Ísafold - 21.11.1900, Page 2

Ísafold - 21.11.1900, Page 2
282 því liðug 13 þúsund pund og er inn- kaupsverð á því 33 a. fyrir pundið. Kaupmannafélagið á miklar þakkir skilið fyrir áhuga sinn í þessu efni, fyrirhöfn og fjárframlög, að ógleymd- um landbúnaðarháskólanum danska og dýralækniugaráðinu. f>etta stingur sérstaklega í stáf við aðgjörðir alþingis. Árið 1897 samþykti þingið lög um málið, sem stjórnin gat ekki staðfest vegna formgalla, auk þess sem þau bættu ekki úr þeim aðal- galla laga þeirra, er nú höfum vér, að þau fela aðalframkvæmdina í sveitum á hendur mönnum, sem margir hverj- ir hafa hvorki né geta haft neína þekkingu á því máli, sem þeim er á hendur falið. Árið 1899 feldi alþingi málið algjörlega, og ekki veitti það einn eyri til ráðstafana gegn sýkinni. Br því svo að sjá, sem fulltrúar þjóð- arinnar hafi verið fremur kærulitlir um einn aðalbjargræðisveg landsmanna. það er vonandi, að næsta alþingi tak- ist betur og að það sýni í verki, að því sé verulega ant um velferð lands- ins. Bíkisþing Dana veitti 1859—60 til útrýmingar fjárkláðanum hér 80 þús. kr. og virðist nærri því að búast hefði mátt við, að fulltrúar þjóðarinnar vilji bera bjargræðisveg landsins fyrir brjósti eigi síður en menn í öðru landi. *En ekki má sköpum renna«, kann einhver að segja. »f>að virðast vera forlög þessa lands, að aðalbjargræðis- vegum þess sé lítið sint. En þegar þeir eru ekki studdir, þá er ekki furða, þó að þjóðin komist á vonarvöl, ef nokkuð ber út af. Ef ís liggur fyrir landi, þá liggur við að landsmenn verði hungurmorða, og siðuðu þjóð- irnar verða að halda lífinu í Islend- ingum, og ef landsskjálfta ber að hönd- um, þá eru þeir ekki heldur sjálf- bjarga«. Ejárkláðinu ræðst á sauðféð, en berklaveikin á nautgripi. Berklaveik- in hefir læðst inn í landið með sið- menningunni „g fer hægt og bítandi. Til allrar hamingju er veikin í byrjun hér á laudi, og þess vegna stöndum vér miklu betur að vígien aðrar þjóð- ir. En vafamál er, hvort vér höfum manndóm til að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru í þessu efni. Búnaðarfélagið hefir þegar tekið þetta málefni í sínar hendur og sent dýra- lækninn til þess að rannsaka berkla- veiki í Múlasýslum. þetta er rétt byrjun. |>að eru rannsóknir, sem þurfa að ganga á undan, og svo koma ráðstafanirnar til að vernda nautgrip- ina fyrir þessari veiki, sem eigi er síður hættuleg fyrir mannfólkið. Enn hefir ekkert fé verið lagt til þessa beint úr landssjóði; en Búnaðar- félagið verður að heimta nægileg fjár- framlög í þessu efni. |>á er að minnast á aðra fénaðar- veiki, sem hefir ekki leynst inn í land- ið eíns og berklaveikin, heldur kom hún með miklum gauragangi. þegar hún kom hér fyrst, sýndi alþýðan ljóslega, hvernig þekkingunni var var- ið, því að hún trúði því fastlega, að hún stafaði af göldrum. Englending- ur átti að hafa heitast við bóndann í Miðdal, að mig minnir, og sendi hon- um mórauða tík, sem drap kýrnar í fjósinu. Síðan hefir miltisbruni gert vart við sig hvað eftir annað hér á landi, án þess að nokkurar alvarlegar ráðstafanir hafi gerðar verið gegn þeirri veiki. Og þetta er þeim mun Iakara sem þessi veiki er ekki orð- in innlend enn. Verði hún það, sem allar líkur eru til, sé ekkert að gert, þá verður örðugra viðfangs fyrir niðja vora. Nú vitum vér, að veikin kem- ur inn í landið með