Ísafold - 02.01.1901, Qupperneq 1

Ísafold - 02.01.1901, Qupperneq 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 krv erlendis ö kr. eða iv» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 2. janúar. 1901. 1. blað. Aldamótaljóð eftir EINAR BENEDIKTSSON. Sungin og lesin í Reykjavík á aldamótum 1900—1901. (Cantate). I. Lag.* I»ií) þekkið fold mel) blíðri brá. Við aldahvarf nú heyrum vér sem hljóm af fornum sögum, og eins og svip vor andi sór af öllum landsins högum; af sókn þess fram meS sverð og kross, með siðmenning og lögum. Og hátt skín bjarminn yfir oss frá Islands frægðar dögum. Það ljós skín yfir aldahaf að yztum tímans degi, í gegnum bölsins biakka kaf, sem blys á niðjans vegi. Það verndi oss, það víki’ ei brott; í virðiug heims það standi, að fornöld ber þess fagran vott, hvað felst í þessu landi. Það veki hjá oss kraft, sem kn/r til kapps til alls þess stærra, til starfs, sem telur tími nýr, til takmarks æðra’ og hærra. Hver þekkir rétt, hvert þjóðin kemst, þó þúsund ár hún misti? Oft seinastur varð settur fremst og siðastur hiun fyrsti. Því lofi æskan alla tíð þá eiða hjörtun sverji, að æfi sinni öllum lyð til auðnu’ og gagns hún verji. Og blessum þessi hljóðu heit, sem heill vors lands eru’ unnin, hvert líf, sem græddi’ éinn lítinn reit og lagði’ einn stein í grunninn. Og fjöldinn undir mold og meið í minningunni vaki. Vor öld þá frægi, himinheið, sem hefst að fjallabaki. Þeir léttu af oss oki’ og neyð, þó enn oss meinin saki; þeir hrundu vorum hag á leið með heillar aldar taki. Vér munum aldamyrkrið fyrst, svo morgun framfaranna, er bókament og lærdómslist brá ljósi’ á hugi manna; °g »Fjölni«, reisn vors feðramáls, og fundinn þjóðarinnar; og löggjöf vora og fjármál frjáls einn fjórðung aldarinnar. Það liðna, það sem vai og vann, er vorum tíma yfir; því aldur deyðir engan mann, sem á það verk, er lifir. — Já, blessum öll hin hljóðu heit, sem hoill vors lands vóru’ unnin, hvern kraft, sem studdi stað og sveit og steina lagði’ í grunninn. II. (Recitativ). Ardagsins stund gefur auðinn í mund. A aldarmorgni skal risið af blund — húmtjöldin falla og hylja alt liðið, vór hringjum út öldina gömlu í kvöld. — í æfinnar leik sjást atvik og þættir í eilífri skifting. Alt byrjar og hættir. En landsins börn kveikja ljós yfir grund og Ijóma upp framtíðarsviðið. Þau tindra hátt yfir húsanna fjöld, þau horfa til uppheimsins þúsundföld. Með söngvum og ljóði og lágt í hljóði alt landið vort biður þau himnesku völd, að styrkja vort fámenni’ og fylkja nú liði í framsókn á rétta miðið. Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð, margt hórað sem eyðimörk köld og dauð. Sú öld, sem nú hefst, á hlutverk að inna — sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls. Eu synir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlegast þarf þessi strjálbygði geimur, að hór er ei stoð að stafkarlsins auð? Nei, stórfó! Hér dugar ei minna! Oss vantar hór lykil hins gullna gjalds, að græða upp landið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til heiðanna, á miðin, í honum býr kjarni þess jarðneska valds. Þann lykil skal ísland á öldinni finna — fá afl þeirra hluta’, er skal vinna. Orka með dygð reisi bæi og bygð, hver búi að sínu með föðurlands trygð. Frelsi og ljós yfir landsins strendur, ei lausung nó tálsnörur háifleiks og prjáls! Því menning er eining, sem öllum ijær hagnað, með einstaklingsmentun, sem heildiuni’ er gagn að, og frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni’ á landsins fjendur. Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs. Er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast í samhuga fylgi þess almenna máls. Og tíminn er kominn að takast í hendur, að tengja það samband, er stendur. — — Því veldur vor fátækt, oss vantar að sjá, hvað vísindi ynnu hér, þjóðleg og há, sjá náttúru landsins vors náminu háða, sjá not þeirrar mentar, sem os« væri hent. Og hugmyndir vantar. Með eins manns anda ávanst oft stórvirki þúsund handa. Skal gabba þann lcraft! Er ei grátlegt að sjá, göfuga hugsjón smáða, — sjá heilbrigða tréð vera höggið og brent, en hirt það visna? Það þekkjum vér tvent. Að virða listir og framtak er fyrsta, sem fólkiuu’ á íslandi skyldi kent. Með vísindum alþjóð eflist til dáða, það æðra því lægra skal ráða. — Vór óskum hér bóta við aldanna mót, en alt þó með gát og á þjóðlegri rót; með rækt við fortíð og fótsporin þungu, sem fyrst hafa strítt yfir veglaust og grýtt. Vór eigum sjálfir á eftir að dæmast, af oss skulu forfeður heiðrast og sæmast, — sem studdu á lífsins leið vorn fót, sem ljóðin við vöggurnar sungu. — Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lyft úpp í framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sóst ei, hvað er nýtt. Vort land það á eldforna lifandi tungu, hór lifi það gamla’ í þeim ungu! Sá veglegi arfur hvers íslendings þarf að ávaxtast gegnum vort líf og vort starf, sem sterkasti þáttur alls þjóðarbandsins, við þrautirnar stríðu og li'fskjörin blíð. Lát fyllast hljóm þeirra fornu strengja, lát frumstofninn haldast, en nýtt þó teugja við kjarnann, sem gerði, að kyn vort ei hvarf, sem korn eitt í hafi sandsins. Fegurra mál á ei veröldin víð né varðveitt betur á raunanna tíð; og þrátt fynr tízkur og lenzkur og lýzkur það lifa skal ómengað fyr og síð. An þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins, án þess glatast metnaður landsins. Öld! Kom sem bragur með lyftandi lag og leiddu oss upp í þann -sólbjarta dag. Láttu oss tómlæti’ í tilfinning snúa, í trú, sem er fær það, sem andinn ei nær. Því gullið sjálft veslast og visnar í augum þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum. Að elska, að finna æðanna slag, að æskunni í sálinni hlúa, það bætir oss meinin svo heimurinn hlær, svo höllinni bjartar skín kotungsins bær. Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, só hjarta ei með, sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa Sól! Við þinn yl signist alt, sem er til, í afdalsins skugga, í sædjúpsins hyl. Og öflin hefjist hjá færum og fleygum, með fagnandi þrá upp í víðsýnin há. Sóttkveikjumollan í sólskini eyðist. Á sviðið fram það heilbrigða leiðist, með æskunnar kapp yfir aldanna bil að elli og heiðursins sveigum. Lyftist úr moldinni litblómin smá, loftblærinn andi krafti’ í hvert strá. Yngist jörðin við faðmlag um fjörðinn, með fosslokkinn gyltan við heiðarbrá, og drekki lífið í löngum teigum af Ijósbrunnsins glitrandi veigum. Hugur vor bindist þór, himneska mynd, sem háfjallið ljómar, þess rót og þess tind, sem oft lézt í fólksins framtíðar verki eitt frækorn smátt eiga voldugan þátt. Láttu vor frækorn lifna og dafna, láttu þau vaxa og eining þeim safna. Skapaðu’ úr klakanum læk og lind og lífsflóð úr jökulsins serki. Glæddu í brjóstunum bróðerni’ og sátt, bræddu úr heiftinni kærleikans mátt. Hreinsaðu landið með heilnæmum auda, en horfðu í náð á alt kúgað og lágt. Ljómaðu í hjörtunum, ljóssins merki, hjá landslýð, hjá valdsmanni og klerki! III. Lag: Eldgamla ísafold Ein hnígur aldarsól, ótt veltur tímans hjól, komið er kvöld. Rís önnur rík og fríð, roðar um fjallahlíð öflug, en björt og blíð byrja.ndi öld. Umliðið aldarstríð umbuni’ á nýrri tíð gæfuunar gjöld. Berist oss björg á strönd, blómgist öll sveitalönd. Guðs náð með hverri hönd Hefjist sú öld. Of lengi’ í örbirgð stóð eiuangruð, stjórnlaus þjóð, kúguð og köld. Einokun opni hramm. Iðnaður, verzlun fram.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.