Ísafold - 21.11.1900, Síða 3

Ísafold - 21.11.1900, Síða 3
283 sonar, áttu að verða samferða m'a- dómnumi; og þó að prettast væri um það, er til kom, þá tókst þó ekki að afstýra því, að svörin (J. Ól.) kæm- ist fyrir almenningssjónir jafnsnemma. Lækning þessi hreif þá í svip, þótt ó- trúlegt mætti virðast; þvl að ekki varð árangurinn af fundarhaldinu glæsilegri en það frá almennu sjónarmiði, að f y r i r fundinn hafði hann (rektor) einn mann með sér, er aðhylst hafði stafsetning hans, en — misti hann þar! Hann gekk í lið með Blaðasam- þyktarmönnum og hefir fylgt þeirra stafsetning síðan. Sannaðist þar það, sem segir frá um Tordenskjold ein- hvern tíma, er hann var nauðulega staddur, að hann hafði einn mann með sér og sá — grót! Og enginn veit til, að vísdómurinn prentaði hafi haft meiri eða betri árangur. Eng- inn veit dæmi þess, að nokkur mað- ur hafi aíðan orðið rektors-trúar í staf- setningarmálinu. En hinum fjölgað ár frá ári, er Blaðam.stafsetninguna hafa aðhylst. Samt sem áður hafði fyrnefnt #meðal« æskileg áhrif á heilsu rektors í bráðina. Hann h é 11 sig hafa staðið sig eins og hetja; það sögðu og skóveinar hans honum, — og það var nóg. En það fór líkt um þá heilsubót og Bramalífselixír-menn kvarta oft um: kvillinn tekur sig upp afcur, áður langt um líður, og þá öllu verri. Eins og ganga mátti að vísu fyrir fram, hafði útkoma Stafsetningarorð- bókarinnar í haust hin verstu áhrif á heilsu rektors í þessari grein. Hann fekk enn verri hviðu en í hitt eð fyrra og hefir ekki á heilum sór tekið síð- an. Vanheilsan hefir komið sérstak- lega fram í óviðráðanlegri löngun til að hafa rit þetta og höfund þess milli tanna sér öllum stundum, hvar sem hann hefir verið staddur og hvern- ig sem á hefir staðið, úti og inni, nótt og dag. Hann hefir rétt að eins gefið öér tíma til að vera í þessum 2—3 kenslustundum, sem hann hefir á dag í skólanum, og þó sjálfsagt ann- ars hugar. IJtan þessa vita menn eigi til að hann hafi verið mönnum sinnandi fyrir þessu. Til dæmis að taka varð einhverjum mesta spektar- manni í bænum, sem ekki vissi glögt, hvernig ástatt var fyrir honum (rektor), það á eitt kveld í klúbbnum, að biðja hann að hætta þessum fíflalátum; hann varaði sig ekki á, að þetta væri ekki sjálfrátt. Út í frá hefir van- heilsa þessi einkum lýst sér í auglýs ingu þeirri, er birtist frá honum i málgagninu ónefnda í öndverðum þessum mánuði og bakaði honum hina mergjuðu ofanígjöf í Isafold 3. þ- m. frá 2 samkennurum hans; því þeim hefir þá eigi verið ljóst orðið, að þetta væri ekki sjálfrátt fyrir mannin- um. Loks mun einhverjum kunningj- um hans hafa hugkvæmst sama ráðið sem í hitt eð fyrra: að lofa honum »að létta á séri á málfundi, er þeir létu hann svo stofna tii í gærkveldi í leikhúsi W. Ó. Br., en höfðu þá varúð við nú, sem rétt var, að sjá um, að ekki væri þar verið með nein mót- mæli, með því að svo þurfti að líta út, ef lækningin skyldi duga, sem hann ætti þar glæsilegum sigri að hrósa. Aðalhöf. orðbókarinnar mátti ganga að vísu um, að ekki færi að sækja slfkan