Ísafold - 21.11.1900, Side 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l*/a doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Keykjavík miðvikudaginn 21. nóv. 1900.
XXVII. árg.
I. 0. 0. F. 82ll238'/2-
Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Lanasbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjttnni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Nokkur orð
um búnað Islands.
Eftir
Pdl Briem.
II.
ísland var á lágu stigi í byrjun
þessarar aldar; á þessari öld hafa orð-
ið framfarir í ýmsum efnum. Siðmenn-
ingin er búin að berja að dyrum; hún
er komin með annan fótinn inn í land-
ið. Hún kemur inn, hvort sem oss
er Ijúft eða leitt. þetta er lögmál,
sem vér verðum að lúta. Bn þegar
svo er, þá er alt undir því komið, að
við séum menn til að taka á móti
henni. f>að er ekki alt gull sem gló-
ir, og þó að siðmenningin sé fögur, þá
eru þó ýmsar skuggahliðar á henni.
þegar siðmenningin kemur til villi-
mannanna, þá eru þeir eigi menn til
að taka á móti henni, og afleiðingin
er, að þeir verða enn aumari en áður,
og verða jaínvel aldauða. f>að er á-
fengi, skuldir og sóttir, ei verið hafa
aðalvogestirnir, þeir er fylgt hafa sið-
menningunni. Og saga landsins sýnir,
að ^slendingar hafa alls eigi verið fær-
ir um að reka þessa gesti af höndum
eér. Ofdrykkjan hefir verið mikil í
landinu; en nú er svo að sjá, sem ís-
lendingum muui hætta að stafa veru-
legur háski af þeim förunaut siðmenn-
ingarinnar, fyrir öfluga baráttu bind-
indismanna og varnir löggjafarvalds-
in8. Enn fremur er nokkur viðbúnað-
ur hafður gegn sóttum á mönnum, þó
að hann sé lítt tryggilegur og að ýmsu
leyti ónógur. Hins vegar er mjög lít-
ið gert til þess að verjast skuldum
og veiki í skepnum. Af þessu hvoru-
tveggja stendur búnaðinum mikil hætta.
Bf vér viljum komast viðlíka á veg
eins og Danir, þá verður eitthvað að
gjöra verulegt til þess að tryggja bún-
að landsmanna fyrir þessum vogest-
um.
Vér skulum fvrst athuga skuldirnar.
Hjá villimönnum eru engir bankar,
lánstofnanir eða lán. þar safnar eng-
inn maður fé. Enginn getur veitt lán
og þá geta menn heldur ekki tekið fó
að láni. Fornmenn hér á landi höfðu
enga banka eða lánstofnanir; en þeir
gáu samt ráð við því, að skuldirnar
gætu orðið reglulegt þjóðarmein. Sá,
sem ekki gat staðíð í skilum, varð
skuldarþræll. Með þeim hætti var við
skuldum varnað að miklu leyti. Samt
sem áður getur siðmenningin eigi þol-
að þetta. |>að er gagnstætt réttum
siðgæðisanda, að menn, sem eigi geta
borgað skuldir sínar, verði að þrælum.
Nú á tímum eru skuldirnar reglu-
legt þjóðarmein. Bændur eru alment
skuldunum vafnir, og þetta hefir mjög
ill áhrif á siðferðisástand manna. Fyrst
og fremst venjast þeir á megna óorð-
heldni, og svo er það segin saga, að
þeir, sem eru skuldum vafnir, missa
alla von um að verða sjálfstæðir að
efnum til; þeir láta alt reka á reiðan-
um.
Hér á landi eru 3 aðalleiðir til lán
töku. Ein er að taka lán gegn veði í
Landsbankanum ; um þessa Iánsaðferð
er ekkert að segja. Lánþegar greiða
hæfilega vexti, og lánið er bundið til-
teknum bkilyrðum, sem þeir verða að
halda. þessi lánsaðferð venur menn
á skilsemi, og ef íslendingar kunna
ekki enn þá að færa sér hana rétti-
lega í nyt, þá hlýtur þeim að lærast
það með vaxandi þekkingu og menn-
ingu.
Onnur leiðin er að taka byggingar-
fénað. f>essa lánsaðferð nota fátæk-
ustu bændurnir, húsmenn o. s. frv.
Lánveitenaur eru einkum efnaðir bænd-
ur og efnaðir lausamenn. Vextirnir
eru -jenjulega 16—20 af hundraði.
f>eir eru því reglulegir okurvextir, og
fyrir því er þessi lánsaðferð óhæfileg
í siðuðu þjóðfélagi.
þriðji vegurinn er lán hjá kaup-
mönnunum, verzlunarlán. þessaláns-
aðferð neyðidt mestur hluti hinnar ís-
lenzku þjóðar til að nota, enda blómg-
ast hún mest í þeim löndum, þar sem
landslýðurinn er svo fátækur, að ok-
urkarlar geta ekki þrifiat, eins ogt. a.
m. er á írlandi. Kaupstaðarskuldirn-
ar liggja eins og martröð á kaupmönn-
um og landsmönnum í heild sinni.
