Ísafold - 07.11.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.11.1900, Blaðsíða 2
270 in sé illa þokkuð hjá kjósendum. þeir hafa þá kosið þá síra Ólaf Ól- afsson og Björn Kristjánsaon í því skyni að mótmæla stjórnarbótinni. Sé svo, mun þjóðólfur komast að raun um, að þau mótmæli hafa tekist nokk- uð ófímlega. Enn frémur á það, eftir því sem tekið er fram skýrum orðum í J>jóð- ólfi, að vera ljós sönnun þess, hve harðsnúin þjóðin er gegn stjórnarbót- inni, að hún skuli hafa kosið þá Ein- ar Jónsson (en ekki Jón lækni Jóns- 8on) og |>órð Guðmundsson (en hvorki Eggert Pálsson né Tómas Sigurðsson) — að hún skuli, með öðrum orðum, hafa h a f n a ð ákveðnum andstæðing- um stjórnarbótarinnar, en k o s i ð heldur menn, sem stjórnarbótina vilja! Ekki er það furða, þó þeir verði all- vel að sér, kjósendurnir, sem lesa f>jóðólf einan, eins og t. d. vitringur- inn, sem sagði frá því, hvernig sitt kjördæmi hefði ætlað að sporna við þvf, að Vídalín yrði ráðgjafi! Grein sú, er ísafold hefir gert fyrir stjórnarbótarliðinu á næsta þingi, er gersamlega óyggjandi. Helmingur þjóðkjörinna þingmanna, 15 talsins, greiðir atkvæði með tilboði stjórnar- innar frá 1897 með skilyrðum, sem stjórnin gengur að. Á hinu getur nokkur vafi leikið, hverjir bætast kunna í þann flokk. »f>jóðviljinn« telur engan vafa á því, að f>órður Guðmundsson verði stjórnar- bótarinnar megin. Vel getur líka verið, að það sé áreiðanlegt; um það getum vér ekkert sagt, aí né á, með því að oss er ókunnugt um samninga- skilyrði hans. Til flokksleysingja og hugsanlegra fylgismanna stjórnarbót- srinnar telur hann og þá Björn Bjarn- arson sýslumann og Guttorm Vigfús- son, en Hannes Hafstein ákveðinn stjórnarbótaróvin. f>ar brestur oss sömuleiðis kunnugleik til að fullyrða nokkuð. En aðalatriðið er líka hitt, að hvern- ig sem afturhaldsmálgagnið misþyrmir sannleikanum og vitinu, er ekki nokk- ur vegur fyrir það til að hnekkja því, að ekki að eins hefir þingflokkur •tjórnarbótarinnar vaxið við kosning- arnar nýafstöðnu, heldur er nú og að minsta koBti helmingur þjóðkjörinna þingmanna henni sinnandi. En allar líkur til, að þeir reynist fleiri, þegar á þing er komið. Vaðallinn f afturhaldsmálgagninu um ósigurinn, er stjórnarbótin hafi beðið við kosningarnar í heild sinni, er því alveg af sama tæginu eins og annað í því blaði, jafn-áreiðanlegur eins og önnur fræðsla, sem það blað veitir þjóð sinni. Druknanir. Hinn 8. f. mác. (okt.) fórst báturá Gjögri í Strandasýslu í fiskiróðri; voru á honum 2 menn: Jón f>orsteinsson Sigurðssonar á Gjögri og Guðm. Guð- mundsson í Veiðileysu; þeir voru báð- ir giftir og áttu eitt barn hvor. Var þá eigi mjög hvast, en ákaflega úfinn sjór. — f>á týndist og 1. þ. mán. bátur úr Grindavík með 3 mönnum, Nánara ófrétt. Sakamálið gegn Einari Finnssyni vegfræðing var dæmt í yfirrétti f fyrra dag og staðfestur héraðsdómurinn að öllu leyti, að viðbættum málskostnaði við yfirréttinn. — Hegningin var 14 daga einf. fangelsi, auk málskostnað- ar. Hví standa svo margir iðjulausir á torginu? Á sama tfma, sem háróma umkvart- anir heyrast um skort á vinnukrafti, standa margir iðjulausir á torginu. Sveitabændumil kvarta um vinnufólks leysi; vinnufólkið í sjávarsveitunum — sjálfsmenskufólk og lausafólk — gengur tfmunum saman iðjulaust; segist jafn- vel lifa við skort vegna atvinnuleysis. f>etta mein mætti virðast auðlækn- að: reka þennan iðjulausa sjávarlýð uþp í sveit og láta hann fara að yrkja jarðírnar. Slíkar og þvllíkar mundu verða til- lögur margra, sem telja mestalt seinni ára búskaparböl sveitabóndans stafa af of miklum mannflutningum til sjávarsveitanna. En fyrst og fremst er nú ómögu- legt að reka fólk þaðan, sem það vill vera, þangað sem það vill ekki vera; og í öðru lagi mundi þetta vera óráð, þó að það væri framkvæmanlegt. Hér skal ekki farið út í þá sálma, hver ráð mundu hyggilegust til þess að auka vinnuaflið í sveituuum; held- ur var áformið hitt, að hugleiða, hverj- ar mundu orsakirnar til þess, að