málfund, eftir fyrnefnda aug- lýsingu rektors, — en þeir Pálmi Pálsson og G. T. Zoega höfðu lýst því yfir löngu óður, að þeir kæmualls eigi, og Jóni Ólafssyni, er hafði reynst heldur tannhvass á fyrri fundinum, var slept að bjóða, svona í laumi; hinum var boðið eigi að síður, með því að svo þurfti að líta út, sem garp- urinn hefði skorað þá á hólm, en þeir eigi haft áræði til að koma. Til frek- ari tryggingar var svo smalað á fund- inn töluverðum hóp af vinumogkunn- ingjum hinnar sjúku hetju og svo um búið með boðsbrófunum, að aðrir kæmu eigi, og fengnir aukreitis um 20 skóla- piltar á fundinn til að klappa. En til þess að ekki bæri á neinum látalátum eða uppgerð, ritaði höf. orðbókarinnar rektor svo látandi opið bréf: f>ér hafið, hr. rektor, látið svo lítið að bjóða mér á fund, er þér hafið stofnað til í (leik)»húsi kaupmans(!) W. O. Breiðfjörðsi í kveld til »að hlíða(!) á og taka þótt í umræðum# út a£ uý- útkominni Stafsetnmgarorðbók minni. Eftir því sem á undan er gengið, sérstaklega auglýsing yðar í ónefndu málgagni í öndverðum þ. mán., getur yður naumast verið alvara að búast við, áð eg eða aðrir, er unníð hafa að þessari bók, fari að eiga málfundi við yður um hana. Eg te) yður meiri vitmann og j a f n-v e 1 meiri taktmann en svo, þrátt fyrir áminsta auglýsing, að þetta boð yðar geti verið gert öðru vísi en til málamynda, sjálfsagt aðal- lega til að fiagga með eftir á. *En þótt það væri í alvöru gert, þá mundi mér samt sem áður eigi koma til hugar að sinna því. þessi fyrir- hugaða 1 e i k-húss-»forestilling« yðar í kveld er sem sé, að eg hygg, ekki ann- að en #Generalpr0ve« á því, sem þér eruð nú búnir að æfa yður á fullar 7—8 vik- ur samfleytt, frá því er bókin kom út, frumrni fyrir hverjum, sem á hefir viljað hlýða, æðri og lægri, úti sem inni, nótt sem nýtan dag, eg held nærri því bæði í vöku og svefni, og mér sem öðrum bæjarmönnum er því nokkurn veginn kunnugt orðið, — með allri þess djúpsettu, hlutdrægnislausu vísindamensku, frábærri fyndni og öðr- um listmenskuyfirburðum, — mér af greinilegri afspurn, en öðrum af sjón og heyrn. Og tel eg mig geta varið kveldinu öðruvísi betur en til að vera við slíka »forestilling«. Eg gjöri og ráð fyrir, að þér hafið í raun réttri mesta áuægjuna af, að leika s o 1 o nú sem fyr. Auk þess má nærri geta, að »vísdómur« yðar muni eiga að birtast á prenti von bráðara, ef til vill með samskotum, eins og samkynja »pro- dukt« eftir yður í hitt eð fyrra, og gefst þ á kostur á að athuga það og svara því, sem svara vert kynni þar að vera í alvöru. Reykjavik 20. nóv. 1900. Bj'órn Jónsson. Lækningatilraun þessi virðist hafa gengið að óskum, í svip að minsta kosti. Heima sótu ekki einungis allir, sem orðabókina við eru riónir, heldur fiestallir þeir bæjarmenn, sem Blaðam.