Vextirnir af skuldunum eru okurvext-
ir, en þeir leqda á allri þjóðinni, jafnt
á skilvísum sem óskilvísum, og það á
vel við jafnaðarhugsunarhátt alþýð
unnar.
Kaunstaðarlán eru í raun róttri ó-
fær í siuuðu þjóðfélagi. En þess er
eigi gætt, að lán hljóta að eiga sér
stað meðal siðaðra þjóða, og að kaup-
staðarlánin eru mikil hér á landi af
því, að þjóðfélagið hefir ekki á annan
hátt fullnægt eðlilegri lánsþörf raanna.
Vatnið hlýtur að renna til sjávar. Ef
áin fær eigí að renna haganlegasta
farveginn, þá brýtur hún sér farveg á
öðrum stað. f>að er engin leið að því,
að fyrirgirða illar lánsaðferðir, ef ekki
er hægt að fá lán með öðrum hætti.
Bændur þurfa að fá lán, og það er
skýlaus skylda þjóðfélagsins, að verða
við þeirri lánsþörf. Pöntunarfélögin
eru stundum vítt fyrir skuldir sínar,
en það var f raun róttri ókleift fyrir
þau, að komast hjá því að lána; það
sem var vítavert hjá þeim, var það,
að þau kappkostuðu eigi að koma upp
hjá sér sjóðum og félagseign; en hins
vegar ber þess að gæta, að þá var
engin lánstofnun hór á landi, er þau
gætu snúið sér til, og að íslenzka
þjóðin hefir enga þekkingu á, hvernig
pöntunarfólögin ættu að nota sjóði
sína á beztan hátt, eða yfirleitt á fjár-
málum.
Bændur þurfa að taka persónuleg
lán. Hjá því getur engin bændastétt
komist, og þess vegna þarf hér á
landi að koma á fót lánstofnunum
til að verða við þörfum bænda að
þessu leyti. Danir hafa reynt að
bæta úr þessu hjá sér með því, að
setja lög (26. marz 1898) um félög
bænda til þess að lána upp á væntan-
legar búsafurðir (Forskudsforeninger).
Eins og áður er sagt, hafa þeir veitt
til slíkra félaga 5 rnilj. kr. með 3y«
vöxtum.ogvæntanlegaverður súfjárveit-
ing hækkuð upp í 8 milj. kr. Ánnars
hafa þjóðverjar komist lengst í þessu
efni með raiffeisensku sparisjóðunum; til
þess að styðja persónuleg lán manna
hafa Prússar sett hjá sér lög 31. júlí
1895, sem eg hefi skýrt frá í} Lögfræð-
ingi 1899.
|>að, sem að mfnu áliti er hlutverk
landbúnaðarfélags íslands er, að fá
það rannsakað til hlítar, á hvern hátt
á að verða við þörf bænda til þess að
fá persónuleg lán, og heimta síðan, að
þjóðfélagið bæti úr henni svo sem
bezt má verða. í þessu efni hafa
Danir veitt að láni 5 milj. kr., eða 5
kr. á hvern þann mann, er lifir af
landbúnaði. Tiltölulega ætti hér á
landi að veita 300 þús. kr. til þessa.
Svo vil eg einnig minnast á annað.
Vér Islendingar höfum vanrækt svo
mentun barna og unglinga, að það er
mjög hæpið, að bændur geti stofnað hjá
sér lánsfélög, eins ogDanirhafa gert, eða
sparisjóði, eins og þjóðverjar hafa, og
fyrir því þarf að verja talsverðu fó
til þéss, að fræða bændurí þessu efni
og til þess að hafa nákvæmt eftirlit
með lánsfélögunum, svo að þau fa/ri
ekki 1 haudaskolum. Enn fremúr
þyrfti að stuðla til þess, að félög
kæmu upp til þess að efla skynsam-
lega sparsemi með bændum, vinnu-
hjúum og lausamönnum. |>etta fólk
fer mjög ráðlauslega með efni sín.
Sérstaklega er það frámunalegt, hvern-
ig ungt fólk á bezta aldri fer með
kaup sitt. |>ó að það fái gott kaup,
þá á það minna en ekki neitt. Búnað-
arfélagið þyrfti nauðsynlega að taka
þetta mál til athugunar.
|>að er nokkuð óskylt mál þessu,
að fara að tala um veikindi í skepn-
um; en þau eru eins og skuldirnar ó-
heillafylgjur siðmenningarinnar.
Hingað til iands hafa meðal annara
borist þessir sjúkdómar: miltisbruni,
berklaveiki og fjárkláði.
það er sérstaklega Ijóst, hvernig
fjárkláðinn hefir komið hingað til
lands sem fylgifiskur siðmenningar-
innar. í bæðí skiftin kom hann með
sauðfó, sem ætlað var til kynbóta.