svo margir ganga mánuðum saman á hverju ári iðjulausir í sjávarsveitun- um. Ókunnugum yrði líklega fyrst fyrir að svara: fólkið nennir ekki að vinna. Kunnugir munu ekki svara svo. Fólkið í sjávarsveitunum er ekki lat- ara en aðrir menn. En það kann ekkert verk að vinna. f>að er að vísu of mikið sagt að því er marga snertir. En verkleg vankunnátta er þó langtum almennari orsök til iðju- leysisins, heldur en letin. Fólkið hef- ir að kalla má ekki lært né uppalist við að beita höndunum til nokkurs skapaðs hlutar. Hvað á sjómaður, sem ekkert hefir lært til handanna annað en að róa og draga fisk — hvað á hann að gera við hendurnar á sér, þegar hann verður að vera á landi — annað en að stinga þeim í vasana? Til hvers er að fara til þess- ara manna, þar sem þeir standa iðju- lausir á torginu, og segja við þá: far- ið þið heim, góðir menn, og takið ykkur verk í hönd? f>eir svara blátt áfram: ÓmÖgulegt! við kunnum ekk- ert verk að vinna! Enginn getur með sanni sagt, að sjómenn, sem stunda fiskiveiðar á opnum bátum, vinni alment verk sitt slælega; sama er að segja um fiskilið okkar á þilskipum — þann tímann, sem þeir eru við þessa vinnu. En mikill fjöldi fiskimannanna gengur iðjulaus alt að því helming ársins. f>að er til of mikils mælst, að þeim vinnulýð vegni vel, sem ekki vinnur nema hálfan vinnutímann. f>ó að ekkert tillit sé tekið til þess, hvílíkt böl það er fyrir menn að lifa í iðjuleysi, hvílíkt andlegt og líkamlegt niðurdrep það er, að hafa ekkert fyr- ir stafni, þá sér hver maður, að það mætti vera meira en meðallagi fjár- uppgrip á helmingi ársins, sem nægðu til þess, að allur almenningur geti lif- að af þeirri vinnu a 11 árið, og lifað góðu lífi. Nú, sem stendur, verður einmitt allur almenningur að lifa alt árið á því, sem aflað er á hálfu ári. f>að eru að eins örfáar undanteknÍDgar, að sjómenn kunni að vinna nokkura landvinnu. Orsakanna til þessa al menna kunnáttuleysis er auðvitað að leita í uppeldi unglinganna. f>eira er ekkert kent til handanna. Um heim- ilisiðnað er varla lengur að ræða. Unglingarnir sjá ekkert þess háttar fyrir sér, sjá ekkert fyrir sér — á alt of mörgum heimilum — annað en iðjuleysið. f>að er svo sem auðvitað, hverjar afleiðingarnar muni verða. Ungling- arnir láta sér ekki lengi nægja það, að hafast ekkert að. Einmitt þeir, sem að ýmsu leyti væru líklegastir til að verða að manni, líklegastir til að vinna eittthvað gott og gagnlegt, — taka sér oft eitthvað misjafnt fyrir hendur. Úr þessum stóra hóp meira og minna mannvænlegra unglinga verður ein slæpingasveit með misjöfnu orðbragði, oft og einatt dýrslegu lát- bragði, og athafnirnar oft öðrum til meins. Tjón og slys eru oft afleiðing- arnar af starfsemi illa vandra ung- linga. Eftir því sem sjóþorpin eða kaupstaðirnir eru stærri, eftir því ber eðlilega meir á misbresti á góðu upp- eldi unglinga. Reglulegur »götu- skrílla er ekki til nema í stórborgun- um. En þó að hann sé ekki til hjá oss, þá eru, því miður, til margir ungling- ar, sem þyrftu að fá betra uppeldi en þeir fá; og bezta ráðið til þess mundi það, að fá þeim meira að vinna, venja þá sem fyrst við iðjusemi. f á mundu þeir ekki una því á fullorðins-árun- um, að standa iðjulausir á torginu. f>yki þetta nokkru máli skifta, þá er *ð gera tilraun til lagfæringar. Hvar væri ciltækilegast að gera hina fyrstu tilraun? Sjálfsagt í Reykjavík! f>ar er alt fyrir hendi: unglingarnir, — og peningarnir til að gera tilraun- ina með. Það sem parý að gera er pað, að koma upp vinnustofu lianda unglingum, og jceri hezt á pví, að haja hana í sambandi við barnaskólann. f>að þykir líklega djarft að fara fram á að Reykjavík bæti handavinnu við barnaskólann sinn, svo stórkost- legt fé sem hann hefir kostað. En ó- metanlegt gagn mundi með því unnið — ekki einungis Reykjavíkurbæ, held- ur öllu landinu. Óþarft er að benda á, hvaða vinnu ætti að kenna; nóg er til um að velja. Enda kemur ekki svo mjög uDdir því, hvaða vinna er kend; aðalatriðið er það, að unglingarnir