Ísafold - 03.11.1900, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.11.1900, Blaðsíða 4
V 268 Utlend blöð og tímarit verða frá nýári 1901 því að eins pöntuð, að þau séu borguð fyrirfram, sem og burðargjald undir þau blöð, er senda þarf út um land. Engin pöntun verður því tekin til greina, nema borgun fylgi, eins og að ofan er greint. Hér skulu talin nokkur blöð og tímarit, sem alment eru pöntuð, verð þeirra og burðargjald undir þau: IÍIustr. Familie Journal kostar, árg. kr. 5,00, burðargjald undir árg. kr. 2,70 Nord. Mönstertid. — — — 2,40,-----1 — — — 1,30 Kringsjaa — —•' — 8,00,----------— — — 2,00 Frem — — — 5,20, —— — — — 2,25 Hver 8. Dag — -— —- 5,00, — — — 1,60 Verðið er hér talið fyrir árganginn heilan og burðargjaldið eins og það er nú. En það getur breyzt, eftir því sem ritin stækka eða breyta formi. Fyrirspurnum um verð og burðargjald annara rita verður svarað greið- lega. Reykjavík, 1. nóvember 1900. Sigfús Eymundsson. Björn Jónsson. Jón Brynjólfsson,tatuistiá 3 hefir fengið talsverðar birgðir af útlendum skóíatnaði, er selst mjög ódýrt. 2 tegundir Karlmannsskór frá kr. 6,25 — 6,50 6 do. Kvennmannsskór — — 3,75 — 6,80 1 do. Unglingaskór--------3,00 — 3,75 2 do. Barnaskór — — 1,25 — 2,75 Kvenn- og Karlm. morgunskór-2,80 — 3,50 Karla-og Kvenna Galoscher--3,00 — 5,00 jjy Skófatnaðnrinn er allur vandaður og búinn til eftir nýustu tízku. starir á rýtinginn ósjálfrátt og segir svo með hryllingi: »Ætlastu til þess að eg drepi manninn minn ?« »|>ú ert Korsíkukona og getnr þó spurt um það? Hefir Marína gleymt eiði sínum og sóma sínum?* Daneila steniur við dyrnar; honum þykir gaman að horfa á fegurð henn- ar og örvænting og segir við sjálfan sig : »Nú bíður dauðinn brúðgumans, sem stal henni frá mér!« hann rekur upp ruannvonzkulegan hæðnishlátur : •Betur að eg mætti vera við þennan fund elskandanna ! En — get eg það annars ekki?« Hann hugsar sig um örlitla stund og segir svo : »Jú, Jhð- ▼itað !« Nú heyrir hann jódyn í trjágöngun- um. Hann hlær aftur háðslega : »Brúð- guminn er óþolinmóður! eg verð að að hafa hraðann á; annars missi eg af þessum fyrirtaks-sjónleik!« Hann læðist út í dimman forsalinn og hverf- ur. Tómassó virðir Marínu fyrir sér með ánægju og aðdáun. Húu gengur fram og aftur um herbergið, eins og villidýr, sem bíður eftir bráð sinni. Við og við lítur hún á myndina af bróður sínum, stynur þungan og slær saman höndunum. »Bravó!« segir hann. «Nú blossar dauðinn í augunum á þér! f>ú bjarg- ar Paoli-ættinni frávansæmd. Mundu eftir helstríði bróður þíns! Minstu þess, að þú ert Korsíkukona og kant eins vel að hata eins og að elska!« »Já — hann drap hann! Hann þyrmdi ekki bróður mínum. Hvers vegna ætti eg þá að þyrma honum? í kvöld er eg Korsíkukona«, tautar hún fyrir munni sér, og sami ískyggi- legi eldurinn brennur úr augum henn- ar eins og óhappamorguninn á Ajaccio- ströndinni. »Já — nú þekki eg Marínu aftur!« segír Tómassó fagnandi. *Nú ertu htla stúlkan, sem eg bar á höndum mér, elsku-litla Marína mín, sem lék sér við Antónió í kastaníuskógunum og fleygðir á hann myrtublómum á hátíðadögum — aumingja Antóníó, sem dó með nafn Marínu á vörum sér. Og morðingja hans ætlarðu að láta lifa?« »f>að er ósatt!« æpir hún. »f>að er ósatt!« »f>etta enska tígrisdýr tortryggir ekki brúður sína minstu vitund. Mundu, að hjartað er vinstra meginn!