útlendum, ósút- uðum húðum. Ef hægt er að sótt- hreinsa húðirnar, þá sýnist enginn hlutur liggja nær, en að tolla húðirn- ar og láta tollinn ganga til sóttvarna. En ef það er ekki hægt, þá verður Búnaðarfélagið að heimta, að bannað sé að flytja þær til landsins. Og þá verða Islendingar að sætta sig við, að ganga á skóm úr sútuðu leðri, eins og siðaðar þjóðir gera. ísland er víst hið eina siðaða land í heimi, sem hefir engiu almenn lög um veikindi í skepnum. Danir hafa nákvæm lög um það efni frá 14. apríl 1893, og eru þau mjög ströng um miltisbruna, fjárkláða, berklav.;iki o. s. frv. Eg læt nægja að vísa til þeirra í Lögfræðingi 1. árg., bls. 144—145. Auk þess sem lögin er nákvæm og tryggileg, veita Danir mikið fé til að verjast búpeningssóttum. I fjárlögum Dana um fjárhagsárið 1900—1901 eru veittar til varnar gegn berklaveiki á nautgripum 140 þús. kr., og til varnar gegn öðrum búpenings- sóttum 100 þús. kr. þetta er áætluð fjárhæð, en greiðslan er samkvæm lög- unum og getur orðið miklu hærri. Ejárhagsárið 1896—97 var kostnaður til að verjast búpeningssóttum 161,064 kr. 56 a. J>etta samsvarar því, að vér ættum að veita 12,000 kr. á ári í sama skyni. Búnaðarfélag íslands virðist. ekki geta komist hjá að heimta, að sett verði sams konar lög hér á landi, og að lagt verði fram nægilegt fé til þess að gera fulltryggjandi ráð- stafanir gegn búpeningsveikindum. Útlendingahatur Kínverja. I. Geo. B. Smyth heitir maður, sem ritaði ljósa og að því er virðist óhlut- dræga grein í sumar í North Amer. Beview um orsakirnar til útlendinga- haturs Kínverja. Hann hefir um 20 ár staðið fyrir ensk-kínverskum há- skóla í Eutsjou, en kom upphafiega til Ki'na sem trúboði. Kínverjar hafa ekki ávalt verið út- lendingum fjandsamlegir. Áður en Mansjúar lögðu Kína undir sig á 17. öld, áttu Kínverjar stöðug mök við ýmsar þjóðir í Austurálfunni. Verzl- unarmenn frá Arabalandi, Persalandi og Indlandi voru tíðir gestir í kín- verskum höfnum og fóru inn í landið, án þess nokkur tálmi væri á Ieið þeirra lagður. |>egar á 8. öld komu kristnir trúboðar til Kína og þá er Marco Polo, farmaðurinn nafnfrægí, kom þang- að á 13. öld, fekk hann hinar beztu viðtökur. J>á var kristnum mönuum leyft að syngja tíðir í Peking og í Kína var jafnvel kristinn erkibiskup. Alt þangað til hin fyrri konungsætt var rekin frá völdum (1644) var trú- boðum kristmunka ávalt vel tekið í höfuðborg Kínverja. En þegar Mansjúar voru komnir til valda á fyrra helmingi 17. aldar, breytt- ist atferli Kínverja við útlendinga, og er ^ðlilegt, að menn leiði af því þá ályktun, að útlendingahatur Kínverja stafi af stjórnarstefnu keisaraættarinn- ar, sem síðan hefir setið að völdum. J>ví verður ekki heldur neitað að Man- sjúar hafa gert alt, sem í þeirra valdi hefir staðið til þess að bægja útlend- ingum frá landinu. Af því að þeir voru svo fáir í samanburði við þá Kín- verja, sem fyrir voru í landinu, gátu þeir ekki haldið stjórnartaumunum nema með því að beita strangieik, og þeir voru hræddir um, að útlendingar mundu hrífa berfangið úr höndum sér. Mansjúa-keisaraættin hefir þvílagt hið ríkasta kapp á að girða fyrir öll vín- gjarnleg viðskifti við vesturlönd, og vestrænu þjóðirnar hafa aldrei fengið nokkurri tilhliðrun framgengt, nema með því að beita valdi eða hóta að gera það. J>að var ekki fyr en eftir ófrið, er Kfnverjar