séu vandir við starfsemi, en ekki iðjuleysi, og að þeim sé kent að brúka hendurnar. Væri öllum unglingum kent það, þá stæðu færri fullorðnir iðjulausir á torg- inu. En eru nokkurar líkur til, að ungling- ar eða síðar meir fullorðnir menn hefðu nokkurt gagn af þessari kunnáttu sinni, þannig að þeir fengju vinnu sína borgaða? Vitanlega! Yrði stofnað til verulegs beimilisiðnaðar, þá er ekki einungis það á unnið, sem áður var á vikið, að forða unglingum frá iðjuleysi, og þar af leiðandi freist- ingum til þess, sem miður skyldi, heldur yrði tími, sem nú fer alveg for- görðum, gerður að peningum. Thorvaldsensfélagið hefir rutt hér brautina með því að stofna til hins mjög þarflega fyrirtækis: Útsölu á ís- lenzkum munum. f>ar ar markaður fyrir alla þá muni, sem heimili ung- linganna þurfa ekki á að halda; þar er markaður fyrir alla þá muni, sem þeir byggju til í tómstundum sínum, er lært hefðu þá list að nota hendurnar til þarfiegrar viunu, í stað þess að geyma þær í vösum sínum. Thor- valdsensfélagið hefir með þessari soin- ustu, þarflegu framkvæmd sinni gefið sterka hvöt til þess að koma á fót heimilisiðnaði í landinu. f>essa góðu áminningu og hvöt ættu igóðir menn ekki að láta afskiftalausa. Jón Þórarinsson. Mannfallið þjóðólfska. Afturhaldsmálgagnið fagnar mjög yfir því, að nokkur þingmannaefni, sem ísafold hefir mælt með, náðu ekki kosningu. Geta má nærri, hver fögnuðurinn hefði orðið, ef öll þingmannaefni mál- gagnsins hefðu verið send á bing. Sumir kapparnir, sem »f>jóðólfur« vildi fyrir hvern mun fá kosna, hafa sem se fallið í valinn, sumir jafnvel áður en til kosDÍnganna kom. Hér eru nokkurir þeirra stjórnmálamanna, sem þjoðólfi tókst ekki að gera að þingmönnum í þetta skifti: í Au8tur-Skaftafellssý8lu: Eyvindur Arnason í Dilksnesi. — Vestur-Skaftafellssýslu: dr. Jón f>or- kelsson. — Raugárvallasýslu: síra Eggert Páls- son. — Vestmanneyjum: Sigurður Sigur- finnsson. — Árnessýslu: Pétur Guðmundsson. — Gullbr.- og Kjósarsýslu: Gísli f>or- bjarnarson. Mýrasýslu: síra Einar Friðgeirsson. B irðastrandarsýslu: síra Guðmund- ur Guðmundsaon. ísafjarðarsýslu: síra f>orvaldur Jónsson. — Norður-Múlasýslu: Ólafur Davíðs- son og Jón læknir Jónsson. Auðvitað er það kinnroði mikill fyrir ísafold, að hafa, jandspænis þess- um görpum, verið að mæla með slík- um mönnum sem Jóni Jenssyni, f>ór- halli Bjarnarsyni, Sigurði Stefánsyng Magnúsi Helgasyni, Jóni þórarin- syni o. s. frv. Og vitaskuld sér hver maður, hvílíkt happ það. hefði verið fyrir þjóðina, ef þjóðólfur’hefði getað komið öllum sínum skörungum inn á þingið. En óneitanlega væri samt sem áður ástæða til þess fyrir málgagnið, að minnast þess í öllum BÍnum fagnaðar- látum, að þessir ofantöldu garpar hafa enn ekki 'náð kosningu, þrátt fyrir fylgi þess, og að mannfallið í haust var ekki eingöngu öðrumegin. Heiðursminning. Hinn 22. f. m. (okt.) varð Sigurð- ur dbrm. Magnússon á Skúm- stöðum níræður. Til þess að gjöra þennan dag sem minnilegastan fyrir gamla manninum og sýna honum þakklætisvott og vinarhót fyrir hans langa og mikla starf, gestrisnina og höfðingsskapinn, sem jafuan hefir fylgt þeim göfuga bændaöðlingi, fluttu nokk- urir vinir hans honum að gjöf silfur- bikar og silfurdósir, hvorttveggja hinn prýðilegasta grip, og var um leið sungið kvæði til hans eftir síra Valdi- mar Briem, lipurt og vel ort að vanda. Jafnframt var hinni mikilhæfu konu hans, Ragnhildi Magnúsdóttur, færður gullhringur, einkar-vandaður. Sigurður gamli heldur enn höfðings- skap sínum og er ern og hress til sálar og líkama, nerna hvað honum er orðið nokkuð stirt um ferðalög —hef- ir þó til þessa jafnan sótt manntals- þingin. Búskapur hans stendur með góðum blóma og þar er enginn gamal- bragur á. Hefir hann nýlega reist sér tvíloftað hús, einna vandaðast þar í sýslu, og gjört brú heim að bæ sín- um, er kostað hefir mörg hundruð krónur. Sáttasemjari er hann enn og tekst prýðilega, og yfir höfuð má heita

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.