemi
héraðslæknisins.
j?að er sýnileg handvömm, ef ekki
tekst að verja landið yfirleitt fyrir
þessari skæðu sótt. f>eir eru íllir þegn-
ar þjóðfélagsins, er það leggjast und-
ir höfuð, hvort sem heldur er af tóm-
læti eða vísvitandi skeytingatleysi um
lög og stjórnarfyrirskipanir, í þeirri
flónsku-ímyndun, að þeir sjálfir geti
þar með sméygt sér utidan einhverjum
oþægindum í svip eða lítils háttar
kostnaði, en láta sér í léttu rúmi
liggja um náungann, um almennings-
heill.
Mannalát.
Hér í bænum andaðist 29. f. mán.
merkiskonan fröken Sigríður
Árnadóttir (frá Ytri-Ey), systir
síra Hannesar heitins Árnasonarpresta-
skólakennara og þeirra bræðra, nær
níræð að aldri, fædd 13. júlí 1811 að
Belgsholti íBorgarfirði; þar bjuggu þá
foreldrar hennar, Árni stúd. Davíðsson
og f>óra Jónsdóttir, systir síra Arnórs
prófasts í Vatnsfirði. Sigríður sál.
giftist aldrei, en var fyrir búi með
bræðrum sínum, Jóhanni sýslumanni í
f>ingeyjarsýslu og að honum látnum
(1840) Arnóri sýslumanni Húnvetninga
til þess er hann lézt 1859. f>au Arn-
ór bjuggu í Ytri-Ey rausnarbúi og
hún þar áfram um hríð eftir hans
dag, en síðan mörg ár á Gunnsteins-
stöðum, er hún hafði keypt éða eign-
ast í makaskiftum; þá var hún allvel
fjáð, með því að Arnór sýslumaður
arfleiddi haua að öllum sínum eigum.
Loks fluttist hún hingað til Reykja-
víkur fyrir 10—12 árum, þá orðin nær
félaus, mesii fyrir hjálpsemi við aðra;
meðal annars ól hún upp mörg mun-
aðarlaus börn, auk þess sem þau syst-
kin, Arnór heit. og hún, fóstruðu að
nokkru og hann mun hafa kostað alveg
til náms.innan lands og utan, Berg heit.
Thorberg, er síðar varð landshöfðingi.
Síðustu árin lifði hún mest á vöxtum
af dánargjöf bróður síns, síra Hannes-
ar sál., »Styrktarsjóð til eflingar
heimspekilegum vísindum á Islandi«,
er upp frá þessu verður farið að út-
hluta samkvæmt aðaltilgangi hans,
sbr. auglýs. stiftsyfirvaldanna í þ. bl.
Sigríður sál. var eínkar-vönduð kona,
hjálpfús og hjartagóð, og laus við sér-
kennileik þann í framgöngu, er tölu-
vert bar á hjá bræðrum hennar. —
Jarðarför mvdag 7. þ. m. kl. ll1/^, frá
húsi Guðna Egilssonar við Framnes-
veg.
f>á lézt hér 30. f. mán. kaupm.
Matthias Johsnnessen, úr
brjósttæringu, hálfsextugur að aldri, f.
í Björgvin í Norvegi 23. ágúst 1845.
Hann kom hingað til lands 1872, til
Reykjavíkur, í erindum Samlagsins
norska, er hér rak þá verzlun, og tók
við af því, er það hætti, en í smærrí
stíl miklu og varð aldrei mikil hjá
honum, heldur gekk saman og til
þurðar síðari árin. Hann var skýr-
leiksmaður, mikið vel að sér, hjarta-
góður, tryggur og vinfastur, og manna
áreiðanlegastur í orðum og gjörðum.
Hann var kvæntur íslenzkri konu,
Magneu Jónsdóttur Norðfjörð verzlun-
armanns, er lifir mann sinn ásamt 6
börnum þeirra, á aldrinum 4—17 ára.
Móður á hann á lífi i Norvegi á ní-
ræðisaldri. Jarðarför þrd. 6. þ. m.