- stafsetninguna hafa aðhylst, til þess að búa sem tryggilegast um, að ekki gæti komið fram á fundinum nein spillandi áhrif á sansa sjúklingsins. Fundinn sóttu menn af öllum stéttum, karlar og konur, allir eftir sérstaklegu heimboði með nafni rektors sjálfs und- ir, jafnt lærðir sem leikir, jafnt þeir, sem sæmilegt vit hafa á staffræði, og hinir, sem það hafa lítið sem ekkert, fremur en á kínversku (svo sem eðli- legt er, eftir stöðu þeirra), en hafandi allir það sameiginlegt, að láta sér einkarant um að náð yrði tilganginum með fundarhaldinu. þeir klöppuðu og klöppuðu sí og æ og létu sjúklinginn ekki verða annars varan en að þeir hlýddu hugfangnir á hvert orð, er af bans mundi flaut fullar 2 stundir; en haft dálítið skuggsýnt í salnum til þess, að þeir, sem ætluðu alveg að sálast í leiðindum, gæti laumast burt, svo lítið bæri á, og urðu þeir raunar æðimargir, sem ekki gátu af sér stað- ið þá freistiugu eða treystu sér ekki til að leyna til hlítar geispunum. Stórmikil vínsölutakmörkun. Forstjóri hinnar gömlu og velmetnu verzlunar Örum & Wulffs á Húsavík, herra þórður Guðjohnsen, ritar ísa- fold sem hér segir: »1 tilefni af áskorunum, sem mér hafa verið sendar víðs vegar að úr Suður-þtngeyjarsýslu, um, að eg styddi að því, að verzlun Órum & Wulffs á Húsavík hætti framvegis allri áfengis- sölu, er mér sönn ánægja að geta auglýst almenningi, að þessu erindi var tekið ljúflega af yfirstjórn verzl- unarinnar í Kauproannahöfn og að hún hefir nú ráðið af, að leysa ekki leyfi til ófengissölu aftur, að útliðnu yfirstandandi ári, fyrir neina af verzl- unum sínurn á Islandi. I sambandi við þetta má þess geta, að framkvæmdir 1 þessa átt voru þeg- í fyrra fyrirhugaðar, þó það færist fyrir í það sinn, af ástæðum, sem hér er óþarft að taka fram. |>etta vænti eg að ísafold verði fús á að flytja lesendum sínum hið allra fyrsta að verða má. ■ Húsavík ð. nóv. 1900. þ. Ouðjohnsen.t Botnvörpungar nyrðra. Skrifað er ísafold úr Skagafirði 30. okt.: •Tvennir botnvörpungar voru að veiðum hér á firðinum alla vikuna sem leið, á beztu fiskimiðum, mjög innarlega og nærri landi. það var sorgleg sjón, að sjá þá veiða þannig í landhelgi óhindraða dag og nótt. fpeir fóru daginn áður en Yesta kom.i Leiðrétting. Með því að þér, herra ritsstjóri Björn Jónsson, segið svo frá í yðar heiðraða blaði síðast, að eg sé eigi við leika riðinn í vetur sak- ir veikinda, þá vil eg hér með lýsa því yfir að þetta er miður rétt hermt. Ástæðan er sú, að eg ætla mér alls ekki að taka þótt í leikum framvegis. f>að lítið sem eg tók þátt í leikunum síðastl. vetur, stafaði af því, að félag- ið vantaði þá leikkraft, sem það hefir nú, og vildi eg með því styðja að því, að félagið gæti þá baldið áfram, sem ef til vill hefði orðið erfitt 1 svipinn, eins og þá stóð á. 20. nóv. 1900. Siyríður Jónsdóttir. Hitt og þetta. Kínversk kurteisi. Kínverj- ar eru orðlagðir fyrir kurteisi. Hér er sýuishorn af bréfi bókaútgefanda, er gerir hanirit afturreka sem hand- ónýtt. Hann ritar höfundinum á þessa leið: •Stórfrægur bróðir sólar og mána! Sjá, þjónn þinn liggur flatur fyrir fótum þér. Eg lýt þér í duft niður og bið þig að líta í náð til mín og leyfa mér að tala og lifa. Virðulegt handrit þitt hefir látið svo lítið að varpa á oss ljósi hágöfugrar ásjónu þinnar. Frá oss numnir höfum vér yfirfarið