« hvíslar karlinn að henni. Og hún heldur áfram að ganga fram og aftur um gólfið. Hvaðan er tó kjöi? Úr HVÍTÁBSÍÐU. f>aðan er selt sauðakjöt í dag og fram eftir næstu viku, við verzlun Jóns í>órðarson- ar- SUNNANFARI VIII. 8, 25. okt. — Fyrstur íslenzkur þing- maður í Kanada (Sigtr. Jónasson, með mynd hans). Gætileg skipstjórn, saga eftir Alexander L. Kielland. Mestur þjóðhöfðingi í héimi (Kínverjakeisari, með mynd af honum og Li-Hung- Chang). Mynd af Brúará. Ferðarolla konferenzráðs M. St. SUNNANFARI VIII. 9, i.nóv. Hinnýja læknakynslóð (Guðm. Magnússon og Guðm. Björnsson, með myndum þeirra). Eg sá hann (kvæði, E. H.). Gætileg skipstjórn (niðurl.). Bókmentir (Guðm. Guðm.: Ljóð- mæli). Ferðarolla M. St. Myndir frá stúdentaleiðangrinum. Undirritaður pantar fyrir þá sem þess óska rifla og hagla- byssur af nýjustu gerð frá Ame- riku, verðið alt að helmingi lægra en á sams konar byssum frá Englandi. Verðlisti til sýnis. Reykjavík 30. okt. 1900, Brynjólfur Þorláksson, Kirkjustr. 4 Takið eftir. Þeir sem ætla að senda ull og ullar- tuskur nú með »Vesta« til að láta vinna úr fataefni eða kjólatau, eru vinsamlega beðnir að koma sending- unum sem fyrst til undirskrifaðs. Þingholtsstr. 8. Rv. 30. okt. 1900. VALDEMAR OTTESEN. VANDAÐ íbúðarhús til sölu með góðum borgunarskilmálum. Ritstj. vísar á. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn þ. 9. þ. m. kl. 11 f. m. byrjar stórt uppboð tilheyrandi kaupm. Jóni jþórðarsyni. f>ar verður selt: föt, fataefni, nærfatn., kjólatau af ýmsum sortum, tvististau, flunell, sirz og margt fleira, alt nýtt frá þessu ári. Uppboðið verður haldið í Aust- urstr. 1 (Veltunni). Samkvæmt skipulagsskrá »Styrktar- sjóðs Hannesar Arnasonar til eflingar heimspekilegum vísindum á í»landi«, staðfestri 26. maí 1882 (Stjórnartíðindi 1882, B. bls. 115), auglýsist hér með, að styrk af nefndum sjóði verður út- býtt í fyrsta sinn 11. júní 1901. Bón- arbréf um styrk þennan, stýluð til landshöfðingja, sendist stiftsyfirvöld- unum fyrir 31. maí 1901. Styrkurinn veitist til fjögra ára, 2000 kr. hvert ár, samkvæmt skilyrð- unum í skipulagsskránni, 3. og 4. gr. Stiftsyfirvöld íslands, Rvík 3. nóv. 1900. /. Havsteen. Hallgr. Sveinsson. Laus til ábúðar Í næstkomandi fardögum (1901) er jörðin Seljatunga í Gaulverjabæjarhreppi. Um leiguskil- mála tná semja við hreppstjóra herra Guðmund ísleifsson á Háeyri eða við Guðm. Guðmundsson í Landakoti á V atnsleysuströnd. Skiptafundur. í dánarbúi Sigurðar f>órðarsonar tómt- húsmanns við Klapparstíg verður hald- inn á bæjarþingstofunni laugardaginn 24. þ. m. kl. 12 á hád., og verður þá væntanlega skiptunum lokið. Bæjarfógetinn í Rvík 1. nóv. 1900. Halldór Daníelsson. Skiptafundur í dánarbúi Jóns þorleifssonar (frá Sveinavatni) verður haldinn á bæjar- þingstofunni laugardaginn 24. þ. m. kl. 1 síðd., og verður skiptunum þá væntanlega lokið. Bæjarfógetinn í Rvík 1. nóv. 1900. Halldór Daníelsson. Skiptafundur í dánarbúi Jóns Einarssonar (frá Bíldu- dal) verður haldið á bæjarþingstofunni mánudaginn 26. þ. m. kl. 12 á hád., og verður þá lögð fram skrá yfir skuld- ir búsins til yfirskoðunar og álita, og yfirlit yfir eigur þess. Bæjarfógetinn í Rvík 1. nóv. 1900. Halldór Daníelsson. Skiptafundur í dánarbúi Snorra Sveinssonar skip- stjóra verður haldinn á bæjarþingstof- unni föstudaginn 23. þ. m. kl. 1 síðd. og