Ísafold


Ísafold - 28.11.1900, Qupperneq 3

Ísafold - 28.11.1900, Qupperneq 3
289 þann, sem Danir og aðrar siðaðar þjóðir hafa farið á undan oss. Vér verðum að leggja fram fó til þess, að efla atvinnuvegina. Vér verðum að gjöra oss Ijóst, að takmarkinu verður ekki náð með því, að leggja fram eina mikla fjárhæð til eins fyrirtækis. Skógurinn verður ekki til af einu tré og stóráin fæðist ekki öll í einu. Hún skapast af afarmörg- um lækjum og lindum. Eins er um arðmikla atvinnuvegi. þeir fást ekki með einu stórfyrirtæki, hvort sem það er kallað járnbrautir, Vestuferðir, rit- sími o. s. frv. Nei. f>að þarf afar- margar smáar fjárhæðir til þessa. Is- lendingar hafa skömm á bitlingum. En það eru þó einmitt bitlingarnir, sem eiga að verða til þess að koma atvinnuvegunum ’á hátt stig. En þá er áríðandi, að þeim verði vel varið. f>að stoðar eigi að veita bitlingana í ráðleysu. Nei. Fyrst verður að hafa nákvæma rannsókn og undirbúning. Hér byrjar starf Bún- aðarfélags íslands. þingið má eigi vera mjög smásálarlegt í þessu efni. Búnaðarfélagið þarf að hafa vísinda- lega mentaðan ráðunaut og það þarf að fá nægilegt fó til þess, að rann- saka málin og undirbúa þau. f>á ríður þessu næst á, að bitling- unum verða vel varið, og þarf að hafa rækilegt eftirlit með því. Ekki er sopið kálið, þótt í ausuna só komið Eftirlitið er alveg eins nauðsynlegt og undirbúningurinn. Hér getur Búnað- arfélagið einnig unnið laadinu þarft verk, ef því er falið það. Við efling atvinnuvega ríður mest á þessu tvennu: undirbúning og eftir- liti. f>að er ekki einhlítt, að fleygja út fé til íshúsa, því að frá þeim get- ur verið svo ílla gengið, að þau geti eigi komið að notum, svo að vel sé; og þó að ishúsin séu góð, þá getur verið, að þau séu svo illa og ómynd- arlega hirt, að þau komi ekki að til- ætluðum notum. f>ess vegna verður Og að leggja þar fram sæmilegt fé til undirbúnings og eftirlits. Vér höfum nefnt kynbætur, íshús og vatnsveitingar. Ef öllu þessu væri komið gott í lag, getur þá nokkur maður efast um, að þetta mundi bæta stórum efnahag vor íslendinga? Eg efast um, a5 aðrar þjóðir myndubæta hann að tiltölu meira hjá sér. En ef efnahagurinn batnar, þá verða menn og færari um að leggja fram fé til styrktar atvmnuvegum landsmanna. Að mínu áliti stafa Ameríkuferðirn- ar eigi beinlínis af því, að mönnum hér á landi llði illa. f>ær stafa miklu fremur af vonleysi. Stundum er góð- ur fiskiafli, en hann er nær alveg kom- inn undir tilviljun. Ef nokkuð ber út af, þá þrýtur menn von. Sauðfénað- urinn er sendur til Englauds. Meira og rninna getur farist af fénu. Arð- urinn af ársins striti er kominn undir tilviljun. Vér vitum ekki, nema al- gert fjárflutningsbann til Englands dynji þá og þegar yfir, er lítið sem ekk- ert er gert til að útrýma fjárkláðan- um. Landsmenn verða vonlausir um framtíð sína. þá vantar von og trú á landinu. f>á vantar seglfestuna. f>á vantar hinn stöðuga, þolgóða, blásandi byr frá fulltrúaþingi þjóðarinnar. f>á vantar þekkinguna og þá vantar vilj- ann. Vonandi er, að alt þetta komi á 20. öldinni, sem nú fer 1 hönd. En hversu lengi eigum vór að bíða eftir því? Á þetta alt að bíða niðja vorra, og eig- um vér allir, sem nú erum komnir á full- orðins árin, að leggjast svo undir græna torfu, þreyttir af rifrildi og fjandskap vor í milli, að vér sjáum ekkert af því? Frá útlöndum. Forsetakosningarbaráttan um garð gengin í Bandaríkjum (N. Amer.). Mac Kinley unnið þar mikinn sigur. Verður því forseti áfram næstu 4 ár, ef hann lifir. Nokkurar minni háttar breytingar á ráðaneyti Bretadrotningar. Lands- downe lávarður hefir slept forstöðu hermála, er honum þótti hafa farið miður vel úr hendi, og orðinn nú utan- ríkisráðherra; mun Salisbury ætla að ráða þar mestu eftir sem áður. Hann hefir við orð að fá Balfour frænda sínum það embætti, til þess að hann þyrfti ekki að sleppa leiðtogamensk- unni í neðri málstofunni og hún því að lenda í höndum Chamberlains, sem fullmikið þykir láta á sér bera undir. Tíðindi