höfðu farið halloka í, að útlendingum var leyfð verzlun á fyrstu höfnunum, Kanton, Amoy, Fout- sjou, Ningpo og Shanghai, og verzl- unarleyfið á höfnunum við Jangtse- fljót var veitt í skaðabótaskyni fyrir víg eusks manns í konsúlsþjonustu 1874. Oðrum höfnum hefir verið lok- ið upp fyrir ógnanir stórveldanna og enn öðrum eftir ófriðinn við Japan. Valdi hefir og orðið að beita til þess að fá komið á stjórnarerindarekstri milli Kínverja og vesturþjóðanna; út- lendir sendiherrar fengu ekki leyfi til að hafast við í Peking, fyr en eftir styrjaldir, er Kínverjar báru lægra hlut í. J>ennan fjandskap Mansjúa við útlendinga hafa mandarínarnir stutt og eflt svikalaust, því að þeir sjá sér hag í því, að stjórnarfyrirkomulag það,sem nú er, haldist, með allri þeirri spilling og óráðvendni, sem því er samfara. J>eir hafa einskis látið ófreistað til þess að gera útlendingum dvölina í Kína sem örðugasta og óviðfeldnasta og jafn- framt lagt kapp á að vekja fjandskap með þjóðinni og útlendingum. Ástand- ið í Norður-Kína, jafn-voðalegt og það er, er ekki annað eu eðlileg afleiðing af þessari stjórnarstefnu. Mansjúar og mandarínar eru að taka til síðustu örþrifaráðanna til þess að reka vest- urlandamenn og alt það, sem þeir eru fulltrúar fyrir, úr landi. J>eir sjá fram á það, að breytingar þær, er stafa af áhrifum útlendinga, muni steypa valdi þeirra til fulls og alls og eru að berj- ast fyrir þeim réttindum sfnum að mega beita óstjórn og fékúgun við þá þjóð, sem þeir hafa undir sig lagt. J>ví miður skilur þjóðin ekki, hvað þeim gengur til í raun og verjj, og stjórnendunum hefir tekist að koma inn hjá henni nokkuru af því útlend- ingahatri, sem er svo ríkt með þeim sjálfum. En útlendingahatrið í Kína stafar ekki eingöngu af stjórnarstefuu Man- sjúa. Að allmiklu leyti hafa útlend- ingar valdið því sjálfir. Vesturlanda- menn höguðu sér á þann hátt fyrst, þegar Kínverjar komust í kynni við þá, að Kínverjar hlutu að halda, að þar væri við ræningja og morðinga að eiga, og það, sem BÍðan hefir gerst, hefir að sumu leyti verið vel til þess fallið að styrkja þá skoðun. Fyrstu kaupmönnunum frá Portúgal, sem komu til Kína á 16. öldinni, var vel tekið. En brátt kom á eftir þeim fjöldi samvizkulausra glæframanna, sem stundum ruddust með valdi inn í landið og fóru með verstu rán og gripdeildir. Kínverjar urðu hamslausir út af þessum aðförum. Nokkurum árum síðar gerðu Portúgalsmenn út sendiherra til Pek- ing, en hann var sendur aftur til Kan- ton, hneptur í fangelsi og hálshöggv- inn. Enn ver leizt Kínverjum á Spán- verja í fyrstu. J>egar Spánverjar höfðu lagt undir sig Eilipseyjar 1534, urðu fjörug verzlunarviðskifti þar í milli og Kína. Fjöldi Kínverja settist að í eyjunum, svo margir að lokum, að þar voru orðnir 25 Kínverjar iióts við hvern Norðu’-álfumann. Spánverjum þótti valdi sínu hætta búin af þess- um miklu innflutningum Kínverja, og svo mögnuð var grimdin, að þeir drápu meginþorra þeirra, varnarlausa og sak- lausa menn. Geta má nærri, hvern- ig mælst muni hafa fyrir þeim mann- drápum á ættjörð hinna vegnu manna. Smátt og smátt leið nú samt þessi skrælingjaháttur undir lok og Norður- álfumenn fóru að breyta við Kínverja eftir þeim reglum, sem í þjóðaréttin- um gilda. En bæði þjóð og stjórn í Kína þótti sér misboðið, þótt ekki væri farið fram á annað en jafnrétti, sem