verður þá lögð fram skrá yfir skuldir búsins til yfirskoðunar og á- lita, og yfirlit yfir eigur þess. Bæjarfógetinn í Rvík 1. nóv. 1900. Halldór Daníelsson. Skiptafundur í þrotabúi Sveins Árnasonar kaup- manns verður haldinn á bæjarþingstof- unni föstudaginn 23. þ. m. kl. 12 á hád., og verður lögð fram skrá yfir skuldir búsins til yfirskoðunar og álita, og yfirlit yfir eigur þess. Bæjarfógetinn í Rvík 1. nóv. 1900. Halldór Daníelsson. STEINHUS, 4 ára gamalt, vel bygt, með stórum geymsluskúr, stórri og vel yrktri lóð, fæst keypt fyrir mjög lágt verð. Ritstj. vísar 4. MARK Gísla Gúðmundssonar 4 Torfa- stöðum er: sneitt aftan hægra, hangandi - jöður framan vinstra. Brennimark: GISLl. Ballestar- og byggingjar- grjót, við bezta akveg bæjarins, selur Einar Helgason. Eg tek að mér prjónamensku i vetur eins og að undanförnu. Garðhúsum Guðbjörg JBjarnadóttir. 6RUNNUS nndir hús er til sölu. Ritstj. visar 4. TAPAST befir héðan jarpur hestur stór 0g feitur ójárnaður, mark: hangandi fjöð- ur framan hægra; hesturinn er ufn tvitugt. Sa sem kynni að hitta hest þennan er vin- samiega heðinn að koma honum að Ey- ólfsstöðum í Reykjavik eða gjöra mér að- vart. Reykjavik 2. nóv. 1900. Guðmundur Diðriksson. Hálf heimajörðin Egilsstaðir í Viliingaholtshreppi er laus til ábúð- ar í næstkomandi fardögum, og til sölu, ef óskað er. Jörðin gefur af sér töðu handa 4 kúm, ágætar engj- ar og undanfæri mikið, og fyrirtaks hagbeit á vetrum bæði fyrir fé og hross. Líka má hafa töluverða veiði úr Þjórsá, einkum selveiði, og ýmsfleiri hlunnindi, er jörðinni fylgja, sem lyst- hafendur geta fengið upplýsingar um er þeir snúa sér til eiganda og á- búanda jarðarinnar Gísla Guðmundssonar. Hjáleigan NORÐURKOT í Krýsi- víkurhverfi fæst til ábúðar í næstu fardögum 1901. Menn semji við Pét- ur Jónsson, þingholtsstr. 7, Reykjavík eða Árna bónda Jónsson í Krísuvík. Heiðruðura almenningi gefst hér með til vitundar, að gisti- húsið á Eyrarbakka er til afnota á- samt húsi og heyi fyrir hesta. Eyrarbakka 8. okt. 1900. Margrrét Skúlason. Heiðruðum neytendum hins ekta Kínalífselixírs frá Waldemar Petersen í Friðriks- höfn er hér með gert viðvart um að elixírinn fæst hvervetna á Is- landi án nokkurar tollhækkunar, svo að verðið er eins og áður að- eins kr. 1,50 flaskan og er afhent frá aðalforðabúrinu á Fáskrúðs- firði, ef menn snúa sér til aðal- umboðsmanns míns, hr. Thor E. Tulinius, Köbenhavn K. Til þess að sneiða hjá fölsunum eru menn vandlega, beðniraðathuga aðá flöskuseðlinum standi vörumerki mitt: Kínverji með glasíhendi og þar fyrir neðan firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn.Danmark, og í tappanum 'Wæ. { grænu lakki. Ollu, sem ekki er auðkent á þenn- an hátt, eru menn beðnir að vlsa á bug svo sem óvönduðum eftir- stælingum. Skandinav. Exportkaffe-Surrogat úr því fær maður bezta kaffibollann. Kjöbenhavn K. P. HjorthCo. (2) Bankavaxtabfét þau, hljóðandi á tOOO kr., 500 kr. ogr ÍOO kr., sem gef- iu hafa verið út samkvæmt lögum 12. jauúar 1900. um stofnun veðdeildar við Landsbankann í Reykjavík, fást keypt á afgreiðslustofu bankans. Ársvextir af verð- bréfum þessum eru 4‘/s a f hnndraði. Landsbankinn 26. októbei 1900. Tryggvi Ounnarsson/ Ritstjórar: Björn Jonsson(útg.og ábm.)og Einar Hjörleifsson. ísafo! darprentsmiðja. V

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.