engin öðrum nýrri af viður- eign Búa og Breta. f>ófið sama og áður eða því líkt. f>ó töluvert heim komið aftur af hernum brezka og fagnað með óhemju-dálæti. Sjálfboða- liðar frá Lundúnum voru látnir halda þar sigurhrós8göngu um borgina. f>að varð margra manna bani vegna troðn- ings áhorfenda, en fjöldi lemstraðist. Sigurvegararnir druknir. Austur f Peking gerir hvorki að reka né ganga um friðargerð. Stórvelda- höfðingjar þó sagðir nokkurn veginn á eitt sáttir um kosti þá, er Kínverjum skuli þröngvað til að ganga að, og eru ærið harðir, en þó eiga Kínverjar eng- in lönd að láta. f>ví kunna samt Bússar miður. f>eir höfðu ætlað sér Mansjúríu frá upphafi, landskika á við Frakkland og þýzkaland saman lagt. Hafa líklegast einhver tök á að klófesta þetta eigi að síður áður langt um líður. Uppreianarumleitanir á Spáni. f>ar gengur alt á tréfócum. Skuldakrögg- ur ókleifar; lýðurinn rís eigi lengur undir álögunum. Vart orðið við Karl- unga-samsæri til byltingar. f>eir hafa verið meir en hálfa öld að reyna að brjótast til valda, niðjar Karls, bróður Ferdínands konungs VII. (t 1833). Sá kallar sig Karl VII., er nú er uppi og gerir tilkall til konungdóms, maður rúmlega fimtugur. Báðaneytisforsetinn, Silvela, sá er við völdum tók í fyrra, hefir orðið að fara frá og við tekið hersböfðingi sá, er Azcarraga heitir. Silvela hafði skipað böðulinn Weyler frá Cuba setuliðshöfðingja ) Madrid; það fór með hann. Svíakonungi, Oscar, að batna heils- an aftur. Dálítil breyting á ráðaneyti hans í Norvegi, en ekkí nema kák; Steen heldur enn forsæti. Georg konungsson hinu gríski, land- stjóri á Krít, er alráðinn að segja því embætti af sér hið bráðasta. Sýningunni miklu í París lokað 11. þ. mán. Hefir bakað þeim mikið fjár- tjón, er standa áttu straum af kojtn aði til hennar. Litlar horfur á að annað eins bákn verði sett á stofn framar. Arnesssýslu 5- nóv. T í ð hefir verið hrakviðrasöm í köfl- um, en þó yfirleitt fremur góð. F j á r- s a 1 a með langbezta móti; en fækka mun fé enn, því þarfirnar eru miklar. Heyskapur víst í góðu meðallagi, nema þar sem túu voru mest skemd af kali, sem víða var, einkum til fjalla. Eitt af mörgu, sem Árnesingar eiga síra Magnúsi Helgasyni að þakka, er það, að hann náði í haust þeim samning- um við Vídalín, að þeir fluttu sauði okkar út á eigin ábyrgð og borguðu þá hér allvel. Til þeirra mála man eg ekki til, að ritstj. þjóðólfs legði annað okkur til gagns en að hann sagði, að það dygði ekki að missa móðinn. Mikil var huggunin og ráð- deildin eins og vant er. Veitt brau’ó- Landshöfðingi hefir 24. þ. mán. veitt Landprestakall 3Íra Ófeigi Vig- fússyni í Guttormshaga, eftir kosningu safnaðarins. Gufub- Skálholt er væntanlegur hingað í næstu viku með það sem afhlaups varð Ceres af vörum; hún (Ceres) gat ekkert tekið í Leith — hafði fullfermi frá Khöfn. Hæstaréttardómur uppkveðinn 7. þ. mán. í barsmíðar- máli eíra Halldórs Bjarnarsonar í Prest- hólum. Sektin lækkuð úr 200 kr. nið- ur 1 100 kr. En skaðabætur sömu sem við lægri dómstólana til þórarins Benj&mínssonar, sem síra H. barði, 120 kr. Vendetta. Eftir Archibnld Clavering Gunter, •Verið þér ekki að hugsa um hann nú«, segir Barnes önuglega. *Beynið þér first að láta konuna yðar fá vitið aftur; því að með hverri mínútunni, sem hún er í þessu ástandi, eykst hættan við það, að hún komist aldrei vrr því aftur. Auðvitað læknar tím- inn alla; en það segi eg yður sem læknir, að ef brjálsemi konunnar yð- ar læknast ekki f nótt, þá læknast hún aldrei. Eg verð að taka til ör- þrifaráða. Komi þau ekki að haldi, býst eg við illu einu. Ætlið þér að leyfa mér að beita því ráði?« »Hvað er það?« spyr Edvin. »Áður en þér komuð inn, var kon- an yðar með fullu viti, þó að hún væri yfirkomin af harmi; hún hélt, að þér hefðuð verið myrtur. Síðan hún sá yður, heldur hún að þér séuð svip- ur — hún segir, að lík sé þarna bak við dyratjaldið. »Nú?» *Við verðum að sýna henni llkið«. *|>ér haldið þá, að þar só lík?« *Eg vona það!« »þér vonið það?