bæði var sanngjörn krafa og þjóN aréttinum samkvæm. Til þess að skilja það, verðum vér að minnast eins atriðis, sem mönnum hættir alt of oft við að gleyma — hinnar lang- vinnu einangrunar, sem menning Kín- verja hefir átt við að búa. Menning Kínverja á rætur sínar í þjóðlífi þeirra eingöngu, og hefir ekki orðið fyrir neinum áhrifum frá öðrum þjóðum. J>ví er ekki svo farið um neina þjóð á vesturlöndum. J>jóðirn- ar í Norðurálfu og Vesturheimi hafa staðið í svo nánu sambandi hver við aðra, að engin þeirra getur eignað sér einni þá menning, sem þær hafa öðlast. í Kína er alt öðru máli að gegna. Kínverjar eiga engri þjóð á jörðunni neitt að þakka, nema ef telja skal það, að þeir hafa fengið Búddatrú frá Indlandi. Hvarvetna umhverfis þá hafa verið þjóðir, sem hafa staðiðþeim á baki. Án þess að þeir hafi numið neitt af neinni þeirra, hafa þeir eign- ast stórkostlegar bókmentir, víðtækt kerfi fyrir skipan og báttsemi þjóð- félagsins og göfuga siðfræði og þeir hafa verið kennarar allra þeirra þjóð- flokka, sem þeir komust í kynni við. J>að er því engin furða, þó að þeir hafi farið að líta á sjálfa sig sem fremstu þjóð heimsius. Enda var komið sárara við metnaðartilfinning Kínverja en vesturþjóðirnar eiga auð- velt með að gera sér í hugarlund, þeg- ar Norðurálfumenn komu og þóttust vera þeim fremri. J>eir gátu alls ekki við það kannast, að vestrænu þjóðirn- ar væru sér jafnsnjallar, og getur hver maður skilið það, að þjóð, sem hefir talið sig ágætasta allra, kann því ekki vel, að eiga að fara að læra af þeim þjóðum, sem hún hefir vanist á að telja skrælingja, Menn kunna að segja, að Kínverjar hafi nú haft tíma til að átta sig á því, hve skað- leg afturhaldsemi þeirra sé og þjóðar- drambið fán/tt; en þá gæta þeir ekki þess, að ekki er unt að uppræta á einum áratug tilfinningar og hleypi- dóma, er fengið hafa að festa rætur öldum saman. Mans-umskiftingiirinn. Svo nefna gárungar hina alræmdu rektors-stafsetningu (B. M. Ólsens), þessa sem haun slysaðist til að rjúka af stað með fyrir nokkrum árum og sér ekki 3Ólina fyrir síðan, en bítur og ber frá sér af öllum mætti, ef nokkur maður dirfist að halda fram annari stafsetningu; honum finst þar með vera ráðist óbeinlínis á eftirlætisbarn sitt, téðan umskifting, sem í annara augum er einhver hinn ófólegasti skapnaður sinnar tegundar, og hefir hlotið þetta nafn af því, að eftir þeim rithætti er eignarfall af orðinu maður mans(!), — allir menn þar meðþræl- kendir á því máli! En höfuðeinkenn- ið á þeirn rithætti er þó hitt, að eftir honum má ekki ajást y eða ý í íg- lenzku máli. J>að hljóp, sem nærri má geta, á- kafleg hviða í hann í hitt eð fyrra, er Blaðamannastafsetningin komst á gang. Hann fekk enga fróun þá fyr en Stú- dentafélagið mrskunnaði sig yfir hann og lofaði honum að »útausa hjarta eínu« á fundi hjá sér, en einn drottin- hollur og stimamjúkur undirkennari hans gerði honum það til enn meiri fróunar, að stinga upp á og gangast fyrir samskotum til að koma »vísdómi« hans á prent, eftir að hann var síaö- ur á téðum fundi — hraktar þá þeg- ar mestu vitleysurnar hjá honum og honum þar með gert viðvart um, að hyggilegast mundi að stinga þeim und- ir stól, sem hann og gerði. J>ó fylgdi sá böggull skammrifi, að svör aðaland- mælanda hans á fundinum, Jóns Ólafs-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.