Á síðari hluta 18. aldar voru gerðar
tilraunir til þess að koma hér á sið-
menningu í ýmsum greinum. þákomu
«innréttingarnar«, en fjárkláðinn kom
einnig um sömu mundir, og þá var
þetta kveðið:
fslands géðnr útate
af innréttingum hygg eg sé
kominn er franzós, kláði á íé,
og kúrantmynt fyrir spesie.
f>etta sýnir áþreifanlega, að íslend-
ingar hafa fundið, að þótt »innrétting-
arnar* væru gæði siðmenningarinnar,
þá þyrfti einnig að líta á skuggahlið-
arnar.
Eg held, að fátt sé það í sögu
þessa lands, sem sýni betur, hve ís-
lendingar hafa staðið á raunalega lágu
stigi, en aðgjörðir þeirra í fjárkláða-
71. blað.
málinu. Á 18. öld mátti segja að
þeim væri vorkunn; en svo eru þar
einnig góð tilþrif; þegar þeir sáu eng-
in önnur ráð, þá höfðu þeir myndar-
skap í sér til að skera niður alt féð
og rífa fjárhúsin. Á þessari öld er ís-
lendingum miklu minni vorkunn. f>eir
eru nú búnir að hafa fjárkláðann síð-
an 1856. f>að er hálf öld, sem þeir
hafa haft til að átta sig á því máli,
cg virðist það vera nægur tími. ía-
lendingar geta ef til vill unað við fjár-
kláðann heima hjá sér; en Englend-
ingar eru eigi alveg eins ljúfir á að
taka við fénu frá oss, ef hann er hér
í landi. Nú lítur út fyrir góðan mark-
að á sauðfó á Englandi. En höfum
vér nokkurn siðferðislegun rétt til
þess að njóta hans ? Eg held varla.
Ef vér byrjum ekki tafarlaust á al-
varlegustu ráðstöfunum, þá er mark-
aðurinn á Englandi horfinn, áður en
vér vitum af. Og hvað tekur þá við?
|>á getur verið að þeir vakni, sem nú
sofa; því að hvar eiga bændur að fá
markað fyrir kjöt sitt ? Saltkjötið er
svo illa verkað, að fult eins líklegt er
að það verði nær óseljandi, ef mikið
berst að.
Auðvitað dregur til þess, sem verða
vill. Ómentaðar og illa siðaðar þjóðir
geta eigi varist hinum illu fylgifiskum
siðmenningarinnar. Franzós og holds-
veiki tortíma Iandsfólkinu í Sandwichs-
eyum. Brennivínið fer með Indíana og
Eskimóa. Skuldirnar koma Grikkjum
á knén, og fjárkláðinn verður íslending-
um að falli; og sannast þá hið forn-
kveðna, að lítil þúfa veltir stundum
stóru hlassi. Auðvitað eru lítillíkindi
til, að íslendingar Rýni rögg af sér í
þessu máli, þar sem alþýðan er á svo
lágu siðmenningarstigi og þeir, sem
ættu að hafa meiri þekkingu, eru ekk-
ert betri í þessari grein. Búfræðing-
arnir fá svo litla fræðslu, að þeir geta
ekki leiðbeint alþýðunni, og lærði
skólinn hefir vanrækt svo köllun sína,
að lærisveinar hans eru lítið betri 1
þessu efni en alþýðan.
Ekkert mál landsins er nú sem
stendur jafnmikilsvert fyrir fjárhag
bænda eins og þetta mál, og því er
það brýn skylda Búnaðarfélags Islands,
að láta þar til sín taka og heimta, að
tafarlaust verði gerðar ráðstafanir til
þess, að fjárkláðanum verði gersam-
lega útrýmt úr landinu. En þettaget-
ur Búnaðarfélagið gjört með fullum
rétti, þegar litið er til nágrannaland-
anna. í Færeyjum hefir aldrei verið
fjárkláði, í Danmörku hefir honum ver-
ið útrýmt eigi alls fyrir löngu, og i
Norvegi hafa alveg nýlega verið gerð-
ar þær ráðstafanir, að fjárkláðinn
finst þar nú eigi framar. Eg hefi að
vísu eigi skýrslur um þetta, því að
þær voru lagðar fyrir síðasta alþingi,
og þar var þeim týnt; en eg get vitn-
að til amstráðanna í Norðuramtinu og
Austuramtinu, til þess að sanna þetta.
Auk þess vill nú svo vel til, að fé-
lag íslenzkra kaupmanna í Kaup-
mannahöfn hefir verið frumkvöðull að
því, að baðmeðul hér á landi hafa ver-
ið rannsökuð, og að nýtt baðmeðal
hefir verið búið til eftir bendingum
dýralækningaráðsins í Kaupmannahöfn,
þar sem karbólsýru og sápu er bland-
að saman. Baðmeðalið heitir kreo-
sótsápa. Austuramtið hefir keypt af