« »Já. þ>ví að 8é þar ekkert lík, þeg- ar eg dreg tjöldin frá, þá er Marína brjáluð. Beyndar er hún það nú; þvl að önnur eins ímyndun og þetta er brjálsemi. Sem stendur virðist hún svo fastlega samfærð um, að þér sóuð dáinn, að þór getið ekki einu sinni haggað þeirri vissu með því, að koma sjálfur til hennar. Biðjið þér drottinn þess, að lík sé þarna fyrir utan tjöld- in, svo hún geti gengið úr ekugga um, að þér séuð þar ekki«. »þór haldið þá, að einhver hafi ver- ið drepinn?« segir Edvin og starir á dyratjöldin. *Já, það held eg«. »Hver?« »það veic eg ekki, en eg vona, að í þetta sinn hafi forsjónin látið alt fara að maklegleikum*, svarar Vesturheims- maðurinn. »Ætlið þér að gefa sam- þykki yðar til þess? fér íhugið það, að þetta er örþrifaráð!« »Já. í guðs nafni !« •Verið þór þá við því búinn að draga tjaldið frá, þegar eg segí yður til«. Barnes snýr sér að Marínu. Enid heldur utan um hana og hún starir frá sér numin á mann sinn. Konurnar standa hér um bil í miðju herberginu og karlmennirnir milli þeirra og dyranna, sem tjaldið hangir fyrir. Anstruther gengur hægt að dyrunum, en eftir ofurlitla umhugsun segir Barnes við brúðurina: »Frú Anstruther, haldið þér að lík mannsins yðar sé þarna hinu megin við dyratjöldin ?« »Held? Eg veit það!« æpir hún. »Eg heyrði fótatakið hans — eg sá rýtingnum tvisvar lagt gegnum silki- tjöldin. Eg heyrði hann hljóða. Eg sá tjöldin vefjast utan líkama hans, þegar hann hneig uiður. Ef eg vissi ekki, að hann er dáinn, mundi eg halda, að þessi svipur væri maðurinn minn«. Hún bendir á Edvin, um leið og hann gengur fast að dyratjaldinu, og segirí hálfuin hljóðum : »Nú geng- urðu ofan í blóðið úr sjálfum þér!« Barne8 sér líka í sama bili, að Eng- Iendingurinn stendur í rauðri blóðtjörn, og með því að hann er nú ekki 1 nein- um vafa lengur, segir hann: »Að nokkuru leyti hafið þér á réttu að standa — þér heyrðuð fótatak, en það var ekki fótatak mannsins yðar. |>ér sáuð mann fyrir utan tjaldið, en það var ekki maðurinn, sem þér unnið hugástum. Maðurinn, sera hljóðaði, var ekki Edvin ; líkið, sem liggur fyr- ir utan tjöldin, er ekki lík Gerards Anstruther, heldur — —« Hann bendir Edvin að draga tjöld- in frá og Edvin gerir það. Meðan Barnes lét dæluna ganga, hafði Mar- ína spurt með öndina í hálsinum: »Getur þetta verið? Er það hugsan- legt, að þetta sé satt?« Og nú þýtur hún áfram og segir hátt með gleði- bragði: »Maðurinn minn er á lífi! Guði sé lof! þetta er lík mannsins, sem kom hingað til að sjá mig drepa hann«. því að fyrir utan dyratjöldin liggur Mússó Danella greifi; hann starir á þau með afmynduðu andlitinu og hef- ir tvö mikil sár í hjartastað. »DaneIla!« segír Enid, stamandi af skelfingu. »Vinur minn!« tautar Edvin fyrir munni sér og ætlar að taka líkið upp af gólfinu. En Barnes aftrar honum frá því og dregur tjöldin aftur fyrir. »það er ekki til neins; það eru ein- ar tíu mínútur síðan fanturinn hefir dáið. þetta hefir farið eins og eg gat til: forsjónin hefir látið málalyktirnar verða að maklegleikurn. Óvinur yðar hefir orðið fyrir því, sem hann hafði ætlað yður«. •Óvinur minn? |>ar skjátlast yður alveg! f>ér skuluð ekki tala illa um hann látinn; hann hefir gefið mér Marínu«. • Spyrjið þer hana; þá komist þér að raun um, að hve miklu leyti þér eigið honum þá gæfu að þakka«, segir Barnes þurlega. JÖBÐIN Skálmholtshraun í Árnes- s/slu, sem er aS dyrl. 18,2 n. m., fæst til kaups og ábúöar í fardögum 1901. Jörðinni fylgja matjurtareitir 400 □ faömar \el ræktaðir, grasgefin tún og engjar sem gefa af sór í meöalári 8—10 hundruð hesta, góö sumar- og vetrarbeit. Jörðin liefir um langan tíma borið stór bú og verið happasæl, fæst nú með injög góðu verði og liðlegum borgunarskilmal- um. Lysthafendur snúi sór til eiganda og ábúanda áðurnefndrar jarðar. Jón Friðleifsson. BANN Hér með fvrirbjóðum við undirskrifaðir alla fuglaveiði í landi ábýlisjarða okkar, svo og alt skógartak. 16. október 1900. — Hrauna ábúendur allir.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.