Eyþór sál. Eelixsson (sbr. síðasta
bl.) var þríkvæntur: fyrst Jóhönnu
Jónsdóttur, er hann átti við fimm
börn, — tvö á iífi; þá Kristínu Gríms-
dóttur (e k k i Pálsd.) prests Pálsson-
ar á Helgafelli, er hann átti við 7
börn, — 4 nú lifandi; og loks Rann-
veigu Jóhannsdóttur, er lifir mann
sinn barnlaus.
Nýr riddari?
Sú lausafrétt barst með fjárkaupa-
skipinu síðasta, þeirra Zöllners og
Vídalíns, að hið þjóðkunna stórmenni
Jón Vídalín konsúll sé orðinn riddari
af dbr., — og það eru margir, sem
trúa því. En ekki kvað landshöfðingi
samt vita hót til þess.
Vendetta.
Eftir
Archibald Clavering Gunter.
|^)g þessu hafið þér stungið undir
stól?« segir Marína. »það var sví-
virðilega af sér vikið. þér hafið látið
mig giftast þeim manni, sem eg ætti
að hata! þér, sem hefðuð átt að leið-
beina mér? þér sem sóruð það einu
sinní, að þér ynnuð mér hugástum!«
»Einu sinni!« tekur Danella upp
eftir henni.
»Já — um daginn í Monte Carló!«
segir Marína og stynur við. »Sáuð þér
ekki, hvað vænt mér þótti um hann ?
Sáuð þér ekki, hvað hann unni mér
heitt? Og nú — nú.U
»Nú kynni það að vera betur farið,
ef þér hefðuð gifzt mér!« segir Mússó
háðslega.
Marína skilur nú, hvílíkur hræsnari
og grimdarseggur hann er, þessi Dan-
ella, sem hún bar einu sinni lotningu
fyrir og henní næstum því þótti vænt
um, og hún svarar með viðbjóð og fyr-
irlitningu:
»Nei, nei! |>á er jafnvel þetta betra
en það væri. Getur það verið, að þér
séuð gæddir mannlegri sál, þar sem
þér gátuð fengið af yður að leyna
mig þessu.
»|>ér gleymið því, signora, að þér
hótuðuð mér því, að brezka hetjan
yðar skyldi merja mig sundur, einB og
eg væri mýfluga. Munið þér eftir því?
Mýfluga! Mýflugan getur stungið!«
Og Danella rekur upp skellihlátur og
heldur svo áfram : »Varið þér yður á
að misþyrma tilfinningum nokkurs karl-
manns. |>að er hættulegt, góða mín.
|>ér sviftuð mig sjálfri yður; nú svifti
eg yður manninum yðar!«
• Manninum mínum! Honum, sem
eg fæ aldrei framar að sjá hér á jörðu!
|>ví að fengi eg að sjá framan í hann
aftur, mundi eg gleyma því, að hann
hefir vegið Antóníó, gleyma--ogfyr-
irgefa!« segir hún með ekka, en með
þurrum augum samt.
Svo segir hún aftur í örvæntingar-
róm. tGerardino ! Eg slft mynd þfna
út úr hjarta mér, eins og eg slít nú
af brjósti mér þennan brúðarblómvönd.
Guð fyrirgefi þér glæp þinn!«
Greifinn tautar fyrir munni sér:
»Nú hlýtur brúðguminn að fara að
koma. Per Bacco\ það verður ljóta
gamanið, þegar þau finnast!« og laum-
ast fram að dyrunum, sem hann hafði
komið inn um. En þar nemur hann
staðar; því að Tómassó gengur til
Marínu með glampandi rýting í hend-
inni, slær á öxl henni og segir:
»Rankaðu við þér, brúður! Sýndu,
að þú sórt ekki heigullU
Svo stingur bann rýtingnum í
hönd henni, dregur hana fram fyrir
myndina af bróður hennar, sem hann
hefir hengt á vegginn; fyrir neðan
myndina hefir greifinn ritað þessiorð:
tAssasinato! Abbandonato /« (Myrt-
ur! Svikinn!)
þegar Marína stendur frammi fyrir
þessari myDd, segir Tómassó másandi
í eyrað á henni: »Hann myrti hann !
Marína gleymdi honum ! Dóttir Pao-
lis, minstu nú eiðs þfns og gerðu
skyldu þfna !«
Hún stirðnar upp af hræðslu. En
svo minnist hún hins beitta, glampandi
vopns, sem hún heldur á. Hún