það. f>að sver eg við bein forfeðra minna, að aldrei á æfi minni hefi eg fyrir hitt aðra eins fyndni, aðra eins speki og jafn-hágöfugar hugsanir. Með ótta og skelfingu endursendi eg handritið. Ef eg birti á prenti gerserai þó, er þú hefir sent mér, mundi keisarinn bjóða öllum lýð að hafa það (handritið) að fyrirmynd, og að ekki mætti birti neitt á prenti, er eigi væri því jafnsnjalt. Eg þekki það til bókmeuta heimsins, að engin leið mundi að fá þess líka f tíu þús- und ár. Fytir því endursendi eg þér handrit þitt. Eg bið þig tíu þúsund sinnum fyrir- gefningar. Sjó, eg legg höfuð mitt fyrir fætur þér. Gjör þú við mig það sem þér þóknast. f>jónn þjóna þinna N. N.i Tóbaksuppskera á allri jörðunni kvað nú vera 2280 milj. pd. Hún er mest í Ameríku eða 900 milj. pd. En Norðurólfulöndin framleiða þó J hluta alls þess tóbaks, sem eytt er í heiminum, eða 558 milj. pd. Lífeyrir þýzkalandskeisara er 36 milj. kr. þar af fer helmingur til við halds höllum þeim, er hann á, og eru ekki færri en 24. Hann heldur og 1500- skósveina og 2000 þjónustu- stúlkur. Fólkstala á Krít er nú 320,000. f>ar af eru 286,000 kristnir, en hinir Mú- hameðstrfiar. Um 43,000 Tyrkir hafa farið úr landi þar síðustu tvö árin. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. En hann er þegar horfinn og hún hnígur niður meðvítundarlaus innan við dyratjöldin á brúðarherberginu. Tuttugasti og fjórði kapítuíi Maíurinn, sem var fyrir utan dyratjaldið. f>etta óp var það, sem þau heyrðu, Barnes og Enid. Nokkurum augna- blikum síðar drepur Vesturheimsmað- urinn á dyrnar að forsalnum. En honura er ekki svarað neinu, og svo fara þau Enid inn með mesta hraða og sjá Marínu liggja á gólfinu í öngviti. Enid hleypur til hennar og segir: »Hún er dáin!« og tekur hana svo í fang sér. Barnas litast um í herberginu og reynir að átta sig á, hvað gerst hafi. Fráleitt býst hann við neinu góðu; því að einu augnabliki síðar kemur hann til Enidar og þá er óköf geðs- hræring auðsæ á andlitinu á honum, þó að engin óstyrkur sé í röddinni. Hann hefir þá komið við klukkustreng- inn til þess að fá mannhjálp, en eng- inn kemur. Ekki er það heldur nein furða; því að bæði er vinnufólkið hátt- að, enda sefur það í þeim húshlutan- um, sem fjærst er, og svo hefir Dan- ella skorið sundur þann klukkustreng- inn, sem liggur að vinnufólksherbergj- unum. Hann tekur Marínu upp og leggur hana á legubekkinn. »Hún er víst dáin!i segir Euid. »Hún er ekki fremur dáin en við. Hún hefir komist í einhverja mikla geðshræringu. f>etta er ekki annað en yfirlið. f>ú veizt, að eg hefi lesið læknisfræði, og nú ætla eg að takast læknisstörfin á hendur, Béttu mér vatnskönnuna þarna!i segir Barnes og reymr að láta svo sem hann sé með öllu ókvíðinn, meðan hann er að leit- ast við að vekja Marínu af öngvitinu. »Og nú skaltu, góða mín, útvega mér eitthvert þefmikið ilmvatn eða þá ammóníak, ef þú geturi. »Já —í herberginumínu — en hann. bróðir minn?« • Hlauptu eftir ammóníakinu!» »En hann bróðir minn?«

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.